Evert Taube tónleikar 18. febrúar 2012
Þekkir einhver þetta hér?
Sjösalavals
Þau voru víst ófá lögin sem Sigurður Þórarinsson fann í Svíþjóð og gerði íslenska texta við. En þegar við Valdís komum til Svíþjóðar áttuðum við okkur líka á því að lög sem við héldum að væru ramm íslensk voru reyndar sænsk. En hvað um það, í kvöld vorum við á tónleikum sem haldnir voru í Fjugesta til minningar um Evert Taube sem uppi var frá 1890 til 1976. Hann er höfundur til Vorkvöldsins í Reykjavík eða Sjösalavals og það var eitt þeirra laga sem við fengum að heyra á tónleikunum.
Það var ekki fyrr en við fluttum hingað í sveitina sem við gerðum okkur grein fyrir því hversu dugleg leikfélögin eru í sænsku sveitunum og smástöðunum. Salurinn í Fjugesta var fullsetinn og þá er ég að tala um rétt innan við 200 manns sem koma saman til að hlusta og sjá. Jólarevían var sýnd í einhverjar vikur og dag eftir dag fyllti fólk frá Örebro þennan litla dreifbýlissal. Það væri svipað og Reykvíkingar fylltu 200 manna sal suður í Vogum allt að því vikum saman fyrir jólin þó að sú vegalengd sé heldur lengri.
Ég veit að það eru líka dugleg leikfélög á Íslandi en það kom mér hreinlega á óvart að þetta skyldi vera svona virkt hérna og svo er það vítt og breitt um landið. Hvernig ætli það hafi legið á Taube þegar hann sýslaði við að semja þetta lag með texta.
Skútusöngurinn
Svo var kallinn gleðimaður sem meðal annars bjó í Argentínu og grunur leikur á að hann hafi dregist til fagurra kvenna. Það leikur líka grunur á að konan hans hafi ekki alltaf verið ánægð með það sen hann aðhafðist þegar hann var ekki heima við. Vín, söngur, konur og dans, já hvernig átti Evert Taube að geta bjargað sér úr klóm þess.
Dansinn á Suðurey
Þetta voru skemmtilegir tveir tímar sem við upplifðum þarna með snillingnum. Hugurinn sveif í hæðir hvað eftir annað og ég fékk á tilfinninguna að hugur Taubs hafi líka borist í hæstu hæðir þegar hann samdi svo margt af því sem á boðstólum var. Komi maður á skemmtun hjá leikfélaginu í Fjugesta, Revíunni sem þau kalla sig, þá er á boðstólum matur og drykkur til að taka með sér að langborðum. Svo situr maður bara mitt á meðal ókunnugra og hefur það notalegt og skemmtilegt. Þá verða kvöldin öðru vísi.
Það var líka öðru vísi að koma heim og líta sín eigin húsakyni. Sólvellir eru öðru vísi og hugurinn barst oft í hæðir þegar húsið var hannað. Einhver sagði í sjónvarpinu alveg nýlega að það þyrfti kjark til að vera öðruvísi. Að vera öðruvísi var líka að byggja öðruvísi. Samkvæmt því erum við Valdís öðruvísi.
Sjösalavals
Þau voru víst ófá lögin sem Sigurður Þórarinsson fann í Svíþjóð og gerði íslenska texta við. En þegar við Valdís komum til Svíþjóðar áttuðum við okkur líka á því að lög sem við héldum að væru ramm íslensk voru reyndar sænsk. En hvað um það, í kvöld vorum við á tónleikum sem haldnir voru í Fjugesta til minningar um Evert Taube sem uppi var frá 1890 til 1976. Hann er höfundur til Vorkvöldsins í Reykjavík eða Sjösalavals og það var eitt þeirra laga sem við fengum að heyra á tónleikunum.
Það var ekki fyrr en við fluttum hingað í sveitina sem við gerðum okkur grein fyrir því hversu dugleg leikfélögin eru í sænsku sveitunum og smástöðunum. Salurinn í Fjugesta var fullsetinn og þá er ég að tala um rétt innan við 200 manns sem koma saman til að hlusta og sjá. Jólarevían var sýnd í einhverjar vikur og dag eftir dag fyllti fólk frá Örebro þennan litla dreifbýlissal. Það væri svipað og Reykvíkingar fylltu 200 manna sal suður í Vogum allt að því vikum saman fyrir jólin þó að sú vegalengd sé heldur lengri.
Ég veit að það eru líka dugleg leikfélög á Íslandi en það kom mér hreinlega á óvart að þetta skyldi vera svona virkt hérna og svo er það vítt og breitt um landið. Hvernig ætli það hafi legið á Taube þegar hann sýslaði við að semja þetta lag með texta.
Skútusöngurinn
Svo var kallinn gleðimaður sem meðal annars bjó í Argentínu og grunur leikur á að hann hafi dregist til fagurra kvenna. Það leikur líka grunur á að konan hans hafi ekki alltaf verið ánægð með það sen hann aðhafðist þegar hann var ekki heima við. Vín, söngur, konur og dans, já hvernig átti Evert Taube að geta bjargað sér úr klóm þess.
Dansinn á Suðurey
Þetta voru skemmtilegir tveir tímar sem við upplifðum þarna með snillingnum. Hugurinn sveif í hæðir hvað eftir annað og ég fékk á tilfinninguna að hugur Taubs hafi líka borist í hæstu hæðir þegar hann samdi svo margt af því sem á boðstólum var. Komi maður á skemmtun hjá leikfélaginu í Fjugesta, Revíunni sem þau kalla sig, þá er á boðstólum matur og drykkur til að taka með sér að langborðum. Svo situr maður bara mitt á meðal ókunnugra og hefur það notalegt og skemmtilegt. Þá verða kvöldin öðru vísi.
Það var líka öðru vísi að koma heim og líta sín eigin húsakyni. Sólvellir eru öðru vísi og hugurinn barst oft í hæðir þegar húsið var hannað. Einhver sagði í sjónvarpinu alveg nýlega að það þyrfti kjark til að vera öðruvísi. Að vera öðruvísi var líka að byggja öðruvísi. Samkvæmt því erum við Valdís öðruvísi.
Að lifa lífið til fulls þann 17. febrúar 2012
Ég veit ekki hvort ég á að nenna að blogga en einmitt þess vegna ætti ég kannski að gera það. Kannski kemur eitthvað út úr því ef ég byrja.
Ég málaði í gær og gekk ágætlega þangað komið var fram undir kvöld. Þá gekk eitthvað á afturfótunum enda var ég að klára úr málningardós og það var líka of heitt inni hjá okkur. En ég málaði þó að ekki gengi allt að óskum. Þegar ég kom fram í morgun byrjaði ég á að gera úttekt á því sem ég hafði gert síðast í gær. Niðurstaðan var eftirfarandi: "Skelfilegt." Inn á milli voru mattir blettir og annars staðar voru blettir þar sem málningin hafði hrúgast upp. Ég reyndi að láta mér ekki fallast hendur og ég reyndi líka að láta þetta ekki hafa áhrif á lundarfar mitt. Samt hafði það áhrif á hvort tveggja.
Svo slípaði ég haugana frá gærdeginum og hreinsaði rykið vandlega burtu. Því næst dæsti ég, hringsnerist og vildi helst ekki mála aftur ef það mundi nú mistakast á ný. Því næst reyndi ég að hugsa jákvætt og fór nokkrum sinnum með æðruleysisbænina. Svo málaði ég prufu og beið eftir því að málningin þornaði. Hvað eftir annað leit ég yfir prufuna til að sjá árangurinn og sýndist sem þetta væri hreina fúskvinnan. Nei nei, sagði Valdís, þetta er fínt. Ég vildi gjarnan trúa því en var alls ekki viss.
Ég fór að fást við annað, fór út að vélsöginni og sagaði þunnan lista sem mig vantaði og tókst sæmilega. Svo tók ég matarúrgangana og fór út að moltukerinu og losaði, hengdi plastpokann um annan úlnliðinn og fór hringferð um skóginn og talaði við sjálfan mig. Einnig litlu eikurnar mínar. Það er ekki að því að spyrja að ef ég geri rétta hluti verður allt betra. Ég vissi að ég ætti að fara einn eða tvo hringi í viðbót en lét þetta nægja. Svo málaði ég meira og ákvað síðan að mála eina umferð til viðbótar á tveimur dyrum á morgun.
Þegar ég var kominn hingað með þetta blogg gekk ég fram og hlustaði á mann í sjónvarpinu tala um meinlokur og fullkomnunaráráttu. Eftir það gekk ég að dagsverkinu mínu og leit yfir það. Ég var ánægður. Ég hreinsaði burtu málningarlímbandið sem hlífði parkettinu við dyrnar tvær sem ég ætlaði að mála aftur morgun og þar með var ég búinn að lýsa yfir verklokum. Fullkomnunaráráttan er stundum förunautur minn.
Oft talar fólk um erfiða daga og "meira að segja ég" get fallið fyrir því. Ég einmitt hugsaði það út í skógi í dag að þó að þessi dagur væri ekki eins og ég vildi að hann væri, væri hann ekki erfiður dagur. Ég lít nú á það sem neikvæðni að tala um erfiða daga ef það er bara vegna þess að ég er öfugsnúinn. Hefði ég viljað halda mig við það hefði það verið hrein sjálfsvorkunn -eymd. Minn dagur var reyndar góður og dyrnar og gluggarnir sem ég var að mála eru okkar bæ til fyrirmyndar. Svo las ég um það að hún Linda fegurðardrottning ætti tíu ára edrúafmæli í dag. "Þá byrjaði lífið", sagði Linda. Það er satt Linda, lífið er almennt gott og eymdin tilheyrir því liðna.
Ég málaði í gær og gekk ágætlega þangað komið var fram undir kvöld. Þá gekk eitthvað á afturfótunum enda var ég að klára úr málningardós og það var líka of heitt inni hjá okkur. En ég málaði þó að ekki gengi allt að óskum. Þegar ég kom fram í morgun byrjaði ég á að gera úttekt á því sem ég hafði gert síðast í gær. Niðurstaðan var eftirfarandi: "Skelfilegt." Inn á milli voru mattir blettir og annars staðar voru blettir þar sem málningin hafði hrúgast upp. Ég reyndi að láta mér ekki fallast hendur og ég reyndi líka að láta þetta ekki hafa áhrif á lundarfar mitt. Samt hafði það áhrif á hvort tveggja.
Svo slípaði ég haugana frá gærdeginum og hreinsaði rykið vandlega burtu. Því næst dæsti ég, hringsnerist og vildi helst ekki mála aftur ef það mundi nú mistakast á ný. Því næst reyndi ég að hugsa jákvætt og fór nokkrum sinnum með æðruleysisbænina. Svo málaði ég prufu og beið eftir því að málningin þornaði. Hvað eftir annað leit ég yfir prufuna til að sjá árangurinn og sýndist sem þetta væri hreina fúskvinnan. Nei nei, sagði Valdís, þetta er fínt. Ég vildi gjarnan trúa því en var alls ekki viss.
Ég fór að fást við annað, fór út að vélsöginni og sagaði þunnan lista sem mig vantaði og tókst sæmilega. Svo tók ég matarúrgangana og fór út að moltukerinu og losaði, hengdi plastpokann um annan úlnliðinn og fór hringferð um skóginn og talaði við sjálfan mig. Einnig litlu eikurnar mínar. Það er ekki að því að spyrja að ef ég geri rétta hluti verður allt betra. Ég vissi að ég ætti að fara einn eða tvo hringi í viðbót en lét þetta nægja. Svo málaði ég meira og ákvað síðan að mála eina umferð til viðbótar á tveimur dyrum á morgun.
*
Þegar ég var kominn hingað með þetta blogg gekk ég fram og hlustaði á mann í sjónvarpinu tala um meinlokur og fullkomnunaráráttu. Eftir það gekk ég að dagsverkinu mínu og leit yfir það. Ég var ánægður. Ég hreinsaði burtu málningarlímbandið sem hlífði parkettinu við dyrnar tvær sem ég ætlaði að mála aftur morgun og þar með var ég búinn að lýsa yfir verklokum. Fullkomnunaráráttan er stundum förunautur minn.
Oft talar fólk um erfiða daga og "meira að segja ég" get fallið fyrir því. Ég einmitt hugsaði það út í skógi í dag að þó að þessi dagur væri ekki eins og ég vildi að hann væri, væri hann ekki erfiður dagur. Ég lít nú á það sem neikvæðni að tala um erfiða daga ef það er bara vegna þess að ég er öfugsnúinn. Hefði ég viljað halda mig við það hefði það verið hrein sjálfsvorkunn -eymd. Minn dagur var reyndar góður og dyrnar og gluggarnir sem ég var að mála eru okkar bæ til fyrirmyndar. Svo las ég um það að hún Linda fegurðardrottning ætti tíu ára edrúafmæli í dag. "Þá byrjaði lífið", sagði Linda. Það er satt Linda, lífið er almennt gott og eymdin tilheyrir því liðna.
*
Ég tók forskot á sæluna áðan og leit á vísdómsorð morgundagsins í Kyrrð dagsins. Richard Jefferies (1848-1887) er höfundur þessara vísdómsorða, en hann var þekktur fyrir að skrifa um breskt sveitalíf. Þessi orð eru eftirfarandi:
Ég tók forskot á sæluna áðan og leit á vísdómsorð morgundagsins í Kyrrð dagsins. Richard Jefferies (1848-1887) er höfundur þessara vísdómsorða, en hann var þekktur fyrir að skrifa um breskt sveitalíf. Þessi orð eru eftirfarandi:
Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins
eru hinar einu sem við lifum til fulls.
Þetta eru góð orð fyrir mig nú í dagslok, fyrir mig sem var langt kominn með að eyðileggja daginn í neikvæðni og fullkomnunaráráttu. Í gær fékk ég kveðju eina 700 kílómetra norðan úr landi. Kveðjan var svohljóðandi: Hafðu góðan morgundag. Ég var heppinn að byrja að skrifa. Það fékk mig til að hugsa og einnig orð mannins sem talaði um fullkomnunaráráttuna. Ég er harðánægður með verkin mín og þessi dagur hefur verið góður þó að ég hafi kannski ekki lifað hann alveg til fulls.
Á morgun eru það svo Evert Taube tónleikar í Fjugesta.
eru hinar einu sem við lifum til fulls.
Þetta eru góð orð fyrir mig nú í dagslok, fyrir mig sem var langt kominn með að eyðileggja daginn í neikvæðni og fullkomnunaráráttu. Í gær fékk ég kveðju eina 700 kílómetra norðan úr landi. Kveðjan var svohljóðandi: Hafðu góðan morgundag. Ég var heppinn að byrja að skrifa. Það fékk mig til að hugsa og einnig orð mannins sem talaði um fullkomnunaráráttuna. Ég er harðánægður með verkin mín og þessi dagur hefur verið góður þó að ég hafi kannski ekki lifað hann alveg til fulls.
Á morgun eru það svo Evert Taube tónleikar í Fjugesta.
Fimmtudagur 16. febrúar 2012
Ég talað við Pál bróður í síma í dag. Við spurðum hvor annan eftir heilsufari og ræddum svolítið um heilsufar almennt, hvernig við eldumst og hverju við getum búist við með hækkandi aldri. Mér lá við að segja honum frá því sem henti mig í gær en fannst það mundi taka of langan tíma í síma. Hins vegar er bloggið tímalaust þannig lagað að það kostar ekkert og svo getur fólk ráðið hvort það tekur sér tíma til að lesa það eða ekki.
Við Valdís fórum til Örebro um hádegisbilið í gær. Valdís fór til að borða hádegismat með vinkonum sínum fjórum en ég fór með kerruna fulla af rusli á endurvinnslustöðina sunnan við Örebro. Á kerrunni var samansafn tveggja eða þriggja mánaða af umbúðum og alls konar afgöngum varðandi byggingarframkvæmdir. Þegar ég var búinn að losa kerruna fór ég meðal annars í byggingarvöruverslun sem er skammt frá endurvinnslunni og keypti síðustu gólflistana sem þarf að setja í Sólvallahúsið. Svo spjölluðum við saman um stund í byggingarvöruversluninni. Þar voru fáir á ferð.
Nú var það svo að Valdís var alls ekki búin að vera nógu lengi í samkvæminu og ég var svangur þannig að ég fór í næsta bæjarhluta, Brikkebakken, til að kaupa mér pylsu. Inn í þennan Brikkebakken er ég trúlega búinn að koma yfir þúsund sinnum. Ég var í mínum heimi á leiðinni þangað og eftir á að hyggja, þá er ég oft svolitið í öðrum heimi þegar ég er á leið frá byggingarvöruversluninni. Svo kom ég að afleggjara og ók inn í Brikkebakken. En þá skeði nokkuð skrýtið; ég kannaðist ekkert við mig. Nei, bíddu nú við, var ég orðinn eitthvað bilaður. Þessar blokkir áttu alls ekki að vera þarna á hægri hönd, bara alls ekki, og þær áttu ekki að sjást þaðan sem ég var, bara tveggja hæða húsalengjur.
Ég fór inn á kunnuglegt bílastæði til hægri og eftir eina fimmtíu metra fór még út á götuna aftur og tók afleggjarann til baka og svo áfram eftir að ég kom út á aðalveginn. Það var eiginlega ekki fyrr en þar sem áttaði mig almennilega á þessu. Ég hafði farið inn á afleggjara til Brikkebakken sem gerður var fleiri árum eftir að við komum þangað fyrsta sinni. Einum kílómeter seinna kom ég að þeim afleggjara sem ég ætlaði að fara og nú var bensínstöðin á réttum stað og blokkirnar ekki í sjónmáli, alveg eins og það átti að vera.
Ég vaknaði klukkan sex í morgun og fór að velta þessu fyrir mér og það var svolítið óþægilegt. Ég spurði sjálfan mig hvort ég væri að verða elliær. En eftir svolitlar hugleiðingar áttaði ég mig á því að svona hefur komið fyrir mig í mörg, mörg ár, og alveg sérstaklega á vegarspottanum næst byggingarvöruversluninni. Einhvern tíma þegar við Valdís vorum á leið til Akureyrar spurði ég hana allt í einu hvort við hefðum virkilega ekki farið Rauðuvíkurbrekkuna. Hah! hálf hrópaði Valdís, þú keyrðir hana á 120. Já, einmitt! og svo sleppti ég morgunhugleiðingum mínum um þetta.
Ég var kominn á stjá í morgun þegar klukkan hringdi hjá Valdísi. Ég skildi ekkert í því að hún stoppaði ekki klukkuna og að lokum heyrði ég hana segja: Hvernig eiginlega á að stoppa þessa klukku? Ég fór að náttborðinu hjá henni og sá hana halda á pínulitlu útvarði sem líka er hægt að nota sem vekjaraklukku, en sjálf vekjaraklukkan stóð á náttborðinu og bípti nú með ógnar látum. Mér fannst þetta nú orðið fyndið með ellilífeyrisþegana á Sóvlöllum.
Svo borðuðum við morgunverð og héldum tímanlega af stað til Fjugesta þar sem það var æfing hjá Hafðu það gott kórnum hennar Valdísar. Eftir svo sem hálfa leið sáum við fólksbíl sem hafði farið út af veginum og lent með framendann í skurðbarmi og síðan á sverum staur. Það var auðséð að þarna hefði getað farið illa, en þegar við stoppuðum hjá frakkaklæddum manni sem vappaði um á veginum fengum við að heyra að allt væri í lagi og björgunarbíll væri á leiðinni. Hann var bílstjórinn. Í tali og látbragði reyndi hann að sýna að þetta væri ekkert mál en stórskemmdur bíll er talsvert mál.
Pabbi hans sat í bílnum og bílstjóri annars bíls sem líka hafði stoppað talaði við hann inn um framhurðina hægra meginn. Ég hef verið á slysavarna- og almannavananámskeiðum fyrr á árum, en sú vitneskja sem ég fékk þá virtist hafa gefið sig. Eftir á að hyggja var háttarlag mannins sem vappaði á veginum þess eðlis að það hefði túlega verið full ástæða að taka völdin af honum á slysstað. Ég vona bara að maðurinn sem þegar var á tali við föðurinn hafi tekið sér þetta vald.
Þegar ég var búinn að skila Valdísi á æfinguna og fara á litla endurvinnslu í Fjugesta með dagblöð og annað það sem safnast saman innan húss, hringdi ég til íslenskrar konu sem búið hefur í Fjugesta yfir 40 ár. Skömmu síðar var ég mættur á heimili þeirra hjóna. Hún er gift sænskum manni sem hún hitti á Íslandi og bæði eru þau nú ellilífeyrisþegar. Ég varð hissa á því hversu góða íslensku maðurinn talaði þar sem það var svo langt síðan hann bjó þar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef talað íslensku við Svía og það var svolítið skrýtið. Hins vegar hef ég talaði íslensku við hann Per Ekström frá Álandseyjum en hann býr á Íslandi þannig að einhvern veginn lá öðru vísi við.
Ég vona að ég hafi ekki farið Rauðuvíkurbrekkuna á 120 þó að Valdísi hafi fundist það. Það er alla vega ekki stíll minn í dag að aka þannig. Ég á miklu láni að fagna sem bílstjóri og eiginlega finnst mér sem það sé hreinlega gjöf sem mér hefur hlotnast frekar en að ég sé góður bílstjóri. En það er fleira sem sýnir tölur en hraðamælirinn í bílnum okkar. Í fyrrakvöld var ég að enda í sturtu og dró þá fram baðvogina. Mér varð um og ó þegar ég sá að vísirinn var nær hundraðinu en 95. Nú var komið að vatnaskilum. Í gærmorgun hafði ég sleifina ekki eins fulla og áður þegar ég mældi tvær slíkar af haframjöli í grautinn minn. Ég setti líka helmingi minni rúsínur í grautinn. Saltið er ég hættur við fyrir lifandi löngu.
Svo fékk ég mér pínulitla brauðsneið með kaffinu á eftir í staðinn fyrir heila sneið með miklum osti. Og hvað svo -ég var ekkert svangur eftir morgunverðinn. Sama aðferð í morgun og ekkert hungur. Hins vegar fékk ég kaffibrauð hjá íslenskunni í Fjugesta og það var að vísu ekki alveg laust við sætindi.
Að lokum varðandi þessa skýrslugerð dagsins. Við fórum bæði til rakara í Örebro eftir kóræfinguna, hvort á sína stofu. Ég var fyrr tilbúinn og því fór ég inn á stofuna þar sem Valdís var klippt. Þar fékk ég mér sæti í svörtum, allt of mjúkum sófa og hlustaði konuna mína, fiskimannsdótturina frá Hrísey, ræða ástndið i Sýrlandi við sýrlenska konu sem klippti hana af mikilli gaumgæfni. Að lokum sagði Sýrlenskan við Valdísi að hún geislaði af góðheitum. Það er varla hægt að óska eftir betri stigagjöf -eða hvað?
Þið fáið ekki að vita meira um okkur í dag. Bless, bless.
Við Valdís fórum til Örebro um hádegisbilið í gær. Valdís fór til að borða hádegismat með vinkonum sínum fjórum en ég fór með kerruna fulla af rusli á endurvinnslustöðina sunnan við Örebro. Á kerrunni var samansafn tveggja eða þriggja mánaða af umbúðum og alls konar afgöngum varðandi byggingarframkvæmdir. Þegar ég var búinn að losa kerruna fór ég meðal annars í byggingarvöruverslun sem er skammt frá endurvinnslunni og keypti síðustu gólflistana sem þarf að setja í Sólvallahúsið. Svo spjölluðum við saman um stund í byggingarvöruversluninni. Þar voru fáir á ferð.
Nú var það svo að Valdís var alls ekki búin að vera nógu lengi í samkvæminu og ég var svangur þannig að ég fór í næsta bæjarhluta, Brikkebakken, til að kaupa mér pylsu. Inn í þennan Brikkebakken er ég trúlega búinn að koma yfir þúsund sinnum. Ég var í mínum heimi á leiðinni þangað og eftir á að hyggja, þá er ég oft svolitið í öðrum heimi þegar ég er á leið frá byggingarvöruversluninni. Svo kom ég að afleggjara og ók inn í Brikkebakken. En þá skeði nokkuð skrýtið; ég kannaðist ekkert við mig. Nei, bíddu nú við, var ég orðinn eitthvað bilaður. Þessar blokkir áttu alls ekki að vera þarna á hægri hönd, bara alls ekki, og þær áttu ekki að sjást þaðan sem ég var, bara tveggja hæða húsalengjur.
Ég fór inn á kunnuglegt bílastæði til hægri og eftir eina fimmtíu metra fór még út á götuna aftur og tók afleggjarann til baka og svo áfram eftir að ég kom út á aðalveginn. Það var eiginlega ekki fyrr en þar sem áttaði mig almennilega á þessu. Ég hafði farið inn á afleggjara til Brikkebakken sem gerður var fleiri árum eftir að við komum þangað fyrsta sinni. Einum kílómeter seinna kom ég að þeim afleggjara sem ég ætlaði að fara og nú var bensínstöðin á réttum stað og blokkirnar ekki í sjónmáli, alveg eins og það átti að vera.
Ég vaknaði klukkan sex í morgun og fór að velta þessu fyrir mér og það var svolítið óþægilegt. Ég spurði sjálfan mig hvort ég væri að verða elliær. En eftir svolitlar hugleiðingar áttaði ég mig á því að svona hefur komið fyrir mig í mörg, mörg ár, og alveg sérstaklega á vegarspottanum næst byggingarvöruversluninni. Einhvern tíma þegar við Valdís vorum á leið til Akureyrar spurði ég hana allt í einu hvort við hefðum virkilega ekki farið Rauðuvíkurbrekkuna. Hah! hálf hrópaði Valdís, þú keyrðir hana á 120. Já, einmitt! og svo sleppti ég morgunhugleiðingum mínum um þetta.
Ég var kominn á stjá í morgun þegar klukkan hringdi hjá Valdísi. Ég skildi ekkert í því að hún stoppaði ekki klukkuna og að lokum heyrði ég hana segja: Hvernig eiginlega á að stoppa þessa klukku? Ég fór að náttborðinu hjá henni og sá hana halda á pínulitlu útvarði sem líka er hægt að nota sem vekjaraklukku, en sjálf vekjaraklukkan stóð á náttborðinu og bípti nú með ógnar látum. Mér fannst þetta nú orðið fyndið með ellilífeyrisþegana á Sóvlöllum.
Svo borðuðum við morgunverð og héldum tímanlega af stað til Fjugesta þar sem það var æfing hjá Hafðu það gott kórnum hennar Valdísar. Eftir svo sem hálfa leið sáum við fólksbíl sem hafði farið út af veginum og lent með framendann í skurðbarmi og síðan á sverum staur. Það var auðséð að þarna hefði getað farið illa, en þegar við stoppuðum hjá frakkaklæddum manni sem vappaði um á veginum fengum við að heyra að allt væri í lagi og björgunarbíll væri á leiðinni. Hann var bílstjórinn. Í tali og látbragði reyndi hann að sýna að þetta væri ekkert mál en stórskemmdur bíll er talsvert mál.
Pabbi hans sat í bílnum og bílstjóri annars bíls sem líka hafði stoppað talaði við hann inn um framhurðina hægra meginn. Ég hef verið á slysavarna- og almannavananámskeiðum fyrr á árum, en sú vitneskja sem ég fékk þá virtist hafa gefið sig. Eftir á að hyggja var háttarlag mannins sem vappaði á veginum þess eðlis að það hefði túlega verið full ástæða að taka völdin af honum á slysstað. Ég vona bara að maðurinn sem þegar var á tali við föðurinn hafi tekið sér þetta vald.
Þegar ég var búinn að skila Valdísi á æfinguna og fara á litla endurvinnslu í Fjugesta með dagblöð og annað það sem safnast saman innan húss, hringdi ég til íslenskrar konu sem búið hefur í Fjugesta yfir 40 ár. Skömmu síðar var ég mættur á heimili þeirra hjóna. Hún er gift sænskum manni sem hún hitti á Íslandi og bæði eru þau nú ellilífeyrisþegar. Ég varð hissa á því hversu góða íslensku maðurinn talaði þar sem það var svo langt síðan hann bjó þar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef talað íslensku við Svía og það var svolítið skrýtið. Hins vegar hef ég talaði íslensku við hann Per Ekström frá Álandseyjum en hann býr á Íslandi þannig að einhvern veginn lá öðru vísi við.
Ég vona að ég hafi ekki farið Rauðuvíkurbrekkuna á 120 þó að Valdísi hafi fundist það. Það er alla vega ekki stíll minn í dag að aka þannig. Ég á miklu láni að fagna sem bílstjóri og eiginlega finnst mér sem það sé hreinlega gjöf sem mér hefur hlotnast frekar en að ég sé góður bílstjóri. En það er fleira sem sýnir tölur en hraðamælirinn í bílnum okkar. Í fyrrakvöld var ég að enda í sturtu og dró þá fram baðvogina. Mér varð um og ó þegar ég sá að vísirinn var nær hundraðinu en 95. Nú var komið að vatnaskilum. Í gærmorgun hafði ég sleifina ekki eins fulla og áður þegar ég mældi tvær slíkar af haframjöli í grautinn minn. Ég setti líka helmingi minni rúsínur í grautinn. Saltið er ég hættur við fyrir lifandi löngu.
Svo fékk ég mér pínulitla brauðsneið með kaffinu á eftir í staðinn fyrir heila sneið með miklum osti. Og hvað svo -ég var ekkert svangur eftir morgunverðinn. Sama aðferð í morgun og ekkert hungur. Hins vegar fékk ég kaffibrauð hjá íslenskunni í Fjugesta og það var að vísu ekki alveg laust við sætindi.
Að lokum varðandi þessa skýrslugerð dagsins. Við fórum bæði til rakara í Örebro eftir kóræfinguna, hvort á sína stofu. Ég var fyrr tilbúinn og því fór ég inn á stofuna þar sem Valdís var klippt. Þar fékk ég mér sæti í svörtum, allt of mjúkum sófa og hlustaði konuna mína, fiskimannsdótturina frá Hrísey, ræða ástndið i Sýrlandi við sýrlenska konu sem klippti hana af mikilli gaumgæfni. Að lokum sagði Sýrlenskan við Valdísi að hún geislaði af góðheitum. Það er varla hægt að óska eftir betri stigagjöf -eða hvað?
Þið fáið ekki að vita meira um okkur í dag. Bless, bless.
Bloggskrif þann 13. febrúar 2012
Það var á miðvikudaginn var sem sótarinn kom í sína árlegu heimsókn til að annast að kamínuna okkar. Þar með á hún að verða góð til upphitunar eitt ár áfram og einnig að uppfylla skilyrði brunatryggingarinnar. Ég vann þá um kvöldið og fór seinna til að geta hitt sótarann. Svo kom hann að útihurðinni með kaðalhönk á öxlinni og á endanum á þessari kaðalhönk var bursti og svo nokkrar kúlur sem eiga víst að berjast í skorsteinsveggina og hreinsa af þeim ösku og tjöruskánir.
