Ég slapp
Mikið var gott að vera kominn heim frá vinnunni í dag. Klukkan var á þriðja tímanum þegar ég burstaði snjóinn af bílnum og lagði af stað heim. Það var öðru vísi að þessu sinni -og hvers vegna? Jú, vinnutímabili sem ég var ögn smeikur við var á enda. Nú sit ég hér við tölvuna og veit að ég get sofið hversu lengi sem ég vil í fyrramálið og þegar ég fer á fætur á morgun þarf ég ekki að hugsa um að það sé vinna aftur hinn daginn eða svo. Ja -þvílíkur munaður! Ég sagði í bloggi þann 29. ágúst: "Ég get það -en ég er ekki gríðarlega spenntur yfir því að gera það -en ég ætla samt að vinna næstum fulla vinnu síðustu fjóra mánuði ársins."
Og ég gerði það. Nú á nýársdag er þetta timabil liðið. Það var ýmislegt við þetta sem dró úr mér og gerði mig hikandi við ákvarðanatökuna. Ég segi stundum að ég finni mig ekki ári eldri en 35 ára, en þrátt fyrir það "veit" ég að það stenst ekki. Frá 1. september þegar þetta tímabil byrjaði og næstum því þangað til því lauk lagðist skammdegið yfir með einhverra mínútna hraða dag hvern. Miðað við síðastliðna tvo vetur gat ég reiknað með töluverðri ófærð og hálku. Á þessu tímabili er líka veiðitímabilið sem veldur því að elgir, dádýr og villisvín eru á mikilli hreyfingu. Ég gat stillt möguleikunum upp móti þeirri áhættu sem það hefur í för með sér að aka 80 km til og frá vinnu á sjötugasta aldursári. Það er engin tilviljun að Svíar segja mjög oft þegar lagt er í ferðalag; aktu varlega.
Það var í byrjun 1996 sem ég byrjaði að vinna fulla vinnu í Vornesi. Fyrsta árið bjuggum við í Falun og ég fór á milli um helgar, um 240 km leið. Það voru talsverðir kuldar þennan vetur. Eitt sinn þegar ég var að leggja af stað heim sagði hann Hans þáverandi vinnufélagi við mig að ég skyldi nú fara virkilega varlega þar sem fréttir hefðu verið sagðar í útvarpi um að mjög hált væri á vegum í Dölunum. Einnig að þar hefðu orðið alvarleg umferðarslys, meðal annars banaslys. Það var þegar ég lagði af stað í þetta skipti sem ég hugsaði um það í fullri alvöru að það væri alls ekki hættulaust að sækja vinnu langar leiðir.
Þegar ég nálgaðist suðurhluta Dalanna, á frekar mjóum vegi, mætti ég nokkrum vörubílum í röð og allir voru þeir með langa aftanívagna. Vegurinn var allur ísi lagður og ísagnir þeyttust undan þessari vörubílalest og lentu á framrúðunni hjá mér. Ég þorði ekki einu sinni að rétta fram fingurna til að setja rúðuþurrkurnar á vegna þess að ég var svo upptekinn við að halda mig á veginum, að halda jöfnum hraða og reyna að sjá hvítu strikin hægra megin á veginum. Þetta var nú sú ferðin sem reyndi mest á mig það árið.
Eitt sinn sátum við saman ég og hann Håkan, líka þáverandi vinnufélagi minn. Við töluðum einmitt um dýr á vegunum, þetta sem ég nefndi áðan. Hann sagðist hafa lent í því að keyra á nokkur dádýr og hann sagði ennfremur að enginn sem æki mikið kæmist undan því að keyra á dýr einhvern tíma á ævinni. Ég man svo vel að ég hugsaði þá að ég mundi ekki vilja lenda í því. En málið er bara það að þessi dýr eru allt í einu þarna við annað hvort framhornið á bílnum, hversu vel sem maður reynir að taka eftir þeim, og svo er um tvennt að ræða; það skeður eða skeður ekki. Þau hafa nokkrum sinnum verið við annað hvort framhornið hjá mér en ég hef alltaf sloppið.
Það voru margar svona pælingar sem ég gekk í gegnum áður en ég tók mína ákvörðun nú síðsumars. "Þú verður að ráða" sagði Valdís "en við verðum meira leið á hvort öðru ef þú verður alltaf heima" sagði hún ennfremur. Þyki hverjum það sem þykja vill en ég er líka sammála þessu. Ég sagði líka í blogginu mínu þann 29. ágúst: Ef ég vinn þessa fjóra mánuði get ég kannski stuðlað að því að "barn fái heim pabba eða mömmu, að kona fái heim manninn sinn, eða maður konuna sína". Svo var þessi vinna auðvitað góð fyrir fjárhag okkar eftir að hafa breytt Sólvöllum úr einföldum sumarbúatað í nútíma einbýlishús.
Og nú á nýársdag er þessu lokið. Það lætur kannski einkennilega að lesa það en mér finnst ég hafa verið betur í stakk búinn til þessarar vinnu á þessu tímabili en nokkru sinni fyrr. Ég hef oft verið þreyttur en ánægður með sjálfan mig. Ég hef verið of mikið að heiman miðað við aldur og það hefur verið gott að koma heim. Ég endurtek að það var alveg sérstaklega gott að koma heim í dag. Allar ferðir gengu slysalaust og það er mikill léttir. Ég slapp!
Ég hef hitt margt athyglisvert fólk og það virðast margir vera þakklátir yfir að hafa hitt mig. Ég reyndar veit það. Þegar ég ólst upp var sveitin mín afskekkt. Svo hitti ég hér fólk úr stærri borgum og bæjum, fólk sem gæti verið barnabörnin mín, og það fer vel á með okkur. Ég hitti læknirinn og rektorinn, kaupmanninn og listamanninn og það fer vel á með okkur. Ég er á því sviði ríkari en ég var áður. Það voru löng hlé á vinnu minni næstu fjörgur árin á undan og ég er viss um að það gerði að verkum að ég var betur í stakk búinn að vera í fullri vinnu núna en ég hef verið áður. Gömul reynsla hefur fengið tíma til að setjast að í mér og gera mig hæfari til starfsins.
Ég verð örugglega aldrei beðinn að vinna svona aftur en það er vel mögulegt að ég verði beðinn að vinna eitthvað. Að vinna svo sem fjóra eða sex daga í mánuði enn um sinn væri allt önnur saga. Ef maður á mínum aldri getur gert gagn er það bara af því góða. Svo getum við Valdís tekið marga stundina þar á milli og gert góða hluti. Við töluðum um það síðast í gær að við þyrftum að fara að koma okkur í kynni við eitthvað af félögum ellilífeyrisþega.
Og ég gerði það. Nú á nýársdag er þetta timabil liðið. Það var ýmislegt við þetta sem dró úr mér og gerði mig hikandi við ákvarðanatökuna. Ég segi stundum að ég finni mig ekki ári eldri en 35 ára, en þrátt fyrir það "veit" ég að það stenst ekki. Frá 1. september þegar þetta tímabil byrjaði og næstum því þangað til því lauk lagðist skammdegið yfir með einhverra mínútna hraða dag hvern. Miðað við síðastliðna tvo vetur gat ég reiknað með töluverðri ófærð og hálku. Á þessu tímabili er líka veiðitímabilið sem veldur því að elgir, dádýr og villisvín eru á mikilli hreyfingu. Ég gat stillt möguleikunum upp móti þeirri áhættu sem það hefur í för með sér að aka 80 km til og frá vinnu á sjötugasta aldursári. Það er engin tilviljun að Svíar segja mjög oft þegar lagt er í ferðalag; aktu varlega.
Það var í byrjun 1996 sem ég byrjaði að vinna fulla vinnu í Vornesi. Fyrsta árið bjuggum við í Falun og ég fór á milli um helgar, um 240 km leið. Það voru talsverðir kuldar þennan vetur. Eitt sinn þegar ég var að leggja af stað heim sagði hann Hans þáverandi vinnufélagi við mig að ég skyldi nú fara virkilega varlega þar sem fréttir hefðu verið sagðar í útvarpi um að mjög hált væri á vegum í Dölunum. Einnig að þar hefðu orðið alvarleg umferðarslys, meðal annars banaslys. Það var þegar ég lagði af stað í þetta skipti sem ég hugsaði um það í fullri alvöru að það væri alls ekki hættulaust að sækja vinnu langar leiðir.
Þegar ég nálgaðist suðurhluta Dalanna, á frekar mjóum vegi, mætti ég nokkrum vörubílum í röð og allir voru þeir með langa aftanívagna. Vegurinn var allur ísi lagður og ísagnir þeyttust undan þessari vörubílalest og lentu á framrúðunni hjá mér. Ég þorði ekki einu sinni að rétta fram fingurna til að setja rúðuþurrkurnar á vegna þess að ég var svo upptekinn við að halda mig á veginum, að halda jöfnum hraða og reyna að sjá hvítu strikin hægra megin á veginum. Þetta var nú sú ferðin sem reyndi mest á mig það árið.
Eitt sinn sátum við saman ég og hann Håkan, líka þáverandi vinnufélagi minn. Við töluðum einmitt um dýr á vegunum, þetta sem ég nefndi áðan. Hann sagðist hafa lent í því að keyra á nokkur dádýr og hann sagði ennfremur að enginn sem æki mikið kæmist undan því að keyra á dýr einhvern tíma á ævinni. Ég man svo vel að ég hugsaði þá að ég mundi ekki vilja lenda í því. En málið er bara það að þessi dýr eru allt í einu þarna við annað hvort framhornið á bílnum, hversu vel sem maður reynir að taka eftir þeim, og svo er um tvennt að ræða; það skeður eða skeður ekki. Þau hafa nokkrum sinnum verið við annað hvort framhornið hjá mér en ég hef alltaf sloppið.
Það voru margar svona pælingar sem ég gekk í gegnum áður en ég tók mína ákvörðun nú síðsumars. "Þú verður að ráða" sagði Valdís "en við verðum meira leið á hvort öðru ef þú verður alltaf heima" sagði hún ennfremur. Þyki hverjum það sem þykja vill en ég er líka sammála þessu. Ég sagði líka í blogginu mínu þann 29. ágúst: Ef ég vinn þessa fjóra mánuði get ég kannski stuðlað að því að "barn fái heim pabba eða mömmu, að kona fái heim manninn sinn, eða maður konuna sína". Svo var þessi vinna auðvitað góð fyrir fjárhag okkar eftir að hafa breytt Sólvöllum úr einföldum sumarbúatað í nútíma einbýlishús.
Og nú á nýársdag er þessu lokið. Það lætur kannski einkennilega að lesa það en mér finnst ég hafa verið betur í stakk búinn til þessarar vinnu á þessu tímabili en nokkru sinni fyrr. Ég hef oft verið þreyttur en ánægður með sjálfan mig. Ég hef verið of mikið að heiman miðað við aldur og það hefur verið gott að koma heim. Ég endurtek að það var alveg sérstaklega gott að koma heim í dag. Allar ferðir gengu slysalaust og það er mikill léttir. Ég slapp!
Ég hef hitt margt athyglisvert fólk og það virðast margir vera þakklátir yfir að hafa hitt mig. Ég reyndar veit það. Þegar ég ólst upp var sveitin mín afskekkt. Svo hitti ég hér fólk úr stærri borgum og bæjum, fólk sem gæti verið barnabörnin mín, og það fer vel á með okkur. Ég hitti læknirinn og rektorinn, kaupmanninn og listamanninn og það fer vel á með okkur. Ég er á því sviði ríkari en ég var áður. Það voru löng hlé á vinnu minni næstu fjörgur árin á undan og ég er viss um að það gerði að verkum að ég var betur í stakk búinn að vera í fullri vinnu núna en ég hef verið áður. Gömul reynsla hefur fengið tíma til að setjast að í mér og gera mig hæfari til starfsins.
Ég verð örugglega aldrei beðinn að vinna svona aftur en það er vel mögulegt að ég verði beðinn að vinna eitthvað. Að vinna svo sem fjóra eða sex daga í mánuði enn um sinn væri allt önnur saga. Ef maður á mínum aldri getur gert gagn er það bara af því góða. Svo getum við Valdís tekið marga stundina þar á milli og gert góða hluti. Við töluðum um það síðast í gær að við þyrftum að fara að koma okkur í kynni við eitthvað af félögum ellilífeyrisþega.
Áð á útiveitingastað í Stokkhólmi síðastliðið sumar þegar Valgerður var í heimsókn.

Konan sem hefur verið gift mér í 50 ár

Konan sem hefur verið gift mér í 50 ár
Leitaðu félagi,
við veginn,
leitaðu langt handan við stjörnublikið.
En mundu að takmarkið sem þú leitar,
finnst einfaldlega innra með sjálfum þér.
við veginn,
leitaðu langt handan við stjörnublikið.
En mundu að takmarkið sem þú leitar,
finnst einfaldlega innra með sjálfum þér.
JW
Um hátíðarnar
Þetta eru nú búin að vera meiri jólin, við gömlu hjónin búin að vera sitt á hvoru landshorni næstum. Ef ég er búinn að taka eitthvað að mér vil ég taka fulla ábrygð á því, og þá getur það farið svo að ég þurfi að vinna um jólin. Þannig kom vinnuskemað mitt út núna í árslok. Ég áttaði mig að vísu ekki á því fyrir fimm mánuðum eða svo að ég þyrfti að vinna aðfangadagskvöld, en svoleiðis var það bara og ég hefði gert það hvort sem ég hefði tekið eftir því í upphafi eða ekki. Svo samdi ég um að flytja eina tvo daga mér í hag og líka að fá frí tvo daga milli jóla og nýárs. Jú, allt í lagi, það gekk vel. En í staðinn komst ég ekki hjá því að vinna gamlárskvöld og fram á nýársdag. Það varð gjaldið fyrir hina dagana.
Nokkrum dögum fyrir jól fórum við Valdís til Stokkhólms þar sem hún ætlaði að eyða jólunum með Rósu og fjölskyldu. Eftir að hafa haldið litlu jól hélt ég heim á leið og svo vorum við viðskila í átta daga eins og ég væri sjómaður í útilegu.

Meðan ég var einbúi sást Valdís kona mín á rölti framan við NK húsið í Stokkhólmi. Auðvitað varð hún að gera eitthvað gott við tímann fyrst ég, kallinn hennar, tolldi ekki heima.

Hún var að vísu ekki ein á labbi. Þarna eru þau tengdamæðgin, Valdís og Pétur, að horfa í búðarglugga og aftur er það NK húsið í Stokkhólmi.

Svo komu jól og þeir feðgar, Pétur og Hannes Guðjón, eru þafna að lesa sundur jólapóst. Eða ég get ekki betur séð en hann nafni minn sé að lesa þarna í alvöru. Þegar þessar þrjár efstu myndir voru teknar var ég ekki viðstaddur.

En milli jóla og nýárs skrapp ég til Stokkhólms, einmitt þá tvo daga sem ég samdu um, og þar hitti ég líflegan mann, hann nafna minn. Ég var búinn að sikta hann svo vel inn á myndavélina og þegar ég smellti af var hann nánast horfinn. Neðarlega til hægri á myndinni má sjá í annan fótinn á honum þar sem hann fer á fullri ferð til annarra verka.

Hannes Guðjón fékk bæði skykkju og kórónu í jólagjöf frá pabba og mömmu. En þar sem hann mátti ekki vera að því að klæðast þessu tók mamma hans það bara að sér að.

Konan þarna á móti okkur fór sér ekki alveg eins hratt og barnabarnið. Rósa og Pétur héldu okkur þessa fínu matarveislu í gær, daginn fyrir gullbrúðkaupsdaginn, þar sem við urðum að fara heim í dag vegna vinnu minnar. Það er kannski hálfgert mont af minni hálfu, en þarna er hún að sýna Pétri hálsmen sem ég gaf henni sem mína bestu viðurkenningu fyrir árin 50.

Svo brá fjölskyldan á leik og tíminn í Stokkhólmi leið hratt. Hannes Guðjón nýtur athygli og öryggis heima hjá pabba og mömmu og hann launar það með glaðværð sinni. Það er alls ekkert æði á honum, en hann er atorkusamur og glaðvær.

Svo var komið að kveðjustund í Celsíusgötunni á Kungsholmen í Stokkhólmi. Valdís tók þessa mynd af mér með fjölskyldunni og svo tók ég mynd af henni með fjölskyldunni en sú mynd varð hreyfð þannig að ég gat ekki notað hana.
Ég hefði viljað blogga um þetta og ýmislegt annað af meiri innlifun, en nú verða aðrir hlutir að ganga fyrir. Til dæmis að hvílast fyrir vinnu morgundagsins. En eftir áramótin þegar ég á allan tíma sem fyrirfinnst í tilverunni, þá er aldrei að vita hvað skeður.
Nokkrum dögum fyrir jól fórum við Valdís til Stokkhólms þar sem hún ætlaði að eyða jólunum með Rósu og fjölskyldu. Eftir að hafa haldið litlu jól hélt ég heim á leið og svo vorum við viðskila í átta daga eins og ég væri sjómaður í útilegu.

Meðan ég var einbúi sást Valdís kona mín á rölti framan við NK húsið í Stokkhólmi. Auðvitað varð hún að gera eitthvað gott við tímann fyrst ég, kallinn hennar, tolldi ekki heima.

Hún var að vísu ekki ein á labbi. Þarna eru þau tengdamæðgin, Valdís og Pétur, að horfa í búðarglugga og aftur er það NK húsið í Stokkhólmi.

Svo komu jól og þeir feðgar, Pétur og Hannes Guðjón, eru þafna að lesa sundur jólapóst. Eða ég get ekki betur séð en hann nafni minn sé að lesa þarna í alvöru. Þegar þessar þrjár efstu myndir voru teknar var ég ekki viðstaddur.

En milli jóla og nýárs skrapp ég til Stokkhólms, einmitt þá tvo daga sem ég samdu um, og þar hitti ég líflegan mann, hann nafna minn. Ég var búinn að sikta hann svo vel inn á myndavélina og þegar ég smellti af var hann nánast horfinn. Neðarlega til hægri á myndinni má sjá í annan fótinn á honum þar sem hann fer á fullri ferð til annarra verka.

Hannes Guðjón fékk bæði skykkju og kórónu í jólagjöf frá pabba og mömmu. En þar sem hann mátti ekki vera að því að klæðast þessu tók mamma hans það bara að sér að.

Konan þarna á móti okkur fór sér ekki alveg eins hratt og barnabarnið. Rósa og Pétur héldu okkur þessa fínu matarveislu í gær, daginn fyrir gullbrúðkaupsdaginn, þar sem við urðum að fara heim í dag vegna vinnu minnar. Það er kannski hálfgert mont af minni hálfu, en þarna er hún að sýna Pétri hálsmen sem ég gaf henni sem mína bestu viðurkenningu fyrir árin 50.

Svo brá fjölskyldan á leik og tíminn í Stokkhólmi leið hratt. Hannes Guðjón nýtur athygli og öryggis heima hjá pabba og mömmu og hann launar það með glaðværð sinni. Það er alls ekkert æði á honum, en hann er atorkusamur og glaðvær.