Ég byrja á þvi að fara upp á þak sagði hann inn um rifu á hurðinni og svo fór hann upp stigann sem ég stillti upp við skorsteininn daginn áður. Litlu síðar fengum við að berja þennan mann almennilega augum og það leyndi sér ekki að hann var sótari. Eiginlega grunaði okkur eftir á að hann hefði strokið sóti á kinnarnar áður en hann fór til vinnu um morguninn. Grannarnir sögðu líka að sami sótari hefði verið hjá þeim klukkan sex um morguninn og þá þegar hefði hann verið orðinn svartur af sóti. Hendurnar voru einnig sótsvartar og það var hægt að ætla að hann væri þeldökkur. Hann hafði prjónahúfu á höfði í staðinn fyrir bátinn sem þeir hafa oftast.
Svo lauk hann verki sínu með því að kafa með hendurnar upp að olnbogum inn í kamínuna sóta hana innan. Svo fór hann, við kveiktum upp og ég lagði svo af stað í vinnu. Þessi leið sem ég er búinn að fara eitthvað yfir þrjú þúsund sinnum var sjálfri sér lík með sama þunna lag af snjó í einhverjar vikur. Stórgatan sem ég ek eftir gegnum Vingåker liggur bókstaflega eftir endilöngum bænum og einu umferðarljósin sem fyrirfinnast í Vingåker eru á miðri Stórgötunni við bensínstöðina. Ungur maður ýtti á hnapp og rauðu ljósin stoppuðu mig og aðra sem áttu þar leið um.
Nokkrar stokkendur notuðu sér tækifærið og fóru líka yfir á þessu rauða ljósi, en á meðan þær vögguðu þarna kom grænt ljós á umferðina. Fólk stoppaði samt fyrir þessum fríða hópi en einn sem kom á móti virtist þó ekki ætla að gefa sig og það munaði líklega undir tuttugu sentimetrum að hann tæki einn stegginn með framhjólinu. Þegar allur hópurinn var kominn inn á planið hjá bensínstöðinni OK/Q8 gátu allir haldið áfram á ný. Þetta var tilbreytingin sem stóð upp úr á ferðalaginu þennan daginn.
Þegar ég átti eftir timmtán kílómetra hringdi Ove og spurði hvar ég væri. Hann sagðist þurfa að biðja mig að taka grúppuna sem hann ætlaði sjálfur að taka. Þá tek ég hana bara sagði ég og svo kom ég fáeinum mínútum áður en grúppan átti að byrja, renndi mér úr vetrarjakkanum, hengdi upp húfuna og fór á inniskóna. Svo byrjaði grúppan með fólki sem ég hafið hitt að hluta en nöfnin á öðrum vissi ég ekki þannig að ég varð að hafa eyrun opin þegar við tókum eina umferð til að kynna okkur. Þeim finnst ég ótrúlega góður við að muna nöfn og það er gott ef ég er góður við að muna eitthvað.
Þetta er eina vinnan sem mér finnst ég kunna almennilega. Ég var enginn atvinnusmiður en þokkalegur við að bauka fyrir sjálfan mig. Ég held hins vegar að ég hafi verið sæmilegur bústjóri í nautabúinu. Sveitarstjórastarfið hefið ég átt að gefa einhverjum öðrum kost á að vinna. En ráðgjafastarfið finnst mér eiginlega hafa leikið í höndunum á mér. Það má þá segja að það var gott að ég fann sjálfan mig að lokum. Ég er ekki kvíðinn fyrir nóttina þó að einhver sé lélegur að kvöldi og ég tel mig finna fyrir öryggi og ró hjá sjúklingunum þegar ég vinn kvöld. Annað finnst mér fara eftir þessu.
Í gær, sunnudag, vann ég aftur kvöld og þá mætti ég samkvæmt venju um hádegi. Ég sá að pípulagningamenn höfðu verið á ferðinni og rör og verkfæri lágu við veggi á tveimur stöðum. Svo var ekkert meira með það. Einn sjúklingur á sjúkradeildinni hafði herbergi á annarri hæð og bjó þar einn, en það finnst orðrómur um draugagang á þeirri hæð. Um átta leytið um kvöldið spurði hann mig hvort ég mundi ekki sofa þar uppi líka. Nei svaraði ég að bragði og sá hvernig hann snöggfölnaði upp um leið og hann heyrði mig segja þetta. Þá ligg ég einhvers staðar annars staðar á dýnu í nótt varð honum að orði og hann lagði áherslu á það sem hann sagði. Jú, ég sagði honum að ég mundi vissulega sofa þar líka en ég vildi bara sjá hversu mikil alvara lá á bakvið þetta.
Um miðnætti var ég að ganga frá mér í háttinn og fór á klósettið. Svo halaði ég niður og var kominn í dyrnar þegar það var eins og skotið af byssu rétt fyrir aftan mig. Mér, þessum yfirvegaða manni, varð nú á að taka næsta skref æði mikið hraðar og lengra en ég var vanur og svo var skotið aftur. Það lá við að ég færi að trúa á draugaganginn sjálfur þó að ég ætti von á því að draugagangur sýndi sig á allt annan hátt en þennan. Svo lækkuðu skothvellirnir þarna inn á klósettinu og urðu líkari drunum. Eftir nokkrar sekúndur renndi mig grun í hvað hér lægi að baki. Pípararnir!!! Ég fór inn á herbergið og opnaði fyrir kranann þar og þá kom vatnið í gusum og miklir loftpúðar á milli. Hvellirnir þar voru bara ekki eins ótrúlega miklir og í klósettkassanum.
Ég sagði frá þessu á morgunfundi starfsfólks í morgun, mánudagsmorgun, þegar ég gaf skýrslu eftir helgina. Ég dró ekki úr og vakti þetta mikla kátínu. Maðurinn verður ekki látinn búa þarna uppi lengur. Hann var rólegur og yfirvegaður í morgun þegar hann lýsti fyrir mér hvað hann hefði upplifað þarna uppi áður, en það ætla ég að hafa fyrir okkur tvo. Draugaorðsporið hvílir á þessari hæð alltaf öðru hvoru og svo deyr það út á milli. Það er gott að krydda lífið með einhverju óvenjulegu vissar stundir.
Valdís er með kór sínum að æfa slatta af gömlu tjúttlögunum og svo ætla þau að syngja fyrir dansi í apríl. Það verður öðru vísi ball en þegar pabbi hennar lék á munnhörpu á böllum og dansaði spilandi á munnhörpuna við dætur sínar. Á laugardaginn förum við á Evert Taube tónleika í höfuðstöðvunum Fjugesta. Við höfum fengið gott tilboð í þriggja daga ferjuferð til Helsingfors í vor. Það mál er í athugun. Í gær var sjónvarpsþáttur sem heitir Så skall det låta (Þnnig skal það hljóma). Það voru snillingar í þessum þætti sem gerðu hann alveg sérstakan í sinni röð. Hann verður endursýndur miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12,20 að íslenskum tíma sem er fínn tími fyrir ellilífeyrisþega sem hafa erlendar stöðvar. Það er gott að opna fyrir sjónvarpið eftir grjónagraut og slátur.
Nú er mál að linni. Bless, bless.
Ég byrja á þvi að fara upp á þak sagði hann inn um rifu á hurðinni og svo fór hann upp stigann sem ég stillti upp við skorsteininn daginn áður. Litlu síðar fengum við að berja þennan mann almennilega augum og það leyndi sér ekki að hann var sótari. Eiginlega grunaði okkur eftir á að hann hefði strokið sóti á kinnarnar áður en hann fór til vinnu um morguninn. Grannarnir sögðu líka að sami sótari hefði verið hjá þeim klukkan sex um morguninn og þá þegar hefði hann verið orðinn svartur af sóti. Hendurnar voru einnig sótsvartar og það var hægt að ætla að hann væri þeldökkur. Hann hafði prjónahúfu á höfði í staðinn fyrir bátinn sem þeir hafa oftast.
Svo lauk hann verki sínu með því að kafa með hendurnar upp að olnbogum inn í kamínuna sóta hana innan. Svo fór hann, við kveiktum upp og ég lagði svo af stað í vinnu. Þessi leið sem ég er búinn að fara eitthvað yfir þrjú þúsund sinnum var sjálfri sér lík með sama þunna lag af snjó í einhverjar vikur. Stórgatan sem ég ek eftir gegnum Vingåker liggur bókstaflega eftir endilöngum bænum og einu umferðarljósin sem fyrirfinnast í Vingåker eru á miðri Stórgötunni við bensínstöðina. Ungur maður ýtti á hnapp og rauðu ljósin stoppuðu mig og aðra sem áttu þar leið um.
Nokkrar stokkendur notuðu sér tækifærið og fóru líka yfir á þessu rauða ljósi, en á meðan þær vögguðu þarna kom grænt ljós á umferðina. Fólk stoppaði samt fyrir þessum fríða hópi en einn sem kom á móti virtist þó ekki ætla að gefa sig og það munaði líklega undir tuttugu sentimetrum að hann tæki einn stegginn með framhjólinu. Þegar allur hópurinn var kominn inn á planið hjá bensínstöðinni OK/Q8 gátu allir haldið áfram á ný. Þetta var tilbreytingin sem stóð upp úr á ferðalaginu þennan daginn.
Þegar ég átti eftir timmtán kílómetra hringdi Ove og spurði hvar ég væri. Hann sagðist þurfa að biðja mig að taka grúppuna sem hann ætlaði sjálfur að taka. Þá tek ég hana bara sagði ég og svo kom ég fáeinum mínútum áður en grúppan átti að byrja, renndi mér úr vetrarjakkanum, hengdi upp húfuna og fór á inniskóna. Svo byrjaði grúppan með fólki sem ég hafið hitt að hluta en nöfnin á öðrum vissi ég ekki þannig að ég varð að hafa eyrun opin þegar við tókum eina umferð til að kynna okkur. Þeim finnst ég ótrúlega góður við að muna nöfn og það er gott ef ég er góður við að muna eitthvað.
Þetta er eina vinnan sem mér finnst ég kunna almennilega. Ég var enginn atvinnusmiður en þokkalegur við að bauka fyrir sjálfan mig. Ég held hins vegar að ég hafi verið sæmilegur bústjóri í nautabúinu. Sveitarstjórastarfið hefið ég átt að gefa einhverjum öðrum kost á að vinna. En ráðgjafastarfið finnst mér eiginlega hafa leikið í höndunum á mér. Það má þá segja að það var gott að ég fann sjálfan mig að lokum. Ég er ekki kvíðinn fyrir nóttina þó að einhver sé lélegur að kvöldi og ég tel mig finna fyrir öryggi og ró hjá sjúklingunum þegar ég vinn kvöld. Annað finnst mér fara eftir þessu.
Í gær, sunnudag, vann ég aftur kvöld og þá mætti ég samkvæmt venju um hádegi. Ég sá að pípulagningamenn höfðu verið á ferðinni og rör og verkfæri lágu við veggi á tveimur stöðum. Svo var ekkert meira með það. Einn sjúklingur á sjúkradeildinni hafði herbergi á annarri hæð og bjó þar einn, en það finnst orðrómur um draugagang á þeirri hæð. Um átta leytið um kvöldið spurði hann mig hvort ég mundi ekki sofa þar uppi líka. Nei svaraði ég að bragði og sá hvernig hann snöggfölnaði upp um leið og hann heyrði mig segja þetta. Þá ligg ég einhvers staðar annars staðar á dýnu í nótt varð honum að orði og hann lagði áherslu á það sem hann sagði. Jú, ég sagði honum að ég mundi vissulega sofa þar líka en ég vildi bara sjá hversu mikil alvara lá á bakvið þetta.
Um miðnætti var ég að ganga frá mér í háttinn og fór á klósettið. Svo halaði ég niður og var kominn í dyrnar þegar það var eins og skotið af byssu rétt fyrir aftan mig. Mér, þessum yfirvegaða manni, varð nú á að taka næsta skref æði mikið hraðar og lengra en ég var vanur og svo var skotið aftur. Það lá við að ég færi að trúa á draugaganginn sjálfur þó að ég ætti von á því að draugagangur sýndi sig á allt annan hátt en þennan. Svo lækkuðu skothvellirnir þarna inn á klósettinu og urðu líkari drunum. Eftir nokkrar sekúndur renndi mig grun í hvað hér lægi að baki. Pípararnir!!! Ég fór inn á herbergið og opnaði fyrir kranann þar og þá kom vatnið í gusum og miklir loftpúðar á milli. Hvellirnir þar voru bara ekki eins ótrúlega miklir og í klósettkassanum.
Ég sagði frá þessu á morgunfundi starfsfólks í morgun, mánudagsmorgun, þegar ég gaf skýrslu eftir helgina. Ég dró ekki úr og vakti þetta mikla kátínu. Maðurinn verður ekki látinn búa þarna uppi lengur. Hann var rólegur og yfirvegaður í morgun þegar hann lýsti fyrir mér hvað hann hefði upplifað þarna uppi áður, en það ætla ég að hafa fyrir okkur tvo. Draugaorðsporið hvílir á þessari hæð alltaf öðru hvoru og svo deyr það út á milli. Það er gott að krydda lífið með einhverju óvenjulegu vissar stundir.
Valdís er með kór sínum að æfa slatta af gömlu tjúttlögunum og svo ætla þau að syngja fyrir dansi í apríl. Það verður öðru vísi ball en þegar pabbi hennar lék á munnhörpu á böllum og dansaði spilandi á munnhörpuna við dætur sínar. Á laugardaginn förum við á Evert Taube tónleika í höfuðstöðvunum Fjugesta. Við höfum fengið gott tilboð í þriggja daga ferjuferð til Helsingfors í vor. Það mál er í athugun. Í gær var sjónvarpsþáttur sem heitir Så skall det låta (Þnnig skal það hljóma). Það voru snillingar í þessum þætti sem gerðu hann alveg sérstakan í sinni röð. Hann verður endursýndur miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12,20 að íslenskum tíma sem er fínn tími fyrir ellilífeyrisþega sem hafa erlendar stöðvar. Það er gott að opna fyrir sjónvarpið eftir grjónagraut og slátur.
Nú er mál að linni. Bless, bless.
Týndur dagur?
Mánudagurinn 6. febrúar er senn liðinn og ekki síðan í örófi lífs míns hefur mér tekist að gera svo mikið af alls ekki neitt í heilan dag. Mér auðnaðist ekki einu sinni að taka mér bók í hönd sem er þó að gera eitthvað við tímann. Við skruppum inn í Marieberg og ég talaði við Ford menn meðan Valdís fór í búð og keypti til heimilisins. Ég hefði þurft að hringja tvö símtöl sem ég kom ekki í verk. En þegar ég nefni símann man ég þó eftir því að ég talaði símleiðis við Tryggingarstofnun ríkisins og skrifaði svo áætlun fyrir Valdísi yfir tekjur þessa árs sem senda á tryggingarstofnun.
Svo hékk ég yfir sjónvarpinu og góndi á efni sem best hefði verið fyrir mig að sleppa að hálfu og til dæmis skrifa línurnar sem ég er að skrifa núna. Eftir mjaðmaaðgerðina vann ég ekkert eða framkvæmdi yfir höfuð. En ég gerði þó heil mikið á þeim góða tíma. Ég fór í gönguferðir, hvíldi mig með góðri samvisku, fór aftur í gönguferð og lét mér batna með undraverðum hraða. Þá vann ég sem sagt að því að lækna mig. Svo las ég dálítið, sofnaði frá bókinni, vaknaði aftur, fékk mér vatn að drekka og gerði æfingarnar samviskulsamlega sem mér voru ráðlagðar af góðu fólki á sjúkrahúsinu í Lindesberg.
Ég las nefnilega gömul blogg hér um daginn og þá rakst ég á þetta. Þá rakst ég líka á að bloggin mín eru fjársjóður fyrir mig að grípa til síðar meir frekar en að horfa í vegginn hálf gapandi. Að vísu er ég svo sem ekkert með samviskubit eftir þennan dag, en ég hef þó fengið að upplifa það að það þarf aðgát gagnvart sjálfum sér að verða ellilífeyrisþegi og verða sjálfur herra yfir tíma sínum. Annars er ég að fara í vinnu á miðvikudag og vinn þá kvöldið og annan dag vinn ég svo viku seinna. Ég mun fara frekar seint af stað vegna þess að sótarinn kemur undir hádegi á miðvikudag og ég vil hitta hann. Mér finnst alltaf gaman að hitta sótara í úníformi.
Þar með er ég búinn að skrifa dagbók þessa dags. Ég er líka búinn að bursta tennurnar en á eftir að fara minna erinda fram og ég ætla líka að líta einu sinni enn eftir kamínunni vegna þess að við kveiktum frekar seint upp í henni í kvöld. Hvaða bók ég tek mér svo í hönd þegar ég legg mig á koddann er ég ekki búinn að ákveða ennþá, hvort það verða Brotin egg eða rauð bók sem liggur í náttborðsskúffunni minni með 2000 ára gömlum vísdómi.
"Fátækir menn þrá auðævi, ríkir menn himnaríki, en vitrir menn þrá friðsæld." Svo sagði Swami Rama (1873-1906) og ég vitnaði í þetta í bloggi í fyrra. Svo rakst ég aftur á þessi vísdómsorð á Facebook í dag. Ég sagði í fyrra að ég ætti mér þann draum að tilheyra því síðastnefnda og ætli himnaríkið fylgi því ekki líka. Ég sagði þá og segi enn að það er ekki sama að vera gáfaður og vitur. Nú held ég að ég setji spurningarmerkið aftan við fyrirsögnina því að ég er farinn að halda að þetta sé alls ekki týndur dagur eftir allt saman.
Svo hékk ég yfir sjónvarpinu og góndi á efni sem best hefði verið fyrir mig að sleppa að hálfu og til dæmis skrifa línurnar sem ég er að skrifa núna. Eftir mjaðmaaðgerðina vann ég ekkert eða framkvæmdi yfir höfuð. En ég gerði þó heil mikið á þeim góða tíma. Ég fór í gönguferðir, hvíldi mig með góðri samvisku, fór aftur í gönguferð og lét mér batna með undraverðum hraða. Þá vann ég sem sagt að því að lækna mig. Svo las ég dálítið, sofnaði frá bókinni, vaknaði aftur, fékk mér vatn að drekka og gerði æfingarnar samviskulsamlega sem mér voru ráðlagðar af góðu fólki á sjúkrahúsinu í Lindesberg.
Ég las nefnilega gömul blogg hér um daginn og þá rakst ég á þetta. Þá rakst ég líka á að bloggin mín eru fjársjóður fyrir mig að grípa til síðar meir frekar en að horfa í vegginn hálf gapandi. Að vísu er ég svo sem ekkert með samviskubit eftir þennan dag, en ég hef þó fengið að upplifa það að það þarf aðgát gagnvart sjálfum sér að verða ellilífeyrisþegi og verða sjálfur herra yfir tíma sínum. Annars er ég að fara í vinnu á miðvikudag og vinn þá kvöldið og annan dag vinn ég svo viku seinna. Ég mun fara frekar seint af stað vegna þess að sótarinn kemur undir hádegi á miðvikudag og ég vil hitta hann. Mér finnst alltaf gaman að hitta sótara í úníformi.
Þar með er ég búinn að skrifa dagbók þessa dags. Ég er líka búinn að bursta tennurnar en á eftir að fara minna erinda fram og ég ætla líka að líta einu sinni enn eftir kamínunni vegna þess að við kveiktum frekar seint upp í henni í kvöld. Hvaða bók ég tek mér svo í hönd þegar ég legg mig á koddann er ég ekki búinn að ákveða ennþá, hvort það verða Brotin egg eða rauð bók sem liggur í náttborðsskúffunni minni með 2000 ára gömlum vísdómi.
"Fátækir menn þrá auðævi, ríkir menn himnaríki, en vitrir menn þrá friðsæld." Svo sagði Swami Rama (1873-1906) og ég vitnaði í þetta í bloggi í fyrra. Svo rakst ég aftur á þessi vísdómsorð á Facebook í dag. Ég sagði í fyrra að ég ætti mér þann draum að tilheyra því síðastnefnda og ætli himnaríkið fylgi því ekki líka. Ég sagði þá og segi enn að það er ekki sama að vera gáfaður og vitur. Nú held ég að ég setji spurningarmerkið aftan við fyrirsögnina því að ég er farinn að halda að þetta sé alls ekki týndur dagur eftir allt saman.
Að koðna niður af inniveru og aðgerðarleysi
Ég horfði út um glugga svolitla stund í morgun og sá að það blés ögn frískt um greinarnar á birkitrjánum vestan við húsið. Hins vegar hafði frostið gengið niður frá rúmum 20 stigum niður í 10 til 12 stiga frost. Samt hugsaði ég sem svo að það mundi vera svo skítkalt í nepjunni að ég skyldi bara halda mig innan dyra í dag. Svo hélt ég mig innan dyra fram yfir hádegi, kláraði blogg um smá samkomu nokkurra Íslendinga í Örebro í gær og svo gerði ég tilraunir sem ég hafði um tíma hugsað mér að gera varðandi upphitun á húsinu.
Að lokum var húsið eiginlega orðið of heitt og ég ráfaði fram og til baka hér inni og fann hvernig ég koðnaði niður í sljóu aðgerðarleysi. Svo fór ég út í póstkassa til að sækja blaðið og sá þá að það voru tveir ruslapokar komnir út fyrir dyrnar. Já, alveg rétt, ég varð auðvitað að fara með þá á sinn stað líka. Því fór ég með annan pokann beint út í ruslatunnu og sótti síðan blaðið.
Kominn heim með blaðið tók ég hinn ruslapokann, það var að segja þann með lífræna ruslinu, og fór með hann í moltukassann út i skógi. Já, það var vissulega kominn tími til að heimsækja skóginn. Á leiðinni út að moltukassanum sá ég lítið tré sem ég fór að spekúlera eitthvað í, en hélt svo áfram með ruslapokann og svo skyldi ég til baka og skoða þetta litla tré. Þá gekk ég fram hjá nokkrum eins og hálfs til þriggja metra háum eikum og hugsaði sem svo að elgirnir hefðu látið allar eikur í friði í vetur og sennilega mundu þær sleppa eftir þetta og vaxa vel í sumar.
Enn varð ég að taka mig af stað á ný með ruslapokann og nú reyndi ég að ganga hugsunarlaust framhjá öllum trjám en þó varð ég að líta upp með stofninum á furunni sem var svo ógnar mjó þegar við rýmdum kringum hana fyrir nokkrum árum. Ég var ekki í vafa um að hún hefði launað ríkulega fyrir frelsið sem við gáfum henni því að núna var hún gild sem tré, en þegar við komum hingað var hún óeðlilega mjó en há. Loks kom ég að moltukassanum og þurfti að slá með heygaffli í lokið til að brjóta klakann sem hélt því föstu. Svo var ég laus við ruslið.
Ég gekk til baka með tóman pokann í hendinni og skoðaði tréð sem ég ætlaði að skoða. Það var rúmlega mannhæðar hár hlynur sem ég hafði tekið þar sem hann var fyrir mér í fyrra og gróðursetti hann þarna í háfgerðum flýti. Hann leit vel út og hafði marga vel þroskaða brumhnappa. Svo sá ég eik sem þyrfti að snyrta svolítið þegar tími kemur fyrir það, snemma í apríl eða svo. Svo sá ég tvön greni sem stóðu of nærri hvort öðru og þar að auki nálægt einu beykitrénu. Þó að við ætlum að leggja allan okkar kraft í að vernda laufskóginn, þá fannst mér að annað grenið þarna ætti að fá að standa enn um sinn. Þau höfðu bæði vaxið svo ótrúlega mikið í fyrrasumar.
Þannig hélt það áfram og ég fór fram og til baka um allan skóginn. Allan skóginn! sem er 6000 m2. Ég sá margt sem þarf að sinna til að hlú að bestu einstaklingunum. Komi ég því í verk er það er ekki spurning að skógurinn verður orðinn mun betur hirtur laufskógur þegar við verðum 75 ára. Svo segi ég að "ég" komi í verk. Stundum grípur Þráinn Valdísi traustu taki og hún fer um með greinaklippurnar og ræðst með ótrúlegri elju á reyniviðinnn sem vex eins og illgresi á vissum svæðum. Þá munar um það.
Þannig var það þegar ég ákvað að fara út og koðna ekki niður af inniverunni. Ég fann svo fljótt eftir að ég kom út í skóginn hvernig súrefnið settist að í höfðinu á mér og kom ímyndunaraflinu af stað og áhuganum á því að vera til. Næst þarf ég að taka greinaklippurnar með mér þegar ég fer út í skóg og grisja þar sem tré vaxa hlið við hlið. Svo þarf ég að taka með mér snæri og binda í tré sem hafa vaxið of nálægt öðru tré og rétta þau af. Tré sem vaxa út á hlið eru ekki svo sérstaklega tignarleg.
Svo talaði ég um eikurnar sem elgirnir hefa ekki étið ofan af í vetur eins og þeir hefa gert undanfarna tvo vetur. Ef það stenst út þennan vetur verða það kannski tvö eða þrjúhundruð eikur sem eru að verða mannhæðar háar eða meira. Eftir tvö eða þrjú ár verður svo hægt að fara að velja hverjar þeirra eru best staðsettar eða best vaxnar til að verða valdar til ásetnings. Svo þegar við Valdís höldum upp á 75 ára afmælin okkar með því að hafa opið hús allt sumarið, þá verður hægt að fara út í skóg með gesti og halla sér upp að mörgum af þessum eikum, taka spjall saman og hvílast.
Að lokum var húsið eiginlega orðið of heitt og ég ráfaði fram og til baka hér inni og fann hvernig ég koðnaði niður í sljóu aðgerðarleysi. Svo fór ég út í póstkassa til að sækja blaðið og sá þá að það voru tveir ruslapokar komnir út fyrir dyrnar. Já, alveg rétt, ég varð auðvitað að fara með þá á sinn stað líka. Því fór ég með annan pokann beint út í ruslatunnu og sótti síðan blaðið.
Kominn heim með blaðið tók ég hinn ruslapokann, það var að segja þann með lífræna ruslinu, og fór með hann í moltukassann út i skógi. Já, það var vissulega kominn tími til að heimsækja skóginn. Á leiðinni út að moltukassanum sá ég lítið tré sem ég fór að spekúlera eitthvað í, en hélt svo áfram með ruslapokann og svo skyldi ég til baka og skoða þetta litla tré. Þá gekk ég fram hjá nokkrum eins og hálfs til þriggja metra háum eikum og hugsaði sem svo að elgirnir hefðu látið allar eikur í friði í vetur og sennilega mundu þær sleppa eftir þetta og vaxa vel í sumar.
Enn varð ég að taka mig af stað á ný með ruslapokann og nú reyndi ég að ganga hugsunarlaust framhjá öllum trjám en þó varð ég að líta upp með stofninum á furunni sem var svo ógnar mjó þegar við rýmdum kringum hana fyrir nokkrum árum. Ég var ekki í vafa um að hún hefði launað ríkulega fyrir frelsið sem við gáfum henni því að núna var hún gild sem tré, en þegar við komum hingað var hún óeðlilega mjó en há. Loks kom ég að moltukassanum og þurfti að slá með heygaffli í lokið til að brjóta klakann sem hélt því föstu. Svo var ég laus við ruslið.
Ég gekk til baka með tóman pokann í hendinni og skoðaði tréð sem ég ætlaði að skoða. Það var rúmlega mannhæðar hár hlynur sem ég hafði tekið þar sem hann var fyrir mér í fyrra og gróðursetti hann þarna í háfgerðum flýti. Hann leit vel út og hafði marga vel þroskaða brumhnappa. Svo sá ég eik sem þyrfti að snyrta svolítið þegar tími kemur fyrir það, snemma í apríl eða svo. Svo sá ég tvön greni sem stóðu of nærri hvort öðru og þar að auki nálægt einu beykitrénu. Þó að við ætlum að leggja allan okkar kraft í að vernda laufskóginn, þá fannst mér að annað grenið þarna ætti að fá að standa enn um sinn. Þau höfðu bæði vaxið svo ótrúlega mikið í fyrrasumar.
Þannig hélt það áfram og ég fór fram og til baka um allan skóginn. Allan skóginn! sem er 6000 m2. Ég sá margt sem þarf að sinna til að hlú að bestu einstaklingunum. Komi ég því í verk er það er ekki spurning að skógurinn verður orðinn mun betur hirtur laufskógur þegar við verðum 75 ára. Svo segi ég að "ég" komi í verk. Stundum grípur Þráinn Valdísi traustu taki og hún fer um með greinaklippurnar og ræðst með ótrúlegri elju á reyniviðinnn sem vex eins og illgresi á vissum svæðum. Þá munar um það.
Þannig var það þegar ég ákvað að fara út og koðna ekki niður af inniverunni. Ég fann svo fljótt eftir að ég kom út í skóginn hvernig súrefnið settist að í höfðinu á mér og kom ímyndunaraflinu af stað og áhuganum á því að vera til. Næst þarf ég að taka greinaklippurnar með mér þegar ég fer út í skóg og grisja þar sem tré vaxa hlið við hlið. Svo þarf ég að taka með mér snæri og binda í tré sem hafa vaxið of nálægt öðru tré og rétta þau af. Tré sem vaxa út á hlið eru ekki svo sérstaklega tignarleg.
Svo talaði ég um eikurnar sem elgirnir hefa ekki étið ofan af í vetur eins og þeir hefa gert undanfarna tvo vetur. Ef það stenst út þennan vetur verða það kannski tvö eða þrjúhundruð eikur sem eru að verða mannhæðar háar eða meira. Eftir tvö eða þrjú ár verður svo hægt að fara að velja hverjar þeirra eru best staðsettar eða best vaxnar til að verða valdar til ásetnings. Svo þegar við Valdís höldum upp á 75 ára afmælin okkar með því að hafa opið hús allt sumarið, þá verður hægt að fara út í skóg með gesti og halla sér upp að mörgum af þessum eikum, taka spjall saman og hvílast.
Ávöxtur af vinnu
Stundum hefur það verið föndur, stundum hörku vinna en afar sjaldan leiðinlegt, bara aldrei. Það er búið að taka langan tíma og stundum hef ég þurft að lagfæra vitleysurnar mínar en mér er orðið alveg sama þó að mér gangi hægt. Ég get ekki sagt að mér hafi verið sama um það í byrjun en ég er kominn yfir það. Einhvern tíma verður samt að koma að því að við sjáum afrakstur erfiðisins og það er komið að því. Að vísu hefði ég kannski átt að birta þetta blogg um miðjan mánuðinn þar sem smá verkefni eru eftir eins og ég sagði í bloggi í gær, en sannleikurinn er sá að þeir sem skoða þessar myndir mundu varla sjá muninn.
Þegar komið er inn úr forstofunni og svo farið strax til hægri er komið inn í þetta herbergi. Þar gnæfa þeir yfir öllu öðru Lómanúpur og Öræfajökull og virðast kunna vel við sig hér í Krekklingesókn. Þetta herbergi er 20 m2 og er hugsað sem betri stofa en þar er einnig rúm ef einhver skyldi vilja fá gistingu á Sólvöllum. Einhvern tíma á árinu er meiningin að í staðinn fyrir þetta rúm komi góður svefnsófi sem sé boðlegur fyrir hvern sem er. Það eru engar gardínur þarna -ekki ennþá alla vega- en í staðinn virðist vera hægt að lýsa rúllugardínurnar skemmtilega upp samkvæmt myndinni. Næsta mynd tengist þessu.