Svo var komið að kveðjustund í Celsíusgötunni á Kungsholmen í Stokkhólmi. Valdís tók þessa mynd af mér með fjölskyldunni og svo tók ég mynd af henni með fjölskyldunni en sú mynd varð hreyfð þannig að ég gat ekki notað hana.
Ég hefði viljað blogga um þetta og ýmislegt annað af meiri innlifun, en nú verða aðrir hlutir að ganga fyrir. Til dæmis að hvílast fyrir vinnu morgundagsins. En eftir áramótin þegar ég á allan tíma sem fyrirfinnst í tilverunni, þá er aldrei að vita hvað skeður.
Daginn eftir hvassviðrið
Í gær bloggaði ég um veðrið og sagði það vera hvassviðri. Þar sem ég er vanur íslenskum veðrum hef ég kannski ekki sama mat á vindi og Svíar. Ég hefði til dæmis ekki kallað veðrið í gær brjálað veður en Svíarnir nota býsna þung orð yfir það. Í Örebro var vindstyrkurinn 22 metrar á sekúndu í hviðunum sem Íslendingum finnst ekkert tiltakanlegt, en ef vindur fer alla jafna ekki yfir 15-17 metra á sekúndu eins og hér, þá eru 22 m virkilega vont veður.
Og þetta er ekki aðeins bundið við fólkið og hvað því finnst. Tré sem hafa ekki orðið fyrir meira en kannski 15 til 17 m á sekúndu í fjölda ára eru ekki búin undir 22 metrana og þá skeður þetta; tré hreinlega velta um koll. Stundum losnar rótin með ákveðinni rótarköku eða þau brotna ofanjarðar.
Lögreglan í Örebro segir að ástandið hafi verið náttúruhamfarir. Það byggir á því að mikið af trjám féll og mörg þeirra ollu skaða eða lokuðu vegum. Tré féllu yfir mjög marga vegi í Örebroléni, féllu einnig yfir margar götur í Örebro og á marga bíla. Tré féllu einnig á raflínur og um þrjú leitið í dag voru ennþá 106 þúsund heimili í Svíþjóð utan rafmagns. Engar lestir hafa gengið upp í Norðurland síðan í gærkvöldi þar sem mikið magn af trjám féll yfir lestarteina og á raflínurnar sem lestirnar fá rafmagnið frá. Upp í hérðunum langt norður frá og uppi í fjallahéruðunum var vindstyrkur yfir 40 m á sekúndu.
Þá kem ég heim til Sólvalla. Ég sagði í blogginu í gær að ég mundi fara í morgunsárið út í skóg til að athuga ástandið. Og þetta gerði ég fyrir morgunverð. Í fyrstu sá ég ekki að neitt hefði skeð, en þegar ég kom í norðvestur hornið á okkar landi sá ég stórt grenitré líggja í skóginum hans Arnolds bónda, nokkru austan við húsið Jonasar sonar hans. Ég gekk þangað og þegar ég nálgaðist sá ég að það var ekki bara eitt stórt greni, það var algjör flækja af trjám sem lágu þar þvers og krus hvert á annað og mér varð hugsað til Arnolds að það yrði ekki létt fyrir hann að ráðast á þennan gríðarlega haug af alls konar trjám.
Það voru grenitré, stórar bjarkir og hellingur af minni og meðalstórum öskum. Þvílík benda. Og þar sem ég nú stóð þarna leit ég heim að okkar skógi og viti menn; þarna lá einn askur. Svo þegar ég kom nær sá ég að það var einn vænn askur sem lá þar á hliðinni og svo nokkrir minni askar. Tveir meðal stórir askar stóðu ennþá, hengdir í stórt sterklegt tré, en brotnir voru þeir niður við rót. Þeir fara ekki lengra í bili þannig að ég geri ekkert í málinu fyrr en á nýju ári þegar ég er hættur að vinna. En stóru grenitrén í skóginum okkar standa, tignarleg eins og ekkert hafi í skorist.
Þannig er það nú hér og það getur talist gott ástand. Ég get ekki talað um neinar náttúruhamfarir þó að ég fullyrði að vindurinn hér fór vel yfir 22 metra á sekúndu. Upp úr hádegi skrapp ég inn í Örebro. Mér fannst sem ég yrði að hitta fleira fólk um jóladagana en alkohólistana í Vornesi og því ákvað ég að skreppa inn í Marieberg, höfuðstöðvar Mammons suðvestan við Örebro. Á miðri leið lá stór fura, og þá segi ég "stór fura", mitt inn á veginn. Einhver hafði verið þar á ferð með mótorsög og sagað burtu toppinn og slatta af greinum þannig að hálfur vegurinn var auður. Mikið af greinum og kvistum lá við allan veginn og á honum og hingað og þangað út í skógunum lágu fallin tré.
Þegar inn í Marieberg kom var þar gríðarlegur mannfjöldi og bílarnir fylltu öll plön. Þá eru þar þúsundir bíla. Ég lagði því Fordinum við Fordumboðið þar sem mér finnst ég eiga skilið að leggja þar, búinn að kaupa af þeim tvo bíla. Þegar inn í stóra verslunarmiðstöð kom var þar þvílíkt magn af fólki að ég hugsaði til Lækjargötunnar í Reykjavík og Lækjartorgsins þann 17. júní. Kannski er það vel í lagt en þó ekki svo langt frá lagi. Útsölurnar byrjuðu í morgun og nú ætlar fólk að plata kaupmanninn og kaupa á lágu útsöluverði. En kaupmennirnir brosa í kampinn og vita að þeir eru þegar búnir að gera það gott og rauði miðinn á vörunum er kannski ekki heldur alveg marktækur. Báðir reyna að plata hinn. Kaupmaður er nú einu sinni kaupmaður og þeir þurfa að finnast líka.
Marieberg var ekki fyrir mig í dag svo að ég dreif mig heim og eftir svo sem klukkutíma ætla ég að elda laxinn sem ég er búinn að taka úr frostinu og fáeinar kartöflur með. Svo fæ ég mér hrökkbrauð líka með góð lagi af smjöri. Svo kem ég til með að borða hollan og góðan mat og fá í mig mikið af Omega-3. Þá get ég haldið því áfram einhver ár í viðbót að finnast ég vera 35 ára. Aumingja Valdís að búa með svona sérvitringi.

Þessi mynd er tekin skammt utan við Örebro. Svo virðist sem tréð hafi ekki náð heim til hússins og því hefur væntalnega farði vel. Ljósmyndarinn heitir William Englund.

Þessi mynd er tekin inn í Örebro. Litli blái díllinn á miðri mynd er bíll og sagan segir að hann sé ekki upp á marga fiska lengur. Trjábolinn má greina til hægri. Ljóasmyndarinn heitir Jonas Eriksson. Myndirnar eru allar teknar úr blöðum.
Og þetta er ekki aðeins bundið við fólkið og hvað því finnst. Tré sem hafa ekki orðið fyrir meira en kannski 15 til 17 m á sekúndu í fjölda ára eru ekki búin undir 22 metrana og þá skeður þetta; tré hreinlega velta um koll. Stundum losnar rótin með ákveðinni rótarköku eða þau brotna ofanjarðar.
Lögreglan í Örebro segir að ástandið hafi verið náttúruhamfarir. Það byggir á því að mikið af trjám féll og mörg þeirra ollu skaða eða lokuðu vegum. Tré féllu yfir mjög marga vegi í Örebroléni, féllu einnig yfir margar götur í Örebro og á marga bíla. Tré féllu einnig á raflínur og um þrjú leitið í dag voru ennþá 106 þúsund heimili í Svíþjóð utan rafmagns. Engar lestir hafa gengið upp í Norðurland síðan í gærkvöldi þar sem mikið magn af trjám féll yfir lestarteina og á raflínurnar sem lestirnar fá rafmagnið frá. Upp í hérðunum langt norður frá og uppi í fjallahéruðunum var vindstyrkur yfir 40 m á sekúndu.
Þá kem ég heim til Sólvalla. Ég sagði í blogginu í gær að ég mundi fara í morgunsárið út í skóg til að athuga ástandið. Og þetta gerði ég fyrir morgunverð. Í fyrstu sá ég ekki að neitt hefði skeð, en þegar ég kom í norðvestur hornið á okkar landi sá ég stórt grenitré líggja í skóginum hans Arnolds bónda, nokkru austan við húsið Jonasar sonar hans. Ég gekk þangað og þegar ég nálgaðist sá ég að það var ekki bara eitt stórt greni, það var algjör flækja af trjám sem lágu þar þvers og krus hvert á annað og mér varð hugsað til Arnolds að það yrði ekki létt fyrir hann að ráðast á þennan gríðarlega haug af alls konar trjám.
Það voru grenitré, stórar bjarkir og hellingur af minni og meðalstórum öskum. Þvílík benda. Og þar sem ég nú stóð þarna leit ég heim að okkar skógi og viti menn; þarna lá einn askur. Svo þegar ég kom nær sá ég að það var einn vænn askur sem lá þar á hliðinni og svo nokkrir minni askar. Tveir meðal stórir askar stóðu ennþá, hengdir í stórt sterklegt tré, en brotnir voru þeir niður við rót. Þeir fara ekki lengra í bili þannig að ég geri ekkert í málinu fyrr en á nýju ári þegar ég er hættur að vinna. En stóru grenitrén í skóginum okkar standa, tignarleg eins og ekkert hafi í skorist.
Þannig er það nú hér og það getur talist gott ástand. Ég get ekki talað um neinar náttúruhamfarir þó að ég fullyrði að vindurinn hér fór vel yfir 22 metra á sekúndu. Upp úr hádegi skrapp ég inn í Örebro. Mér fannst sem ég yrði að hitta fleira fólk um jóladagana en alkohólistana í Vornesi og því ákvað ég að skreppa inn í Marieberg, höfuðstöðvar Mammons suðvestan við Örebro. Á miðri leið lá stór fura, og þá segi ég "stór fura", mitt inn á veginn. Einhver hafði verið þar á ferð með mótorsög og sagað burtu toppinn og slatta af greinum þannig að hálfur vegurinn var auður. Mikið af greinum og kvistum lá við allan veginn og á honum og hingað og þangað út í skógunum lágu fallin tré.
Þegar inn í Marieberg kom var þar gríðarlegur mannfjöldi og bílarnir fylltu öll plön. Þá eru þar þúsundir bíla. Ég lagði því Fordinum við Fordumboðið þar sem mér finnst ég eiga skilið að leggja þar, búinn að kaupa af þeim tvo bíla. Þegar inn í stóra verslunarmiðstöð kom var þar þvílíkt magn af fólki að ég hugsaði til Lækjargötunnar í Reykjavík og Lækjartorgsins þann 17. júní. Kannski er það vel í lagt en þó ekki svo langt frá lagi. Útsölurnar byrjuðu í morgun og nú ætlar fólk að plata kaupmanninn og kaupa á lágu útsöluverði. En kaupmennirnir brosa í kampinn og vita að þeir eru þegar búnir að gera það gott og rauði miðinn á vörunum er kannski ekki heldur alveg marktækur. Báðir reyna að plata hinn. Kaupmaður er nú einu sinni kaupmaður og þeir þurfa að finnast líka.
Marieberg var ekki fyrir mig í dag svo að ég dreif mig heim og eftir svo sem klukkutíma ætla ég að elda laxinn sem ég er búinn að taka úr frostinu og fáeinar kartöflur með. Svo fæ ég mér hrökkbrauð líka með góð lagi af smjöri. Svo kem ég til með að borða hollan og góðan mat og fá í mig mikið af Omega-3. Þá get ég haldið því áfram einhver ár í viðbót að finnast ég vera 35 ára. Aumingja Valdís að búa með svona sérvitringi.

Þessi mynd er tekin skammt utan við Örebro. Svo virðist sem tréð hafi ekki náð heim til hússins og því hefur væntalnega farði vel. Ljósmyndarinn heitir William Englund.

Þessi mynd er tekin inn í Örebro. Litli blái díllinn á miðri mynd er bíll og sagan segir að hann sé ekki upp á marga fiska lengur. Trjábolinn má greina til hægri. Ljóasmyndarinn heitir Jonas Eriksson. Myndirnar eru allar teknar úr blöðum.
Veðurhljóð
Ég kom heim eftir drjúga vinnutörn á meðferðarheimilinu frá klukkan ellefu fyrir hádegi í gær til klukkan tvö í dag með fimm tíma svefni í nótt. Allt samkvæmt venju, en margir í húsinu og því varla augnabliks næði. Ég ætlaði mér þegar ég kæmi heim að skrifa svolítið sem mér hefur legið á hjarta um skeið, en þegar ég kom heim var ég bara ekki fær um að gera það. Ég settist við tölvuna nokkrum sinnum en það bara kom ekki það sem ég vildi segja. Ég eigraði dálítið um, lagði kapal, fékk mér að borða og hitaði mér kaffi en ekkert gerðist. Svo hringdi Valgerður mitt í þessu og ekkert fór í gang við það heldur. Svo lagði ég skriftir á hilluna og hugsaði mér að sofa mikið í nótt og kanna svo í fyrramálið hvort andinn vildi koma yfir mig.
Meðan á þessu stóð sótti Kári í sig veðrið og veðurhljóðið jókst jafnt og þétt á húsinu. Þegar kvöld var gengið í garð fór rafmagnið um stund. Þá kveikti ég á kertum og bætti nokkrum kubbum í kamínuna. Svo kom rafmagnið á ný og ég ákvað að bursta nú og pissa og leggja mig svo. Á leiðinni fram á bað opnaði ég þvottahúshurðina og leit út í myrkrið. Þá skeði eitthvað. Veðurgnýrinn í skógarjaðrinum var gríðarlegur, svo mikill að ég gat alls ekki verið ósnortinn þar sem ég stóð í útidyrunum að húsabaki og nokkuð í hléi við hvassviðrið. Við þetta lifnaði eitthvað í mér en alls ekki það sem snerti fyrirhugaðar skriftir mínar.
Þegar ég lokaði útihurðinni sá ég fyrir mér grenitré. Þetta grenitré stóð eina 25 metra suðsuðaustan við Sólvallahúsið þegar við keyptum það. Það var með sterk grænum slútandi greinum alveg frá toppi og niður í jörð, hreinlega eitthvað fallegasta grenitré sem við höfðum augum litið, milli tíu og tuttugu metra hátt. Við kölluðum það Kápu þar sem greinahafið myndaði svo samfellda kræna kápu sem huldi stofninn að fullu og öllu. Einhvern tíma hafði brotnað ofan af Kápu en hún var þó þráðbein að sjá tilsýndar. Stofninn var mjög gildur miðað við hæðina og greinarnar mjög langar. Já, við vorum stolt af Kápu okkar.
Ég fór í vinnu morguninn eftir að stormurinn Guðrún geysaði í suður Svíþjóð. Ég var ekki alveg rólegur þann dag og þegar vinnu lauk flýtti ég mér á Sólvelli. Þegar ég ók inn um opið á grjótgarðinum sem liggur meðfram veginum, opið sem vísaði beint inn til Kápu þegar ekið var inn um það, þá sá ég mikla og ljóta rótarköku æpa framan í mig. Sterklegar tætur stóðu út úr þessari rótarköku, rætur sem höfðu slitnað í átökunum nóttina áður. Kápa var öll, tignarlega tréð okkar. Fyrst stóð ég afar þögull á lóðinni og horfði á þetta og ég fann fyrir sorg. Svo tók ég upp símann og hringdi heim til Valdísar og ætlaði að segja henni að Kápa væri fallin. Þegar ég ætlaði að segja það varð ég að taka smá hlé þar sem ég fékk kökk í hálsinn og átti erfitt um mál. Svo stundi ég upp; Kápa er fallin. Og Valdís svaraði; neieieiei. Jú, svo var nú það.
Svo gekk ég út í skóginn okkar og taldi trén sem höfðu fallið þar. Ekki man ég hvað þau voru mörg en mér varð ljóst að ég mundi ekki ráða við að taka höndum um þau öll í tíma. Við urðum því sammála um að bjóða honum Lars eldri nágranna okkar að hirða þau til eldiviðar. Hann tók því með þökkum, og hann, vanur skógarmaður, var ekki lengi að annast þetta. Á morgun þegar birtir mun ég ganga út í skóg og athuga hvernig vinum okkar þar hefur reitt af. Ég vil meina að það sé hvassviðri hér við húsið en uppi í þessum trjákrónum er greinilega mikið meiri veðurhæð. Það væri merkilegt ef trén standa öll af sér það veður, ekki síst vegna þess að við höfum grisjað á síðustu árum og þá verða alltaf einhverjir einstaklingar veikari fyrir.
Þá er ég búinn að segja það. Þetta veður er ekkert miðað við það sem ég hef lesið um að hafi verið á Íslandi, en ef ekki væri skóginum til að dreifa væri líka mikið hvassara. Ég er tilbúinn í háttinn en áður enég legg mig mun ég opna útihurðina bakdyramegin og leggja við hlustir. Kannski geng ég aðeins bakvið húsið þar til útiljósið móti skóginum kviknar og kanna hvað ég sé í geislanum. Sólvallahúsið er gott hús og það hriktir ekki einu sinni í því. Ég á von á að sofa mikið lengi í nótt.
Meðan á þessu stóð sótti Kári í sig veðrið og veðurhljóðið jókst jafnt og þétt á húsinu. Þegar kvöld var gengið í garð fór rafmagnið um stund. Þá kveikti ég á kertum og bætti nokkrum kubbum í kamínuna. Svo kom rafmagnið á ný og ég ákvað að bursta nú og pissa og leggja mig svo. Á leiðinni fram á bað opnaði ég þvottahúshurðina og leit út í myrkrið. Þá skeði eitthvað. Veðurgnýrinn í skógarjaðrinum var gríðarlegur, svo mikill að ég gat alls ekki verið ósnortinn þar sem ég stóð í útidyrunum að húsabaki og nokkuð í hléi við hvassviðrið. Við þetta lifnaði eitthvað í mér en alls ekki það sem snerti fyrirhugaðar skriftir mínar.
Þegar ég lokaði útihurðinni sá ég fyrir mér grenitré. Þetta grenitré stóð eina 25 metra suðsuðaustan við Sólvallahúsið þegar við keyptum það. Það var með sterk grænum slútandi greinum alveg frá toppi og niður í jörð, hreinlega eitthvað fallegasta grenitré sem við höfðum augum litið, milli tíu og tuttugu metra hátt. Við kölluðum það Kápu þar sem greinahafið myndaði svo samfellda kræna kápu sem huldi stofninn að fullu og öllu. Einhvern tíma hafði brotnað ofan af Kápu en hún var þó þráðbein að sjá tilsýndar. Stofninn var mjög gildur miðað við hæðina og greinarnar mjög langar. Já, við vorum stolt af Kápu okkar.
Ég fór í vinnu morguninn eftir að stormurinn Guðrún geysaði í suður Svíþjóð. Ég var ekki alveg rólegur þann dag og þegar vinnu lauk flýtti ég mér á Sólvelli. Þegar ég ók inn um opið á grjótgarðinum sem liggur meðfram veginum, opið sem vísaði beint inn til Kápu þegar ekið var inn um það, þá sá ég mikla og ljóta rótarköku æpa framan í mig. Sterklegar tætur stóðu út úr þessari rótarköku, rætur sem höfðu slitnað í átökunum nóttina áður. Kápa var öll, tignarlega tréð okkar. Fyrst stóð ég afar þögull á lóðinni og horfði á þetta og ég fann fyrir sorg. Svo tók ég upp símann og hringdi heim til Valdísar og ætlaði að segja henni að Kápa væri fallin. Þegar ég ætlaði að segja það varð ég að taka smá hlé þar sem ég fékk kökk í hálsinn og átti erfitt um mál. Svo stundi ég upp; Kápa er fallin. Og Valdís svaraði; neieieiei. Jú, svo var nú það.
Svo gekk ég út í skóginn okkar og taldi trén sem höfðu fallið þar. Ekki man ég hvað þau voru mörg en mér varð ljóst að ég mundi ekki ráða við að taka höndum um þau öll í tíma. Við urðum því sammála um að bjóða honum Lars eldri nágranna okkar að hirða þau til eldiviðar. Hann tók því með þökkum, og hann, vanur skógarmaður, var ekki lengi að annast þetta. Á morgun þegar birtir mun ég ganga út í skóg og athuga hvernig vinum okkar þar hefur reitt af. Ég vil meina að það sé hvassviðri hér við húsið en uppi í þessum trjákrónum er greinilega mikið meiri veðurhæð. Það væri merkilegt ef trén standa öll af sér það veður, ekki síst vegna þess að við höfum grisjað á síðustu árum og þá verða alltaf einhverjir einstaklingar veikari fyrir.
Þá er ég búinn að segja það. Þetta veður er ekkert miðað við það sem ég hef lesið um að hafi verið á Íslandi, en ef ekki væri skóginum til að dreifa væri líka mikið hvassara. Ég er tilbúinn í háttinn en áður enég legg mig mun ég opna útihurðina bakdyramegin og leggja við hlustir. Kannski geng ég aðeins bakvið húsið þar til útiljósið móti skóginum kviknar og kanna hvað ég sé í geislanum. Sólvallahúsið er gott hús og það hriktir ekki einu sinni í því. Ég á von á að sofa mikið lengi í nótt.
Tré falla
Það var hérna um árið þegar við Valdís vorum að brenna greinar og hrís á lóðinni hjá okkur að við tókum allt í einu eftir því að það var farið að rjúka út úr mikilli holu á stóru björkinni eins og við kölluðum hana. Stóra björkin hafði 70 sm breiðan stofn, en hún var alls ekki há í hlutfalli við gildleikann. Það hefur nú eflaust brotnað ofan af henni fyrir einhverjum áratugum. En aftur að reyknum. Í rúmlega mannhæð var stór hola inn í stofninn þar sem grein hafði brotnað af og svo hafði sárið fúnað. Þessi hola var oft þurr innan og var það þennan ákveðna dag. Það lék enginn vafi á því að það hafði komist neisti úr eldinum hjá okkur inn í holuna og eldur var í þann veginn að kvikna þarna inni.
Þetta varð til þess að við fórum að hugleiða í alvöru hvort það væri í lagi að láta þetta tré standa þótt sterklegt væri. Þó að stofninn væri gildur var holan mjög víð og veikti stofninn og ómögulegt að vita hversu mikið. Arnold bóndi komst í þetta ráðslag hjá okkur og taldi ekki skynsamlegt mað láta björkina standa. Það varð samkomulag um að hann útvegaði mann sem hafði atvinnu af því að fella stór tré í görðum til að aðstoða við verkið. Þessi björk var ekki fyrir leikmenn, það var öllum ljóst. Arnold sagðist líka skyldi koma með dráttarvél með spili til að að stoða.

Hér eru menn svo mættir til leiks. Lengst til vinstri gefur að líta sjálfan Guðjón inn við beinið, þar næst er það Arnold bóndi, maðurinn á bláu peysunni er Jonas sonur Arnolds og vígalegi maðurinn sem við sjáum aftan á er fagmaðurinn sem er þarna að ganga frá sérstakri stífu sem á að meðverka til að tréð falli þangað sem ætlast er til.

Fólk vill ógjarnan fella svona tré en stundum er það nauðsyn. Eiginlega var ég alltaf í svolitlum vafa og ég man vel að þegar tréð var í fallinu að ég hugsaði; nú er of seint að skipta um skoðun. Eftir á að hyggja, þá var nú einfaldlega svolítil hreinsun að þessu. Tréð var allt of stórt til að standa svo nærri húsinu. Það skyggði á nánast hálfan himininn og nágrennið líka. Og ef það hefði fallið á húsið í veðri eins og í nótt hefði mikið gengið á.
Fyrir áratugum voru svona stór tré hér á svæðinu notuð sem leiðsögupunktar að flugvellinum. Sólvallabjörkin hefur varla verið komin í þann stærðarflokk þá, og nú á tímum er það önnur tækni sem lóðsar flugmenn að flugvöllum. Þegar þessu verki var lokið og að saga greinarnar af og safna í haug, bauð Valdís af mikilli rausn upp á kaffi og með því. Jónas var sendur heim til að sækja fjölskyldu sína og svo var margt um manninn og kátt í stofunni hjá Valdísi.
Þessar myndir vistaði ég á blogginu fyrir mörgum vikum en er löngu búinn að gleyma hvað ég ætlaði að gera við þær. Þessi bægslagangur í veðrinu varð svo til þess að ég tók þær í gagnið. Og að sjálfsögðu; ég er búinn að nota þessar myndir áður, fyrir nokkrum árum.
Þetta varð til þess að við fórum að hugleiða í alvöru hvort það væri í lagi að láta þetta tré standa þótt sterklegt væri. Þó að stofninn væri gildur var holan mjög víð og veikti stofninn og ómögulegt að vita hversu mikið. Arnold bóndi komst í þetta ráðslag hjá okkur og taldi ekki skynsamlegt mað láta björkina standa. Það varð samkomulag um að hann útvegaði mann sem hafði atvinnu af því að fella stór tré í görðum til að aðstoða við verkið. Þessi björk var ekki fyrir leikmenn, það var öllum ljóst. Arnold sagðist líka skyldi koma með dráttarvél með spili til að að stoða.

Hér eru menn svo mættir til leiks. Lengst til vinstri gefur að líta sjálfan Guðjón inn við beinið, þar næst er það Arnold bóndi, maðurinn á bláu peysunni er Jonas sonur Arnolds og vígalegi maðurinn sem við sjáum aftan á er fagmaðurinn sem er þarna að ganga frá sérstakri stífu sem á að meðverka til að tréð falli þangað sem ætlast er til.

Fólk vill ógjarnan fella svona tré en stundum er það nauðsyn. Eiginlega var ég alltaf í svolitlum vafa og ég man vel að þegar tréð var í fallinu að ég hugsaði; nú er of seint að skipta um skoðun. Eftir á að hyggja, þá var nú einfaldlega svolítil hreinsun að þessu. Tréð var allt of stórt til að standa svo nærri húsinu. Það skyggði á nánast hálfan himininn og nágrennið líka. Og ef það hefði fallið á húsið í veðri eins og í nótt hefði mikið gengið á.
Fyrir áratugum voru svona stór tré hér á svæðinu notuð sem leiðsögupunktar að flugvellinum. Sólvallabjörkin hefur varla verið komin í þann stærðarflokk þá, og nú á tímum er það önnur tækni sem lóðsar flugmenn að flugvöllum. Þegar þessu verki var lokið og að saga greinarnar af og safna í haug, bauð Valdís af mikilli rausn upp á kaffi og með því. Jónas var sendur heim til að sækja fjölskyldu sína og svo var margt um manninn og kátt í stofunni hjá Valdísi.
Þessar myndir vistaði ég á blogginu fyrir mörgum vikum en er löngu búinn að gleyma hvað ég ætlaði að gera við þær. Þessi bægslagangur í veðrinu varð svo til þess að ég tók þær í gagnið. Og að sjálfsögðu; ég er búinn að nota þessar myndir áður, fyrir nokkrum árum.
Tími fyrir trú, íhugun og alvöru
Það eru tæp fjörutíu ár síðan við við fluttum frá Bjargi í Hrísey í Sólvallagötuna. Á Bjargi lagðist ég alltaf á hnén til að skúra og skrúbba eldhúsgólfið fyrir jólin og hafði bitlítinn hníf við hendina til að komast vel í öll horn svo að ekki hin minnstu óhreinindi skyldu geta orðið eftir þar. Eftir að við komum í Sólvallagötuna held ág að ég fari rétt með að þetta var ekki eins árviss athöfn af minni hálfu fyrir jólin og ekki heldur eftir að við komum hingað út. Ekki það að það hefur verið skúrað fyrir öll jól, en kannski ekki verið eins árvisst að ég gerði það og ekki heldur að það væri gert af sömu, nánast yfirdrifnu natni.
En viti menn! Í dag hef ég skúrað öll gólf! á Sólvöllum af sömu natni og ég skúraði eldhúsgólfið á Bjargi fyrir löngu, löngu síðan. Að vísu eru gólfin á Sólvöllum ekki með jafn mörgum hornum og á Bjargi og gólfdúkurinn í eldhúsinu á Bjargi var fastheldnari á óhreinindin en parkettgólfin á Sólvöllum eru. Skúringaáhöldin eru líka betri og komast betur út í hornin. En stólar og borð og annað það sem stóð á gólfunum hér flutti ég úr stað, utan stærri húsgögn, þannig að nánast enginn blettur komst undan skúringaamstri mínu og hreingerningarlegi. Og svo; -ég var ekki fljótur- en það er búið.
Valdís fylgdist með gegnum síma og þó að hún sé stödd í miljónaborginni veit ég að hún hefur ekki setið auðum höndum heldur. Ég veit að seinni partinn í dag fór hún út í pósthús til að sækja pakka. Hún er dugleg í fjölmenninu hún Valdís þó að hún komi úr fámenni, það verður ekki frá henni tekið.
En aftur að skúringunum. Það er til nóg af diskum með jólalögum hér heima og ég veit líka að það var verið að lesa jólakveðjur á Íslandi sem ég gat hlustað á. Ég hugleiddi þetta svolitla stund en tók svo ákvörðun. Ég ákvað að hlusta á sama lagið allan daginn, lagið Kyrrð, sama lagið og hirðingjarnir á Betlehemnsvöllum hlustuðu á fyrir 2000 árum þar sem þeir í kvöldhúminu gættu hjarðar sinnar í kyrrðinni undir berum himni. Fyrir mér eru jólin tími fyrir hátíð trúar þó að dagurinn sé kannski alls ekki nákvæmlega fæðinardagur Jesú.
Tími til íhugunar -kannski það líka. Ég er alla vega búinn að fara yfir margt í huganum í kyrrðinni hér heima á Sólvöllum í dag. Vegna þess að ég hugsaði út í skúringuna á Bjargi fyrir fjörutíu árum og meira er ég líka búinn að hugsa til þeirrar fjölskyldu sem þar bjó þá. Það kom skarð í hópinn. Í kyrrðinni koma hlutirnir skýrast fram; tillit, svipbrigði, minningar, orð sem betur hefðu verið ósögð, loforð sem betra hefði verið að efna. Það þarf kjark til að hlusta á lagið Kyrrð heilan dag. En það voru líka tímar fyrir samveru, bros, hlátur, gleði og góðar upplifanir sem aldrei gleymast. Loforð voru líka efnd og hlutir gerðir saman.
Ég var á leiðinni heim úr vinnu í hádegismat eins og þá var gert. Þegar ég kom í beygjuna hjá Ölduhúsi sá ég gjarnan þrjú börn koma út um hliðið á Bjargi og tvö þau stærri tóku það minnsta á milli sín. Svo hlupu þau á móti mér svo hratt sem það minnsta leyfði. Mitt hlutverk var að leggjast á annað hnéð og taka svo utan um þau öll í einu þegar við mættumst. Svo vorum við öll glöð. Þegar við komum heim á Bjarg var mamma í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Það var ekki bara á jólunum sem hún gerði það. Hún færði upp á fat alla daga ársins ef svo bar undir.
Tími til íhugunar - tími fyrir alvöru. Ég er sammála öldungnum sem segir að það vanti meiri alvöru í þennan heim. Ef við tækjum sumum hlutum með meiri alvöru, hugsuðum oftar í alvöru og gerðum hluti oftar af alvöru í stað þess að geysast áfram í óhugsuðu algleymi, þá væru skýjabakkarnir við sjóndeildarhringinn oftar bjartir. Ef við hugsuðum af meiri alvöru, hlýju og tillitssemi til þeirra sem eru ólíkir okkur yrði því góða meira ágengt, og -við svæfum betur á nóttunni.
Fyrir mér eru jólin trúarhátíð, tími til íhugunar og tími fyrir alvöru. Ég vona að ég geti staðið undir því. Ég fer í vinnu á morgun og verð með fólki sem farið hefur halloka í lífinu. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég vinn með þessu fólki á aðfangadag. Í hádeginu verður matur svo að stóra matarborðið dignar. Mikill og góður matur. Ef að vanda lætur verður þetta fólk afar þakklátt og gengur fram af mikilli hógværð. Eftir matinn fá þau öll jólapakka. Allir pakkarnir líta eins út og það er það sama í þeim öllum.
Þetta fólk, bæði yngra og eldra, tekur varlega við pakkanum sínum, leggur hann á borðið fyrir framan sig og þakkar fyrir sig. Svo opna þau pakkana eitt af öðru og þó að það sé það sama í öllum pökkunum horfa þau hvert á annað og líta á innihaldið hvert hjá öðru. Svo fá þau sér konfekt því að það er konfekt í öllum pökkunum. Eftir einn eða tvo -eða þrjá konfektmola, setja þau lokið á aftur og fara með konfektkassann út á herbergin sín. Svo hringja þau heim, þau sem hafa einhvern að hringja til, og segja frá jólamatnum og jólagjöfinni. Þeir sem hafa verið slegnir nógu oft til jarðar af örlögum lífsins verða gjarnan mjög þakklátir þegar skýjabakkarnir við sjóndeildarhringinn byrja að lýsast upp.
Fyrir mörgum árum þegar ég var að vinna var ungur, írakskur maður nýkominn í húsið. Hann var afar lélegur og ég var að vinna kvöldið. Ég leit oft inn til hans til að vera viss um að allt væri í lagi með hann. Í eitt skiptið þegar ég var að loka hurðinni á herberginu hans kallaði hann á eftir mér; Guðjón, ég elska þig. Ég skildi hann vel. Hann var að segja -á sinn hátt- að hann væri þakklátur fyrir að ég liti eftir honum í öllum þeim ótta og þeirri skelfingu sem hann var að ganga í gegnum.
En viti menn! Í dag hef ég skúrað öll gólf! á Sólvöllum af sömu natni og ég skúraði eldhúsgólfið á Bjargi fyrir löngu, löngu síðan. Að vísu eru gólfin á Sólvöllum ekki með jafn mörgum hornum og á Bjargi og gólfdúkurinn í eldhúsinu á Bjargi var fastheldnari á óhreinindin en parkettgólfin á Sólvöllum eru. Skúringaáhöldin eru líka betri og komast betur út í hornin. En stólar og borð og annað það sem stóð á gólfunum hér flutti ég úr stað, utan stærri húsgögn, þannig að nánast enginn blettur komst undan skúringaamstri mínu og hreingerningarlegi. Og svo; -ég var ekki fljótur- en það er búið.
Valdís fylgdist með gegnum síma og þó að hún sé stödd í miljónaborginni veit ég að hún hefur ekki setið auðum höndum heldur. Ég veit að seinni partinn í dag fór hún út í pósthús til að sækja pakka. Hún er dugleg í fjölmenninu hún Valdís þó að hún komi úr fámenni, það verður ekki frá henni tekið.
En aftur að skúringunum. Það er til nóg af diskum með jólalögum hér heima og ég veit líka að það var verið að lesa jólakveðjur á Íslandi sem ég gat hlustað á. Ég hugleiddi þetta svolitla stund en tók svo ákvörðun. Ég ákvað að hlusta á sama lagið allan daginn, lagið Kyrrð, sama lagið og hirðingjarnir á Betlehemnsvöllum hlustuðu á fyrir 2000 árum þar sem þeir í kvöldhúminu gættu hjarðar sinnar í kyrrðinni undir berum himni. Fyrir mér eru jólin tími fyrir hátíð trúar þó að dagurinn sé kannski alls ekki nákvæmlega fæðinardagur Jesú.
Tími til íhugunar -kannski það líka. Ég er alla vega búinn að fara yfir margt í huganum í kyrrðinni hér heima á Sólvöllum í dag. Vegna þess að ég hugsaði út í skúringuna á Bjargi fyrir fjörutíu árum og meira er ég líka búinn að hugsa til þeirrar fjölskyldu sem þar bjó þá. Það kom skarð í hópinn. Í kyrrðinni koma hlutirnir skýrast fram; tillit, svipbrigði, minningar, orð sem betur hefðu verið ósögð, loforð sem betra hefði verið að efna. Það þarf kjark til að hlusta á lagið Kyrrð heilan dag. En það voru líka tímar fyrir samveru, bros, hlátur, gleði og góðar upplifanir sem aldrei gleymast. Loforð voru líka efnd og hlutir gerðir saman.
Ég var á leiðinni heim úr vinnu í hádegismat eins og þá var gert. Þegar ég kom í beygjuna hjá Ölduhúsi sá ég gjarnan þrjú börn koma út um hliðið á Bjargi og tvö þau stærri tóku það minnsta á milli sín. Svo hlupu þau á móti mér svo hratt sem það minnsta leyfði. Mitt hlutverk var að leggjast á annað hnéð og taka svo utan um þau öll í einu þegar við mættumst. Svo vorum við öll glöð. Þegar við komum heim á Bjarg var mamma í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Það var ekki bara á jólunum sem hún gerði það. Hún færði upp á fat alla daga ársins ef svo bar undir.
Tími til íhugunar - tími fyrir alvöru. Ég er sammála öldungnum sem segir að það vanti meiri alvöru í þennan heim. Ef við tækjum sumum hlutum með meiri alvöru, hugsuðum oftar í alvöru og gerðum hluti oftar af alvöru í stað þess að geysast áfram í óhugsuðu algleymi, þá væru skýjabakkarnir við sjóndeildarhringinn oftar bjartir. Ef við hugsuðum af meiri alvöru, hlýju og tillitssemi til þeirra sem eru ólíkir okkur yrði því góða meira ágengt, og -við svæfum betur á nóttunni.
Fyrir mér eru jólin trúarhátíð, tími til íhugunar og tími fyrir alvöru. Ég vona að ég geti staðið undir því. Ég fer í vinnu á morgun og verð með fólki sem farið hefur halloka í lífinu. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég vinn með þessu fólki á aðfangadag. Í hádeginu verður matur svo að stóra matarborðið dignar. Mikill og góður matur. Ef að vanda lætur verður þetta fólk afar þakklátt og gengur fram af mikilli hógværð. Eftir matinn fá þau öll jólapakka. Allir pakkarnir líta eins út og það er það sama í þeim öllum.
Þetta fólk, bæði yngra og eldra, tekur varlega við pakkanum sínum, leggur hann á borðið fyrir framan sig og þakkar fyrir sig. Svo opna þau pakkana eitt af öðru og þó að það sé það sama í öllum pökkunum horfa þau hvert á annað og líta á innihaldið hvert hjá öðru. Svo fá þau sér konfekt því að það er konfekt í öllum pökkunum. Eftir einn eða tvo -eða þrjá konfektmola, setja þau lokið á aftur og fara með konfektkassann út á herbergin sín. Svo hringja þau heim, þau sem hafa einhvern að hringja til, og segja frá jólamatnum og jólagjöfinni. Þeir sem hafa verið slegnir nógu oft til jarðar af örlögum lífsins verða gjarnan mjög þakklátir þegar skýjabakkarnir við sjóndeildarhringinn byrja að lýsast upp.
Fyrir mörgum árum þegar ég var að vinna var ungur, írakskur maður nýkominn í húsið. Hann var afar lélegur og ég var að vinna kvöldið. Ég leit oft inn til hans til að vera viss um að allt væri í lagi með hann. Í eitt skiptið þegar ég var að loka hurðinni á herberginu hans kallaði hann á eftir mér; Guðjón, ég elska þig. Ég skildi hann vel. Hann var að segja -á sinn hátt- að hann væri þakklátur fyrir að ég liti eftir honum í öllum þeim ótta og þeirri skelfingu sem hann var að ganga í gegnum.
Myndirnar hér fyrir neðan hef ég notað áður og hér með nota ég þær aftur.
Fjölskyldan á Bjargi í Hrísey líklega frá 1971
Fjölskyldan að Sólvallagötu 3 í Hrísey og húsbóndinn á sokkaleistunum
Sólvallahjónin á góðum degi út í Stokkhólms skerjagarði
Þetta blogg hefði ég gjarnan viljað hafa til lagfæringar í nokkra daga en það er nú bara svo að á morgun eru jól og ég læt það því fara eins og það er. Öllum sem lesa þetta og öllum hinum líka óska ég svo gleðilegara jóla.
Texti dagsins í Kyrrð dagsins segir eftirfarandi:
Texti dagsins í Kyrrð dagsins segir eftirfarandi:
Hamingjan er að óska þess að í fortíð,
nútíð og framtíð sé allt eins og var,
er og mun alltaf verða-
og biðja ekki um annað.
Úr "Earth Dance Drum"
nútíð og framtíð sé allt eins og var,
er og mun alltaf verða-
og biðja ekki um annað.
Úr "Earth Dance Drum"
Ég þarf nú tíma til að sökkva mér niður í þetta ef ég ætla að vera viss um hvað það raunverulega þýðir og líklega lesa mig til um það líka.
Litlujól í Stokkhólmi
Um hádegi á sunnudag lögðum við Valdís af stað til Stokkhólms til að halda þar litlu jól hjá Rósu og fjölskyldu. Að segja frá ferðinni sjálfri er kannski að við það að vera einum of mikið af því góða, en samt. Það er staður um 85 km vestan við Stokkhólm, Hummelsta, sem við Valdís höfum heimsótt oft þegar við höfum verið á þessari leið, ef við ekki heimsækjum stað sem er mun mikið nær Örebro. Eftir að við lögðum af stað ákváðum við að heimsækja staðinn Hummelsta, þann sem er nær Stokkhólmi, og auk þess að fara á snyrtinguna að fá okkur eitthvað í svanginn. Það hefur til dæmis verið hægt að fá þar brauðsneiðar með ekki minna en heilu eggi ofan á og svo upp undir fimm sentimetra lag af rækju þar ofan á ásamt fleiru góðgæti. Ég hlakkaði til.
Þegar við nálguðumst Hummelsta töluðum við um hvernig þar mundi vera útlits, en það var nefnilega búið að leggja hraðbraut þar framhjá, hraðbraut sem við einmitt ókum eftir nú, og svo er afleggjari heim að staðnum. Og nú kom afleggjarinn og við út á hann og svo komum við heim til Hummelsta. En -hvað nú! Það var búið að loka og setja keðjur í báðar innkeyrslurnar og allt leit kalt og myrkt út. Ég sá fyrir mér hvernig við hefðum annars setið þarna í rólegheitum, ég búinn að setja hálfan sykurmola út í kaffið og síðan hefðum við bara setið þarna með brauðsneiðarnar okkar horfandi dreymnum augum langt út í bláinn, á ekki neitt, bara vera til og hafa það gott. Nei! það verður ekki oftar, það var liðin tíð. Söknuður.
Við komum síðan við á stað 20 km síðar og bæði í spreng. Eftir ferðina á snyrtinguna fengum við okkur pylsur því að hér var um gríðarlegan gæðamun að ræða. Ég setti of mikla tómatsósu á mína pylsu og hún lak á borðið og hálf fyllti servíettuna og rann út í hendina á mér. Þetta var ekkert gaman. Svo fékk ég mér kaffi sem leit út fyrir að vera helmingurinn mjólk þangað til það var búið að setja sig. Svo drakk ég það án þess að langa í það og áður en ég var búinn með það var Valdís farin að bíða úti við bíl. Ennþá meiri söknuður. Þeir fluttu Staðarskála þegar vegurinn í Hrútafirði var fluttur niður á eyrarnar. Svo hefur líka verið gert í Svíþjóð. En þeir fluttu ekki Hummelsta.
Þegar við komum á Celsíusgötuna í Stokkhólmi og við sáum fjölskylduna þar og Hannes í fullu fjöri, þá gleymdist Hummelsta og ég hugsaði ekki út í þetta fyrr en núna þegar ég settist við bloggið. Hannes hljóp í kringum okkur og sýndi okkur dótið sitt og við lögðumst á gólfið og lékum okkur með leikföngin hans. Síðast þegar við vorum þar gaf amma hans honum mjúkan hestshaus á skafti. Svo barði hann mig með hestshausnum og við hlógum báðir svo að við vorum við það að pissa á okkur af hlátri.
Núna vildi hann að við færum aftur að hlæja og sótti lítinn harðan leikfangahest og barði mig með honum og vildi auðvitað að við færum að hlæja. En það gegndi svolítið öðru máli. Það var nefnilega ekki svo notalegt að fá mjóan, harðan hestsfót í handlegginn og það varð enginn hlátur af því. En lítill drengur er ekki nógu gamall til að átta sig á svona skrýtnum hlutum. Í staðinn fórum við svo í eldingaleik og hlóum mikið að því. Það er nefnilega hægt að hlaupa í hring þarna heima og þegar afi sneri svo við og mætti nafna sínum, þá var það rosalega hlægilegt. Það er eflaust gott að vera rúmlega tveggja ára, alla vega þegar allt gengur vel.
Í gær var svolítill jóladagur hjá okkur. Ég verð nefnilega að vinna helling á næstunni og vinn til dæmis á aðfangadagskvöld, og nú örugglega í síðasta sinn. Lambakjöt er ekki svo venjulegt í Svíþjóð en Rósa og Pétur höfðu fundið úrbeinað lambalæri einhvers staðar í verslun. Þegar þau voru búin að fara höndum um það og matreiða í ofni -ja, þá varð það afbragðs gott get ég lofað. Það var jólamatur. Svo fengu amma, afi og Hannes að taka upp sinn pakkann hvert. Svo var eltingaleikur á ný svolitla stund og meira dót skoðað og litlujóladagurinn leið fljótt. Já, og ekki má gleyma því að þetta fína jólatré var sett upp og skreytt. Þetta voru engir stórir hlutir en þetta var fínn dagur.
Í morgun byrjaði venjulegur dagur, Rósa og Pétur að vinna og Hannes í leikskóla. Við Valdís smávegis að bauka þarna heima og svo lagði ég af stað upp úr hádegi. Þegar ég lagði af stað fór Valdís ein í bæinn í miljónaborginni til að kaupa stoppnál. Svo verður hún í Stokkhólmi um jólin. Ég heimsótti Rósu og Pétur á vinnustað þeirra á leiðinni í bílinn sem ég geymdi í bílageymslu í nágrenninu og svo hófst þægileg ferð áleiðis til Krekklingesóknar. Áður en ég byrjaði að skrifa þetta las ég svo jólabréfið frá Valgerði.
Ekki tókst mér betur til en svo að myndirnar urðu helmingi minni en ég ætlaði mér. En kvöldið líður hratt og þær verða að vera svona að þessu sinni.