Gereftin eru mjög falleg og sérstaklega verða þau það þegar búið verður að renna síðustu málningu yfir þau. Svíar eru mikið gardínufólk en þeir segja samt að það sé spurning hvort það megi fela svona fallega gluggaumgjörð bakvið gardínur.

Jú, rúmið er þarna, ekki spurning.

Og svo er líka hægt að fara út aftur þegar manni fer að leiðast í herberginu.

Kannski ég eigi eftir að sitja við þetta skrifborð og skrifa forsetanum. Kaktusarnir hennar Valdísar á kommóðunni til hægri eru í óða önn að springa út.

Það er loft á Sólvöllum og þarna þarf að smíða lágt handrið. Þetta loft er geymsla þangað við verðum búin að leysa geymnsluþörfina. Það mál er í vinnslu verður ekki gert að bloggefni enn um sinn. Loftið yfir eldhúsinu er það eina sem hægt er að sjá í dag af gamla húsinu, því sem við keyptum á sínum tíma.

Þarna er svo Valdís að lesa Norðurslóð og við hliðina á henni er handavinnan hennar. Handavinnan sem hún er að vinna við núna liggur á handavinnuborðinu undir lampanum til vinstri á myndinni. Hægra megin sjáum við fram í forstofuna og beint fram til hægri eru dyrnar að herberginu þar sem við vorum áðan.

Valdís er enn að lesa Norðurslóð enda bað ég hana að hætta því ekki fyrr en ég væri búinnn að taka nóg af myndum. Hægra megin á myndinni, í hvíta skápnum, er engla og postulínsskósafnið hennar. Hægra megin við sjónvarpið er mynd af Kálfafelli og vetrarmynd af Hrísey tekin af Kaldbak er vinstra megin yfir sjónvarpinu. Það sem síst virðist eiga heima á þessum vegg er sjónvarpið.

Fyrir rúmu ári síðan komu þeir Johan hinn ungi smiður og Anders smiður og réðust með mér á gólfið í gamla húsinu og við hentum því út á lóð. Þarna sjáum við endann sem Valdís situr við á myndinni fyrir ofan og hér gefur að líta þá lofthæð sem var í gamla Sólvallahúsinu. Núna erum við að hita upp húsið með efninu sem þarna var kastað út með miklu hraði.

Þarna er Andres á fullri ferð og ég get lofað að dagana þarna á eftir var ekki fínt á Sólvöllum. Það kom sér vel þá að konan mín er engin hengilmæna. Hún tók þessu með miklum dugnaði og ósjaldan angaði byggingarsvæðið að vöfflum eða pönnukökum.

Svo er hér að lokum ein mynd af hálfunnu loftinu. Þetta er liðin tíð og á morgun koma gestir upp úr klukkan níu. Svo koma aðrir gestir í hádeginu. Við getum boðið þessu fólki í hús sem við erum stolt af. Allir iðnaðarmenn sem að þessu komu voru mjög duglegir. Það seinlega og skítverkin reyndi ég að vinna meðan þeir voru fjraverandi og svo komu þeir þegar hægt var að ganga hreint til verks og þá rauk úr skósólunum eins og menn segja gjarnan hér þegar hraustlega er unnið. Lokafrágangur, fínsmíði og föndur varð svo mitt að lokum þannig að mín vinna við þetta hús hefur ekki bara verið skítverk, langt í frá.


Gereftin eru mjög falleg og sérstaklega verða þau það þegar búið verður að renna síðustu málningu yfir þau. Svíar eru mikið gardínufólk en þeir segja samt að það sé spurning hvort það megi fela svona fallega gluggaumgjörð bakvið gardínur.

Jú, rúmið er þarna, ekki spurning.

Og svo er líka hægt að fara út aftur þegar manni fer að leiðast í herberginu.

Kannski ég eigi eftir að sitja við þetta skrifborð og skrifa forsetanum. Kaktusarnir hennar Valdísar á kommóðunni til hægri eru í óða önn að springa út.

Það er loft á Sólvöllum og þarna þarf að smíða lágt handrið. Þetta loft er geymsla þangað við verðum búin að leysa geymnsluþörfina. Það mál er í vinnslu verður ekki gert að bloggefni enn um sinn. Loftið yfir eldhúsinu er það eina sem hægt er að sjá í dag af gamla húsinu, því sem við keyptum á sínum tíma.

Þarna er svo Valdís að lesa Norðurslóð og við hliðina á henni er handavinnan hennar. Handavinnan sem hún er að vinna við núna liggur á handavinnuborðinu undir lampanum til vinstri á myndinni. Hægra megin sjáum við fram í forstofuna og beint fram til hægri eru dyrnar að herberginu þar sem við vorum áðan.

Valdís er enn að lesa Norðurslóð enda bað ég hana að hætta því ekki fyrr en ég væri búinnn að taka nóg af myndum. Hægra megin á myndinni, í hvíta skápnum, er engla og postulínsskósafnið hennar. Hægra megin við sjónvarpið er mynd af Kálfafelli og vetrarmynd af Hrísey tekin af Kaldbak er vinstra megin yfir sjónvarpinu. Það sem síst virðist eiga heima á þessum vegg er sjónvarpið.
*

Fyrir rúmu ári síðan komu þeir Johan hinn ungi smiður og Anders smiður og réðust með mér á gólfið í gamla húsinu og við hentum því út á lóð. Þarna sjáum við endann sem Valdís situr við á myndinni fyrir ofan og hér gefur að líta þá lofthæð sem var í gamla Sólvallahúsinu. Núna erum við að hita upp húsið með efninu sem þarna var kastað út með miklu hraði.

Þarna er Andres á fullri ferð og ég get lofað að dagana þarna á eftir var ekki fínt á Sólvöllum. Það kom sér vel þá að konan mín er engin hengilmæna. Hún tók þessu með miklum dugnaði og ósjaldan angaði byggingarsvæðið að vöfflum eða pönnukökum.

Svo er hér að lokum ein mynd af hálfunnu loftinu. Þetta er liðin tíð og á morgun koma gestir upp úr klukkan níu. Svo koma aðrir gestir í hádeginu. Við getum boðið þessu fólki í hús sem við erum stolt af. Allir iðnaðarmenn sem að þessu komu voru mjög duglegir. Það seinlega og skítverkin reyndi ég að vinna meðan þeir voru fjraverandi og svo komu þeir þegar hægt var að ganga hreint til verks og þá rauk úr skósólunum eins og menn segja gjarnan hér þegar hraustlega er unnið. Lokafrágangur, fínsmíði og föndur varð svo mitt að lokum þannig að mín vinna við þetta hús hefur ekki bara verið skítverk, langt í frá.
Skref fyrir skref
Ætlarðu ekki bara að hafa hvítan dag á morgun sagði Valdís í gærkvöld. Í fyrstu lét ég lítið yfir því en svo fór ég að hugsa að þetta væri hreint ekki svo vitlaust sem hún sagði. Og það er árangur þessara orða að ég er að skrifa þessi fyrstu orð í bloggið og klukkan er um níu að morgni. Ég byrjaði daginn á því að opna rauða bók sem er í náttborðskúffunni minni og lesa þar rúmlega eina síðu. Orðin á þessari síðu eru skrifuð fyrir tæpum 2000 árum og fjalla í stórum dráttum um að rækta það besta sem finnst í manneskjunni og meðal annars í mér. Síðan leit ég yfir fyrirsagnir íslensku blaðanna og sá þar meðal annars að það hefði orðið sprenging við lögreglustöð niður í Málmey. Því næst leit ég yfir bankann minn og sá að allt er í röð og reglu, allir reikningar greiddir og lífið er frítt framundan í heilan mánuð. Þar með getum við helgað okkur einhverju öðru en áhyggjum af því sem mölur og ryð fá eytt.
Eftir morgunverð og nokkrar umræður um það hvernig við skyldum verja deginum fór ég að vinna við glugga í staðinn fyrir að hafa hvítan dag. Mér fannst þrátt fyrir allt best að taka daginn í að ljúka þannig við gluggavinnuna sem hófst 3. janúar að það væri hægt að þrífa húsið og fá fallegan blæ á heimilið aftur. Það væri ekkert gamana að hafa hvítan dag einum degi of snemma. Glaður byrjaði ég verkið en ég get ekki sagt að dagurinn hafi liðið í neinu gleðirusi. Ég var hreinlega þvergirðingslegur, tæplega sjötgugur AA-maðurinn, og innihald textans sem ég las í byrjun dags virtist hafa blásið út í veður og vind.
Þegar vinnunni við gluggana var lokið og við byrjuðum að laga til, þá bara skeði eitthvað. Það varð allt í einu svo óttalega gaman að upplifa þessa breytingu. Þegar ég var búinn að bera áhöld og efni út úr forstofunni og Valdís var búin að ryksuga hana vandlega og þurrka af sólbekkjunum leit hún eiginlega mikið betur út en ég hafði látið mig dreyma um og Valdís var sama sinnis. Þá allt í einu mundi ég eftir textanum frá því í morgun og varð undrandi yfir því hversu ég hafði steingleymt honum.
Ég hef svo oft talað um hvað það sé gaman að ganga nokkur skref tilbaka og líta yfir unnið verk. Á myndunum hér fyrir neðan er hægt fyrir þá sem lesa þetta og vilja vera með, að gera það með því að líta á myndirnar. Þær eru allar úr forstofunni.

Í byrjun september fór ég að vinna fulla vinnu og lagði þá alveg niður innivinnu á Sólvöllum. Þannig voru því forstofugluggarnir búnir að vera í fjóra mánuði þegar ég byrjaði innréttingavinnuna á ný. Það voru ekki einu sinni komnar áfellur á forstofuugluggana en þó á aðra glugga í húsinu. Þetta er hættulegt ástand þar sem það er hægt að verða blindur á svona lagað.

Þegar áfellurnar voru komnar upp varð þessi líka breytingin í forstofunni. Það var líka fljótlegra að setja þær upp en ég hafði reiknað með og ekki skemmdi það fyrir. Enn um sinn var þó hægt að geyma drasl í gluggasyllunum:).

Annar áfanginn var að setja upp gereftin. Þau voru eins og áfellurnar búin að vera geymd grunnmáluð og í fallegum búntum upp á lofti. Enn drasl í gluggasyllunum.

En nú er alveg bannað að geyma drasl í gluggasyllunum! Þriðju umferð er nefnilega lokið. Það eru komnir sólbekkir! Þarna sjáum við út um glugga móti suðvestri. Þetta var fyrir mig skemmtilegasti áfanginn þar sem endanlega útlitið var nú komið fram í dagsljósið.

Og hér er forstofan móti norðvestri og alveg jafn gaman að skoða gluggana þar líka. Fyrir neðan er svo aftur fyrsta myndin til að sjá þær saman, fyrir og eftir breytingu. Hér er ekki búið að taka til og þurrka af.

Áður en vinnan í forstofunni hófst var snjódýptin tveir sentimetrar og þegar henni var lokið var snjódýptin líka tveir sentimetrar.
Hvers vegna standa svo sjötugar manneskjur í svona byggingarveseni? Það mál er hreinlega ekki á dagskrá ennþá. Nágranni sem býr einn kílómeter hér norðan við hefur stundum stoppað til að spjalla þegar hann er á sínum reglubundnu gönguferðum hér framhjá. Hann sagðist fylgjast vel með og þótti við ólöt að vera að byggja á okkar aldri. En hann var meira hissa á manninum sem ætlaði að byggja einbýlishús í sveitinni inn við Örebro því að hann var orðinn sjötugur. Þetta var mikið hól fyrir okkur þar sem sá maður er bara einu ári eldri en við. Hans hús með tvöföldum bílskúr reis á nokkrum vikum, enda byggt á allt annan hátt og á öðrum forsendum en Sólvallahúsið.
Svo má ég til með að birta eina mynd enn.

Meðan ég lauk í dag síðustu verkunum við þá 13 glugga og fimm dyraumbúnaði sem ég hef unnið við frá áramótum, einhvern veginn ekki of hress, týnandi tommustokk, blýanti, vinkli og mistakast við að kveikja upp í kamínunni, þá gekk konan á myndinni að eldhúsbekknum og bakaði tvær jólakökur og slatta af spesíum. Lyktin var alveg undursamleg. Og ekki versnaði lyktin þegar hún byrjaði að steikja íshafsýsuna sem lá þarna í hvarfi á fati við hliðina á eldavélinni. Svo þegar hún var búin að því gekk hún í tiltektina með mér og þess vagna varð forstofan svo fín sem hún varð þegar kvöldaði.
Nú eru þrjú atriði eftir við Sólvallahúsið innanvert. Það er ein mnálningarumferð á alla gluggana 13, að setja nokkra metra af gólflistum og smíða snoturt lágt handrið á loftskörina. Þetta er ég búinn að ákveða að verði búið um miðjan mánuðinn utan handriðið og þá verður hægt að halda lokahóf.
Eftir morgunverð og nokkrar umræður um það hvernig við skyldum verja deginum fór ég að vinna við glugga í staðinn fyrir að hafa hvítan dag. Mér fannst þrátt fyrir allt best að taka daginn í að ljúka þannig við gluggavinnuna sem hófst 3. janúar að það væri hægt að þrífa húsið og fá fallegan blæ á heimilið aftur. Það væri ekkert gamana að hafa hvítan dag einum degi of snemma. Glaður byrjaði ég verkið en ég get ekki sagt að dagurinn hafi liðið í neinu gleðirusi. Ég var hreinlega þvergirðingslegur, tæplega sjötgugur AA-maðurinn, og innihald textans sem ég las í byrjun dags virtist hafa blásið út í veður og vind.
Þegar vinnunni við gluggana var lokið og við byrjuðum að laga til, þá bara skeði eitthvað. Það varð allt í einu svo óttalega gaman að upplifa þessa breytingu. Þegar ég var búinn að bera áhöld og efni út úr forstofunni og Valdís var búin að ryksuga hana vandlega og þurrka af sólbekkjunum leit hún eiginlega mikið betur út en ég hafði látið mig dreyma um og Valdís var sama sinnis. Þá allt í einu mundi ég eftir textanum frá því í morgun og varð undrandi yfir því hversu ég hafði steingleymt honum.
Ég hef svo oft talað um hvað það sé gaman að ganga nokkur skref tilbaka og líta yfir unnið verk. Á myndunum hér fyrir neðan er hægt fyrir þá sem lesa þetta og vilja vera með, að gera það með því að líta á myndirnar. Þær eru allar úr forstofunni.

Í byrjun september fór ég að vinna fulla vinnu og lagði þá alveg niður innivinnu á Sólvöllum. Þannig voru því forstofugluggarnir búnir að vera í fjóra mánuði þegar ég byrjaði innréttingavinnuna á ný. Það voru ekki einu sinni komnar áfellur á forstofuugluggana en þó á aðra glugga í húsinu. Þetta er hættulegt ástand þar sem það er hægt að verða blindur á svona lagað.

Þegar áfellurnar voru komnar upp varð þessi líka breytingin í forstofunni. Það var líka fljótlegra að setja þær upp en ég hafði reiknað með og ekki skemmdi það fyrir. Enn um sinn var þó hægt að geyma drasl í gluggasyllunum:).

Annar áfanginn var að setja upp gereftin. Þau voru eins og áfellurnar búin að vera geymd grunnmáluð og í fallegum búntum upp á lofti. Enn drasl í gluggasyllunum.

En nú er alveg bannað að geyma drasl í gluggasyllunum! Þriðju umferð er nefnilega lokið. Það eru komnir sólbekkir! Þarna sjáum við út um glugga móti suðvestri. Þetta var fyrir mig skemmtilegasti áfanginn þar sem endanlega útlitið var nú komið fram í dagsljósið.

Og hér er forstofan móti norðvestri og alveg jafn gaman að skoða gluggana þar líka. Fyrir neðan er svo aftur fyrsta myndin til að sjá þær saman, fyrir og eftir breytingu. Hér er ekki búið að taka til og þurrka af.

Áður en vinnan í forstofunni hófst var snjódýptin tveir sentimetrar og þegar henni var lokið var snjódýptin líka tveir sentimetrar.
Hvers vegna standa svo sjötugar manneskjur í svona byggingarveseni? Það mál er hreinlega ekki á dagskrá ennþá. Nágranni sem býr einn kílómeter hér norðan við hefur stundum stoppað til að spjalla þegar hann er á sínum reglubundnu gönguferðum hér framhjá. Hann sagðist fylgjast vel með og þótti við ólöt að vera að byggja á okkar aldri. En hann var meira hissa á manninum sem ætlaði að byggja einbýlishús í sveitinni inn við Örebro því að hann var orðinn sjötugur. Þetta var mikið hól fyrir okkur þar sem sá maður er bara einu ári eldri en við. Hans hús með tvöföldum bílskúr reis á nokkrum vikum, enda byggt á allt annan hátt og á öðrum forsendum en Sólvallahúsið.
Svo má ég til með að birta eina mynd enn.