Við nafnarnir eru þarna að skoða dót.

Hannes Guðjón og amma að hafa það notalegt.

Váááá, komin ljós á jólatréð.

Þegar við nálguðumst Hummelsta töluðum við um hvernig þar mundi vera útlits, en það var nefnilega búið að leggja hraðbraut þar framhjá, hraðbraut sem við einmitt ókum eftir nú, og svo er afleggjari heim að staðnum. Og nú kom afleggjarinn og við út á hann og svo komum við heim til Hummelsta. En -hvað nú! Það var búið að loka og setja keðjur í báðar innkeyrslurnar og allt leit kalt og myrkt út. Ég sá fyrir mér hvernig við hefðum annars setið þarna í rólegheitum, ég búinn að setja hálfan sykurmola út í kaffið og síðan hefðum við bara setið þarna með brauðsneiðarnar okkar horfandi dreymnum augum langt út í bláinn, á ekki neitt, bara vera til og hafa það gott. Nei! það verður ekki oftar, það var liðin tíð. Söknuður.
Við komum síðan við á stað 20 km síðar og bæði í spreng. Eftir ferðina á snyrtinguna fengum við okkur pylsur því að hér var um gríðarlegan gæðamun að ræða. Ég setti of mikla tómatsósu á mína pylsu og hún lak á borðið og hálf fyllti servíettuna og rann út í hendina á mér. Þetta var ekkert gaman. Svo fékk ég mér kaffi sem leit út fyrir að vera helmingurinn mjólk þangað til það var búið að setja sig. Svo drakk ég það án þess að langa í það og áður en ég var búinn með það var Valdís farin að bíða úti við bíl. Ennþá meiri söknuður. Þeir fluttu Staðarskála þegar vegurinn í Hrútafirði var fluttur niður á eyrarnar. Svo hefur líka verið gert í Svíþjóð. En þeir fluttu ekki Hummelsta.
Þegar við komum á Celsíusgötuna í Stokkhólmi og við sáum fjölskylduna þar og Hannes í fullu fjöri, þá gleymdist Hummelsta og ég hugsaði ekki út í þetta fyrr en núna þegar ég settist við bloggið. Hannes hljóp í kringum okkur og sýndi okkur dótið sitt og við lögðumst á gólfið og lékum okkur með leikföngin hans. Síðast þegar við vorum þar gaf amma hans honum mjúkan hestshaus á skafti. Svo barði hann mig með hestshausnum og við hlógum báðir svo að við vorum við það að pissa á okkur af hlátri.
Núna vildi hann að við færum aftur að hlæja og sótti lítinn harðan leikfangahest og barði mig með honum og vildi auðvitað að við færum að hlæja. En það gegndi svolítið öðru máli. Það var nefnilega ekki svo notalegt að fá mjóan, harðan hestsfót í handlegginn og það varð enginn hlátur af því. En lítill drengur er ekki nógu gamall til að átta sig á svona skrýtnum hlutum. Í staðinn fórum við svo í eldingaleik og hlóum mikið að því. Það er nefnilega hægt að hlaupa í hring þarna heima og þegar afi sneri svo við og mætti nafna sínum, þá var það rosalega hlægilegt. Það er eflaust gott að vera rúmlega tveggja ára, alla vega þegar allt gengur vel.
Í gær var svolítill jóladagur hjá okkur. Ég verð nefnilega að vinna helling á næstunni og vinn til dæmis á aðfangadagskvöld, og nú örugglega í síðasta sinn. Lambakjöt er ekki svo venjulegt í Svíþjóð en Rósa og Pétur höfðu fundið úrbeinað lambalæri einhvers staðar í verslun. Þegar þau voru búin að fara höndum um það og matreiða í ofni -ja, þá varð það afbragðs gott get ég lofað. Það var jólamatur. Svo fengu amma, afi og Hannes að taka upp sinn pakkann hvert. Svo var eltingaleikur á ný svolitla stund og meira dót skoðað og litlujóladagurinn leið fljótt. Já, og ekki má gleyma því að þetta fína jólatré var sett upp og skreytt. Þetta voru engir stórir hlutir en þetta var fínn dagur.
Í morgun byrjaði venjulegur dagur, Rósa og Pétur að vinna og Hannes í leikskóla. Við Valdís smávegis að bauka þarna heima og svo lagði ég af stað upp úr hádegi. Þegar ég lagði af stað fór Valdís ein í bæinn í miljónaborginni til að kaupa stoppnál. Svo verður hún í Stokkhólmi um jólin. Ég heimsótti Rósu og Pétur á vinnustað þeirra á leiðinni í bílinn sem ég geymdi í bílageymslu í nágrenninu og svo hófst þægileg ferð áleiðis til Krekklingesóknar. Áður en ég byrjaði að skrifa þetta las ég svo jólabréfið frá Valgerði.
Ekki tókst mér betur til en svo að myndirnar urðu helmingi minni en ég ætlaði mér. En kvöldið líður hratt og þær verða að vera svona að þessu sinni.

Þessi mynd er nokkurra daga gömul og það eru piparkökur sem þau mæðginin Rósa og Hannes Guðjón eru að sýsla við.

Við nafnarnir eru þarna að skoða dót.

Hannes Guðjón og amma að hafa það notalegt.

Váááá, komin ljós á jólatréð.