Meðan ég lauk í dag síðustu verkunum við þá 13 glugga og fimm dyraumbúnaði sem ég hef unnið við frá áramótum, einhvern veginn ekki of hress, týnandi tommustokk, blýanti, vinkli og mistakast við að kveikja upp í kamínunni, þá gekk konan á myndinni að eldhúsbekknum og bakaði tvær jólakökur og slatta af spesíum. Lyktin var alveg undursamleg. Og ekki versnaði lyktin þegar hún byrjaði að steikja íshafsýsuna sem lá þarna í hvarfi á fati við hliðina á eldavélinni. Svo þegar hún var búin að því gekk hún í tiltektina með mér og þess vagna varð forstofan svo fín sem hún varð þegar kvöldaði.
Nú eru þrjú atriði eftir við Sólvallahúsið innanvert. Það er ein mnálningarumferð á alla gluggana 13, að setja nokkra metra af gólflistum og smíða snoturt lágt handrið á loftskörina. Þetta er ég búinn að ákveða að verði búið um miðjan mánuðinn utan handriðið og þá verður hægt að halda lokahóf.
Hindesmessumarkaðurinn í Örebro
Fimmtudagur í dag og þá var það að vanda söngæfing hjá Hafðu það gott kórnum. Morgunverðurinn heldur með styttra móti og svo bara að drífa rusladallana út í bíl og halda af stað. Þannig er það á fimmtudögum og það er komin regla á það og það er gott að hafa reglur á vissum hlutum. Svo skil ég Valdísi eftir við sóknarhúsið í Fjugesta og fer sjálfur í endurvinnsluna með þessa þar til gerðu ruslakassa sem við keyptum í IKEA. Plast í einum, pappi í öðrum, dagblöð í þeim þriðja og gler og blikkbaukar í þeim fjórða. Svo er ég svo skrýtinn að ég hef gaman af að sotera og liggur ekkert á. Eiginlega er þetta ekki sortering þar sem við erum búin að sortera í dallana. Eftir sorteringuna lýk ég öðrum erindum í Fjugesta og læt tímann líða þangað til kóræfingunni lýkur.
Í dag héldum við frá Fjugesta styttstu leið til Örebro til að sýna okkur á hinum árlega markaði sem kallast Hindesmessumarkaðurinn. Þessi markaður byrjaði á 14. öld og þá var það í fyrsta lagi járn sem var til sölu þar. Í dag selst ekkert járn en vissulega ýmsir hlutir gerðir úr járni. Um 80 000 manns heimsækja þennan markað árlega, en hann er staðsettur á Storatorginu í Örebro og teygir sig út í nærliggjandi götur. Fólk kemur frá flestum landshlutum til að selja vörur sínar. Þar gefur að heyra mállýskur frá norðlægum héruðum Svíþjóðar, frá Vermlandi, Skáni, auðvitað úr Dölunum og fleiri héruðum. Venjulega hittir Hindesmessan á köldustu daga ársins og það er engin tilviljun, það er bara sá árstími.
Hindersmässan i Örebro
Í fyrsta skipti sem við fórum á Hindesmessumarkaðinn var 17 stiga frost og þá vorum við að ganga frá eftir flutninginn til Örebro. Rósa dóttir okkar var þá með okkur og við keyptum tröppu til að geta sett upp ljós og gert annað það sem búferlaflutningum tilheyrir. Næst þegar við Valdís fórum á markaðinn var líka mikið frost og þegar við gengum fram hjá einu sölutjaldinu sat þar kona með mikið af ullarvörum fyrir framan sig, prjóna í höndum og drakk kóka kóla úr plastflösku.
Þá sagði ég við Valdísi að hún hlyti að vera eitthvað biluð þessi að drekka kók kóla úti í hörku frosti. Svo hélt ég göngunni áfram. Skömmu síðar tók ég eftir því að ég var orðinn einn á ferð. Ég sneri við og fann Valdísi á tali við kóka kóla konuna. Hún var þá íslensk þessi kona og við nánari kynni reyndist hún alls ekki biluð. Hún er árlegur gestur á Hindesmessumarkaðinum og kemur 200 km leið til að selja prjónaskapinn sinn. Í dag var önnur kona í sölubásnum hennar en sjálf skyldi hún koma á morgun.
Þegar Valgerður varð 40 ára keyptum við afmælisgjöfina hennar á þessum markaði. Þá var yfir 20 stiga frost og eins gott að láta ekki fötin rifa mikið í hálsmálinu. Ferð okkar á markaðinn í dag var í fyrsta lagi farin til að sýna okkur og sjá aðra og til að kaupa pylsur og bjúgu frá smáframleiðendum langt í burtu. Valdís keypti nokkurra kílóa poka af vermlendskum bjúgum og ég ætlaði að kaupa hreindýrabjúgu langt, langt norðan að. Svo þegar heim kom voru hreindýrabjúgum ættuð vestan úr Vermlandi. Þannig fór nú það en þau reyndust alla vega góð ofan á brauðið með síðdegiskaffinu á Sólvöllum.
Nú er ég búinn að tala heil mikið um kulda. Meðan ég beið eftir Valdísi í Fjugesta í morgun kom ég við á verkstæðinu hjá rafvirkjanum okkar. Þá var kaffitími hjá þeim. Við töluðum um mikinn kulda, þar sem frostið fer niður fyrir 40 stig eins og það gerir langt norður í landi. Þeir sögðu að þegar frostið fer niður fyrir ákveðið mark, sem ég man ekki hvað er, þá frjósi bunan á leiðinni niður ef pissað er úti. Þá nota strákar sér tækifærið og pissa upp byggingum og listaverkum með því að stjórna bununni af norðlenskri strákasnilld. Það var nú um það og getur vel verið satt. Ég veit ekki hvort ég mundi þora að gera tilraun.
Ps. Þetta um kóka kóla konuna segir jú að ég er ekki alveg fordómalus.
Í dag héldum við frá Fjugesta styttstu leið til Örebro til að sýna okkur á hinum árlega markaði sem kallast Hindesmessumarkaðurinn. Þessi markaður byrjaði á 14. öld og þá var það í fyrsta lagi járn sem var til sölu þar. Í dag selst ekkert járn en vissulega ýmsir hlutir gerðir úr járni. Um 80 000 manns heimsækja þennan markað árlega, en hann er staðsettur á Storatorginu í Örebro og teygir sig út í nærliggjandi götur. Fólk kemur frá flestum landshlutum til að selja vörur sínar. Þar gefur að heyra mállýskur frá norðlægum héruðum Svíþjóðar, frá Vermlandi, Skáni, auðvitað úr Dölunum og fleiri héruðum. Venjulega hittir Hindesmessan á köldustu daga ársins og það er engin tilviljun, það er bara sá árstími.
Hindersmässan i Örebro
Í fyrsta skipti sem við fórum á Hindesmessumarkaðinn var 17 stiga frost og þá vorum við að ganga frá eftir flutninginn til Örebro. Rósa dóttir okkar var þá með okkur og við keyptum tröppu til að geta sett upp ljós og gert annað það sem búferlaflutningum tilheyrir. Næst þegar við Valdís fórum á markaðinn var líka mikið frost og þegar við gengum fram hjá einu sölutjaldinu sat þar kona með mikið af ullarvörum fyrir framan sig, prjóna í höndum og drakk kóka kóla úr plastflösku.
Þá sagði ég við Valdísi að hún hlyti að vera eitthvað biluð þessi að drekka kók kóla úti í hörku frosti. Svo hélt ég göngunni áfram. Skömmu síðar tók ég eftir því að ég var orðinn einn á ferð. Ég sneri við og fann Valdísi á tali við kóka kóla konuna. Hún var þá íslensk þessi kona og við nánari kynni reyndist hún alls ekki biluð. Hún er árlegur gestur á Hindesmessumarkaðinum og kemur 200 km leið til að selja prjónaskapinn sinn. Í dag var önnur kona í sölubásnum hennar en sjálf skyldi hún koma á morgun.
Þegar Valgerður varð 40 ára keyptum við afmælisgjöfina hennar á þessum markaði. Þá var yfir 20 stiga frost og eins gott að láta ekki fötin rifa mikið í hálsmálinu. Ferð okkar á markaðinn í dag var í fyrsta lagi farin til að sýna okkur og sjá aðra og til að kaupa pylsur og bjúgu frá smáframleiðendum langt í burtu. Valdís keypti nokkurra kílóa poka af vermlendskum bjúgum og ég ætlaði að kaupa hreindýrabjúgu langt, langt norðan að. Svo þegar heim kom voru hreindýrabjúgum ættuð vestan úr Vermlandi. Þannig fór nú það en þau reyndust alla vega góð ofan á brauðið með síðdegiskaffinu á Sólvöllum.
Nú er ég búinn að tala heil mikið um kulda. Meðan ég beið eftir Valdísi í Fjugesta í morgun kom ég við á verkstæðinu hjá rafvirkjanum okkar. Þá var kaffitími hjá þeim. Við töluðum um mikinn kulda, þar sem frostið fer niður fyrir 40 stig eins og það gerir langt norður í landi. Þeir sögðu að þegar frostið fer niður fyrir ákveðið mark, sem ég man ekki hvað er, þá frjósi bunan á leiðinni niður ef pissað er úti. Þá nota strákar sér tækifærið og pissa upp byggingum og listaverkum með því að stjórna bununni af norðlenskri strákasnilld. Það var nú um það og getur vel verið satt. Ég veit ekki hvort ég mundi þora að gera tilraun.
Ps. Þetta um kóka kóla konuna segir jú að ég er ekki alveg fordómalus.
Tímamót á ný
Eftirfarandi birti ég á tímamótadegi í janúar í fyrra. Ég birti það aftur nú af sama tilefni, lítið breytt en aðlagað að janúar á nýju ári.
Þann 17. janúar 2012 voru 21 ár síðan Kuwaitstríðið byrjade, sama dag byrjaði gos í Heklu og hún tengdamóðir mín varð 82 ára. Og að lokum -Ólafur Noregskonungur dó. Það var líka þennan dag sem ég vaknaði á Hótel Sögu og byrjaði daginn á því að fá mér koniak. Um tveimur tímum síðar brustu síðustu máttarstoðir lífs míns, bikarinn var fullur og það rann yfir barmana. Með grátstafinn í kverkunum hringdi ég inn á Vog og sagðist hafa gefist upp. Léttirinn var ólýsanlegur.
Þennan dag komu í heimsókn til mín á Sögu þær Rósa dóttir mín og Svandís Svavarsdóttir. Þær komu til að sýna mér samkennd og gleðjast með mér yfir löngu tímabærri ákvörðun. Það dró líka úr skömminni sem er rótgróin í lífi alkohólistans. Þessi heimsókn var afgerandi því að með henni fékk ég mikilvæga staðfestingu á því að ég væri að gera alveg hárrétt og þó að ég væri viss um að svo væri, þá þurfti ég að verða ennþá vissari. Einum eða tveimur dögum seinna fór ég til Vestmannaeyja þar sem ég fékk að dvelja hjá Valgerði dóttur minni og fjölskyldu þangað til ég fékk að komast inn á Vog. Ég þorði ekki heim þar sem ég var hræddur um að ef ég næði úr mér timburmönnunum og færi að vinna, að ég tæki þá til baka mikilvægustu ákvörðun lífs míns. Það mátti bara ekki ske.
Í Vestmannaeyjum sat ég gjarnan við norðurgluggann á daginn meðan ég var einn heima, horfði á eldana í Heklu í fjarlægð og velti fyrir mér örlögum lífs míns. 25. janúar flaug ég með lítilli flugvél frá Eyjum og fór beint frá Reykjavíkurflugvelli inn á Vog ásamt AA manni í Reykjavík og Rósu dóttur minni. Við biðum nokkra stund í rúmgóðu andyrrinu þangað til hjúkrunarfræðingur kom og tók á móti mér. Ég var mikið hugsi, hræddur og leiður. Fram í andyrrið heyrðist kliður frá þeim innrituðu. Ég horfði mikið á þröskuldinn sem ég vissi að ég mundi bráðlega ganga yfir og hugsaði: Þegar ég stíg yfir þennan þröskuld geng ég yfir landamærin til nýja óþekkta landsins sem ég þrái svo mikið og hafði lengi þráð.
Á náttborðinu mínu lá í janúar í fyrra sænsk bók sem ég leit í flest kvöld og hún heitir á íslensku Lyklar hjartans. Bókmerkið sem ég notaði í þessa bók er mynd af mér tekin nokkrum árum áður en ég gekk yfir þröskuldinn til móts við nýja landið. Flest kvöld sem ég leit í þessa bók leit ég einnig á myndina og mig rak eiginlega í rogastans og ég hugsaði: Hvar er hann staddur þessi maður, hver er hann, hvað leynist bakvið þetta tekna, raunalega andlit og þessi líflausu augu? Myndin var tekin á þeim árum sem ég á mörgum erfiðum dögum huggaði mig við það að sólin mundi samt koma upp á morgun líka, hvernig sem allt gengi í dag, og ég mundi þrátt fyrir allt lifa af til að vera með um það.
Dvölin í fimm og hálfa viku hjá SÁÁ var mikið sorgartímabil. Hver verður ekki sorgmæddur sem áttar sig á því upp úr miðjum aldri að honum hafi mistekist að lifa lífinu sem honum var gefið og ekki heldur tekist að nýta þá hæfileika sem fylgdu gjöfinni? Nýja landið reyndist gott land -nýtt líf. En það tekur tíma í þessu sambandi að verða fullorðinn maður upp úr miðjum aldri en mér tókst alla vega að verða fullorðnari. Stall af stalli, heiðarbrún af heiðarbún hélt ég áfram móti markmiðinu og víðsýnið jókst við hverja bungu sem ég hafði að baki. Ég er ennþá á þessari leið og vona að mér takist að halda því áfram til míns síðasta dags. Þegar ég staldra við í dag og lít yfir leiðina sem ég hef að baki er útsýnið bjart og gott. Maðurinn á myndinni á bókmerkinu hefur fengið nýja ásýnd og hann má aldrei, aldrei byrja að þræða slóðina til baka.
Á mörgum sumarmorgnum þegar sólin kemur upp í austri hríslast hún fagurlega gegnum skóginn utan við gluggann sem ég sit við á þessu augnabliki sem ég er að skrifa. Ég hef janúarkvöldið handan við gluggarúðuna. Ég er hættur að sækja traust í það að sólin muni koma upp á morgun líka hvernig sem á stendur. Ég get hins vegar dáðst að fegurðinni þessa sumarmorgna og notið þess að vera til, og ég get skynjað í vetrarmyrkrinu að ljósið finnist þar líka þrátt fyrir allt. Meira að segja þó að ég sé orðinn sextíu og níu ára get ég óskað mér þess á kvöldin að nóttin líði fljótt því að það verði svo gaman á morgun. Á þann hátt get ég séð ljós í myrkrinu og þá er myrkrið alls ekki svart.
Frammi í stofu situr konan sem hefur fylgt mér í fimmtíu og eitt ár. Hún er annars vegar að sauma í dúk og hins vegar að fylgjast með sjónvarpinu. Haustið 1993 var ég upphringdur af manni sem vissi að ég væri að leita að vinnu og hann gekk beint til verks og spurði: Guðjón, geturðu hugsað þér að flytja til Svíþjóðar og vinna þar? Ég leit á snöggt á konuna mína og sagði að maðurinn hefði spurt hvort við vildum flytja til Svíþjóðar til að vinna. Ég varð yfir mig undrandi en hugsaði ekki "nei". Ég sá á viðbrögðum hennar að hún hugsaði heldur ekki "nei". Það var ekki svo algengt að svona tilboð bara dyttu niður úr loftinu, og fyrir fólk sem var að verða fimmtíu og tveggja ára eins og við vorum þá, var það ennþá óalgengara. Og það var alveg öruggt að við mundum aldrei fá svona tilboð oftar. Það var útilokað að neita þessu.
Landið nýja kom í tvennum skilningi, í myndmálinu og í raunveruleikanum. Við erum stödd í öðru landi sem er aukavinningur fyrir að hafa gefist upp fyrir ofuraflinu fyrir tuttugu og einu ári, voga að taka góða ákvörðun og framkvæmd hana.
Þann 17. janúar 2012 voru 21 ár síðan Kuwaitstríðið byrjade, sama dag byrjaði gos í Heklu og hún tengdamóðir mín varð 82 ára. Og að lokum -Ólafur Noregskonungur dó. Það var líka þennan dag sem ég vaknaði á Hótel Sögu og byrjaði daginn á því að fá mér koniak. Um tveimur tímum síðar brustu síðustu máttarstoðir lífs míns, bikarinn var fullur og það rann yfir barmana. Með grátstafinn í kverkunum hringdi ég inn á Vog og sagðist hafa gefist upp. Léttirinn var ólýsanlegur.
Þennan dag komu í heimsókn til mín á Sögu þær Rósa dóttir mín og Svandís Svavarsdóttir. Þær komu til að sýna mér samkennd og gleðjast með mér yfir löngu tímabærri ákvörðun. Það dró líka úr skömminni sem er rótgróin í lífi alkohólistans. Þessi heimsókn var afgerandi því að með henni fékk ég mikilvæga staðfestingu á því að ég væri að gera alveg hárrétt og þó að ég væri viss um að svo væri, þá þurfti ég að verða ennþá vissari. Einum eða tveimur dögum seinna fór ég til Vestmannaeyja þar sem ég fékk að dvelja hjá Valgerði dóttur minni og fjölskyldu þangað til ég fékk að komast inn á Vog. Ég þorði ekki heim þar sem ég var hræddur um að ef ég næði úr mér timburmönnunum og færi að vinna, að ég tæki þá til baka mikilvægustu ákvörðun lífs míns. Það mátti bara ekki ske.
Í Vestmannaeyjum sat ég gjarnan við norðurgluggann á daginn meðan ég var einn heima, horfði á eldana í Heklu í fjarlægð og velti fyrir mér örlögum lífs míns. 25. janúar flaug ég með lítilli flugvél frá Eyjum og fór beint frá Reykjavíkurflugvelli inn á Vog ásamt AA manni í Reykjavík og Rósu dóttur minni. Við biðum nokkra stund í rúmgóðu andyrrinu þangað til hjúkrunarfræðingur kom og tók á móti mér. Ég var mikið hugsi, hræddur og leiður. Fram í andyrrið heyrðist kliður frá þeim innrituðu. Ég horfði mikið á þröskuldinn sem ég vissi að ég mundi bráðlega ganga yfir og hugsaði: Þegar ég stíg yfir þennan þröskuld geng ég yfir landamærin til nýja óþekkta landsins sem ég þrái svo mikið og hafði lengi þráð.
Á náttborðinu mínu lá í janúar í fyrra sænsk bók sem ég leit í flest kvöld og hún heitir á íslensku Lyklar hjartans. Bókmerkið sem ég notaði í þessa bók er mynd af mér tekin nokkrum árum áður en ég gekk yfir þröskuldinn til móts við nýja landið. Flest kvöld sem ég leit í þessa bók leit ég einnig á myndina og mig rak eiginlega í rogastans og ég hugsaði: Hvar er hann staddur þessi maður, hver er hann, hvað leynist bakvið þetta tekna, raunalega andlit og þessi líflausu augu? Myndin var tekin á þeim árum sem ég á mörgum erfiðum dögum huggaði mig við það að sólin mundi samt koma upp á morgun líka, hvernig sem allt gengi í dag, og ég mundi þrátt fyrir allt lifa af til að vera með um það.
Dvölin í fimm og hálfa viku hjá SÁÁ var mikið sorgartímabil. Hver verður ekki sorgmæddur sem áttar sig á því upp úr miðjum aldri að honum hafi mistekist að lifa lífinu sem honum var gefið og ekki heldur tekist að nýta þá hæfileika sem fylgdu gjöfinni? Nýja landið reyndist gott land -nýtt líf. En það tekur tíma í þessu sambandi að verða fullorðinn maður upp úr miðjum aldri en mér tókst alla vega að verða fullorðnari. Stall af stalli, heiðarbrún af heiðarbún hélt ég áfram móti markmiðinu og víðsýnið jókst við hverja bungu sem ég hafði að baki. Ég er ennþá á þessari leið og vona að mér takist að halda því áfram til míns síðasta dags. Þegar ég staldra við í dag og lít yfir leiðina sem ég hef að baki er útsýnið bjart og gott. Maðurinn á myndinni á bókmerkinu hefur fengið nýja ásýnd og hann má aldrei, aldrei byrja að þræða slóðina til baka.
Á mörgum sumarmorgnum þegar sólin kemur upp í austri hríslast hún fagurlega gegnum skóginn utan við gluggann sem ég sit við á þessu augnabliki sem ég er að skrifa. Ég hef janúarkvöldið handan við gluggarúðuna. Ég er hættur að sækja traust í það að sólin muni koma upp á morgun líka hvernig sem á stendur. Ég get hins vegar dáðst að fegurðinni þessa sumarmorgna og notið þess að vera til, og ég get skynjað í vetrarmyrkrinu að ljósið finnist þar líka þrátt fyrir allt. Meira að segja þó að ég sé orðinn sextíu og níu ára get ég óskað mér þess á kvöldin að nóttin líði fljótt því að það verði svo gaman á morgun. Á þann hátt get ég séð ljós í myrkrinu og þá er myrkrið alls ekki svart.
Frammi í stofu situr konan sem hefur fylgt mér í fimmtíu og eitt ár. Hún er annars vegar að sauma í dúk og hins vegar að fylgjast með sjónvarpinu. Haustið 1993 var ég upphringdur af manni sem vissi að ég væri að leita að vinnu og hann gekk beint til verks og spurði: Guðjón, geturðu hugsað þér að flytja til Svíþjóðar og vinna þar? Ég leit á snöggt á konuna mína og sagði að maðurinn hefði spurt hvort við vildum flytja til Svíþjóðar til að vinna. Ég varð yfir mig undrandi en hugsaði ekki "nei". Ég sá á viðbrögðum hennar að hún hugsaði heldur ekki "nei". Það var ekki svo algengt að svona tilboð bara dyttu niður úr loftinu, og fyrir fólk sem var að verða fimmtíu og tveggja ára eins og við vorum þá, var það ennþá óalgengara. Og það var alveg öruggt að við mundum aldrei fá svona tilboð oftar. Það var útilokað að neita þessu.
Landið nýja kom í tvennum skilningi, í myndmálinu og í raunveruleikanum. Við erum stödd í öðru landi sem er aukavinningur fyrir að hafa gefist upp fyrir ofuraflinu fyrir tuttugu og einu ári, voga að taka góða ákvörðun og framkvæmd hana.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Ég er hissa
Ég er hissa á því sem er að ske á Íslandi. Árum saman hafa bílstjórar flutt salt á hina ýmsu staði, væntanlega um allt land. Þeir hafa væntanlega séð að saltsekkirnir voru merktir "iðnaðarsalt" og það á ekki að nota í mat. Mennirnir á lyfturunum sem lyftu saltsekkjunum á vinnustöðunum sem voru að framleiða matvæli hljóta að hafa séð þessa merkingu, líka mennirnir sem slepptu saltinu úr sekkjunum og þeir sem tóku sekkina og hentu þeim eða sendu til baka. Gjaldkerarnir sem borguðu reikningana hafa líka séð þetta á reikningunum og svo margir, margir fleiri. Allir þögðu í 13 ár eða hvað það nú var og svo varð allt vitlaust.
Matvælaeftirlitið!!!!! Einhvern verður allt í einu að hengja, ég er saklaus!
Svona er það með svo margt annað líka og ég skil ekki neitt. Menn skrifa hverja heilsíðugreinina eftir aðra, svo langar og leiðinlegar að alla vega ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að lesa þvargið.
Það er kominn tími fyrir Nýja Ísland sagði maður um daginn. Að rífa húsið til grunna og byggja það upp á nýtt sagði annar. Myndmál um að eitthvað verður að gera.
Hvernig væri að stinga niður fæti og fara að lesa ljóð gömlu skáldanna. Það leikur grunur á því að þeir hafi sumir hverjir verið kendir þegar þeir ortu ljóðin sín en þeir elskuðu landið sitt örugglega. Hér er ljóð til að byrja á í kvöld og svo bara að kaupa ljóðabók á morgun.
Matvælaeftirlitið!!!!! Einhvern verður allt í einu að hengja, ég er saklaus!
Svona er það með svo margt annað líka og ég skil ekki neitt. Menn skrifa hverja heilsíðugreinina eftir aðra, svo langar og leiðinlegar að alla vega ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að lesa þvargið.
Það er kominn tími fyrir Nýja Ísland sagði maður um daginn. Að rífa húsið til grunna og byggja það upp á nýtt sagði annar. Myndmál um að eitthvað verður að gera.
Hvernig væri að stinga niður fæti og fara að lesa ljóð gömlu skáldanna. Það leikur grunur á því að þeir hafi sumir hverjir verið kendir þegar þeir ortu ljóðin sín en þeir elskuðu landið sitt örugglega. Hér er ljóð til að byrja á í kvöld og svo bara að kaupa ljóðabók á morgun.
Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig.
Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Ljóð: Eggert Ólafsson
Stig Helmer
Blað er brotið í sögu síðustu sex ára okkar Valdísar. Við fórum í bíó. Það er alveg að verða eitt ár síðan við keyptum núverandi bíl okkar og þessum bíl fylgdi eitt og annað. Tryggingin var frí fyrsta árið, enginn skattur í fimm ár, við fengum með honum i-Pad, málband og tvo bíómiða. Þetta fengum við vegna þess að við keyptum bílinn svo fljótt eftir að þessi bíltýpa kom á markað og eiginlega var það svo að við bara biðum eftir að hann kæmi.
Á miðnætti komandi hefðu bíómiðarnir runnið út. Þess vegna vorum við í bíó einmitt í dag. Við sáum myndina Saga Stígs Helmers. Stíg Helmer er kvikmyndapersóna í mörgum myndum sem hafa gengið í fjölda ára. Stíg er maður bláeygur og virðist kannski svolítið einfaldur en þó er hann eiginlega aldrei plataður til óbóta. Svo hefur hann þann góða eiginleika að hitta fallegar konur sem dá þessa eiginleika hans og myndunum lýkur gjarnan á því að Stíg kyssir þessar konur á sinn sakleysislega hátt og svo virðast þær bara vera konurnar hans -alsælar. Það rennur aldrei blóð eða mannvonska í myndum Stígs Helmers.
Myndin í dag gekk út á það að Stíg hitti fallega stúlku á unglingsárum og þau urðu ástfangin. Þeim var síðan stíað sundur af foreldrum og fleirum sem komu við sögu. Fjörutíu og níu árum siðar, þegar Stíg er maður kominn á efri ár og farinn að taka lífinu með ró, tekur hann og norski vinur hans sem alltaf fylgir honum gegnum myndirnar að leita að þessari konu. Norski vinurinn finnur hana að lokum og stefnir til fundar með þeim á veitignahúsi án þess að Stíg viti. Svo verða fagnaðarfundir og myndin endar ekki óvænt þar sem Stíg kyssir þessa gömlu kærustu sína á kinnina og svo er ekki annað að skilja en lífið blasi við þeim. Hvað eru nokkur ár á milli vina?
Já, svona var myndin sem við Valdís fórum að horfa á, einn af stærri menningarviðburðum hjá okkur á þessu ári, og okkur fannst það hin besta tilbreyting í erli daganna. Mér finnst hálfpartinn að við Stíg eigum nokkuð sameiginlegt og það er þessi einfeldni. Ég tel mig ekki líða skaða af henni frekar en Stíg. Í myndinni kunni Stíg utanað allar járnbrautaráætlanir í Svíþjóð þar sem ég kann ekki eina einustu. Með þessa sakleysismynd í huga ætla ég að leggja mig snemma og verða vel úthvíldur snemma að morgni. Draumar mínir munu ekki verða mér erfiðir í nótt.
Sýnishorn úr mynd dagsins
Á miðnætti komandi hefðu bíómiðarnir runnið út. Þess vegna vorum við í bíó einmitt í dag. Við sáum myndina Saga Stígs Helmers. Stíg Helmer er kvikmyndapersóna í mörgum myndum sem hafa gengið í fjölda ára. Stíg er maður bláeygur og virðist kannski svolítið einfaldur en þó er hann eiginlega aldrei plataður til óbóta. Svo hefur hann þann góða eiginleika að hitta fallegar konur sem dá þessa eiginleika hans og myndunum lýkur gjarnan á því að Stíg kyssir þessar konur á sinn sakleysislega hátt og svo virðast þær bara vera konurnar hans -alsælar. Það rennur aldrei blóð eða mannvonska í myndum Stígs Helmers.
Myndin í dag gekk út á það að Stíg hitti fallega stúlku á unglingsárum og þau urðu ástfangin. Þeim var síðan stíað sundur af foreldrum og fleirum sem komu við sögu. Fjörutíu og níu árum siðar, þegar Stíg er maður kominn á efri ár og farinn að taka lífinu með ró, tekur hann og norski vinur hans sem alltaf fylgir honum gegnum myndirnar að leita að þessari konu. Norski vinurinn finnur hana að lokum og stefnir til fundar með þeim á veitignahúsi án þess að Stíg viti. Svo verða fagnaðarfundir og myndin endar ekki óvænt þar sem Stíg kyssir þessa gömlu kærustu sína á kinnina og svo er ekki annað að skilja en lífið blasi við þeim. Hvað eru nokkur ár á milli vina?
Já, svona var myndin sem við Valdís fórum að horfa á, einn af stærri menningarviðburðum hjá okkur á þessu ári, og okkur fannst það hin besta tilbreyting í erli daganna. Mér finnst hálfpartinn að við Stíg eigum nokkuð sameiginlegt og það er þessi einfeldni. Ég tel mig ekki líða skaða af henni frekar en Stíg. Í myndinni kunni Stíg utanað allar járnbrautaráætlanir í Svíþjóð þar sem ég kann ekki eina einustu. Með þessa sakleysismynd í huga ætla ég að leggja mig snemma og verða vel úthvíldur snemma að morgni. Draumar mínir munu ekki verða mér erfiðir í nótt.
Sýnishorn úr mynd dagsins
Ég talaði við betri helminginn