Það var mikil og spennandi veisla að komast í þessa jólaskrautskassa og við nafnarnir erum báðir með svuntur svona til tilbreytingar.
Afrískar konur
Ég byrja á að birta hér litið breytt blogg frá laugardeginum 15. oktober.
Mér lá dálítið á þegar vinnunni lauk seint í hádeginu og hún Susanna ráðgjafi leysti mig af og verður í vinnunni þangað til um hádegi á morgun. Við Valdís ætluðum nefnilega að vera í Fjugesta klukkan hálf þrjú og það gerðum við. Ég skilaði henni að safnaðarheiminu þar sem kórinn hennar ætlaði að æfa en sjálfur fór ég til að kaupa dísilolíu á bílinn og til að taka út vasapeninga í hraðbanka. Síðan ók ég rólega um Fjugesta svolitla stund til að sjá mig um og svo hélt ég að safnaðarheimilinu þar sem ég gekk inn.
Þegar ég leit inn í samkomusalinn sá ég mikið af rosknu fólki sem gæddi sér á kræsingum af kökuhlaðborði. Þetta kom mér á óvart enda er ekki svo algengt að Svíar bjóði upp á kökuhlaðborð. Ég gekk inn að veisluborðinu og virti fyrir mér kræsingarnar. Þar sem ég er nú einn af Kálfafellsbræðrum leist mér hreint alveg rosalega vel á brúnu súkkulaðiterturnar og bláberjapæið sem var við hliðina á könnunni með vanillusósunni. Ég stakk hundrað króna seðli í tágakörfuna á borðinu eftir að ég hafði talað við konu sem var þarna til þjóðnustu reiðubúinn. Þarna var verið að safna fyrir fátækt fólk í Afríku. Världens barn.
Meðan ég var að borða af fyrri kökudiskinum var kynntur maður úr sveitinni utan við Fjugesta, en hann hafði unnið við hjálparstörf niður í fátækustu Afríku. Það kom fram að þessi maður var aldraður augnlæknir og hann sýndi fjöldan allan af skyggnum frá starfinu þar. Hann sýndi bæði börn og fullorðna sem höfðu skaðast á augum og mörg andlitin litu vægast sagt alvarlega út. Hann sýndi augnaðgerðir úti í guðsgrænni náttúrunni, jafnvel á matarborði eins og Esra læknir notaði á Kálfafelli þegar hann fjarlægði af mér litlafingurinn fyrir meira en sextíu árum. Það sem þessi maður sýndi var svo rosalega alvarlegt að ég var kominn á fremsta hlunn með að byrja að gráta. Ég man ekki hvort það var fimmta eða sjötta hver kona sem fæðir barn sem deyr af barnsförum þarna. Það var að vísu ekki litið svo alvarlegum augum vegna þess að það voru konur sem dóu. Það fyllti mælinn endanlega.
Og þarna sat ég og borðaði súkkulaðitertur og var nýbúinn að vera í hraðbankanum til að taka út peninga og að fylla bílinn med olíu utan að svo mikið sem velta fyrir mér hvað það kostaði. Ég fann að ég var byrjaður að svitna af sykrinum, en áður en læknirinn kom að þessu síðasta og svo hrikalega alvarlega, var ég búinn að sækja á annan kökudisk. Þá var ég líka farinn að velta því fyrir mér hvar Valdís eiginlega væri stödd á þessari stundu. Um það leyti sem ég var farinn að finna sykur- og súkkulaðibragðið með allri húðinni lauk þessi góðlátlegi læknir máli sínu, læknir sem hefur mótast af að vinna við hjálparstörf niður í fátækustu Afríku. Þá var það kynnt að "Hafa það gott kórinn" í Fjugesta ætlaði að syngja nokkur lög. Strax þar á eftir lét Valdís veskið sitt detta í kjöltu mína, en hún hafði þekkt mig á baksvipnum konan sú þegar hún kom ásamt kórnum sínum inn í salinn að baki okkur öllum.
Kórinn stillti sér upp og þarna í miðjum kórnum stóð kona ein brosandi og ánægð. Það var fiskimannsdóttirin frá Hrísey sem var svo kvíðin þegar við lögðum af stað frá Sólvöllum til Fjugesta einhverjum klukkutíma fyrr. Ég sá vel að kvíðinn var runninn út í sandinn og eftir var kona sem var laus við allar hömlur og tók lifandi þátt í söngnum. Kórstjórinn og stofnandi kórsins er góðmenni sem býr eina 300 metra hér norðan við okkur, en við þekkjum hann ekkert sem nágranna. Han fer bara hér framhjá öðru hvoru á bláa Renó sendiferðabílnum sínum og hann á stóran hund, svo stóran hund á hann, að hundurinn skellti honum um koll inn í skógi fyrir einhverjum vikum og þess vegna gengur hann við tvær hækjur. En honum þykir vænt um hundinn sinn og hefur því löngu fyrirgefið honum þennan dálítið grófa leik.
Ég verð að nefna mann einn sem stóð næstum lengst fram til hægri í kórnum. Hann er trúlega ellilífeyrisþegi, einir tveir metrar á hæð, breiður yfir herðarnar, vöðvamikill og dálitið þykkur undir belti. Þungur. Mjög sterkan bassa hefur þessi maður og þegar hann beitti bassanum er svo sannarlega hægt að segja að salurinn fylltist af rödd hans. Síðasta lagði sem þau sungu var "Rússnesk vísa", sett saman af fjórum eða fimm vísum. "Hej!" var sungið kröftuglega undir lok hverrar vísu. Þá varð þessi stóri maður svo svifléttur þar sem hann dansaði og það var sem einungis tærnar snertu gólfið fislétt. Söngur getur greinilega gert kraftaverk. Ég sá það bæði á konunni minni og bassamanninum mikla. Þar sem þessi stund í safnaðarheimilinu í Fjugesta spilaði sterklega á tilfinningar mínar kom ég aftur við hjá tágakörfunni á tertuborðinu. Ég setti í hana peninga sem eiga að geta gefið fleiri en einni móður sem fæðir barn niður í fátækustu Afríku hreint vatn til að þvo sér upp úr. Þar með eiga þær meiri möguleika á að halda lífi.
Frásögn læknisins hafði gríðarleg áhrif á mig og varð til þess að ég lagði við eyrun í morgun þegar verið var að kynna eitt og annað varðandi úthlutun nóbelsverðlauna í dag. Það var talað um konurnar þrjár sem deila friðarverðlaununum í ár og kannski mest eina þeirra vegna þess að systir hennar býr í Svíþjóð. Ég fór með Valdísi til Örebro fyrir hádegi þar sem hún borðaði mat ásamt fjórum öðrum konum. Þær hafa svolítinn félagsskap. Ég var ákveðinn í því að horfa á upphaf verðlaunahátíðarinnar í Ósló og gerði það. Niðurstaðan varð þó sú að ég horfði á þessa dagskrá í tvo tíma, ekki bara byrjunina, og ég get fullyrt að aldrei fyrr hef ég horft á sjónvarpsdagskrá svo lengi svo mikið hrærður sem í dag.
Ég ber ómælda virðingu fyrir þessum þremur konum og öllum öðrum konum sem hafa staðið að því að byggja upp öfl sem vinna nú að því að snúa þróuninni við. Athöfnin í Ósló í dag, tal formanns norsku Nóbelnefndarinnar og þessara þriggja kvenna tóku mig krafttaki og mér liggur við að segja að ég er vart sami maður eftir.
Þegar nefndarformaðurinn steig í ræðustól get ég fullyrt að mér datt ekki í hug að hann, hvíti maðurinn sem ég horfði þar á, hreinlega byggi yfir þeim hæfileikum að geta flutt þá kyngimögnuðu ræðu sem hann þó gerði. Að það voru þrjár konur sem voru komnar til að taka á móti verðlaununum hlýtur að hafa haft mikil áhrif á hann. Það var eins og nýtt og áður óþekkt bergmál á öldum ljósvakans birtist í orðum hans. Svo töluðu konurnar allar þrjár og ræður þeirra var sem boðskapur um fæðingu nýs heims þar sem fólk getur búið án þess að stór hluti íbúanna þurfi að gráta sig í svefn á kvöldin. Þær töluðu ekki um rán hvíta mannsins í Afríku.
Þökk sé aldraða augnlækninum sem býr í sveitinni utan við Fjugesta. Án þess að vera undirbúinn af hinu frábæra en sársaukafulla erindi hans á söfnunarsamkomunni fyrir fátæk börn í Afríku, þá hefði ég trúlega ekki náð þessu sterka tilfinningasambandi við það sem fram fór við afhendingu friðarverðlaunanna í Ósló. Á þessari söfnunarsamkomu var auk erindis augnlæknisins gnægð gómsætra veitinga og fín skemmtiatriði. En að baki lá mikil alvara, að safna handa fólki sem vesturlandabúar rændu því besta sem sem til var, hraustasta og fallegasta fólkinu, og að auki öll þau efnislegu verðmæti sem hægt var að komast yfir.
Nýr kapituli í lífinu
Frá því í fyrravor hefur lífið gengið út á að byggja, vinna talsverða launavinnu og aftur að byggja í flestum fríum. Þannig gekk það þangað til í byrjun september í haust að þá jókst þessi talsverða vinna í fulla vinnu. Stuttu áður hafði ég gert lista yfir verkefni sem var mikilvægt að ljúka hér heima áður en vetur gengi í garð. Þetta voru sjö verkefni og það minnsta var tvö dagsverk, dagsverk á minn mælikvarða. Svo var vinna eins og við eldiviðinn mörg dagsverk og þar var Valdís stórþátttakandi. Hvað skeði svo fyrir rúmlega hálfum mánuði? Jú, ég dró strik yfir síðasta verkefnið á sjöverkefnalistanum. Mikið var ég feginn.
Mikil ósköp hvað ég tala um þessa vinnu -eða þá byggingarframkvæmdirnar á Sólvöllum.
Svo er nú málið þannig að ég er ennþá ekki alveg farinn að kunna við mig þegar ekki bíða mín lengur margra dagsverka verkefni hér heima. Ég eigra dálítið fram og til baka og á svolítið erfitt með að bara dingla mér eins og gamall nágranni í Hrísey sagði svo oft. Ég ætlaði að taka mér bækur í hönd, lesa og leggja svolítið stund á sænskukunnáttu mína, en ég bara er ekki kominn þangað ennþá. Ég byrjaði þó aðeins í haust en svo rann það út í sandinn. Svo settist ég við tölvuna fyrir stundu til að byrja á þessu bloggi og hafði þá mér mér einn munnbita af súkkulaði sem ég keypti fyrir einum hálfum mánuði. Ég tók bara einn munnbita vegna þess að ég vissi að ef ég tæki fjögur mundi ég borða þau á jafn löngum tíma og eitt.
Svo er ég búinn að rölta fjórum sinnum fram aftur til að ná mér í einn og einn munnbita af súkkulaði og eigra svolítinn hring á gólfinu frammi um leið, setjast niður hjá Valdísi við sjónvarpið og leggja einn og einn kapal. Svo inn að tölvu aftur með einn munnbita af súkkulaði sem hverfur á einu andartaki. Það var eins með súkkulaðið fyrsta hálfa árið sem ég vann í Vornesi og bjó í Falun. Venjulega fór ég leið til og frá vinnu sem liggur gegnum Örebro og á leiðinni heim kom ég við á litlu kaffihúsi í norðanverðri Örebro. Þar fékk ég mér kaffibolla. Um leið keypti ég 100 gramma súkkulaðistykki sem ég ætlað að láta endast alla leið upp til Falun, 180 km leið. Eftir fyrstu 40 km var súkkuklaðistykkið alltaf búið og eftir svo sem hálft ár hætti ég að kaupa það. Það var vegna þess að ég sá í hverri einustu ferð að ég réði ekki við að gera eins og ég hafði ákveðið. Þá var bara að hætta. Súkkulaði er gott í hæfilegu magni.
En aftur hingað heim. Eftir áramót þegar ég hætti þessu margumtalaða fulla starfi mínu byrjar æfingatímabil. Ég þarf að vinna ýmsar fínsmíðar hér heima en það er bara gamanmál. Með þessum fínsmíðum ætla ég nefnilega að taka í alvöru fram bækurnar sem ég var aðeins farinn að líta í í haust, byrja á þessu mýkra lífi sem ég hef talað svo lengi um og hef dreymt um jafn lengi. Að gera aðra hluti á eftirmiðdegi lífsins, hluti sem gera líf mitt að nýjum kapítula. Svo er margt annað á þessum draumalista sem ég segi ekki meira frá að sinni. Þetta er sameiginlegur draumalisti sem við tölum oft um hér heima. Það finnst mikið úrval möguleika fyrir ellilífeyrisþega.
Seinni partinn í sumar vorum við Valdís á leið til Stokkhólms. Þá, eins og oft þegar við förum þessa leið, fengum við okkur hressingu á stað sem við að gmani okkar köllum Staðarskála og liggur 40 km austan við Örebro. Rétt þegar við vorum komim þar inn bar að ellilifeyrisþega í tveimur rútum sem virtust vera á sömu leið og við. Við veittum því strax athygli að þetta fólk hafði mjög glaðlegt yfirbragð. Konurnar voru með nýlagt hár, vel snyrtar og klæddar og mátulega málaðar. Karlarnir voru glerfínir og svolítið sperrtir og ánægðir með lífið. Kannski var þetta fólk á leið í skerjagarðsferð með gistingu á hóteli í Stokkhólmi. Kannski var það á leiðinni til að taka þátt í fjöldasöng á Skansinum, hver veit. En eitt virtist liggja í loftinu; "það var svolítill fiðringur í fólkinu". Við Valdís ættum nú að drifa okkur í fáeinar svona ferðir á næsta ári.
Nú er ég búinn að fara hverja ferðina á fætur annarri fram til Valdísar og líta aðeins á það sem hún er að horfa á í sjónvarpinu. Það var verið að tala við forsætisráðherrann áðan í skemmtiþætti í sjónvarpinu og það á léttari nótunum. Einmitt núna þegar ég er að skrifa þessar línur er hins vegar verið að tala við hann um Evrópusamstarfið. Ég er búinn að láta súkkulaðið vera alla vega síðasta klukkutímann. Ég ætla að fara að bursta og pissa og svo ætlum við að skríða undir ullarfeldina okkar. Ætli ég sofi ekki eina níu tíma í nótt eins og ég geri svo oft þegar ég er búinn að vinna kvöld í Vornesi.
Mikil ósköp hvað ég tala um þessa vinnu -eða þá byggingarframkvæmdirnar á Sólvöllum.
Svo er nú málið þannig að ég er ennþá ekki alveg farinn að kunna við mig þegar ekki bíða mín lengur margra dagsverka verkefni hér heima. Ég eigra dálítið fram og til baka og á svolítið erfitt með að bara dingla mér eins og gamall nágranni í Hrísey sagði svo oft. Ég ætlaði að taka mér bækur í hönd, lesa og leggja svolítið stund á sænskukunnáttu mína, en ég bara er ekki kominn þangað ennþá. Ég byrjaði þó aðeins í haust en svo rann það út í sandinn. Svo settist ég við tölvuna fyrir stundu til að byrja á þessu bloggi og hafði þá mér mér einn munnbita af súkkulaði sem ég keypti fyrir einum hálfum mánuði. Ég tók bara einn munnbita vegna þess að ég vissi að ef ég tæki fjögur mundi ég borða þau á jafn löngum tíma og eitt.
Svo er ég búinn að rölta fjórum sinnum fram aftur til að ná mér í einn og einn munnbita af súkkulaði og eigra svolítinn hring á gólfinu frammi um leið, setjast niður hjá Valdísi við sjónvarpið og leggja einn og einn kapal. Svo inn að tölvu aftur með einn munnbita af súkkulaði sem hverfur á einu andartaki. Það var eins með súkkulaðið fyrsta hálfa árið sem ég vann í Vornesi og bjó í Falun. Venjulega fór ég leið til og frá vinnu sem liggur gegnum Örebro og á leiðinni heim kom ég við á litlu kaffihúsi í norðanverðri Örebro. Þar fékk ég mér kaffibolla. Um leið keypti ég 100 gramma súkkulaðistykki sem ég ætlað að láta endast alla leið upp til Falun, 180 km leið. Eftir fyrstu 40 km var súkkuklaðistykkið alltaf búið og eftir svo sem hálft ár hætti ég að kaupa það. Það var vegna þess að ég sá í hverri einustu ferð að ég réði ekki við að gera eins og ég hafði ákveðið. Þá var bara að hætta. Súkkulaði er gott í hæfilegu magni.
En aftur hingað heim. Eftir áramót þegar ég hætti þessu margumtalaða fulla starfi mínu byrjar æfingatímabil. Ég þarf að vinna ýmsar fínsmíðar hér heima en það er bara gamanmál. Með þessum fínsmíðum ætla ég nefnilega að taka í alvöru fram bækurnar sem ég var aðeins farinn að líta í í haust, byrja á þessu mýkra lífi sem ég hef talað svo lengi um og hef dreymt um jafn lengi. Að gera aðra hluti á eftirmiðdegi lífsins, hluti sem gera líf mitt að nýjum kapítula. Svo er margt annað á þessum draumalista sem ég segi ekki meira frá að sinni. Þetta er sameiginlegur draumalisti sem við tölum oft um hér heima. Það finnst mikið úrval möguleika fyrir ellilífeyrisþega.
Seinni partinn í sumar vorum við Valdís á leið til Stokkhólms. Þá, eins og oft þegar við förum þessa leið, fengum við okkur hressingu á stað sem við að gmani okkar köllum Staðarskála og liggur 40 km austan við Örebro. Rétt þegar við vorum komim þar inn bar að ellilifeyrisþega í tveimur rútum sem virtust vera á sömu leið og við. Við veittum því strax athygli að þetta fólk hafði mjög glaðlegt yfirbragð. Konurnar voru með nýlagt hár, vel snyrtar og klæddar og mátulega málaðar. Karlarnir voru glerfínir og svolítið sperrtir og ánægðir með lífið. Kannski var þetta fólk á leið í skerjagarðsferð með gistingu á hóteli í Stokkhólmi. Kannski var það á leiðinni til að taka þátt í fjöldasöng á Skansinum, hver veit. En eitt virtist liggja í loftinu; "það var svolítill fiðringur í fólkinu". Við Valdís ættum nú að drifa okkur í fáeinar svona ferðir á næsta ári.
Nú er ég búinn að fara hverja ferðina á fætur annarri fram til Valdísar og líta aðeins á það sem hún er að horfa á í sjónvarpinu. Það var verið að tala við forsætisráðherrann áðan í skemmtiþætti í sjónvarpinu og það á léttari nótunum. Einmitt núna þegar ég er að skrifa þessar línur er hins vegar verið að tala við hann um Evrópusamstarfið. Ég er búinn að láta súkkulaðið vera alla vega síðasta klukkutímann. Ég ætla að fara að bursta og pissa og svo ætlum við að skríða undir ullarfeldina okkar. Ætli ég sofi ekki eina níu tíma í nótt eins og ég geri svo oft þegar ég er búinn að vinna kvöld í Vornesi.
Stór hluti glundroðans
í lífinu stafar af því
hve lítið við þurfum.
Nú lifi ég fábrotnara lífi
og nýt meiri friðar.
Richard Evelyn Byrd (1888 - 1957)
Úr Kyrrð dagsins
í lífinu stafar af því
hve lítið við þurfum.
Nú lifi ég fábrotnara lífi
og nýt meiri friðar.
Richard Evelyn Byrd (1888 - 1957)
Úr Kyrrð dagsins
Ég vil vera á leiðinni þangað og lifa fábrotnu lífi við þær aðstæður sem við erum langt komin með að skapa okkur.

Richard Evelyn Byrd

Richard Evelyn Byrd
Í Örebro og Lekebergshreppi
Hún Auður kommenteraði síðasta bloggið mitt þar sem ég birti myndir frá miðbænum í Örebro og hún segist sakna þessa staðar mikið. Hún sagði líka að hún ætti von á því að verða á ferðinni hér að sumri. Það auðvitað er bara rosalega gaman að eiga von á heimsókn þeirra hjóna, Auðar og Þóris, þar sem það er eiginlega orðinn hluti af sumrinu að fá þau í heimsókn. Þetta gerði það að verkum að ég safnaði saman nokkrum myndum frá Örebro og nágrenni til að freista þeirra ennþá meira og tryggja þar með eins og hægt er að fá þessa árvissu heimsókn að sumri. Og ef mér tækist að freista einhverra annarra þar að auki væri það til mikillar ánægju.
Ps. Nokkrar myndanna eru teknar hingað og þangað af Google og ég sé einu sinni ekki hverjir ljósmyndararnir eru. Ég vona að þeir fyrirgefi mér og allir geti litið á þetta sem svolitla auglýsingu fyrir héraðið.
Några av bilderna har jag tagit från Google och jag vet inte ens vilka fotograferna är. Jag hoppas jag blir förlåten och att man kan se detta som liten annons för trakten.
Húsmóðirin á Sólvöllum sem er Valdís amma fær kærar þakkir fyrir nestið og allar veitingarnar í dag. Líklega losnaði hún við að grilla. Annars er það kannski ekki svo slæmt að Valdís þurfi að þjóna öllum alltaf, en hún er þó tryggðin sjálf sem húsmóðir á Sólvöllum.
Ps. Nokkrar myndanna eru teknar hingað og þangað af Google og ég sé einu sinni ekki hverjir ljósmyndararnir eru. Ég vona að þeir fyrirgefi mér og allir geti litið á þetta sem svolitla auglýsingu fyrir héraðið.
Några av bilderna har jag tagit från Google och jag vet inte ens vilka fotograferna är. Jag hoppas jag blir förlåten och att man kan se detta som liten annons för trakten.
I dag læðist ég svolítið á tánum
Valdís hefur verið slæm í bakinu í nokkra daga eða þannig að næturnar hafa verið erfiðar. Meðan hún hefur verið á rölti hefur hún ekki kvartað svo mikið, en ég hef heyrt stunur og óróleika á nóttunni sem hefur verið til vitnis um að ekki er allt sem skyldi. En í dag vona ég að það verði þáttaskil. Hún var nefnilega hjá honum Magnus Eliason naprapat, eða hnykki, eða hvað það nú heitir. Magnus er galdramaður og hann nuddar sjálfur eða lætur nudda fyrir sig og svo hnykkir hann og teygir á og það brakar í liðum og kannski stynur fólk, en þegar fólk stynur er Magnus þegar búinn að framkvæma galdrabrögð sín þannig að það eiginlega tekur ekki að byrja á því að stynja. Hins vegar þegar hann fer með fingur inn á milli vöðva er það kannski ekki svo sérstaklega notalegt en það virðist borga sig að taka þátt í þessu. Það skilar árangri.
Við byrjuðum á því að fara með bílinn í þjónustu hjá Ford inn í Marieberg. Þaðan fórum við á einnhverri svo ótrúlega pínulítilli Ford pútu sem verkstæðið lánaði okkur og þaðan inn í kjallarann í Krämaren sem er eiginlega hjartað í miðbænum í Örebro. Upp á jarðhæðinni þar fékk Valdís sér kaffibolla en ég hringdi í hann Hans sem á heima á næst efstu hæðinni í Krämaren. Hans er ellilífeyrisþegi eins og sumir aðrir og býr einsamall í íbúð þarna uppi. Ég bauð honum að koma niður á jarðhæðina og sitja yfir kaffibolla meðan Valdís væri hjá galdramanninum. Innan tíðar var Hans kominn niður á jarðhæðina og við fengum okkur girnilegar rækjubrauðsneiðar en Valdís fór yfir eina götu og eitt torg og var þá komin yfir til hnykkjarans.
Þarna sátum við Hans í góðu yfirlæti og töluðum um aksturslag fólks, hættur sem finnast á vegunum, bíla, húsbyggingar, fallega staðsetningu Sólvalla, stórkostlega náttúru og svo töluðum við heimspekilega um lífið sem við fengum að gjöf. Stanslaus straumur af fólki var þarna á ferðinni kringum okkur, fólki sem var á ferðinni milli ólíkra verslana sem nóg er af í Krämaren. Þetta fólk fór sér rólega, virtist ekki ana að neinu og það var bara notalegt að sitja þarna og vera mitt í erli dagsins. Hefðum við Hans mátt velja hefðum við slökkt á tónlistinni sem án afláts hélt áfram í einhverjum ósýnilegum hátölurum. Þó að hún væri alls ekki hátt stillt var hún frekar farin að þreyta okkur þegar setan þarna var farin að halla á annan klukkutíma.
Svo kom Valdís. Hún var frekar föl og virtist ekki hafa slappað eins vel af og við Hans. Það var vont! sagði hún. Svo kvöddum við Hans og héldum heim á litlu Ford pútunni. Þegar heim kom fékk Valdís sér súpudisk og lagði sig svo. Það var þess vegna sem ég hef læðst um á tánum því að nú lá hún hreyfingarlaus og ég heyrði aðeins hægan jafnan andardrátt. Það er eins og ég segi; hann Magnus Eliason er æði mikill galdramaður. Hann er líka vaxtarræktarmaður og ósköp þægilegur sem slíkur.
En í gær vorum við á revíu í Fjugesta eins og fram kom í gær. Við urðum býsna hugfangin af því sem þar fór fram. Að vísu var ekki hlaðborð með revíunni eins og ég sagði í gær, heldur voru bornir fram matardiskar í tveimur áföngum, fyrst með köldum réttum og svo með heitum réttum, og kaffi í þriðja áfanganum. En þar á milli voru flutt sekmmtiatriði án afláts. Þessi skemmtiatriði voru allt frá gríni upp í andlegheit, blönduð saman á undravert fínan hátt þannig að skiptin þar á milli voru eins og mjúk undiralda á hafi úti þar sem alls ekki hvítnar í báru. Við byrjuðum að borða af fyrri matardiskinum tíu mínútur fyrir klukkan sjö og síðasta skemmtiatriðinu lauk tíu mínútur fyrir ellefu.
Það var vel haldið á spöðunum þar. Þarna komu einungis fram heimafundnir hæfileikar sem starfa þarna fyrir ánægjuna eina, svona rétt eins og fólk gerir hjá leikfélögunum íslensku. Samt kom þarna fram fólk sem dansaði fallega dansa, flutti grínþætti, talaði saman um andleg málefni og söng með afbrigðum vel Amazing grace, Helga nótt, Ave Maria ásamt mörgu, mörgu öðru. Ég held að ég geti lofað því að Valdís kvartaði ekki undan lélegu baki þá fjóra tíma sem þessi atriði stóðu yfir. Þegar við lögðum af stað heim á leið sagði hún: Við þurfum að gera þetta oftar. Já, sem ellilífeyrisþegar eigum við að geta látið eftir okkur að gera svona oftar.
Að lokum er að finna hér fyrir neðan svolítið um Krämaren í Örebro, gert sérstaklega fyrir þá sem verða hér á ferðinni á næstunni.

Krämaren er tvær 16 hæða háar íbúðablokkir og undir þeim er mörg hundruð fermetra stórt verslunarhúsnæði á tveimur hæðum. Ofan á verslunarhúsnæðinu, umhverfis og milli íbúðarblokkanna er stór, ótrúlega fallegur skrúðgarður sem engum getur dottið í hug að þar sé að finna. Það er einungis Hans að þakka að við vitum um þetta og að við höfum komið þangað.

Kremarinn séður frá öðru sjónarhorni og áhersla lögð á að þar er verslanir að finna.

Verslunargluggi á jarðhæðinni eins og hann getur litið út í jólamánuðinum.
Ég er enginn tölvusnillingur eins og ég hef oft sagt. Þessar myndir bera keim af því. Fyrst ég gat ekki haft þær stærri hefði ég gjarnan viljað skrifa til hægri við þær en það gat ég ekki heldur.
Nú er klukkan á sjöunda tímanum og ég er búinn að sækja bílinn. Eftir að hafa ekið litlu Ford pútunni fann ég vel hversu góðan bíl við eigum. Þegar ég kom heim var hér eldhress kona á stjái og hún gat ekki annað en dáðst að hinni góðu heilsu sinni og hversu mikill munur þetta væri. Hann Magnus er alger snillingur talaði hún um. Já, það er mikil gæfa að það er hægt að finna svona galdramenn.
Þegar sem best var í sumar virtist veturinn víðs, víðs fjarri. Nú er hann kominn með sínum skammdegisdögum og nú örlar á snjókomu. En svo skrýtið sem það nú er, þá einhvern veginn er það allt í lagi. Helsti annmarkinn er að þurfa að aka til og frá vinnu og að þurfa að skilja Valdísi eina eftir heima. Fyrir mitt leyti get ég ekki sagt að ég sé farinn að hlakka til sumarsins en ég veit að sú tilhlökkun mun gera vart við sig innan fárra vikna. Ég veit líka af gamalli reynslu að þegar snjór verður yfir öllu og frostið hrímar í trjánum, þá mun ég hugsa með mér; hvort er fallegra þetta eða góðir, grænir sumardagar. Það er alveg spurning, en eitt er víst; sumardagarnir eru svo yndislega notalegir.
Við byrjuðum á því að fara með bílinn í þjónustu hjá Ford inn í Marieberg. Þaðan fórum við á einnhverri svo ótrúlega pínulítilli Ford pútu sem verkstæðið lánaði okkur og þaðan inn í kjallarann í Krämaren sem er eiginlega hjartað í miðbænum í Örebro. Upp á jarðhæðinni þar fékk Valdís sér kaffibolla en ég hringdi í hann Hans sem á heima á næst efstu hæðinni í Krämaren. Hans er ellilífeyrisþegi eins og sumir aðrir og býr einsamall í íbúð þarna uppi. Ég bauð honum að koma niður á jarðhæðina og sitja yfir kaffibolla meðan Valdís væri hjá galdramanninum. Innan tíðar var Hans kominn niður á jarðhæðina og við fengum okkur girnilegar rækjubrauðsneiðar en Valdís fór yfir eina götu og eitt torg og var þá komin yfir til hnykkjarans.
Þarna sátum við Hans í góðu yfirlæti og töluðum um aksturslag fólks, hættur sem finnast á vegunum, bíla, húsbyggingar, fallega staðsetningu Sólvalla, stórkostlega náttúru og svo töluðum við heimspekilega um lífið sem við fengum að gjöf. Stanslaus straumur af fólki var þarna á ferðinni kringum okkur, fólki sem var á ferðinni milli ólíkra verslana sem nóg er af í Krämaren. Þetta fólk fór sér rólega, virtist ekki ana að neinu og það var bara notalegt að sitja þarna og vera mitt í erli dagsins. Hefðum við Hans mátt velja hefðum við slökkt á tónlistinni sem án afláts hélt áfram í einhverjum ósýnilegum hátölurum. Þó að hún væri alls ekki hátt stillt var hún frekar farin að þreyta okkur þegar setan þarna var farin að halla á annan klukkutíma.
Svo kom Valdís. Hún var frekar föl og virtist ekki hafa slappað eins vel af og við Hans. Það var vont! sagði hún. Svo kvöddum við Hans og héldum heim á litlu Ford pútunni. Þegar heim kom fékk Valdís sér súpudisk og lagði sig svo. Það var þess vegna sem ég hef læðst um á tánum því að nú lá hún hreyfingarlaus og ég heyrði aðeins hægan jafnan andardrátt. Það er eins og ég segi; hann Magnus Eliason er æði mikill galdramaður. Hann er líka vaxtarræktarmaður og ósköp þægilegur sem slíkur.
En í gær vorum við á revíu í Fjugesta eins og fram kom í gær. Við urðum býsna hugfangin af því sem þar fór fram. Að vísu var ekki hlaðborð með revíunni eins og ég sagði í gær, heldur voru bornir fram matardiskar í tveimur áföngum, fyrst með köldum réttum og svo með heitum réttum, og kaffi í þriðja áfanganum. En þar á milli voru flutt sekmmtiatriði án afláts. Þessi skemmtiatriði voru allt frá gríni upp í andlegheit, blönduð saman á undravert fínan hátt þannig að skiptin þar á milli voru eins og mjúk undiralda á hafi úti þar sem alls ekki hvítnar í báru. Við byrjuðum að borða af fyrri matardiskinum tíu mínútur fyrir klukkan sjö og síðasta skemmtiatriðinu lauk tíu mínútur fyrir ellefu.
Það var vel haldið á spöðunum þar. Þarna komu einungis fram heimafundnir hæfileikar sem starfa þarna fyrir ánægjuna eina, svona rétt eins og fólk gerir hjá leikfélögunum íslensku. Samt kom þarna fram fólk sem dansaði fallega dansa, flutti grínþætti, talaði saman um andleg málefni og söng með afbrigðum vel Amazing grace, Helga nótt, Ave Maria ásamt mörgu, mörgu öðru. Ég held að ég geti lofað því að Valdís kvartaði ekki undan lélegu baki þá fjóra tíma sem þessi atriði stóðu yfir. Þegar við lögðum af stað heim á leið sagði hún: Við þurfum að gera þetta oftar. Já, sem ellilífeyrisþegar eigum við að geta látið eftir okkur að gera svona oftar.
Að lokum er að finna hér fyrir neðan svolítið um Krämaren í Örebro, gert sérstaklega fyrir þá sem verða hér á ferðinni á næstunni.

Krämaren er tvær 16 hæða háar íbúðablokkir og undir þeim er mörg hundruð fermetra stórt verslunarhúsnæði á tveimur hæðum. Ofan á verslunarhúsnæðinu, umhverfis og milli íbúðarblokkanna er stór, ótrúlega fallegur skrúðgarður sem engum getur dottið í hug að þar sé að finna. Það er einungis Hans að þakka að við vitum um þetta og að við höfum komið þangað.

Kremarinn séður frá öðru sjónarhorni og áhersla lögð á að þar er verslanir að finna.

Verslunargluggi á jarðhæðinni eins og hann getur litið út í jólamánuðinum.
Ég er enginn tölvusnillingur eins og ég hef oft sagt. Þessar myndir bera keim af því. Fyrst ég gat ekki haft þær stærri hefði ég gjarnan viljað skrifa til hægri við þær en það gat ég ekki heldur.
Nú er klukkan á sjöunda tímanum og ég er búinn að sækja bílinn. Eftir að hafa ekið litlu Ford pútunni fann ég vel hversu góðan bíl við eigum. Þegar ég kom heim var hér eldhress kona á stjái og hún gat ekki annað en dáðst að hinni góðu heilsu sinni og hversu mikill munur þetta væri. Hann Magnus er alger snillingur talaði hún um. Já, það er mikil gæfa að það er hægt að finna svona galdramenn.
Þegar sem best var í sumar virtist veturinn víðs, víðs fjarri. Nú er hann kominn með sínum skammdegisdögum og nú örlar á snjókomu. En svo skrýtið sem það nú er, þá einhvern veginn er það allt í lagi. Helsti annmarkinn er að þurfa að aka til og frá vinnu og að þurfa að skilja Valdísi eina eftir heima. Fyrir mitt leyti get ég ekki sagt að ég sé farinn að hlakka til sumarsins en ég veit að sú tilhlökkun mun gera vart við sig innan fárra vikna. Ég veit líka af gamalli reynslu að þegar snjór verður yfir öllu og frostið hrímar í trjánum, þá mun ég hugsa með mér; hvort er fallegra þetta eða góðir, grænir sumardagar. Það er alveg spurning, en eitt er víst; sumardagarnir eru svo yndislega notalegir.
Ég spyr mig hvort þetta geti staðist
Ég bloggaði um það í gær þegar ég var að gera við raflögn á hænsnakofanum á Kálfafelli. Ekki man ég hvort það yfir höfuð var ljós í kofanum, en það var alla vega staur á gaflinum á þessu húsi sem var hlaðið úr torfi og grjóti en framgaflinn var klæddur með viði eða bárujárni. Ekki man ég hvort heldur var. Á staurnum var útiljós. Svona staurar voru á framgöflunum á fleiri húsum sem stóðu þarna í röð og á milli þeirra var tvíþætt snúin leiðsla í einangruðum kápum. Þannig leit það út á Kálfafelli fyrir 60 árum síðan og meira. Mig grunar að það hafi verið eins gott að það var jafnstraumur sem heimilisrafstöðvarnar framleiddu á þessum árum. Að fá í sig straum var ekki svo rosalega alvarlegt en víst tók maður gríðarlegt viðbragð ef maður var of nærgöngull við vafasamna staði og þóttist svo maður að meiri á eftir.
Eftir að ég lagði mig í gærkvöldi var ég að velta þessu fyrir mér. Var það mögulegt að ég hefði verið að sýsla við svona hluti þegar ég var tólf ára. Alla vega var ég ekki eldri en þrettán ára og miða ég þá við það þegar ég byrjaði í Skógum. Þetta var fyrir þann tíma. En þegar við erum ung tökum við ótrúlega vel eftir. Ég man eftir því að strákapollar stálu strætisvagni á Rauðasandi í Reykjavík og óku um á honum. Þeir höfðu stundað það að horfa á strætisvagnabílstjóra í akstri og lærðu þannig að framkvæma þetta prakkarastrik. Sigfús á Geirlandi kom öðru hvoru til að vinna í rafmagni heima. Ég man eftir að ég var rosalega forvitinn og horfði mikið á hann vinna.
Einhvern tíma var hann að vinna við súgþurrkunina á Kálfafelli og þar bograði hann sveittur yfir mótornum að ég held. Svo sáum við flugu skríða á skallanum á honum og þar sem við systkinin voru vön að slá til þeirra, þá spáðum við í að slá til flugunnar sem dundaði sér á hnakkanum á Sigfúsi. Ekki man ég hver var með mér í þessum hugleiðingum sem voru kannski ekki hugsaðar í alvöru, heldur sem eitthvað sniðugt. Flugan fékk að lifa áfram og við gerðum Sigfúsi ekki bilt við.
En sannleikurinn er sá að það er ótrúlegt hvað börn geta lært ef þau eru í návígi við raunveruleikann, eins og til dæmis strákarnir sem tóku strætisvagn og fóru á rúntinn. Eitt sinn bilaði díselolíudælan í fyrstu dráttarvélinni á Kálfafelli. Þeir komu frá Hruna, Elías og Baldvin, og rifu það sem rífa þurfti til að komast að dælunni og lagfæra á henni ákveðna stillingu. Við Stefán bróðir vorum áhorfendur að þessu og ég veit varla hvort mitt nef eða nef þeirra Elíasar og Baldvins komu nær þessu hjarta dráttarvélarinnar meðan verkið stóð yfir. Svo var vélin sett saman á ný og gekk svo eins og klukka.
Einhverjum mánuðum síðar gaf dælan sig aftur. Þá ræddum við Stefán um það hvort við gætum gert þetta sjálfir og svo gerðum við það sjálfir. Það voru margar skrúfur og rær að leggja til hliðar og margir smá hlutir sem þurfti að losa. Svo lagfærðum við stillinguna og settum saman á ný. Dráttarvélin gekk svo eins og klukka. Ég held að ég fari rétt með að þetta gerðum við tvisvar sinnum. Núna get ég skipt milli vetrar- og sumarhjóla undir bílnum, bætt vökva á rúðupissið og hugað að mótorolíunni. Svo er það upptalið.
Fyrir nokkrum árum áttum við Renó laguna. Ég hélt um tíma að þetta gæti orðið bíll sem við ættum lengi. Svo var eins og ýmislegt væri farið að gefa sig samtímis og ég varð mjög óöruggur. Ég fór því á Volvóverkstæðið í Örebro og sagði við bílasalann Carl-Henrik að ég væri í vandræðum með bílinn. Við vorum þá orðnir svolítið kunnugir. Við látum Leif líta á bílinn sagði Carl-Henrik og litlu síðar fór Leif með bílinn inn á lyftu og skoðaði hann nákvæmlega. Leif þessi var mjög traustvekjandi maður og þó að hann ynni jú fyrir Volvó taldi ég að ég gæti ekki annað en treyst honum. Svo settist ég í mjúka skinnklædda stóla sem eru gerðir fyrir þá sem bíða.
Eftir einhvern klukkutíma gekk Leif ákveðnum skrefum þvert yfir gólfið í bílasalnum og stefndi á skrifstofu Carls-Henriks. Ég gekk röskum skrefum í veg fyrir hann og spurði hvernig honum hefði litist á bílinn. Leif stoppaði þarna mitt á gólfinu, horfði á mig ofan frá og niður og svo upp aftur. Svo sagði hann stillilega en ákveðið: Ég sé að þú ert enginn maður sem liggur á bílskúrsgólfinu og gerir við bíla. Losaðu þig við bílinn strax og láttu einhverja stráka um að halda honum gangandi. Þeir hafa gaman af því og hafa ekki efni á að kaupa nýrri bíla. Þann dag ákváðum við í samráði við Carl-Henrik að kaupa okkar fyrsta nýja bíl.
Nýr yfirmaður í Vornesi sagði frá því um daginn að hann hefði verið búinn að kaupa nýjan farsíma. Hann settist niður heima til að stilla símann eins og hann vildi hafa hann, dagsetning, letur og hitt og þetta annað. Hann byrjaði að lesa leiðbeiningabókina og pikka þess á milli á símann með vísifingri. Pabbi, sagði tólf ára gömul dóttir hans, láttu mig hafa símann aðeins. Svo tók hún símann og framkvæmdi allar stillingarnar fyrir pabba sinn með þumalfingri, án þess að lesa eitt einasta orð taldi hann. Svo rétti hún pabba sínum símann og sagði: Gerðu svo vel, hann er tilbúinn.
Og tveggja ára barnabarnið Hannes Guðjón er farinn að velja sjálfur barnamyndir á I-Pad. Það eru líka margir mánuðir síðan hann tók ryksugusnúruna þegar ryksugan fór ekki í gang og gekk með hana að næsta tengli. Það verður ekki langt í að hann fari að draga okkur afa og ömmu að landi þegar við ströndum með tölvuna okkar.
Það ef margt sem ég gerði áður sem mér finnst ég alls ekki kunna í dag. Hins vegar geri ég líka hluti í dag sem ég var alls ekki fær um áður og mér finnst ég gera afar mikilvæga hluti í dag sem voru mér algerlega huldir áður. Eitt sinn hitti ég enskan miðil og sú kona sagði mér furðulega hluti. Kannski ég ætti að blogga um það áður en ég verð gamall maður.
Eftir að ég lagði mig í gærkvöldi var ég að velta þessu fyrir mér. Var það mögulegt að ég hefði verið að sýsla við svona hluti þegar ég var tólf ára. Alla vega var ég ekki eldri en þrettán ára og miða ég þá við það þegar ég byrjaði í Skógum. Þetta var fyrir þann tíma. En þegar við erum ung tökum við ótrúlega vel eftir. Ég man eftir því að strákapollar stálu strætisvagni á Rauðasandi í Reykjavík og óku um á honum. Þeir höfðu stundað það að horfa á strætisvagnabílstjóra í akstri og lærðu þannig að framkvæma þetta prakkarastrik. Sigfús á Geirlandi kom öðru hvoru til að vinna í rafmagni heima. Ég man eftir að ég var rosalega forvitinn og horfði mikið á hann vinna.
Einhvern tíma var hann að vinna við súgþurrkunina á Kálfafelli og þar bograði hann sveittur yfir mótornum að ég held. Svo sáum við flugu skríða á skallanum á honum og þar sem við systkinin voru vön að slá til þeirra, þá spáðum við í að slá til flugunnar sem dundaði sér á hnakkanum á Sigfúsi. Ekki man ég hver var með mér í þessum hugleiðingum sem voru kannski ekki hugsaðar í alvöru, heldur sem eitthvað sniðugt. Flugan fékk að lifa áfram og við gerðum Sigfúsi ekki bilt við.
En sannleikurinn er sá að það er ótrúlegt hvað börn geta lært ef þau eru í návígi við raunveruleikann, eins og til dæmis strákarnir sem tóku strætisvagn og fóru á rúntinn. Eitt sinn bilaði díselolíudælan í fyrstu dráttarvélinni á Kálfafelli. Þeir komu frá Hruna, Elías og Baldvin, og rifu það sem rífa þurfti til að komast að dælunni og lagfæra á henni ákveðna stillingu. Við Stefán bróðir vorum áhorfendur að þessu og ég veit varla hvort mitt nef eða nef þeirra Elíasar og Baldvins komu nær þessu hjarta dráttarvélarinnar meðan verkið stóð yfir. Svo var vélin sett saman á ný og gekk svo eins og klukka.
Einhverjum mánuðum síðar gaf dælan sig aftur. Þá ræddum við Stefán um það hvort við gætum gert þetta sjálfir og svo gerðum við það sjálfir. Það voru margar skrúfur og rær að leggja til hliðar og margir smá hlutir sem þurfti að losa. Svo lagfærðum við stillinguna og settum saman á ný. Dráttarvélin gekk svo eins og klukka. Ég held að ég fari rétt með að þetta gerðum við tvisvar sinnum. Núna get ég skipt milli vetrar- og sumarhjóla undir bílnum, bætt vökva á rúðupissið og hugað að mótorolíunni. Svo er það upptalið.
Fyrir nokkrum árum áttum við Renó laguna. Ég hélt um tíma að þetta gæti orðið bíll sem við ættum lengi. Svo var eins og ýmislegt væri farið að gefa sig samtímis og ég varð mjög óöruggur. Ég fór því á Volvóverkstæðið í Örebro og sagði við bílasalann Carl-Henrik að ég væri í vandræðum með bílinn. Við vorum þá orðnir svolítið kunnugir. Við látum Leif líta á bílinn sagði Carl-Henrik og litlu síðar fór Leif með bílinn inn á lyftu og skoðaði hann nákvæmlega. Leif þessi var mjög traustvekjandi maður og þó að hann ynni jú fyrir Volvó taldi ég að ég gæti ekki annað en treyst honum. Svo settist ég í mjúka skinnklædda stóla sem eru gerðir fyrir þá sem bíða.
Eftir einhvern klukkutíma gekk Leif ákveðnum skrefum þvert yfir gólfið í bílasalnum og stefndi á skrifstofu Carls-Henriks. Ég gekk röskum skrefum í veg fyrir hann og spurði hvernig honum hefði litist á bílinn. Leif stoppaði þarna mitt á gólfinu, horfði á mig ofan frá og niður og svo upp aftur. Svo sagði hann stillilega en ákveðið: Ég sé að þú ert enginn maður sem liggur á bílskúrsgólfinu og gerir við bíla. Losaðu þig við bílinn strax og láttu einhverja stráka um að halda honum gangandi. Þeir hafa gaman af því og hafa ekki efni á að kaupa nýrri bíla. Þann dag ákváðum við í samráði við Carl-Henrik að kaupa okkar fyrsta nýja bíl.
Nýr yfirmaður í Vornesi sagði frá því um daginn að hann hefði verið búinn að kaupa nýjan farsíma. Hann settist niður heima til að stilla símann eins og hann vildi hafa hann, dagsetning, letur og hitt og þetta annað. Hann byrjaði að lesa leiðbeiningabókina og pikka þess á milli á símann með vísifingri. Pabbi, sagði tólf ára gömul dóttir hans, láttu mig hafa símann aðeins. Svo tók hún símann og framkvæmdi allar stillingarnar fyrir pabba sinn með þumalfingri, án þess að lesa eitt einasta orð taldi hann. Svo rétti hún pabba sínum símann og sagði: Gerðu svo vel, hann er tilbúinn.
Og tveggja ára barnabarnið Hannes Guðjón er farinn að velja sjálfur barnamyndir á I-Pad. Það eru líka margir mánuðir síðan hann tók ryksugusnúruna þegar ryksugan fór ekki í gang og gekk með hana að næsta tengli. Það verður ekki langt í að hann fari að draga okkur afa og ömmu að landi þegar við ströndum með tölvuna okkar.
Það ef margt sem ég gerði áður sem mér finnst ég alls ekki kunna í dag. Hins vegar geri ég líka hluti í dag sem ég var alls ekki fær um áður og mér finnst ég gera afar mikilvæga hluti í dag sem voru mér algerlega huldir áður. Eitt sinn hitti ég enskan miðil og sú kona sagði mér furðulega hluti. Kannski ég ætti að blogga um það áður en ég verð gamall maður.
Sumt ber mér að forðast
Það lágu pakkar hingað og þangað hér heima í morgun og eftir morgunverð sagði ég að nú færum við með pakkana í póst. Þurfum við noookkuð að gera það núna, sagði Valdís. Af því að hún dró seiminn vissi ég að hún vildi nú helst af öllu gera það "núna". Svo fórum við með pakkana út í bíl og svo til verslunarinnar Colorama í Fjugesta sem sér um pósthúsið þar. Það er svolítið vafstur að senda nokkra pakka til útlanda en svo var það búið og við bæði ánægð.
Þegar við komum heim fórum við beint í að setja ljósalengju upp í hestkastaníutréð sunnan við húsið, ljósalengju sem við keyptun einmitt í Colorama á fimmtudaginn var. Við keyptum tíu m langa ljósalengju og viðeigandi rafbúnað til að geta sett hana upp. Við héldum að tíu metrar væri heil mikið. Svo jókst rigningin sem hafði byrjað áður en við lögðum af stað til Fjugesta og við urðum mátulega blaut. Það var í þetta skiptið eins og venjulega þegar eitthvað verk er tilbúið hér á bæ; að ganga nokkur skref aftur á bak og líta á árangurinn. En það var ekki mikið að líta á, það var bara hallærislegt. Tíu metrar var ekki neitt, neitt. Við meigum nú kaupa tíu metra til viðbótar ef við viljum verða Íslandi til sóma hér í austurbyggð.
Svo dreif ég í því að bera inn nokkra tugi kílóvatta af viði til að nota til upphitunar næstu dagana. Viðurinn sem ég bar inn í dag var að mestu leyti viður úr gamla gólfinu sem við hentum út í snjóinn í byrjun febrúar síðastliðinn. Svo var ekki eftir neinu að bíða. Ég þurfti að setja lausan rofa á lampasnúru, en allt sem viðvíkur rafmagni finnst mér vera fyrir rafvirkja. Samt sem áður sneri ég mér galvaskur að þessu verki og gerði það snyrtilega og svo ég tali nú ekki um að ég gerði það vandlega. Valdís var að strauja þvott og ég bað hana að vera við búna, ég ætlaði að prufa. Svo stakk ég klónni í tengilinn og það kom blossi og ljósin dóu.
Ekkert öryggi hafði slegið út í nýju töflunni okkar svo að ég fór með vasaljós og 16 ampera öryggi út að staur eins og við segjum. Ég skipti um eitt af öryggjunum þar og þar með var rafmagnið komið á. Ég ætlaði að finna tvö krónutengi eins og ég held að þau hafi verið kölluð í gamla daga og tengja endana svo saman án rofa. Samt leit ég vandlega inn í rofann áður en ég byrjaði á því og viti menn. Ég var alveg hand viss um að ég hafði gert rétt en mér sýndist sem svo að smá málmtengi sem hékk við rofann hefði snert tvo póla. Svartur blettur gaf það til kynna.
Valdís, vertu viðbúinn sagði ég öðru sinni og stakk klónni aftur í tengilinn og passaði að þetta tengi yrði ekki til neins skaða að þessu sinni. Og viti menn; það varð ljós en ekki bara blossi. Samt er það nú svo að viss verk eru fyrir rafvirkja en ég á ekki að sýsla við það sem mér fer ekki vel úr hendi. Það er auðmýkt og góður siður að viðurkenna takmarkanir sínar. Sumt fer mér vel úr hendi og annað síður eða illa.
Ég virði það oft fyrir mér hvernig ég bregst við vissum hlutum. Meðan ég var að skipta um öryggið í staurnum hugsaði ég út í það að mér féll ekki einu sinni blótsyrði af vörum þegar rafmagnið fór. Hefði þetta verið fyrir 25 árum hefði ég væntanlega gert það og fundið út að einhverju eða einhverjum væri um að kenna. Ég nennti því ekki í dag. Það er auðvitað ekki þess virði að fara í fýlu út af einu gamaldags öryggi því að þá sýni ég bara að ég hef aldrei orðið fullorðinn. En svo var það nú að ég gat farið í fýlu út af svona hlutum fyrir aldarfjórðungi vegna þess að ég hafði ekki orðið fullorðinn á vissum sviðum. Það var ástæða fyrir því. Ég er vel meðvitaður um það.
Að vísu finnst mér að svo einfaldir hlutir sem venjulegir rofar séu alls ekki eins einfaldir dag og þegar ég var að gera við rafmagnsleiðslu 1954. Þá gat ég líka lent í smá klípu eins og ég lenti í í dag. Ég var tólf ára en vissi þó afskaplega vel að maður klippir ekki tvær leiðslur í sundur samtímis þegar rafmagnið er á. En það var einmitt það sem ég gerði þegar ég var að gera við rafmagnið í hænsnakofann á Kálfafelli 1954. Það kom ægilegur blossi, blossi sem mér fannst líkjast sól á heiðskýrum himni. Mér féllust hendur og varð alveg stein hissa á því að ég skyldi hafa klippt á báðar leiðslurnar samtímis. Kannski var ég samt betri rafvirki þegar ég var tólf ára.
Svo gekk ég inn í bæ. Þá hafði nágrannabóndinn verið að hringja og var undrandi yfir því að rafmagnið hefði horfið eitt andartak, augnabliki áður en hann hringdi. Ég setti upp sakleysissvipinn, ráfaði rólega um húsið og sagði alls ekki frá því að ég hefði verið að gera við rafmagnsleiðslu. Mér var órótt um stund, kannski daglangt. Svo kláraði ég viðgerðina án þess að nokkur veitti athöfnum mínum athygli. Ég var alls ekki óvanur að gera svona smá viðgerðir á og í útihúsum í þá daga, en þá var heimilisrafstöð í notkun á Kálfafelli og tveimur öðrum bæjum.
Það varð einn lítill eftirmáli í framhaldi af þessu. Á þessum árum vann Sveinn bróðir á rafvélaverkstæðinu Volta á Norðurstíg í Reykjavík. Hann átti nokkur verkfæri sem hann geymdi upp á lofti heima og notaði gjarnan þegar hann var á ferð. Þar á meðal var mjög fín og ábyggilega vönduð töng, töng sem ég notaði við áðurnefnda viðgerð. Það brann stórt skarð í töngina þegar ég klippti á leiðslurnar. Svo var Sveinn á ferðinni og var að laga eitthvað varðandi rafmagnið innan húss. Viltu sækja fyrir mig töngina með langa kjaftinum, sagði Sveinn við mig. Ég kólnaði upp. Svo rétti ég honum töngina, hálf stjarfur, en lét ekki á neinu bera. Þegar hann tók við tönginni sagði hann rólega: það hefur einhver verið að rafsjóða. Svo sagði hann ekki meir. Þá þótti mér afar vænt um Svein.
Það var sjálfsagt einum 20 árum seinna sem við Valdís og börn vorum í heimsókn á Kálfafelli. Pabbi bað mig að hjálpa sér eitthvað upp á lofti og við baukuðum eitthvað sem hann langaði að koma í verk. Hann lék á alls oddi og hafði ábyggilega gaman af að við skyldum vera þarna saman að sýsla. Þá datt mér í hug að segja honum frá þesu með töngina sem ég og gerði. Pabbi hló svo mikið að þessu að ég held að ég hafi sjaldan séð hann hlæja svo mikið og innilega. Sérstaklega fannst homum hlægilegt þetta með nágrannabóndann, að hann hafði hringt og hvernig ég hafði reynt að sýna rósemi svo að enginn grunaði mig um græsku.
Ja, hérnana hér. Áður en ég lauk við að skrifa þetta bauð hún Valdís upp á svo góðar lambakótilettur. Lyktin var búin að gera mig svangan þannig að þær urðu ennþá betri fyrir vikið. Annað kvöld förum við á jólaborð og revíu í Fjugesta. Það eru smá viðburðir í sveitinni líka.