Þegar allt gengur sem best, vinnu- og sköpunargleðin er í hámarki, þá er kominn kvöldmatur. Svo, þar sem ég er ellilífeyrisþegi og dagarnir eru rétt að að lyfta sér frá svartasta skammdeginu, kemur eiginlega ekki til greina að vinna við smíðar heima hjá sér eftir kvöldmat. Þó hef ég gert það stöku sinnum síðustu tíu dagana. Ég talaði um sköpunargleði og það er einhvern veginn þannig að það sannast, næstum eftir hvern einasta dag, að allt sem við höfum veri að gera hér heima hefur verið hárrétt hugsað frá byrjun.
Þegar svona gengur vil ég alls ekki verða fyrir neinum truflunum. Í þau fáu skipti sem síminn hefur hringt síðustu dagana hef ég sagt um leið og fyrsta hringingin heyrist að ég voni að það sé ekki Ove. Og það hefur heldur ekki verið Ove -fyrr en í gærmorgun. Þá lágum við enn í rúminu og vorum að tala saman. Þá hringdi farsíminn minn. Ég var ekki með gleraugun á mér þegar ég tók símann og sá því ekki hver var að hringja. Svo opnaði ég símann og sagði: Guðjón. Það var Ove! Geturðu komið og unnið dagvinnu á morgun, spurði hann. Bíddu, sagði ég.
Svo stakk ég símanum undir rassinn á mér svo að hann heyrði ekki hvað okkur fór á milli og sagði Valdísi um hvað málið snerist. Já, viltu ekki bara gera það, sagði hún svona ofur eðlilega. Ég tók símann til baka og sagði Ove eð ég væri búinn að tala við betri helminginn og ég mundi koma. Þetta gerði að verkum að mér lá mikið meira á að koma hlutum í verk allan gærdaginn en dagana þar á undan. Ég mundi missa úr heilan dag við gerefti og dyraáfellur, smíðar og málningu.
Ég lagði óvenju snemma af stað til Vorness í morgun og hugsaði einmitt um það að daginn væri ekki merkjanlega tekinn að lengja á morgnana. Samt vissi ég að dagurinn í dag er um 40 mínútum lengri en styttsti dagurinn um vetrarsólhvörfin. Ennþá er þó breytingin minni á morgnana. Þegar ég ók niður malarveginn hérna næst Sólvöllum hugsaði ég til sjónvarpasfréttar frá í gær um slys á vegum þar sem ekið er á dýr, sérstaklega elgi. Talað var um að þau slys væru mun fleiri en fram kæmi almennt.
Í fréttinni voru sýndar nokkrar myndir þar sem afleiðingarnar höfðu orðið mjög alvarlegar. Þá höfðu elgirnir lent með afturhlutann langt inn í bílinn og framfætur og höfuð stóðu út um framrúðuna. Ég ók því rólega og reyndar fannst mér sem óvenju margir gerðu það. Nokkrum sinnum fór ég út á bílastæði til að hleypa þeim framúr sem virtust hafa einhverju mjög áríðandi að sinna og fóru því geyst. Sumir eru víst ákaflega mikilvægir og ekkert má hefta þeirra för og hugsanlega eru það þeir sem fá elginn lengst inn í bílinn. Eftir það liggur þeim ekki á þar sem ferðirnar verða ekki fleiri.
Í desember vann ég mikið, einnig um hátíðarnar, og þá var sérstakt helgarálag. Þetta fæ ég útborgað í dágóðri upphæð í janúar sem gerir það að verkum að ég fæ mjög lítinn ellilífeyri allt næsta ár. Ég vil samt taka það fram að ég fæ góðan lífeyrissjóð og ber að vera þakklátur fyrir það. Með aðstoð hjálplegrar konu hjá Tryggingsastofnun reyndi ég að reikna út ellilífeyrinn fyrir næsta ár og hann virðist ekki verða meiri en svo að í dag vann ég fyrir tveggja mánaða ellilífeyrisgreiðslum. Því má reikna með að ég vinni eitthvað á þessu ári og fái þá margfalt meiri tekjur en það sem ég mundi fá frá Tryggingarstofnun. En ég má bara alls ekki vinna í desember í ár því að þá fæ ég lítinn sem engan ellilífeyri næsta ár heldur.
Við Valdís höfum talað um það að ég geti unnið svolítið fram í september í ár, en svo verður vinnuferli mínum að fara að ljúka. Ég verð þó að segja það að koma á þennan vinnustað og hitta þessa skjólstæðinga sem raða sér í kringum mig til að bjóða mig velkominn, það er umbun sem ekkert kemur launagreiðslum við. Sumarið 1993 þegar ég vann á Vogi var ég spurður af kunningja sem ég hitti fyrir norðan hvort ég væri nógu munnhvatur til að vinna við þetta. Það fjallar ekki um að vera munnhvatur, það fjallar í fyrsta lagi um að vera manneskja sem lætur þó alls ekki hvað sem er viðgangast.
Klukkan tifar og þar sem ég þarf minn átta tíma svefn í nótt líka verð ég að setja punktinn yfir iið, annars verður ekki smíðað og málað mikið á morgun. Við ætlum líka að bregða okkur í bíó seinni partinn og sjá Stig Helmer. Myndirnar hans eru svo saklausar og bláeygar. Hann þarf engan að drepa eða láta blóð renna til að hafa ofan af fyrir fólki. Valdís viðraði ullarfeldina okkar í þokkalegum vindi í dag þannig að það verður hreinn unaður að leggja sig eftir útaf burst og piss. Góða nótt.
Þegar svona gengur vil ég alls ekki verða fyrir neinum truflunum. Í þau fáu skipti sem síminn hefur hringt síðustu dagana hef ég sagt um leið og fyrsta hringingin heyrist að ég voni að það sé ekki Ove. Og það hefur heldur ekki verið Ove -fyrr en í gærmorgun. Þá lágum við enn í rúminu og vorum að tala saman. Þá hringdi farsíminn minn. Ég var ekki með gleraugun á mér þegar ég tók símann og sá því ekki hver var að hringja. Svo opnaði ég símann og sagði: Guðjón. Það var Ove! Geturðu komið og unnið dagvinnu á morgun, spurði hann. Bíddu, sagði ég.
Svo stakk ég símanum undir rassinn á mér svo að hann heyrði ekki hvað okkur fór á milli og sagði Valdísi um hvað málið snerist. Já, viltu ekki bara gera það, sagði hún svona ofur eðlilega. Ég tók símann til baka og sagði Ove eð ég væri búinn að tala við betri helminginn og ég mundi koma. Þetta gerði að verkum að mér lá mikið meira á að koma hlutum í verk allan gærdaginn en dagana þar á undan. Ég mundi missa úr heilan dag við gerefti og dyraáfellur, smíðar og málningu.
Ég lagði óvenju snemma af stað til Vorness í morgun og hugsaði einmitt um það að daginn væri ekki merkjanlega tekinn að lengja á morgnana. Samt vissi ég að dagurinn í dag er um 40 mínútum lengri en styttsti dagurinn um vetrarsólhvörfin. Ennþá er þó breytingin minni á morgnana. Þegar ég ók niður malarveginn hérna næst Sólvöllum hugsaði ég til sjónvarpasfréttar frá í gær um slys á vegum þar sem ekið er á dýr, sérstaklega elgi. Talað var um að þau slys væru mun fleiri en fram kæmi almennt.
Í fréttinni voru sýndar nokkrar myndir þar sem afleiðingarnar höfðu orðið mjög alvarlegar. Þá höfðu elgirnir lent með afturhlutann langt inn í bílinn og framfætur og höfuð stóðu út um framrúðuna. Ég ók því rólega og reyndar fannst mér sem óvenju margir gerðu það. Nokkrum sinnum fór ég út á bílastæði til að hleypa þeim framúr sem virtust hafa einhverju mjög áríðandi að sinna og fóru því geyst. Sumir eru víst ákaflega mikilvægir og ekkert má hefta þeirra för og hugsanlega eru það þeir sem fá elginn lengst inn í bílinn. Eftir það liggur þeim ekki á þar sem ferðirnar verða ekki fleiri.
Í desember vann ég mikið, einnig um hátíðarnar, og þá var sérstakt helgarálag. Þetta fæ ég útborgað í dágóðri upphæð í janúar sem gerir það að verkum að ég fæ mjög lítinn ellilífeyri allt næsta ár. Ég vil samt taka það fram að ég fæ góðan lífeyrissjóð og ber að vera þakklátur fyrir það. Með aðstoð hjálplegrar konu hjá Tryggingsastofnun reyndi ég að reikna út ellilífeyrinn fyrir næsta ár og hann virðist ekki verða meiri en svo að í dag vann ég fyrir tveggja mánaða ellilífeyrisgreiðslum. Því má reikna með að ég vinni eitthvað á þessu ári og fái þá margfalt meiri tekjur en það sem ég mundi fá frá Tryggingarstofnun. En ég má bara alls ekki vinna í desember í ár því að þá fæ ég lítinn sem engan ellilífeyri næsta ár heldur.
Við Valdís höfum talað um það að ég geti unnið svolítið fram í september í ár, en svo verður vinnuferli mínum að fara að ljúka. Ég verð þó að segja það að koma á þennan vinnustað og hitta þessa skjólstæðinga sem raða sér í kringum mig til að bjóða mig velkominn, það er umbun sem ekkert kemur launagreiðslum við. Sumarið 1993 þegar ég vann á Vogi var ég spurður af kunningja sem ég hitti fyrir norðan hvort ég væri nógu munnhvatur til að vinna við þetta. Það fjallar ekki um að vera munnhvatur, það fjallar í fyrsta lagi um að vera manneskja sem lætur þó alls ekki hvað sem er viðgangast.
Klukkan tifar og þar sem ég þarf minn átta tíma svefn í nótt líka verð ég að setja punktinn yfir iið, annars verður ekki smíðað og málað mikið á morgun. Við ætlum líka að bregða okkur í bíó seinni partinn og sjá Stig Helmer. Myndirnar hans eru svo saklausar og bláeygar. Hann þarf engan að drepa eða láta blóð renna til að hafa ofan af fyrir fólki. Valdís viðraði ullarfeldina okkar í þokkalegum vindi í dag þannig að það verður hreinn unaður að leggja sig eftir útaf burst og piss. Góða nótt.
Þar liggja mörkin skaltu vita
Það er merkilegt hvað ég er búinn að sofa gríðarlega mikið síðan ég hætti að vinna. Í morgun var ég þó heldur frárri á fætur og dreif af eina límingu þar sem ég er að smíða sólbekki. Svo var morgunverður. Þar sem ég er nú á þessum góða aldri sem ég tel mig vera, vil ég taka því rólega á morgnana og þá á ég ekki bara við að ég megi sofa alveg endalaust. Ég vil taka tvo tíma í morgunverð, lesa svolítið blöð, alla vega fyrirsagnir, setjast í góðan stól og teygja svo úr mér, já bara almennt að hafa það huggulegt.
Svo hef ég verið að uppgötva eitt um mig upp á síðkastið. Ég er orðinn meiri síðdegismaður en ég var áður. Ég var að tala um þetta við Valdísi í dag og talaði um að skýringin væri kannski sú að ég hef unnið mikið kvöld í Vornesi allra síðustu árin og þar með fært til þann tíma dagsins sem ég einbeiti mér mest. Já, Valdís féllst nú á að þetta gæti væntanlega staðist. Annars ætla ég ekki að eyða miklum tíma í að grafa í þetta. Það þjáir mig alls ekki, heldur finnst mér þessir morgnar afar notalegir.
Í gær fórum við Valdís inn í Örebro. Hún var eftir í Marieberg til að búðarrölta svolítið en ég fór i byggingarvöruverslunina þar sem við erum í stórum dráttum búin að kaupa efni í eitt einbýlishús. Ég var með blað með ótal málum af áfellum á þrjár dyr og sólbekki undir þrettán glugga. Ég spurði hvort þeir vildu hjálpa mér með að saga þetta í grófum dráttum þar sem sögin mín væri með of litlu borði til að ráða við það. Já, það var nú ekki málið. Svo sögðuðu þeir þrjár plötur í 23 renninga af ólíkum breiddum og þeir gerðu þetta með svo góðu geði og án kostnaðar að ég varð næstum klökkur þegar ég sagði þeim að það væri alveg frábært að leita til þeirra. Það væri þess vegna sem ég kæmi alltaf þangað á endanum. Nú get ég fínsniðið þessa renninga á söginni okkar.
Mér datt í hug um helgina að láta gera þetta í annarri verslun en þetta var eiginlega of mikið til að ég teldi að ég fengi sömu hjálpsemi þar. Það er líka svo að þegar ég er vanur að fá alltaf góðar móttökur á einum stað, þá finnst mér það vera svolítið að halda framhjá að leita annað. Það sama var þegar ég hætti að hitta Carl-Henrik á Volvóbílasölunni og fór að hitta Nicklas hjá Ford að mér fannst ég vera að halda framhjá Carl-Henrik. Það fór nú samt fljótt af og auðvitað man Carl-Henrik ekki hið minnsta eftir að ég hafi einhvern tíma komið þangað. Þó veit ég að hann mundi þekkja mig ef ég kæmi þangað á morgun.
Annars veit ég ekki hvers vegna í ósköpunum ég er að tala um þetta. Eftir heimkomuna í gær með efnið byrjaði ég að smíða sólbekki og ákveðin líming var það fyrsta sem ég gerði í morgun. Svo seftir hafragrautinn minn með rúsínunum tók ég smá hlé og fékk mér svo einhverja hveitibollu með osti. Þar með var eins og ég hefði fengið eitthvað þungt í magann, nokkuð sem bara hélt sig þar og gerði mér erfitt fyrir. Ég reyndi samt að láta það ekki á mig fá og hélt mínu striki. Svo eftir kvöldmatinn gekk ég að krananum og fékk mér þrjú glös af vatni og í þessu vatni leyndist nýtt líf.
Það er einkennilegt með mann á mínum aldri sem ráðlegg öðrum að drekka vatn við vanlíðan og svo plata ég sjálfan mig á sama fyrirbæri. Það er ekki ósjaldan þegar ég hef verið að vinna kvöld að fólk hefur komið til mín og sagt að það sé svo undarlegt, að hjartað slái svo einkennilega, að það sé svo skrýtið í brjóstholinu eða eitthvað þvíumlíkt sem erfitt er að lýsa. Þá verð ég mjög spakur og tala eins og vís maður og segi: Taktu þetta glas og farðu svo að krananum og drekktu þrjú glös af vatni. Svo skulum við tala saman. Aumingjans manneskjan gerir þetta, horfir á mig sem skrýtinn Íslending og setst að lokum fyrir framan mig eftir vatnsdrykkjuna. Svo tölum við um börnin þeirra, systkinin, fallega landið sem við búum í eða eitthvað sem drifir huganum. Eftir einar 20 mínútur hefur manneskjan fengið lífskraftinn á ný. En hvað það er gaman að þessu og svo renn ég á hálkunni sjáfur og skil ekki neitt. Jú, reyndar gerið ég það oftast nær.
Það er orðið áliðið eftir einn dag með líma, mæla, saga, hefla, pússa og máta. Það er svo gaman að máta því að þá sjáum við hvað það verður mikil breyting. Valdís tók sig til og hnoðaði í soðiðbrauð og steikti. Eitthvað var soðiðbrauðsgerð til umræðu um daginn á blogginu og er það kannski svo að þetta þekkist bara á Norðurlandi? En alla vega, soðiðbrauð er ósætt brauð, þunnt, tekur ekki svo mikið pláss í maga og er mjög gott með osti sem viðbót við morgunverð eða með síðdegiskaffinu. Auðvitað má smyrja með fleiru en osti og það má meira að segja nota á það sultu. En þá tístir hláturinn í baðvigtinni og hún vonast til að komast yfir 100 kg strikið. En það skal ég ekki láta eftir henni, þar liggja mörkin!
Svo hef ég verið að uppgötva eitt um mig upp á síðkastið. Ég er orðinn meiri síðdegismaður en ég var áður. Ég var að tala um þetta við Valdísi í dag og talaði um að skýringin væri kannski sú að ég hef unnið mikið kvöld í Vornesi allra síðustu árin og þar með fært til þann tíma dagsins sem ég einbeiti mér mest. Já, Valdís féllst nú á að þetta gæti væntanlega staðist. Annars ætla ég ekki að eyða miklum tíma í að grafa í þetta. Það þjáir mig alls ekki, heldur finnst mér þessir morgnar afar notalegir.
Í gær fórum við Valdís inn í Örebro. Hún var eftir í Marieberg til að búðarrölta svolítið en ég fór i byggingarvöruverslunina þar sem við erum í stórum dráttum búin að kaupa efni í eitt einbýlishús. Ég var með blað með ótal málum af áfellum á þrjár dyr og sólbekki undir þrettán glugga. Ég spurði hvort þeir vildu hjálpa mér með að saga þetta í grófum dráttum þar sem sögin mín væri með of litlu borði til að ráða við það. Já, það var nú ekki málið. Svo sögðuðu þeir þrjár plötur í 23 renninga af ólíkum breiddum og þeir gerðu þetta með svo góðu geði og án kostnaðar að ég varð næstum klökkur þegar ég sagði þeim að það væri alveg frábært að leita til þeirra. Það væri þess vegna sem ég kæmi alltaf þangað á endanum. Nú get ég fínsniðið þessa renninga á söginni okkar.
Mér datt í hug um helgina að láta gera þetta í annarri verslun en þetta var eiginlega of mikið til að ég teldi að ég fengi sömu hjálpsemi þar. Það er líka svo að þegar ég er vanur að fá alltaf góðar móttökur á einum stað, þá finnst mér það vera svolítið að halda framhjá að leita annað. Það sama var þegar ég hætti að hitta Carl-Henrik á Volvóbílasölunni og fór að hitta Nicklas hjá Ford að mér fannst ég vera að halda framhjá Carl-Henrik. Það fór nú samt fljótt af og auðvitað man Carl-Henrik ekki hið minnsta eftir að ég hafi einhvern tíma komið þangað. Þó veit ég að hann mundi þekkja mig ef ég kæmi þangað á morgun.
Annars veit ég ekki hvers vegna í ósköpunum ég er að tala um þetta. Eftir heimkomuna í gær með efnið byrjaði ég að smíða sólbekki og ákveðin líming var það fyrsta sem ég gerði í morgun. Svo seftir hafragrautinn minn með rúsínunum tók ég smá hlé og fékk mér svo einhverja hveitibollu með osti. Þar með var eins og ég hefði fengið eitthvað þungt í magann, nokkuð sem bara hélt sig þar og gerði mér erfitt fyrir. Ég reyndi samt að láta það ekki á mig fá og hélt mínu striki. Svo eftir kvöldmatinn gekk ég að krananum og fékk mér þrjú glös af vatni og í þessu vatni leyndist nýtt líf.
Það er einkennilegt með mann á mínum aldri sem ráðlegg öðrum að drekka vatn við vanlíðan og svo plata ég sjálfan mig á sama fyrirbæri. Það er ekki ósjaldan þegar ég hef verið að vinna kvöld að fólk hefur komið til mín og sagt að það sé svo undarlegt, að hjartað slái svo einkennilega, að það sé svo skrýtið í brjóstholinu eða eitthvað þvíumlíkt sem erfitt er að lýsa. Þá verð ég mjög spakur og tala eins og vís maður og segi: Taktu þetta glas og farðu svo að krananum og drekktu þrjú glös af vatni. Svo skulum við tala saman. Aumingjans manneskjan gerir þetta, horfir á mig sem skrýtinn Íslending og setst að lokum fyrir framan mig eftir vatnsdrykkjuna. Svo tölum við um börnin þeirra, systkinin, fallega landið sem við búum í eða eitthvað sem drifir huganum. Eftir einar 20 mínútur hefur manneskjan fengið lífskraftinn á ný. En hvað það er gaman að þessu og svo renn ég á hálkunni sjáfur og skil ekki neitt. Jú, reyndar gerið ég það oftast nær.
Það er orðið áliðið eftir einn dag með líma, mæla, saga, hefla, pússa og máta. Það er svo gaman að máta því að þá sjáum við hvað það verður mikil breyting. Valdís tók sig til og hnoðaði í soðiðbrauð og steikti. Eitthvað var soðiðbrauðsgerð til umræðu um daginn á blogginu og er það kannski svo að þetta þekkist bara á Norðurlandi? En alla vega, soðiðbrauð er ósætt brauð, þunnt, tekur ekki svo mikið pláss í maga og er mjög gott með osti sem viðbót við morgunverð eða með síðdegiskaffinu. Auðvitað má smyrja með fleiru en osti og það má meira að segja nota á það sultu. En þá tístir hláturinn í baðvigtinni og hún vonast til að komast yfir 100 kg strikið. En það skal ég ekki láta eftir henni, þar liggja mörkin!
Örtröð í Marieberg
Það var nú meiri urmullinn af fólki og bílum í höfuðstöðvum Mammons í Örebro, Marieberg, í dag. Mér fannst sem það væri eiginlega ekki hægt að aka eftir umferðareglum, heldur væri nauðsynlegt að ná augnsambandi við bílstjórann í næsta bíl ef vel ætti að fara. Bílastæðunum þarna má næstum líkja við flugvelli að stærð og þegar ég var búinn að aka spölkorn á þennan hátt var ég kominn að lítilli endurvinnslustöð sem þarna er. Ég tók fyrsta dallinn út úr bílnum, þann með plastinu, og horfði á einn gáminn til að fullvissa mig um að það væri gámurinn fyrir plast. Jú, það var hann og hann var sneisa fullur framan frá séð.
Þá birtist mannvera, yngri kona með fötu í hendi, og sagði glaðlega; það er nóg pláss hér bakvið. Já, einmitt, þannig er það gjarnan. Hún gat alveg látið það vera en að hún gerði þetta voru þægileg mannleg samskipti. Svo fór ég á bakvið og tæmdi dallinn þar sem nóg var plássið og þegar ég kom fram fyrir hann að bílnum aftur var ég orðinn einn við gámana. Fjórir dallar að losa með fjórum tegundum og mér finnst svo notalegt að það er hægt að gera þetta á þann besta hátt sem völ er á.
Meðan ég dundaði við þetta var Valdís í matvöruversluninni. Það er notalegra fyrir hana að vera ein þar vegna þess að ég á vanda til að fara í búðarfýlu. Ég vil bara hafa miða með því sem þarfa að kaupa og kaupa það og svo er verslunarferðinni lokið. En Valdís vill fara þetta í rólegheitum og sjá eitt og annað sem finnst á hillunum. Vissulega hefur hún oft fundið það sem við vissum ekki áður að væri til. Svo kannski kaupir hún það og í sumum tilfellum er það ómissandi á eftir. Frá endurvinnslustöðinni fór ég í byggingarvöruverslunina K-rauta og í svoleiðis búðum er ég öllu rólegri og skoða þá gjarnan hvað finnst og hvernig best væri að leysa eitt og annað sem ég þarf að gera heima. Ég er sem sagt mikið hlutdrægur á þessu sviði. Kannski er ég bara sérvitringur.
Í K-rauta hitti ég mann sem hefur áður hjálpað mér og spurði hann eftir þykktum á MDF plötum sem ég hugsa mér að nota í sólbekki hér á Sólvöllum. Þykktin sem ég vildi fá er bara seld eftir pöntunum og er þá svíndýr. Þá var bara um að ræða 22 mm þykktina sem þeir selja af lager og setja svo breiðari álímingu á framkantinn. Við skeggræddum þetta og vorum sammála. Svo spurði ég hvað kostaði að fá svona plötu sagaða í sex renninga.
Hann stóð þarna rólega með hendur fyrir aftan bak og sagði að fyrsta sagarfarið kostaði 18 krónur og svo færi það eftir tíma. Svo hálf glotti hann. Hann hefur nefnilega sagað fyrir mig áður og svo sagt að hann bjóði upp á sögunina. Ég fann á öllu að hann vissi að ég myndi eftir þessu og einnig að ég vissi að hann tæki ekkert fyrir það núna heldur. Þegar ég sagðist ekki taka plötuna núna vegna þess að ég væri ekki með kerruna sagði hann að það væru jú mikið betra að geta tekið það með sér heim sem maður keypti í verslunarferðum. Hann var önnur manneskjan sem gaman var að hitta í Marieberg þennan dag. Hann var sniðugur þegar hann sagði hlutina.
Svo þegar ég fór frá K-rauta tók við þessi gríðarlega umferð á verslunarsvæðunum og umferðarreglan "náðu augnsambandi" tók gildi á ný. Ekki voru allir tibúnir til að nota þessa reglu, heldur tóku sér rétt, en yfir höfuð var fólk tillitssamt og viðmótsgott. Ég reyndi að vera það líka. Einu sinni hef ég þó hagað mér illa þarna.
Við Valdís vorum á leiðinni út í bíl og það var alger mannþröng á stæðinu þegar við nálguðumst bílinn. Einn var að reyna að bakka út úr stæði og annar beið eftir því að komast inn í stæði þar við hliðina. Allir sýndu aðgát og tillitssemi en allt í einu flautaði bíll fyrir aftan okkur inn í mannmergðinni. Ég ætlaði að líta við en áður en mér tókst það tók ég eftir bílstuðara við kálfann á mér og það var greinilega sá sem flautaði. Án þess að líta við sýndi ég fingurinn og það er ekki gert bara sí svona hér. Augnabliki síðar komst þessi bíll áfram og miðaldra, stressuð, svarthærð kona renndi niður hliðarrúðunni og kallaði mig kalldjöful. Þar fékk ég fyrir ferðina! Það sem hún gerði, að reyna að flauta sig áfram í mannhafi, var fyrir mér algerlega óhugsandi að gera og því gerði ég sem ég gerði. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi legið andvaka út af þessu atviki.
Þá birtist mannvera, yngri kona með fötu í hendi, og sagði glaðlega; það er nóg pláss hér bakvið. Já, einmitt, þannig er það gjarnan. Hún gat alveg látið það vera en að hún gerði þetta voru þægileg mannleg samskipti. Svo fór ég á bakvið og tæmdi dallinn þar sem nóg var plássið og þegar ég kom fram fyrir hann að bílnum aftur var ég orðinn einn við gámana. Fjórir dallar að losa með fjórum tegundum og mér finnst svo notalegt að það er hægt að gera þetta á þann besta hátt sem völ er á.
Meðan ég dundaði við þetta var Valdís í matvöruversluninni. Það er notalegra fyrir hana að vera ein þar vegna þess að ég á vanda til að fara í búðarfýlu. Ég vil bara hafa miða með því sem þarfa að kaupa og kaupa það og svo er verslunarferðinni lokið. En Valdís vill fara þetta í rólegheitum og sjá eitt og annað sem finnst á hillunum. Vissulega hefur hún oft fundið það sem við vissum ekki áður að væri til. Svo kannski kaupir hún það og í sumum tilfellum er það ómissandi á eftir. Frá endurvinnslustöðinni fór ég í byggingarvöruverslunina K-rauta og í svoleiðis búðum er ég öllu rólegri og skoða þá gjarnan hvað finnst og hvernig best væri að leysa eitt og annað sem ég þarf að gera heima. Ég er sem sagt mikið hlutdrægur á þessu sviði. Kannski er ég bara sérvitringur.
Í K-rauta hitti ég mann sem hefur áður hjálpað mér og spurði hann eftir þykktum á MDF plötum sem ég hugsa mér að nota í sólbekki hér á Sólvöllum. Þykktin sem ég vildi fá er bara seld eftir pöntunum og er þá svíndýr. Þá var bara um að ræða 22 mm þykktina sem þeir selja af lager og setja svo breiðari álímingu á framkantinn. Við skeggræddum þetta og vorum sammála. Svo spurði ég hvað kostaði að fá svona plötu sagaða í sex renninga.
Hann stóð þarna rólega með hendur fyrir aftan bak og sagði að fyrsta sagarfarið kostaði 18 krónur og svo færi það eftir tíma. Svo hálf glotti hann. Hann hefur nefnilega sagað fyrir mig áður og svo sagt að hann bjóði upp á sögunina. Ég fann á öllu að hann vissi að ég myndi eftir þessu og einnig að ég vissi að hann tæki ekkert fyrir það núna heldur. Þegar ég sagðist ekki taka plötuna núna vegna þess að ég væri ekki með kerruna sagði hann að það væru jú mikið betra að geta tekið það með sér heim sem maður keypti í verslunarferðum. Hann var önnur manneskjan sem gaman var að hitta í Marieberg þennan dag. Hann var sniðugur þegar hann sagði hlutina.
Svo þegar ég fór frá K-rauta tók við þessi gríðarlega umferð á verslunarsvæðunum og umferðarreglan "náðu augnsambandi" tók gildi á ný. Ekki voru allir tibúnir til að nota þessa reglu, heldur tóku sér rétt, en yfir höfuð var fólk tillitssamt og viðmótsgott. Ég reyndi að vera það líka. Einu sinni hef ég þó hagað mér illa þarna.
Við Valdís vorum á leiðinni út í bíl og það var alger mannþröng á stæðinu þegar við nálguðumst bílinn. Einn var að reyna að bakka út úr stæði og annar beið eftir því að komast inn í stæði þar við hliðina. Allir sýndu aðgát og tillitssemi en allt í einu flautaði bíll fyrir aftan okkur inn í mannmergðinni. Ég ætlaði að líta við en áður en mér tókst það tók ég eftir bílstuðara við kálfann á mér og það var greinilega sá sem flautaði. Án þess að líta við sýndi ég fingurinn og það er ekki gert bara sí svona hér. Augnabliki síðar komst þessi bíll áfram og miðaldra, stressuð, svarthærð kona renndi niður hliðarrúðunni og kallaði mig kalldjöful. Þar fékk ég fyrir ferðina! Það sem hún gerði, að reyna að flauta sig áfram í mannhafi, var fyrir mér algerlega óhugsandi að gera og því gerði ég sem ég gerði. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi legið andvaka út af þessu atviki.
Óttalega mikill munur
Ég sá mér skylt að senda út skýrslu dagsins og í því skyni hafa verið teknar nokkrar myndir til að auðvelda þá skýrslugerð.

Ég hefði getað náð þessari mynd betri með því að draga niður gardínurnar en þá hefði heldur ekki orðið neitt útsýni. En alla vega, áfellur setti ég á marga glugga í fyrrahaust og að taka þessa mynd var til að sýna hvernig gluggi án gerefta lítur út. Þetta er nú hún Valdís búin að búa við í fjóra mánuði. Þar sem ég get ekki þagað yfir svo miklu er ég auðvitað búinn að segja frá því að uppsetning gereftanna er búinn að vera í undirbúningi í tvo daga. Í morgun byrjaði ég svo á því að bera inn eldivið fyrir næstu daga og svo fórum við út með ullarfeldina okkar til viðrunar. Þar á eftir sneri ég mér að uppsetningunni á gereftunum. Sú vinna byrjaði með hverri ferðinni á fætur annarri út í geymslu til að sækja verkfæri og annað sem til þurfti. Nú er það líka tilbúið til áframhaldandi vinnu, vel geymt í verkfæraskúffu með haldi, skúffu sem Valdís keypti handa mér svo að mér gengi betur að halda utan um og hafa með mér verkfæri til ákveðinna verka. En þetta með gereftin er nefnilega saga til næsta bæjar og það kemur fram á næstu mynd.

Þegar búið er að setja gerefti á glugga og sparsla yfir nagla verður útlit hans svona. Það er mikil breyting frá fyrri mynd. Áður en ég byrjaði gekk ég frá glugganum til að virða hann fyrir mér án gerefta, og svo þegar ég var búinn gekk ég aftur aðeins frá glugganum til að sjá muninn. Þetta geri ég til að gleðjast yfir vel unnu verki. Það kostar ekkert að gleðjast yfir því sem verið er að gera og er gott fyrir sálarlífið. Sama gerði ég líka við næsta glugga en svo verða ekki fleiri gluggar gereftaðir fyrr en á morgun. Þá vona ég að ég geti glaðst yfir nokkrum gluggum. Annars förum við inn í Marieberg á morgun, meðal annars til að kaupa efni í sólbekkina. Þá verður enn ein breytingin þegar þeir koma. Svona er lífið; fullt af skemmtilegheitum að gleðjast yfir. Það er nú ein af dyggðunum að vera ekki fúll við verkin sín.

Ég má til með að sýna þverskurð af gerefti. Hér kalla menn þetta antikgerefti og svona nota þeir sem eru "snobbaðir". :) Það eru antikhurðir hjá okkur og þá verður líka að fylgja þeim eftir með gereftunum. Þau eru all nokkuð dýrari en þegar við gerum svo mikið sjálf, ja, því ekki að kosta svolitlu til.

Einhver gerði grín að mér fyrir að vera að slípa eftir grunnmálninguna, en með því að slípa milli umferða verður bara meira gaman að þessu eftir á þó að ég, í hreinskilni sagt, njóti þess ekki beinlínis að slípa meðan það stendur yfir. Þá er bara að hugsa um eitthvað skemmtilegt á meðan. Svona skítavinnu verður að framkvæma úti þó að hiti sé um frostmark.

Svo lagði ég nýja herbergið undir mig og lagði plast á allt sem þarf að fara vel með. Það er gaman að mála og enn meira gaman þegar slípað er á milli umferða. Það má sjá að það ægir mörgu saman þarna inni í nýja herberginu okkar eins og stendur. Það er til dæmis örbylgjuofn upp á rúminu og þessi örbylgjuofn er á lausu ef einhver nennir að koma og sækja hann.
Svo las ég um það í íslenskum fréttum í dag að gert væri ráð fyrir að um 30 % íbúðarhúsa á íslandi séu mygluð, bara rétt eins og í nágrannalöndunum sagði einnig í fréttinni. Þess vegna birti ég hér myndir sem ég birti líka í haust.

Svona loftræsting er til að forðast myglu í þaki sem er einangrað upp á milli sperra. Eitt gat upp við mæni á hverju sperrubili og svo er látið rifa á milli niður við þakfótinn. Pottþétt aðferð.

Þessir ventlar sem eru svo settir yfir götin heita myglustopp og nafnið er engin tilviljun. Nú andar þakið og andrúmsloftið í húsinu verður dásamlegt eins og það er á Sólvöllum.
Því ekki að kosta svolitlu til sagði ég áðan. En ef ég ber hurðirnar okkar á Sólvöllum saman við lökkuðu eikarhurðirnar sem eru í íbúðum á Íslandi, þá fölna nú flottheitin okkar. Nú er ég búinn að segja ýtarlega frá miklu en eitt verður leyndarmál okkar Valdísar. Hvað skyldi það nú vera? Jú, góði kvöldmaturinn sem Valdís bar fram meðan ég endaði við gerefti á glugga númer tvö, það er okkar leyndarmál í dag. Ég á að vera upp úr því vaxinn að bulla um hvað sem er -eða hvað?

Ég hefði getað náð þessari mynd betri með því að draga niður gardínurnar en þá hefði heldur ekki orðið neitt útsýni. En alla vega, áfellur setti ég á marga glugga í fyrrahaust og að taka þessa mynd var til að sýna hvernig gluggi án gerefta lítur út. Þetta er nú hún Valdís búin að búa við í fjóra mánuði. Þar sem ég get ekki þagað yfir svo miklu er ég auðvitað búinn að segja frá því að uppsetning gereftanna er búinn að vera í undirbúningi í tvo daga. Í morgun byrjaði ég svo á því að bera inn eldivið fyrir næstu daga og svo fórum við út með ullarfeldina okkar til viðrunar. Þar á eftir sneri ég mér að uppsetningunni á gereftunum. Sú vinna byrjaði með hverri ferðinni á fætur annarri út í geymslu til að sækja verkfæri og annað sem til þurfti. Nú er það líka tilbúið til áframhaldandi vinnu, vel geymt í verkfæraskúffu með haldi, skúffu sem Valdís keypti handa mér svo að mér gengi betur að halda utan um og hafa með mér verkfæri til ákveðinna verka. En þetta með gereftin er nefnilega saga til næsta bæjar og það kemur fram á næstu mynd.

Þegar búið er að setja gerefti á glugga og sparsla yfir nagla verður útlit hans svona. Það er mikil breyting frá fyrri mynd. Áður en ég byrjaði gekk ég frá glugganum til að virða hann fyrir mér án gerefta, og svo þegar ég var búinn gekk ég aftur aðeins frá glugganum til að sjá muninn. Þetta geri ég til að gleðjast yfir vel unnu verki. Það kostar ekkert að gleðjast yfir því sem verið er að gera og er gott fyrir sálarlífið. Sama gerði ég líka við næsta glugga en svo verða ekki fleiri gluggar gereftaðir fyrr en á morgun. Þá vona ég að ég geti glaðst yfir nokkrum gluggum. Annars förum við inn í Marieberg á morgun, meðal annars til að kaupa efni í sólbekkina. Þá verður enn ein breytingin þegar þeir koma. Svona er lífið; fullt af skemmtilegheitum að gleðjast yfir. Það er nú ein af dyggðunum að vera ekki fúll við verkin sín.

Ég má til með að sýna þverskurð af gerefti. Hér kalla menn þetta antikgerefti og svona nota þeir sem eru "snobbaðir". :) Það eru antikhurðir hjá okkur og þá verður líka að fylgja þeim eftir með gereftunum. Þau eru all nokkuð dýrari en þegar við gerum svo mikið sjálf, ja, því ekki að kosta svolitlu til.

Einhver gerði grín að mér fyrir að vera að slípa eftir grunnmálninguna, en með því að slípa milli umferða verður bara meira gaman að þessu eftir á þó að ég, í hreinskilni sagt, njóti þess ekki beinlínis að slípa meðan það stendur yfir. Þá er bara að hugsa um eitthvað skemmtilegt á meðan. Svona skítavinnu verður að framkvæma úti þó að hiti sé um frostmark.

Svo lagði ég nýja herbergið undir mig og lagði plast á allt sem þarf að fara vel með. Það er gaman að mála og enn meira gaman þegar slípað er á milli umferða. Það má sjá að það ægir mörgu saman þarna inni í nýja herberginu okkar eins og stendur. Það er til dæmis örbylgjuofn upp á rúminu og þessi örbylgjuofn er á lausu ef einhver nennir að koma og sækja hann.
Svo las ég um það í íslenskum fréttum í dag að gert væri ráð fyrir að um 30 % íbúðarhúsa á íslandi séu mygluð, bara rétt eins og í nágrannalöndunum sagði einnig í fréttinni. Þess vegna birti ég hér myndir sem ég birti líka í haust.

Svona loftræsting er til að forðast myglu í þaki sem er einangrað upp á milli sperra. Eitt gat upp við mæni á hverju sperrubili og svo er látið rifa á milli niður við þakfótinn. Pottþétt aðferð.