Það eru tæpar þrjár vikur fram að vetrarsólstöðum. Litlu síðar fer að birta á ný og svo vorar með lífi og nýjum ævintýrum.
Þegar við komum heim fórum við beint í að setja ljósalengju upp í hestkastaníutréð sunnan við húsið, ljósalengju sem við keyptun einmitt í Colorama á fimmtudaginn var. Við keyptum tíu m langa ljósalengju og viðeigandi rafbúnað til að geta sett hana upp. Við héldum að tíu metrar væri heil mikið. Svo jókst rigningin sem hafði byrjað áður en við lögðum af stað til Fjugesta og við urðum mátulega blaut. Það var í þetta skiptið eins og venjulega þegar eitthvað verk er tilbúið hér á bæ; að ganga nokkur skref aftur á bak og líta á árangurinn. En það var ekki mikið að líta á, það var bara hallærislegt. Tíu metrar var ekki neitt, neitt. Við meigum nú kaupa tíu metra til viðbótar ef við viljum verða Íslandi til sóma hér í austurbyggð.
Svo dreif ég í því að bera inn nokkra tugi kílóvatta af viði til að nota til upphitunar næstu dagana. Viðurinn sem ég bar inn í dag var að mestu leyti viður úr gamla gólfinu sem við hentum út í snjóinn í byrjun febrúar síðastliðinn. Svo var ekki eftir neinu að bíða. Ég þurfti að setja lausan rofa á lampasnúru, en allt sem viðvíkur rafmagni finnst mér vera fyrir rafvirkja. Samt sem áður sneri ég mér galvaskur að þessu verki og gerði það snyrtilega og svo ég tali nú ekki um að ég gerði það vandlega. Valdís var að strauja þvott og ég bað hana að vera við búna, ég ætlaði að prufa. Svo stakk ég klónni í tengilinn og það kom blossi og ljósin dóu.
Ekkert öryggi hafði slegið út í nýju töflunni okkar svo að ég fór með vasaljós og 16 ampera öryggi út að staur eins og við segjum. Ég skipti um eitt af öryggjunum þar og þar með var rafmagnið komið á. Ég ætlaði að finna tvö krónutengi eins og ég held að þau hafi verið kölluð í gamla daga og tengja endana svo saman án rofa. Samt leit ég vandlega inn í rofann áður en ég byrjaði á því og viti menn. Ég var alveg hand viss um að ég hafði gert rétt en mér sýndist sem svo að smá málmtengi sem hékk við rofann hefði snert tvo póla. Svartur blettur gaf það til kynna.
Valdís, vertu viðbúinn sagði ég öðru sinni og stakk klónni aftur í tengilinn og passaði að þetta tengi yrði ekki til neins skaða að þessu sinni. Og viti menn; það varð ljós en ekki bara blossi. Samt er það nú svo að viss verk eru fyrir rafvirkja en ég á ekki að sýsla við það sem mér fer ekki vel úr hendi. Það er auðmýkt og góður siður að viðurkenna takmarkanir sínar. Sumt fer mér vel úr hendi og annað síður eða illa.
Ég virði það oft fyrir mér hvernig ég bregst við vissum hlutum. Meðan ég var að skipta um öryggið í staurnum hugsaði ég út í það að mér féll ekki einu sinni blótsyrði af vörum þegar rafmagnið fór. Hefði þetta verið fyrir 25 árum hefði ég væntanlega gert það og fundið út að einhverju eða einhverjum væri um að kenna. Ég nennti því ekki í dag. Það er auðvitað ekki þess virði að fara í fýlu út af einu gamaldags öryggi því að þá sýni ég bara að ég hef aldrei orðið fullorðinn. En svo var það nú að ég gat farið í fýlu út af svona hlutum fyrir aldarfjórðungi vegna þess að ég hafði ekki orðið fullorðinn á vissum sviðum. Það var ástæða fyrir því. Ég er vel meðvitaður um það.
Að vísu finnst mér að svo einfaldir hlutir sem venjulegir rofar séu alls ekki eins einfaldir dag og þegar ég var að gera við rafmagnsleiðslu 1954. Þá gat ég líka lent í smá klípu eins og ég lenti í í dag. Ég var tólf ára en vissi þó afskaplega vel að maður klippir ekki tvær leiðslur í sundur samtímis þegar rafmagnið er á. En það var einmitt það sem ég gerði þegar ég var að gera við rafmagnið í hænsnakofann á Kálfafelli 1954. Það kom ægilegur blossi, blossi sem mér fannst líkjast sól á heiðskýrum himni. Mér féllust hendur og varð alveg stein hissa á því að ég skyldi hafa klippt á báðar leiðslurnar samtímis. Kannski var ég samt betri rafvirki þegar ég var tólf ára.
Svo gekk ég inn í bæ. Þá hafði nágrannabóndinn verið að hringja og var undrandi yfir því að rafmagnið hefði horfið eitt andartak, augnabliki áður en hann hringdi. Ég setti upp sakleysissvipinn, ráfaði rólega um húsið og sagði alls ekki frá því að ég hefði verið að gera við rafmagnsleiðslu. Mér var órótt um stund, kannski daglangt. Svo kláraði ég viðgerðina án þess að nokkur veitti athöfnum mínum athygli. Ég var alls ekki óvanur að gera svona smá viðgerðir á og í útihúsum í þá daga, en þá var heimilisrafstöð í notkun á Kálfafelli og tveimur öðrum bæjum.
Það varð einn lítill eftirmáli í framhaldi af þessu. Á þessum árum vann Sveinn bróðir á rafvélaverkstæðinu Volta á Norðurstíg í Reykjavík. Hann átti nokkur verkfæri sem hann geymdi upp á lofti heima og notaði gjarnan þegar hann var á ferð. Þar á meðal var mjög fín og ábyggilega vönduð töng, töng sem ég notaði við áðurnefnda viðgerð. Það brann stórt skarð í töngina þegar ég klippti á leiðslurnar. Svo var Sveinn á ferðinni og var að laga eitthvað varðandi rafmagnið innan húss. Viltu sækja fyrir mig töngina með langa kjaftinum, sagði Sveinn við mig. Ég kólnaði upp. Svo rétti ég honum töngina, hálf stjarfur, en lét ekki á neinu bera. Þegar hann tók við tönginni sagði hann rólega: það hefur einhver verið að rafsjóða. Svo sagði hann ekki meir. Þá þótti mér afar vænt um Svein.
Það var sjálfsagt einum 20 árum seinna sem við Valdís og börn vorum í heimsókn á Kálfafelli. Pabbi bað mig að hjálpa sér eitthvað upp á lofti og við baukuðum eitthvað sem hann langaði að koma í verk. Hann lék á alls oddi og hafði ábyggilega gaman af að við skyldum vera þarna saman að sýsla. Þá datt mér í hug að segja honum frá þesu með töngina sem ég og gerði. Pabbi hló svo mikið að þessu að ég held að ég hafi sjaldan séð hann hlæja svo mikið og innilega. Sérstaklega fannst homum hlægilegt þetta með nágrannabóndann, að hann hafði hringt og hvernig ég hafði reynt að sýna rósemi svo að enginn grunaði mig um græsku.
Ja, hérnana hér. Áður en ég lauk við að skrifa þetta bauð hún Valdís upp á svo góðar lambakótilettur. Lyktin var búin að gera mig svangan þannig að þær urðu ennþá betri fyrir vikið. Annað kvöld förum við á jólaborð og revíu í Fjugesta. Það eru smá viðburðir í sveitinni líka.



Það eru tæpar þrjár vikur fram að vetrarsólstöðum. Litlu síðar fer að birta á ný og svo vorar með lífi og nýjum ævintýrum.
Jólin sungin inn í Krekklingekirkju
Kirkjan okkar heitir Krekklingekirkja (Kräcklingekyrka). Þar var konsert í kvöld sem kallast "að syngja inn jólin" þar sem nú er komin aðventa. Fram komu tveir "Hafa það gott kórar" og þar með kórinn hennar Valdísar. Kirkjan var full af fólki og það má segja að þetta var að stórum hluta fjöldasöngur. Ég verð að segja það að Svíar eru duglegir við að syngja. Ég sat frekar framarlega í kirkjunni og þegar það var fjöldasöngur dundi mjög sterkur söngur að baki mér en framan við okkur voru kórarnir. Já, þetta var nú skemmtileg blanda.
Ég harmaði næstum að ég var ekki alinn upp við söng. Þegar ég er meðal fólks þar sem nákvæmlega allir syngja fullum hálsi, þá finnst mér erfitt að vera ekki svolítill söngvari líka. Meira að segja hluti þeirra sem sungu í fjöldasöngnum að baki mér rödduðu sönginn. Ég vil ekki segja að ég hafi verið öfundsjúkur, en það var þó á mörkunum ef ég er alveg heiðarlegur, og þetta er ekki í fyrsta skipti. Svo er annað við svona tækifæri sem ég dáist að. Allt í einu kemur fólk úr sal og gengur fram með ólík hljóðfæri og spilar og syngur. Svo fer það í sæti sín og stuttu seinna kemur fram annað fólk úr sal með enn önnur hljóðfæri. Þannig var þessi konsert lífgaður upp með sérstökum atriðum. Það var mikið um svona óvæntar uppákomur í kirkjunni okkar í Örebro meðan við vorum þar.

Svona geta tveir "Hafa það gott kórar" litið út þegar jólin eru sungin inn í sænskri kirkju. Myndavélin réði nú illa við aðstæðurnar, en það má þó greina Valdísi aftan til í kórnum fyrir miðri altaristöflunni.

Svo dró ég svoítið að til að ná KiddaVillasysturinni frá Hrísey betur fram á myndinni. Það varð auðvitað á kostnað myndgæðanna sem ekki voru of góð fyrir. Nú er Valdís nokkuð til vinstri á myndinni bakatil.
Þetta var alveg frábær slökun eftir langa vinnuhelgi í Vornesi. Svo fengu allir kaffi og kökur á eftir.
Ég harmaði næstum að ég var ekki alinn upp við söng. Þegar ég er meðal fólks þar sem nákvæmlega allir syngja fullum hálsi, þá finnst mér erfitt að vera ekki svolítill söngvari líka. Meira að segja hluti þeirra sem sungu í fjöldasöngnum að baki mér rödduðu sönginn. Ég vil ekki segja að ég hafi verið öfundsjúkur, en það var þó á mörkunum ef ég er alveg heiðarlegur, og þetta er ekki í fyrsta skipti. Svo er annað við svona tækifæri sem ég dáist að. Allt í einu kemur fólk úr sal og gengur fram með ólík hljóðfæri og spilar og syngur. Svo fer það í sæti sín og stuttu seinna kemur fram annað fólk úr sal með enn önnur hljóðfæri. Þannig var þessi konsert lífgaður upp með sérstökum atriðum. Það var mikið um svona óvæntar uppákomur í kirkjunni okkar í Örebro meðan við vorum þar.

Svona geta tveir "Hafa það gott kórar" litið út þegar jólin eru sungin inn í sænskri kirkju. Myndavélin réði nú illa við aðstæðurnar, en það má þó greina Valdísi aftan til í kórnum fyrir miðri altaristöflunni.