Þessir ventlar sem eru svo settir yfir götin heita myglustopp og nafnið er engin tilviljun. Nú andar þakið og andrúmsloftið í húsinu verður dásamlegt eins og það er á Sólvöllum.
Því ekki að kosta svolitlu til sagði ég áðan. En ef ég ber hurðirnar okkar á Sólvöllum saman við lökkuðu eikarhurðirnar sem eru í íbúðum á Íslandi, þá fölna nú flottheitin okkar. Nú er ég búinn að segja ýtarlega frá miklu en eitt verður leyndarmál okkar Valdísar. Hvað skyldi það nú vera? Jú, góði kvöldmaturinn sem Valdís bar fram meðan ég endaði við gerefti á glugga númer tvö, það er okkar leyndarmál í dag. Ég á að vera upp úr því vaxinn að bulla um hvað sem er -eða hvað?
Stærsta flugvél í heimi
Stærsta flugvél í heimi lenti á Arlanda í dag. Kannski er ekkert merkilegt við það sérstaklega, en ég persónulega get ekki skilið hvernig þessi kroppur yfir höfuð getur tekið sig á loft.
Af hverju alltaf á morgnana?
All nokkra síðustu vinnudaga mína í árslok taldi ég næstum tímana sem eftir voru vegna þess að ég var orðinn þreyttur og hlakkaði afar mikið til að vera sjálfur herra yfir mínum dögum framvegis. Svo byrjuðu þessir góðu dagar og eftir hádegi á mánudaginn var hringdi ég til hans Lars nágranna eldri og spurði hann hvort hann gæti komið aðeins við hjá okkur, okkur langaði aðeins að spjalla við hann. Jú, það var ekki spurningin að Lars vildi koma og hann sagðist koma á þriðjudagsmorguninn eftir gönguferðina. Úff, hugsaði ég, þá kemur hann býsna snemma.
Svo kom Lars og við spjölluðum um heima og geima og margt annað en erindið var. Konan hans var ekki heima og honum líkaði bara vel að vera á þessu nágrannarölti svona í ró og næði. Þegar hann var farinn var næsta mál á dagskrá og ég hringdi í hann Lennart smið sem hjálpaði okkur við innréttingar í fyrra. Ég spurði hann hvort hann væri til í að koma og spekúlega svolítið í smíðum með mér. Já, sagði Lennart, ég er til í það og ég kem þá bara eftir gönguferðina í fyrramálið. Æi, hann líka, hugsaði ég, þurfa allir að koma svona snemma. Svo kom hann eftir gönguferðina og við ræddum um smíðarnar og allt mögulegt annað. Bæði Lars og Lennart eru ellílífeyrisþegar.
Ég var nú farinn að hlakka til þess að vera í ró og næði morguninn eftir, það er að segja í morgun. Svo um miðjan dag í gær hringdi síminn og það var pípulangingamaðurinn okkar og hann spurði hvort við værum enn ákveðinn í að hann kæmi snögga ferð til að lagfæra smávegis hjá okkur. Ég vildi fá þetta gert en í augnablikinu datt mér íhug að segja "nei", hann mundi nefnilega koma snemma. Svo sagði ég já við spurningunni og þá sagði hann að maðurinn mundi verða hér hálf átta. Ég stundi við í huganum því að það þýddi að ég færi á fætur hálf sjö. Svo kom pípulangingamaðurinn hálf átta í morgun og hann var fljótur að ljúka lagfæringunni. Svo spjölluðum við saman um stund. Þegar hann fór kom Valdís fram og sagði að hann hefði verið málglaður þessi pípari. Alveg rétt, hann lék á alls oddi og við töluðum meðal annars um ólíka möguleika til upphitunar. Og nú vil ég bara segja það að ef þið ætlið að koma á morgun; þá alls ekki fyrir hádegi.
Annars er það fleira en að hitta fólk sem ég er að brasa við þessa dagana. Ég er að komast í gang við frágang innan húss sem slegið var á frest í byrjun september. Í fyrradag sótti ég upp á loft 65 metra af gereftum sem ég grunnmálaði seinni partinn í fyrrasumar. Þar hafa þau þornað og er nú vel tilbúin til uppsetningar. Í gær dreif ég mig í að slípa þessi gerefti og svo hélt ég að ég yrði viljugur og vinnuglaður í dag við að mála þau eina umferð í viðbót. Þegar ég svo ætlaði að byrja að mála eftir að pípulangingamaðurinn fór fannst mér sem ég mætti nú aðeins setjast í góðan stól og slappa af. Svo settist ég í góðan stól og steinsofnaði.
Seinni partinn í hádeginu byrjaði ég svo málningarvinnuna og málaði þessa 65 metra í áföngum en fannst sem ég hlyti mega taka nokkrar hvíldir. Það gerði ég og ekki síst þegar Valdís bauð upp á pönnukökur með eftirmiðdagskaffinu. Núna er þessari málnigarvinnu lokið og mér finnst sem ég hlakki til að byrja uppsetninguna á morgun. Þar með á ég von á að ég verði kominn í gang með það sem ég þarf að gera í fínsmíðum áður en vorið gengur í garð.
Svo kom Lars og við spjölluðum um heima og geima og margt annað en erindið var. Konan hans var ekki heima og honum líkaði bara vel að vera á þessu nágrannarölti svona í ró og næði. Þegar hann var farinn var næsta mál á dagskrá og ég hringdi í hann Lennart smið sem hjálpaði okkur við innréttingar í fyrra. Ég spurði hann hvort hann væri til í að koma og spekúlega svolítið í smíðum með mér. Já, sagði Lennart, ég er til í það og ég kem þá bara eftir gönguferðina í fyrramálið. Æi, hann líka, hugsaði ég, þurfa allir að koma svona snemma. Svo kom hann eftir gönguferðina og við ræddum um smíðarnar og allt mögulegt annað. Bæði Lars og Lennart eru ellílífeyrisþegar.
Ég var nú farinn að hlakka til þess að vera í ró og næði morguninn eftir, það er að segja í morgun. Svo um miðjan dag í gær hringdi síminn og það var pípulangingamaðurinn okkar og hann spurði hvort við værum enn ákveðinn í að hann kæmi snögga ferð til að lagfæra smávegis hjá okkur. Ég vildi fá þetta gert en í augnablikinu datt mér íhug að segja "nei", hann mundi nefnilega koma snemma. Svo sagði ég já við spurningunni og þá sagði hann að maðurinn mundi verða hér hálf átta. Ég stundi við í huganum því að það þýddi að ég færi á fætur hálf sjö. Svo kom pípulangingamaðurinn hálf átta í morgun og hann var fljótur að ljúka lagfæringunni. Svo spjölluðum við saman um stund. Þegar hann fór kom Valdís fram og sagði að hann hefði verið málglaður þessi pípari. Alveg rétt, hann lék á alls oddi og við töluðum meðal annars um ólíka möguleika til upphitunar. Og nú vil ég bara segja það að ef þið ætlið að koma á morgun; þá alls ekki fyrir hádegi.
Annars er það fleira en að hitta fólk sem ég er að brasa við þessa dagana. Ég er að komast í gang við frágang innan húss sem slegið var á frest í byrjun september. Í fyrradag sótti ég upp á loft 65 metra af gereftum sem ég grunnmálaði seinni partinn í fyrrasumar. Þar hafa þau þornað og er nú vel tilbúin til uppsetningar. Í gær dreif ég mig í að slípa þessi gerefti og svo hélt ég að ég yrði viljugur og vinnuglaður í dag við að mála þau eina umferð í viðbót. Þegar ég svo ætlaði að byrja að mála eftir að pípulangingamaðurinn fór fannst mér sem ég mætti nú aðeins setjast í góðan stól og slappa af. Svo settist ég í góðan stól og steinsofnaði.
Seinni partinn í hádeginu byrjaði ég svo málningarvinnuna og málaði þessa 65 metra í áföngum en fannst sem ég hlyti mega taka nokkrar hvíldir. Það gerði ég og ekki síst þegar Valdís bauð upp á pönnukökur með eftirmiðdagskaffinu. Núna er þessari málnigarvinnu lokið og mér finnst sem ég hlakki til að byrja uppsetninguna á morgun. Þar með á ég von á að ég verði kominn í gang með það sem ég þarf að gera í fínsmíðum áður en vorið gengur í garð.
Ég vaknaði upp af einhverjum rugluðum draumi
Ég vaknaði upp af einhverjum rugluðum draumi í nótt og fór þá á snyrtinguna og svo fékk ég mér vatn að drakka. Þar með fann ég að ég mundi ekki sofna alveg i bráð. Ég lagði mig undir ullarfeldinn og lét fara vel um mig og lét hugann reika. Fyrstu árin var ekki um það að tala að fara á klósettið til að pissa á nóttunni því að það var ekkert klósett. Ég fór þá í stígvél númer 46 því að það var svo auðvelt að renna fótunum niður í þau og svo fór ég út í skóg. Valdís fór hins vegar á kamarinn. Jafnvel þó að það væru hlýjar og hálf bjartar sumarnætur var þetta ekki svo notalegt.
Eitt sinn þegar ég stóð á stóru stígvélunum og pissaði út í skógarjaðrinum gelti dádýr mjög snögglega stutt frá mér, hvellt og hátt eins og venjuleg dádýr gera. Mér varð svo illt við að ég næstum skildi stóru stígvélin eftir á jörðinni þegar ég hoppaði, eða þá að ég hreinlega kom niður i þau aftur þegar ég kom til baka frá hoppinu. Svo heyrði ég hljóðin hverfa langt út í skóginn. Svo fór ég að skellihlægja. Í annað skipti byrjaði dádýr að gelta gríðarlega angistarfullu hljóði. Svo virtist þetta hljóð berast hratt fram og til baka og virtist aldrei ætla að taka enda. Það hljóðnaði þó að lokum. Nú fannst mér þetta ekkert hlægilegt.
Ég sá fyrir mér hvernig dádýrsmamman reyndi að bjarga kiði sínu, en án vígtanna og klóa átti hún engan möguleika móti tveimur refum. Geltandi horfði hún á dauðastríðið en þegar refirnir byrjuðu að draga dádýrskiðið í átt að greni sínu gafst hún endanlega upp og hljóðnaði. Yrðlinganarnir komu hlaupandi móti foreldrunum og svo hófst máltíð, máltíð sem ég hefði ekki viljað horfa á. Dádýrsmamma færði sig sorgmædd fjær, stóð kyrr svolitla stund og hjartslátturinn hægði smám saman á sér. Síðan lagðist hún niður, örugg, því refir svæðisins höfðu fengið það sem þeir þurftu. Afkvæmið hafði orðið hlífð mömmunnar og skjöldur. Hlutverkin höfðu snúist upp í andstæðu sína.
Hungraðir refirnir rifu og slitu volgt kjötið og seðjuðu hungur sitt. Kiðið var varla þekkjanlegt sem kið lengur og átveislan hægði á sér. Að lokum voru allir mettir. Refirnir drógu kiðið nær greniu sínu og svo lagði fjölskyldan sig þétt upp við hvert annað. Þau fundu ylinn frá hvert öðru og vornóttin var hlý og notaleg. Öll fjölskyldan fann hvernig volg næringin sem þau höfðu innbirt byrjaði að hafa áhrif. Þau fundu lifandi lífið streyma út í kroppana, niður í hverja tá og upp í höfuðin. Lífið var eins dásamlegt og dýr skógarins best geta óskað sér. Einstaka fluga kom of nærri og eyra kipptist við eða skott sveiflaðist. Eins og í sælli ölvunarvímu sofnaði heil refafjölskylda. Lífið hafði bæði tapað og unnið.
Spölkorn í burtu hafði dádýrsmamma lagt höfuðið niður á lyngþúfu og enn var hún nokkuð vör um sig. Eðlishvötin og lífsreynslan sáu um þá hvöt að vera á varðbergi á sem flestum augnablikum. Kiðið hennar var horfið en hún lifði í þeirri óumbreytanlegu vissu að þó að hún hefði misst það sem henni var kærast, þá var hún á lífi og hennar hlutverk var að viðhalda stofninum, halda áfram að lifa. Það var hennar lögmál. Síðsumars mundi hún hitta dádýrsherra með spengileg horn og það mundi verða stutt rómantík. Síðan mundi hún finna að hún var í hlutverki á ný, hlutverkinu að halda við stofninum hvað sem á dyndi. Sú eðlislæga tilfinning mundi gera veturinn bærilegri. Að vori mundi svo fæðast dílóttur fallegur afkomandi á ný og ekkert, ekkert, ekkert mætti nokkru sinni verða þeirri lítlu lifveru að meini. Svo svaf hún svefni dádýrsmömmunnar sem er búin að ganga í gegnum þá mestu sorg sem hægt er að leggja á hana og nú þegar hafði hún sorgina að baki. Svo hélt líf hennar áfram.
Refafjölskyldan vaknaði eftir góðan svefn með magann fullan af því besta sem nokkur refur getur óskað sér. Einn yrðlingurinn reisti sig upp og horfði á hina og svo stökk hann á einn þeirra. Leikurinn var í gangi. Refurinn og tæfan tóku því með aðeins meiri ró, teygðu makindalega úr sér, göptu svolítið og geispuðu og svo voru þau vöknuð til nýs dags. Refafjölskyldan var sterkari en nokkru sinni fyrr og ánægjan var í algleymi. Það var enginn gærdagur, enginn uggur vegna morgundagsins, aðeins hvert augnablik var látið nægja vegna þess að það þurfti ekkert meira. Fjölskyldan var ekki einu sinni svöng ennþá og leifarnar af kiðinu gátu beðið fram eftir degi þar sem allir voru ánægðir með sitt.
Eitt sinn þegar ég stóð á stóru stígvélunum og pissaði út í skógarjaðrinum gelti dádýr mjög snögglega stutt frá mér, hvellt og hátt eins og venjuleg dádýr gera. Mér varð svo illt við að ég næstum skildi stóru stígvélin eftir á jörðinni þegar ég hoppaði, eða þá að ég hreinlega kom niður i þau aftur þegar ég kom til baka frá hoppinu. Svo heyrði ég hljóðin hverfa langt út í skóginn. Svo fór ég að skellihlægja. Í annað skipti byrjaði dádýr að gelta gríðarlega angistarfullu hljóði. Svo virtist þetta hljóð berast hratt fram og til baka og virtist aldrei ætla að taka enda. Það hljóðnaði þó að lokum. Nú fannst mér þetta ekkert hlægilegt.
Ég sá fyrir mér hvernig dádýrsmamman reyndi að bjarga kiði sínu, en án vígtanna og klóa átti hún engan möguleika móti tveimur refum. Geltandi horfði hún á dauðastríðið en þegar refirnir byrjuðu að draga dádýrskiðið í átt að greni sínu gafst hún endanlega upp og hljóðnaði. Yrðlinganarnir komu hlaupandi móti foreldrunum og svo hófst máltíð, máltíð sem ég hefði ekki viljað horfa á. Dádýrsmamma færði sig sorgmædd fjær, stóð kyrr svolitla stund og hjartslátturinn hægði smám saman á sér. Síðan lagðist hún niður, örugg, því refir svæðisins höfðu fengið það sem þeir þurftu. Afkvæmið hafði orðið hlífð mömmunnar og skjöldur. Hlutverkin höfðu snúist upp í andstæðu sína.
Hungraðir refirnir rifu og slitu volgt kjötið og seðjuðu hungur sitt. Kiðið var varla þekkjanlegt sem kið lengur og átveislan hægði á sér. Að lokum voru allir mettir. Refirnir drógu kiðið nær greniu sínu og svo lagði fjölskyldan sig þétt upp við hvert annað. Þau fundu ylinn frá hvert öðru og vornóttin var hlý og notaleg. Öll fjölskyldan fann hvernig volg næringin sem þau höfðu innbirt byrjaði að hafa áhrif. Þau fundu lifandi lífið streyma út í kroppana, niður í hverja tá og upp í höfuðin. Lífið var eins dásamlegt og dýr skógarins best geta óskað sér. Einstaka fluga kom of nærri og eyra kipptist við eða skott sveiflaðist. Eins og í sælli ölvunarvímu sofnaði heil refafjölskylda. Lífið hafði bæði tapað og unnið.
Spölkorn í burtu hafði dádýrsmamma lagt höfuðið niður á lyngþúfu og enn var hún nokkuð vör um sig. Eðlishvötin og lífsreynslan sáu um þá hvöt að vera á varðbergi á sem flestum augnablikum. Kiðið hennar var horfið en hún lifði í þeirri óumbreytanlegu vissu að þó að hún hefði misst það sem henni var kærast, þá var hún á lífi og hennar hlutverk var að viðhalda stofninum, halda áfram að lifa. Það var hennar lögmál. Síðsumars mundi hún hitta dádýrsherra með spengileg horn og það mundi verða stutt rómantík. Síðan mundi hún finna að hún var í hlutverki á ný, hlutverkinu að halda við stofninum hvað sem á dyndi. Sú eðlislæga tilfinning mundi gera veturinn bærilegri. Að vori mundi svo fæðast dílóttur fallegur afkomandi á ný og ekkert, ekkert, ekkert mætti nokkru sinni verða þeirri lítlu lifveru að meini. Svo svaf hún svefni dádýrsmömmunnar sem er búin að ganga í gegnum þá mestu sorg sem hægt er að leggja á hana og nú þegar hafði hún sorgina að baki. Svo hélt líf hennar áfram.
Refafjölskyldan vaknaði eftir góðan svefn með magann fullan af því besta sem nokkur refur getur óskað sér. Einn yrðlingurinn reisti sig upp og horfði á hina og svo stökk hann á einn þeirra. Leikurinn var í gangi. Refurinn og tæfan tóku því með aðeins meiri ró, teygðu makindalega úr sér, göptu svolítið og geispuðu og svo voru þau vöknuð til nýs dags. Refafjölskyldan var sterkari en nokkru sinni fyrr og ánægjan var í algleymi. Það var enginn gærdagur, enginn uggur vegna morgundagsins, aðeins hvert augnablik var látið nægja vegna þess að það þurfti ekkert meira. Fjölskyldan var ekki einu sinni svöng ennþá og leifarnar af kiðinu gátu beðið fram eftir degi þar sem allir voru ánægðir með sitt.
*
Upp í skógi vöxnum heiðunum milli Svärdsjö og Svartness í Dölunum er hæð ein þar sem vegurinn gengur að mestu framhjá þessari hæð í mjúkri beygju. Brú er líka yfir skorning í beygjunni. Nákvæmlega í þessari beygju nutu þrír yrðlingar þess að fylgjast með umferðinni og njóta athygli vegfarenda sem gjarnan stoppuðu, skrúfuðu niður hliðarrúðu og horfðust í augu við þessi líflegu dýr. Allir líkamar þessara ungviða og sérstaklega brún augun vöktu aðdáun þeirra sem gáfu sér tíma til að stoppa og horfa niður til þeirra þar sem þau sátu í vegkantinum. Yrðlingarnir voru ótrúlega fallegir og glaðir þar sem þeir horfðu upp til vegfarenda og þeir hreinlega horfðust í augu við fólkið. Nú eru mörg ár síðan.
Þetta sumar kom mamma í heimsókn og var þá 85 ára. Hún var alin upp við að það var hörð samkeppni milli refa og manna um matarbitann. Ef refur tók eitt lamb frá þeirri 16 manna fjölskyldu sem mamma ólst upp í þar sem flestir voru börn, var það mikill skaði. Það gat boðað nokkra svanga daga síðar. Þess vegna var ekki frítt við að mamma sæi refinn sem óvin. Við fórum með hana upp í heiðarnar milli Svärdsjö og Svartness en það var enginn yrðlingur við veginn þá. Þegar við fórum til baka sátu þeir allir í vegkantinum mömmu meginn. Ég stoppaði þegar ég var viss um að yrðlingarnir væru beint undir hliðarglugganum hjá henni. Svo bað ég hana að vefa niður rúðuna sem hún og gerði.
Mamma horfði lengi niður á yrðlingana og þeir horfðu upp móti henni, beint í augu hennar eins og venjulega gerði ég ráð fyrir. Eftir dágóða stund hagræddi hún sér í sætinu og skrúfaði upp rúðuna. Svo sagði hún hæglátlega: Þeir eru afskaplega fallegir. Ég átti varla von á að hún mundi segja þetta um bræður sinna gömlu keppinauta um matarbitann. Nokkrum dögum síðar fór maður þarna um á bíl, maðir sem líklega hafði ekki svo mikinn áhuga á þessum fallegu ungviðum. Því fór hann ógætilega þarna í beygjunni og yrðlingarnir lentu allir undir bílnum. Ekkert kið þurfti lengur að láta lífið þeirra vegna.
Áður fyrr hugsaði ég alltaf um regnskóga þegar talað var um lögmál frumskógarins. Nú er þessi frumskógur nokkra metra að baki hússins okkar. Það þarf sem sagt ekki suður til regnskóganna til að nálgast þetta lögmál. Refurinn tekur eitt dádýr, kið, fugl eða héra og allir í fjölskyldunni verða hamingjusamir þangað til fæðan er búin í það skiptið. Svo er farið í veiðiferð á ný. Maðurinn skýtur lamb til að næra sig og drekkur vín og hefur alls kyns góðgæti með og verður ekki alltaf svo sérstaklega hamingjusamur. Þess vegna skýtur hann 1000 lömb í viðbót eða veiðir bátsfarm af fiski til að geta keypt jeppa og kostað ferð til Tælands. Hvar eru þá lögmál frumskógarins? Ég veit ekki. Ef einhver getur svarað vil ég gjarnan heyra svarið.
Upp í skógi vöxnum heiðunum milli Svärdsjö og Svartness í Dölunum er hæð ein þar sem vegurinn gengur að mestu framhjá þessari hæð í mjúkri beygju. Brú er líka yfir skorning í beygjunni. Nákvæmlega í þessari beygju nutu þrír yrðlingar þess að fylgjast með umferðinni og njóta athygli vegfarenda sem gjarnan stoppuðu, skrúfuðu niður hliðarrúðu og horfðust í augu við þessi líflegu dýr. Allir líkamar þessara ungviða og sérstaklega brún augun vöktu aðdáun þeirra sem gáfu sér tíma til að stoppa og horfa niður til þeirra þar sem þau sátu í vegkantinum. Yrðlingarnir voru ótrúlega fallegir og glaðir þar sem þeir horfðu upp til vegfarenda og þeir hreinlega horfðust í augu við fólkið. Nú eru mörg ár síðan.
Þetta sumar kom mamma í heimsókn og var þá 85 ára. Hún var alin upp við að það var hörð samkeppni milli refa og manna um matarbitann. Ef refur tók eitt lamb frá þeirri 16 manna fjölskyldu sem mamma ólst upp í þar sem flestir voru börn, var það mikill skaði. Það gat boðað nokkra svanga daga síðar. Þess vegna var ekki frítt við að mamma sæi refinn sem óvin. Við fórum með hana upp í heiðarnar milli Svärdsjö og Svartness en það var enginn yrðlingur við veginn þá. Þegar við fórum til baka sátu þeir allir í vegkantinum mömmu meginn. Ég stoppaði þegar ég var viss um að yrðlingarnir væru beint undir hliðarglugganum hjá henni. Svo bað ég hana að vefa niður rúðuna sem hún og gerði.
Mamma horfði lengi niður á yrðlingana og þeir horfðu upp móti henni, beint í augu hennar eins og venjulega gerði ég ráð fyrir. Eftir dágóða stund hagræddi hún sér í sætinu og skrúfaði upp rúðuna. Svo sagði hún hæglátlega: Þeir eru afskaplega fallegir. Ég átti varla von á að hún mundi segja þetta um bræður sinna gömlu keppinauta um matarbitann. Nokkrum dögum síðar fór maður þarna um á bíl, maðir sem líklega hafði ekki svo mikinn áhuga á þessum fallegu ungviðum. Því fór hann ógætilega þarna í beygjunni og yrðlingarnir lentu allir undir bílnum. Ekkert kið þurfti lengur að láta lífið þeirra vegna.
Áður fyrr hugsaði ég alltaf um regnskóga þegar talað var um lögmál frumskógarins. Nú er þessi frumskógur nokkra metra að baki hússins okkar. Það þarf sem sagt ekki suður til regnskóganna til að nálgast þetta lögmál. Refurinn tekur eitt dádýr, kið, fugl eða héra og allir í fjölskyldunni verða hamingjusamir þangað til fæðan er búin í það skiptið. Svo er farið í veiðiferð á ný. Maðurinn skýtur lamb til að næra sig og drekkur vín og hefur alls kyns góðgæti með og verður ekki alltaf svo sérstaklega hamingjusamur. Þess vegna skýtur hann 1000 lömb í viðbót eða veiðir bátsfarm af fiski til að geta keypt jeppa og kostað ferð til Tælands. Hvar eru þá lögmál frumskógarins? Ég veit ekki. Ef einhver getur svarað vil ég gjarnan heyra svarið.
Kannski eru þetta þessi augnablik sem rómantíkin stendur yfir
Og kannski ver þetta ávöxturinn af því
Lýsandi stjarna í norðri
Í gær nefndi ég ferð upp í Dali árið 1996. Í dag var svo endursýnd sjónvarpsmessa frá Falun, bæ sem er jú í sænsku Dölunum þar sem við Valdís bjuggum í eitt og hálft ár. Eitt og hálft ár þar á undan bjuggum við í Svärdsjö (Sverdsjö) sem er eina 27 km norðnorðaustan við Falun. Svärdsjö er lítill indæll bær með um 1300 íbúa en Falun hefur hins vegar um 37000 íbúa. Falun og Svärdsjö tilheyra sama sveitarfélagi. Við Valdís vorum orðin vel kunnug Falun innan við fluttum þangað.
En svo þetta með messuna. Þegar við heyrðum Dalamálið sem fólkið í messunni talaði, þá var því ekki að neita að Dalirnir og Falun urðu afar nærri í stofunni hér heima. Þessi mállýska dró okkur, ég held okkur bæði, langleiðina upp í Falun. Falun var mér kær bær sem ég vildi aldrei yfirgefa. Ég vissi að útsýnið frá stofuglugganum okkar þar uppfrá var útsýni sem við fengjum aldrei aftur séð frá stofuglugganum okkar. Stöðuvatnið Runn með öllum sínum skógi vöxnu eyjum og annesjum, já, svoleiðis lagað finnst ekki hvar sem er í jarðríki. Það er fallegt útsýni á Sólvöllum, mjög falleg, en frá stofuglugganum okkar í Falun -ég fyllist bara helgidómi við að skrifa þetta.
Falun hafði líka þann stórkostlega eiginleika að þó að ég væri einhvers staðar einn á ferð þar fannst mér sem ég væri aldrei einn. Koparnáman í Falun er eitt ótrúlegt fyrirbæri. Vitað er að alla vega fyrir árið 900 var þegar farið að vinna kopar í þessari námu, jafnvel kringum árið 700. Fólkið þarna uppi er sérstakt. Um viðkvæmari mál segir það kannski ekki svo mikið en ef Dalafólkið lofar einhverju verður það loforð ekki svikið. Það sleit í hjartað í mér að þurfa að yfirgefa Falun. Ef ég segi alveg eins og er, þá hvarflaði stundum að mér að ég vildi ekki fá vinnu ef ekki upp í Dölum.
En svo var mér boðin vinna í Vornesi og atvinnuleysistryggingar stungu ávísun í umslag og fulltrúinn minn þar sagði að ef ég tæki þessari vinnu væri ávísunin mín. Hún mundi bara geyma hana þangað til hún vissi hvað ég gerði. Ef við vildum flytja nær þessari vinnu mundu tryggingarnar líka borga flutninginn. Svo fór ég að vinna í Vornesi og nokkru síðar fékk ég umslagið frá atvinnuleysistryggingunum og í því var ávísun að jafnvirði 100 000 kr íslenskar á þeim tíma. Það var góð upphæð. Ári síðar fluttum við til Örebro til að búa nær Vornesi og þá sendu atvinuleysistryggingarnar tvo menn á vörubíl til að flytja búslóðina til Örebro og við borguðum ekki krónu. En þrátt fyrir allt hélt Falun áfram að vera sem lýsandi stjarna í norðri og ljós þessarar stjörnu er gott ljós enn í dag.
Hún Susanna Hentze, þessi indæli vinnufélagi í Svartnesi í Dölunum, býr núna í íbúð sem er hinu megin við vegginn að íbúðinni sem við Valdís bjuggum í. Hefðum við búið áfram í þeirri íbúð gætum við hellt kaffi í bollan hjá henni Súsönnu bara svona yfir handriðið. Magnað ekki satt. Við erum alltaf velkomin til Súsönnu til að rifja upp minningar frá Falun og til að halda við sársaukanum eftir flutninginn þaðan. :)
Um tíma var ég draghaltur á tímabilinu sem við bjuggum í Falun. Eitt sinn þegar ég var á gönguferð varð ég svo slæmur að ég velti fyrir mér hvernig ég kæmist heim. Ég hallaði mér upp að tré til að hvíla mig. Ung kona sem gekk hjá stopaði og horfði á mig en ég sagði henni að það væri í lagi með mig. Svo kom maður og ég sagði honum áður en hann stoppaði að þetta væri í lagi. Þetta var Dalafólkið. Ég var þá kominn langleiðina heim og komst þangað að lokum. Þetta setti engan skugga á minningar mínar um stjörnuna í norðri.
Ég gæti skrifað mikið meira um þetta en læt þetta nægja en að lokum þetta: Ég kom upphaflega með lest til Falun um miðjan febrúar 1994, hræddur en ákveðinn í að gefa mig ekki. Þetta var einkennileg reynsla. Mér fannst sem ég væri kunnugur þarna. Runni og Bjarni Steingrímsson tóku á móti mér á járnbrautarstöðinni í Falun og eftir kaffi heima hjá þeim fóru þeir með mig upp í Svartnes. Einnig í Svartnesi fannst mér sem ég væri kunnugur þar. Og ég sem hafði gælt svo mikið og lengi við að koma upp skógi var nú mitt inn í skóginum. Ég get lofað ykkur öllum að upp í Dölum eru víðáttumiklir skógar.
Hér með ætla ég að fara fram til Valdísar og vera kannski svolítið skemmtilegur.
En svo þetta með messuna. Þegar við heyrðum Dalamálið sem fólkið í messunni talaði, þá var því ekki að neita að Dalirnir og Falun urðu afar nærri í stofunni hér heima. Þessi mállýska dró okkur, ég held okkur bæði, langleiðina upp í Falun. Falun var mér kær bær sem ég vildi aldrei yfirgefa. Ég vissi að útsýnið frá stofuglugganum okkar þar uppfrá var útsýni sem við fengjum aldrei aftur séð frá stofuglugganum okkar. Stöðuvatnið Runn með öllum sínum skógi vöxnu eyjum og annesjum, já, svoleiðis lagað finnst ekki hvar sem er í jarðríki. Það er fallegt útsýni á Sólvöllum, mjög falleg, en frá stofuglugganum okkar í Falun -ég fyllist bara helgidómi við að skrifa þetta.
Falun hafði líka þann stórkostlega eiginleika að þó að ég væri einhvers staðar einn á ferð þar fannst mér sem ég væri aldrei einn. Koparnáman í Falun er eitt ótrúlegt fyrirbæri. Vitað er að alla vega fyrir árið 900 var þegar farið að vinna kopar í þessari námu, jafnvel kringum árið 700. Fólkið þarna uppi er sérstakt. Um viðkvæmari mál segir það kannski ekki svo mikið en ef Dalafólkið lofar einhverju verður það loforð ekki svikið. Það sleit í hjartað í mér að þurfa að yfirgefa Falun. Ef ég segi alveg eins og er, þá hvarflaði stundum að mér að ég vildi ekki fá vinnu ef ekki upp í Dölum.
En svo var mér boðin vinna í Vornesi og atvinnuleysistryggingar stungu ávísun í umslag og fulltrúinn minn þar sagði að ef ég tæki þessari vinnu væri ávísunin mín. Hún mundi bara geyma hana þangað til hún vissi hvað ég gerði. Ef við vildum flytja nær þessari vinnu mundu tryggingarnar líka borga flutninginn. Svo fór ég að vinna í Vornesi og nokkru síðar fékk ég umslagið frá atvinnuleysistryggingunum og í því var ávísun að jafnvirði 100 000 kr íslenskar á þeim tíma. Það var góð upphæð. Ári síðar fluttum við til Örebro til að búa nær Vornesi og þá sendu atvinuleysistryggingarnar tvo menn á vörubíl til að flytja búslóðina til Örebro og við borguðum ekki krónu. En þrátt fyrir allt hélt Falun áfram að vera sem lýsandi stjarna í norðri og ljós þessarar stjörnu er gott ljós enn í dag.
Hún Susanna Hentze, þessi indæli vinnufélagi í Svartnesi í Dölunum, býr núna í íbúð sem er hinu megin við vegginn að íbúðinni sem við Valdís bjuggum í. Hefðum við búið áfram í þeirri íbúð gætum við hellt kaffi í bollan hjá henni Súsönnu bara svona yfir handriðið. Magnað ekki satt. Við erum alltaf velkomin til Súsönnu til að rifja upp minningar frá Falun og til að halda við sársaukanum eftir flutninginn þaðan. :)
Um tíma var ég draghaltur á tímabilinu sem við bjuggum í Falun. Eitt sinn þegar ég var á gönguferð varð ég svo slæmur að ég velti fyrir mér hvernig ég kæmist heim. Ég hallaði mér upp að tré til að hvíla mig. Ung kona sem gekk hjá stopaði og horfði á mig en ég sagði henni að það væri í lagi með mig. Svo kom maður og ég sagði honum áður en hann stoppaði að þetta væri í lagi. Þetta var Dalafólkið. Ég var þá kominn langleiðina heim og komst þangað að lokum. Þetta setti engan skugga á minningar mínar um stjörnuna í norðri.
Ég gæti skrifað mikið meira um þetta en læt þetta nægja en að lokum þetta: Ég kom upphaflega með lest til Falun um miðjan febrúar 1994, hræddur en ákveðinn í að gefa mig ekki. Þetta var einkennileg reynsla. Mér fannst sem ég væri kunnugur þarna. Runni og Bjarni Steingrímsson tóku á móti mér á járnbrautarstöðinni í Falun og eftir kaffi heima hjá þeim fóru þeir með mig upp í Svartnes. Einnig í Svartnesi fannst mér sem ég væri kunnugur þar. Og ég sem hafði gælt svo mikið og lengi við að koma upp skógi var nú mitt inn í skóginum. Ég get lofað ykkur öllum að upp í Dölum eru víðáttumiklir skógar.
Hér með ætla ég að fara fram til Valdísar og vera kannski svolítið skemmtilegur.
Þessi mynd er frá koparnámunni í Falun. Þessi yfirborðsmynd sem sýnir jú gríðarlegan gíg er aðeins brot af námunni, það mesta er neðanjarðar.
Þessi mynd er tekin frá vefmyndavél og sýnir fáeinar af þessum eyjum sem ég talaði um í blogginu. Ég hefði viljað finna betri mynd en ef ég ætla að taka tíma í það verð ég ekki skemmtilegur við Valdísi í kvöld.