Svo dró ég svoítið að til að ná KiddaVillasysturinni frá Hrísey betur fram á myndinni. Það varð auðvitað á kostnað myndgæðanna sem ekki voru of góð fyrir. Nú er Valdís nokkuð til vinstri á myndinni bakatil.
Þetta var alveg frábær slökun eftir langa vinnuhelgi í Vornesi. Svo fengu allir kaffi og kökur á eftir.
Koppången -miklir snillingar sem lifa meðal okkar
Ég sá á FB um daginn að það er búið að gera íslenskan texta við Koppången og á umslaginu er lagið sagt sænskt þjóðlag. En sannleikurinn er sá að höfundurinn er frá Orsa (Úrsa) í norðvestur Dölunum, Per-Erik Moraeus eller Perre som man säger också, og lagið er alls ekki gamalt. Við Valdís vorum á stórum jólatónleikum í Örebro fyrir nokkrum árum og þar kom fram hljómsveit sem heitir Orsa spelmän. Spelmän eru þeir sem leika á fiðlur. Orsa spelmän eru nokkrir menn sem flestir eru frá Orsa og alla vega þrír þeirra eru bræður og einn þeirra er Perre, höfundur Koppången. Á þessum jólatónleikum lýsti Perre hvernig lagið Koppången varð til. Það sem gerir Orsa spelmän öðruvísi en annað hljómsveitarfólk er að þeir eru yfirleitt klæddir í leðursvuntur þegar þeir koma fram -og svo eru þeir bara algerir snillingar.
Annars er Koppången stórt mýrarsvæði 20 km norður af Orsa, nokkuð sem við Valdís bara verðum að heimsækja þegar ég verð alvöru ellilífeyrisþegi. Þetta svæði þykir mjög sérstakt og er meðal annars vinsælt útivistarsvæði og Perre þótti sem lagið gæti ekki fengið betra nafn við sitt hæfi. Lagið Koppången er séð sem alger perla í Svíþjóð. Hér er svolítið um höfundinn og útivistarsvæðið Koppången.
Koppången
Lagið er séð sem alger perla í Svíþjóð sagði ég. En hún norska Sissel hefur líka spreitt sig á því og tókst vel til eins og hún gerir alltaf.
Sissel syngur Koppången
Hann Kalle Moraeus, einn Orsabræðranna, er landskunnur snillingur og leikur á öll möguleg hljóðfæri. Hér leikur hann lagið Koppången á fiðlu.
Kalle Moraeus leikur Koppången á fiðlu

Hér er mynd af meiri hlutanum af Orsa splmän. Bræðurnir þrír eru til vinstri og höfundur Koppången er næst lengst til vinstri. Maðurinn lengst til hægri er ekki frá Orsa. Hann er lang stærstur enda er hann frá Storviken.
Annars er Koppången stórt mýrarsvæði 20 km norður af Orsa, nokkuð sem við Valdís bara verðum að heimsækja þegar ég verð alvöru ellilífeyrisþegi. Þetta svæði þykir mjög sérstakt og er meðal annars vinsælt útivistarsvæði og Perre þótti sem lagið gæti ekki fengið betra nafn við sitt hæfi. Lagið Koppången er séð sem alger perla í Svíþjóð. Hér er svolítið um höfundinn og útivistarsvæðið Koppången.
Koppången
Lagið er séð sem alger perla í Svíþjóð sagði ég. En hún norska Sissel hefur líka spreitt sig á því og tókst vel til eins og hún gerir alltaf.
Sissel syngur Koppången
Hann Kalle Moraeus, einn Orsabræðranna, er landskunnur snillingur og leikur á öll möguleg hljóðfæri. Hér leikur hann lagið Koppången á fiðlu.
Kalle Moraeus leikur Koppången á fiðlu

Hér er mynd af meiri hlutanum af Orsa splmän. Bræðurnir þrír eru til vinstri og höfundur Koppången er næst lengst til vinstri. Maðurinn lengst til hægri er ekki frá Orsa. Hann er lang stærstur enda er hann frá Storviken.
Fyrsti í aðventu er á leiðinni
Mér ber að fara að leggja mig. Ég fór um hálf tíu í gærmorgun og kom heim um hálf þrjú í dag og svo fer ég aftur á morgun um hálf ellefu. Og hvert er ég þá að fara? Í morgun var ég tvisvar sinnum með 28 manns í einum sal og þar ræddi fólk saman. Fólk sagði frá því hvað hefði farið úrskeiðis í lífinu, hvaða væntingar hefðu brugist og hvers vegna, hvaða annmarka það sæi í sinni egin persónu og hvaða breytingum væri mikilvægast að vinna að nú þegar og í framtíðinni. Þetta fólk á sér drauma um að verða betri mömmur og pabbar, að verða betri bræður eða systur, dætur eða synir, að verða betri þjóðfélagsþegnar. Ég var hjá þessu fólki fyrr í dag og fer til þess aftur á morgun.
Ef öll heimsbyggðin gæti talað saman á þennan hátt væri framtíð barnabarnanna okkar mikið björt. Ég spurði þetta fólk hvernig því yrði tekið ef þau slægju með teskeiðinni í bollann í kaffitímanum á vinnustaðnum og styngju upp á því að tala um sorgina yfir því að hafa mistekist með svo mikið af væntingum sínum, að tala um sorgina yfir að hafa mistekist að virkja bestu hæfileika sína. Ungur maður varð til svars og sagði að þá mundu allir standa upp og fara að vinna. Þegar þetta fólk á sínar bestu stundir saman er fölskvalaus heiðarleiki hafður að leiðarljósi
Svo kom ég heim og sá stjörnur og jólaljós sem Valdís hefur verið að dunda við að setja upp. Ég byrjaði á því að fara út í geymslu til að sækja útiseríuna sem á að vera yfir aðalinnganginum. Ég vissi að Valdís óskaði þess, en ég vissi líka að hún mundi ekki fara fram á að hún kæmi upp fyrr en eftir helgi. Svo hjálpuðumst við að setja hana upp og svo er fyrsti í aðventu á morgun.

Ef öll heimsbyggðin gæti talað saman á þennan hátt væri framtíð barnabarnanna okkar mikið björt. Ég spurði þetta fólk hvernig því yrði tekið ef þau slægju með teskeiðinni í bollann í kaffitímanum á vinnustaðnum og styngju upp á því að tala um sorgina yfir því að hafa mistekist með svo mikið af væntingum sínum, að tala um sorgina yfir að hafa mistekist að virkja bestu hæfileika sína. Ungur maður varð til svars og sagði að þá mundu allir standa upp og fara að vinna. Þegar þetta fólk á sínar bestu stundir saman er fölskvalaus heiðarleiki hafður að leiðarljósi
Svo kom ég heim og sá stjörnur og jólaljós sem Valdís hefur verið að dunda við að setja upp. Ég byrjaði á því að fara út í geymslu til að sækja útiseríuna sem á að vera yfir aðalinnganginum. Ég vissi að Valdís óskaði þess, en ég vissi líka að hún mundi ekki fara fram á að hún kæmi upp fyrr en eftir helgi. Svo hjálpuðumst við að setja hana upp og svo er fyrsti í aðventu á morgun.

Ég held að ég segi einhvers staðar frá því fyrir hver jól að þessi sería yfir aðalinnganginum hafi líka verið notuð í mörg ár í Hrísey og hún lýsti upp fyrir jólin hjá okkur í Svärdsjö. Síðan lýsti hún upp yfir svölunum hjá okkur í Falun og einnig yfir svölunum hjá okkur í Örebro. En það er alls ekki það eina sem ég segi frá hvað eftir annað og vissar staðreyndir verða heldur ekki verri þó að sagt sé frá þeim oftar en einu sinni.


Þarna er komið heim að húsinu. Myndin er alls ekki nein gæðamynd og ekki sú fyrri heldur, en þær verða að duga að þessu sinni. Það lítur út fyrir það samkvæmt þessum myndum að það sé mikið myrkur í sveitinni. Eiginlega ofgera báðar þessar myndir myrkrinu og eitt er víst; við sjáum stjörnurnar á himinhvolfinu á heiðskýrum kvöldum ef við bara viljum.
Það var annar í íslensku hangikjöti í dag þar sem við borðuðum helminginn af hangikjötinu sem við ekki borðuðum á afmælisdaginn hennar Valdísar.
Nú þarf ég að fara að bursta og pissa og leggja mig svo að ég geti á morgun, úthvíldur og hress, rétt út hendina til fólksins sem talaði um lífið í morgun. Svo kem ég heim fyrir hádegi á mánudaginn og vinn aðeins tvo dagvinnudaga í næstu viku. Það sem sagt finnst mikið ljós í myrkrinu ef að er gáð.
Það var annar í íslensku hangikjöti í dag þar sem við borðuðum helminginn af hangikjötinu sem við ekki borðuðum á afmælisdaginn hennar Valdísar.
Nú þarf ég að fara að bursta og pissa og leggja mig svo að ég geti á morgun, úthvíldur og hress, rétt út hendina til fólksins sem talaði um lífið í morgun. Svo kem ég heim fyrir hádegi á mánudaginn og vinn aðeins tvo dagvinnudaga í næstu viku. Það sem sagt finnst mikið ljós í myrkrinu ef að er gáð.
Ætlar þú eitthvað út um helgina?
Sumarið var 1960 og þá vann ég í trésmiðjunni Meið í Hallarmúla í Reykjavík. Vinnufélagi kom til mín og spurði hvort ég ætlaði eitthvað út um næstu helgi. Ég reiknaði með því en þó er ég alls ekki viss um að það hafi verið ákveðið af minni hálfu, en mannalega varð ég að láta þar sem ég fékk þessa spurningu. Má ég vera samferða? spurði hann næst. Já,auðvitað eða eitthvað í þá áttina svaraði ég. En er þá ekki í lagi að konan mín verði með? var næsta spurning. Jú, jú, hvað heldurðu? Ekki man ég orðalagið en ég giska á að samskiptin hafi verið eitthvað á þessa leið. Stuttu seinna sagði vinnufélaginn að mágkona hans mundi líka slást í hópinn. Ja, hérna. Þetta var að verða magnað lið.
Um helgina fórum við svo í Sjálfstæðishúsið í Reykjavík sem þá var við vestanverðan Austurvöll, bakvið Póst og síma sem þar var þá og er kannski enn. Mágkona vinnufélagans fyrrverandi á afmæli í dag og hún er búin að fylgja mér í 51 ár. Það er mikil tryggð sem þessi manneskja býr yfir. Í dag er hún búin að vera á söngæfingu með kórnum sínum, við erum búin að fá okkur smá snarl inn í Örebro og núna erum við nýbúin að borða íslenska hangikjötið sem hún Guðrún mágkona mín og Páll bróðir gáfu okkur þegar við vorum á Íslandi senemma í vor.

Það var í þá daga skal ég segja ykkur. Þykkt mjúklega liðað hár annars vegar og brilljantín með tilbúnum lið hins vegar. Jakkinn sem ég er í á myndinni fékk ég að láni hjá vinnufélaganum sem spurði hvort ég ætlaði út um helgina.

Fiskimannsdæturnar frá Hrísey löngu áður en karlmenn byrjuðu að teygja út fingurna til þeirra. Til Vinstri er Brynhyldur kona vinnufélagans sem fór með í Sjálfstæðishúsið. Til hægri er Valdís kona mín sem á afmæli í dag og yfirgaf mig aldrei eftir nefnda Sjálfstæðishúsferð. Í miðjunni Árný Björk sem enn var heima hjá mömmu og pabba í Hrísey þegar þessi ævintýri áttu sér stað.

Nokkur ár eru þarna liðin frá fyrstu fundum og fjölskyldan orðin fjölmenn. Frá vinstri: Vilhjálmur Kristinn, Guðjón, Valgerður, Valdís og Rósa. Myndin er tekin rétt eftir 1970 á lóðinni heima hjá foreldrum Valdísar. Brilljantínið var þarna lagt á hylluna til frambúðar.

Fyrsta fermingin, ferming Valgerðar. Ekki var þá búið að mála nýja húsið í Sólvallagötunni en veggurinn samt valinn sem bakgrunnur. Ég á sokkaleistunum og í útvíðum buxum og ég held bara að Rósa sé líka á sokkaleistunum. Ég veit að Valdís var þarna búin að vinna hörðum höndum við að undirbúa fermningarveislu og var ekki búin að vera sérhlífin skal ég fullyrða.

Svo fór hún út í heim og er búin að prufa margt.

Hún fékk lítið barnabarn til að elska þegar hin barnabörnin voru komin á legg eða fullorðin eins og dóttursonurinn Kristinn.

Á götu í Stokkhólmi síðastliðið sumar með lítinn Hannes í kerru sem greinilega hefur fengið sér blund.
Meðan við áttum heima í Svärdsjö í Dölunum skruppum við Gísli Stefánsson eitt sinn sem oftar saman til Falun sem það heitir og þar var Valdís í skóla fyrir fullorðna til að læra sænsku. Það var snemmsumars og veðurblíða. Valdís ásamt nokkrum öðrum fullorðnum nemendum skólans var úti við og fólk spjallaði þarna ákaft saman, fólk frá nokkrum löndum hingað og þangað að í heiminum sem hélt nú uppi líflegum samræðum á sænsku. Fyrst vorum við Gísli alveg þögulir þar sem við horfðum eiginlega undrandi á þetta glaðværa fólk en síðan sagði Gísli: Það verður nú bara að segjast eins og er að þetta lítur skemmtilega út, allir svo glaðir og líður greinilega mjög vel.
Já, þar rataðist Gísla af munni nákvæmlega það sem ég hefði viljað segja. Ég var einmitt að velta því fyrir mér þegar hann sagði þetta að það sem Valdís var að upplifa þarna meðal þessa fólkis var í raun alveg útilokað.
Já, ég ætlaði eitthvað út um helgina, fór, og kom ekki einn til baka.
Um helgina fórum við svo í Sjálfstæðishúsið í Reykjavík sem þá var við vestanverðan Austurvöll, bakvið Póst og síma sem þar var þá og er kannski enn. Mágkona vinnufélagans fyrrverandi á afmæli í dag og hún er búin að fylgja mér í 51 ár. Það er mikil tryggð sem þessi manneskja býr yfir. Í dag er hún búin að vera á söngæfingu með kórnum sínum, við erum búin að fá okkur smá snarl inn í Örebro og núna erum við nýbúin að borða íslenska hangikjötið sem hún Guðrún mágkona mín og Páll bróðir gáfu okkur þegar við vorum á Íslandi senemma í vor.

Það var í þá daga skal ég segja ykkur. Þykkt mjúklega liðað hár annars vegar og brilljantín með tilbúnum lið hins vegar. Jakkinn sem ég er í á myndinni fékk ég að láni hjá vinnufélaganum sem spurði hvort ég ætlaði út um helgina.

Fiskimannsdæturnar frá Hrísey löngu áður en karlmenn byrjuðu að teygja út fingurna til þeirra. Til Vinstri er Brynhyldur kona vinnufélagans sem fór með í Sjálfstæðishúsið. Til hægri er Valdís kona mín sem á afmæli í dag og yfirgaf mig aldrei eftir nefnda Sjálfstæðishúsferð. Í miðjunni Árný Björk sem enn var heima hjá mömmu og pabba í Hrísey þegar þessi ævintýri áttu sér stað.

Nokkur ár eru þarna liðin frá fyrstu fundum og fjölskyldan orðin fjölmenn. Frá vinstri: Vilhjálmur Kristinn, Guðjón, Valgerður, Valdís og Rósa. Myndin er tekin rétt eftir 1970 á lóðinni heima hjá foreldrum Valdísar. Brilljantínið var þarna lagt á hylluna til frambúðar.

Fyrsta fermingin, ferming Valgerðar. Ekki var þá búið að mála nýja húsið í Sólvallagötunni en veggurinn samt valinn sem bakgrunnur. Ég á sokkaleistunum og í útvíðum buxum og ég held bara að Rósa sé líka á sokkaleistunum. Ég veit að Valdís var þarna búin að vinna hörðum höndum við að undirbúa fermningarveislu og var ekki búin að vera sérhlífin skal ég fullyrða.

Svo fór hún út í heim og er búin að prufa margt.

Hún fékk lítið barnabarn til að elska þegar hin barnabörnin voru komin á legg eða fullorðin eins og dóttursonurinn Kristinn.

Á götu í Stokkhólmi síðastliðið sumar með lítinn Hannes í kerru sem greinilega hefur fengið sér blund.
Meðan við áttum heima í Svärdsjö í Dölunum skruppum við Gísli Stefánsson eitt sinn sem oftar saman til Falun sem það heitir og þar var Valdís í skóla fyrir fullorðna til að læra sænsku. Það var snemmsumars og veðurblíða. Valdís ásamt nokkrum öðrum fullorðnum nemendum skólans var úti við og fólk spjallaði þarna ákaft saman, fólk frá nokkrum löndum hingað og þangað að í heiminum sem hélt nú uppi líflegum samræðum á sænsku. Fyrst vorum við Gísli alveg þögulir þar sem við horfðum eiginlega undrandi á þetta glaðværa fólk en síðan sagði Gísli: Það verður nú bara að segjast eins og er að þetta lítur skemmtilega út, allir svo glaðir og líður greinilega mjög vel.
Já, þar rataðist Gísla af munni nákvæmlega það sem ég hefði viljað segja. Ég var einmitt að velta því fyrir mér þegar hann sagði þetta að það sem Valdís var að upplifa þarna meðal þessa fólkis var í raun alveg útilokað.
Já, ég ætlaði eitthvað út um helgina, fór, og kom ekki einn til baka.
Það er 19. nóvember
Þegar leið næstum að hádegi var hitamælirinn kominn í tæplega tíu stiga hita og sólin hamaðist við að þurrka burt dögg næturinnar. Svo fórum við Valdís að sinna verkefnum dagsins eftir bæði síðbúinn og langan morgunverð.

Fyrst af öllu var það þessi vikulegi viðburður að bera út til viðrunar okkar tveggja mánaða gömlu ullarrúmföt. Vissulega ætti að vera hægt að komast af án þess að gera svo nána grein fyrir heimilisástæðum eins og því hvaða rúmföt við notum og hvernig við þrífum þau. En sannleikurinn er sá að alla vega hér í landi veit ekki nema minni hluti þjóðarinnar að svona rúmföt yfirleitt fyrirfinnast. Ég bloggaði um þetta fyrir all nokkru síðan og var mér þá hugsað til íslensku ullarinnar og datt hreinlega í hug að einhver fengi áhuga á þessum rúmfötum og sæi þar möguleika. Svo virðist þó ekki vera þó að verðið á þessari lúxusvöru sé langt, langt yfir verði á ullarpeysum og teppum og gæti gefið tekjur sem liggja á allt öðru plani.
Hvers vegna rándýr ullarrúmföt? Þar koma til margar ástæður. Til dæmis að fyrir fólk með gigtarsjúkdóma, slitinn líkama og óreglulegan svefn eru þau alger munaður. Seljendurnir fullyrða líka að rykmaurar þrífist mjög illa í þeim. Eitthvað það versta sem ég hef átt við að stríða varðandi að vera annþá að vinna er að ég hef verið hræðilega syfjaður við akstur til og frá vinnu. Eins og gefur að skilja er það stórhættulegt. Ég hef ekki þurft að kvarta undan því á seinni árum að ég hafi sofið illa. En hvað skeði þegar við fórum að nota ullarrúmfötin. Ég hætti á stundinni að vera syfjaður við aksturinn. Það hlýtur að þýða það að þó að ég hafi sofið vel og lengi, þá hef ég ekki hvílst í samræmi við það.

Frá því í fyrra hef ég reynt að forðast að taka myndir af húsinu þannig að þetta horn sjáist. Ég hef verið með dálitla minnimáttarkennd fyrir því. Fyrir eins og 15 mánuðum þegar Peter gröfumaður kom með vélskófluna fulla af möl og ætlaði að jafna í holuna þarna bað ég hann að gera það ekki. Jahá, heyrðist í Peter og svo ypti hann öxlum. Þá sagði ég honum að ég ætlaði að ganga vel og snyrtilega frá öllu undir gamla húsinu og þá virtist hann ekki hissa lengur. Hins vegar var það fyrsta í röðinni að gera húsið vel íbúðarhæft eins og það er nú orðið.

Hér er verkið komið af stað. Þegar við keyptum litla, einfalda 40 m2 sumarbústaðinn stóð hann á 13 steinstöplum eins og þeim sem sjást á myndinni. Síðan þétti ég þessa steinstöpla um helming um leið og við byggðum við húsið í fyrsta skipti. Núna stendur allur eldri hlutinn sem er 70 m2 á 35 svona steinstöplum. Áður en við byggðum við húsið öðru sinni í fyrra til að gera það að íbúðarhúsi, og þá á grunni að sjálfsögðu, talaði ég við byggingarfulltrúann okkar um þessa steinstöpla og hann sagði einfaldlega: engin hætta, engin hætta, þetta jafngildir venjulegum húsgrunni. Það var nákvæmlega það sem ég furfti að heyra og jafnframt var ég ákveðinn í því að finna einhverja lausn til að loka þessu.

Það var ýmislegt bogur við þetta og þurfti ákveðinn frágang bæði yfir og undir til að geta fest verðandi sökkul undir húsið. Og við þessar aðstæður kom Valdís auðvitað með myndavélina til að taka mynd af ellilífeyrisþeganum. Það gladdi mig að sjálfsögðu að hún vildi taka af mér mynd þegar framkvæmdin var sem "allra erfiðust". En einmitt þegar ég lá þarna fann ég góða lykt sem gladdi mig. Já, Valdís er söm við sig.

Þarna er svo sökkullinn. Þetta er svokölluð sökkulplata og aftan á hana límdi ég 70 mm einangrunarplast til að fá meiri stælingu á hana og líka til að einangra undir húsinu.

Það var orðið dimmt þegar sökkullinn var kominn á sinn stað ásamt frágangi á bakvið hann til að halda honum í skefjum. Það er eins og eitthvað passi ekki þarna í horninu hægra megin en það er sjónvilla. Ef ekki sökkullinn hefði passað hefði ég einfaldlega hent honum til hliðar og búið til nýjan. Á Sólvöllum eru hlutirnir látnir passa. Á morgun ætla ég svo að leggja 60 mm eingangrunarplast framan við sökkulinn til að varna frosti að komast inn undir húsið. Svo fylli ég með grófum sandi að sökklinum og á þá fyllingu á að koma stétt eins og framan við aðalinnganginn. Þar ætlum við að fá okkur kvöldhressingu í framtíðinni og horfa um leið á sólina setjast bakvið Kilsbergen. Við höfum ákveðið að ganga frá sökklum undir það sem eftir er af húsinu á næsta ári.
Af hverju er svo ellilífeyrisþegi að basla svona. Þetta er fyrir fólk sem er á yngri árum. Já, það er kapítuli sem ég fer ekki inn á núna. Hins vegar lásum við Valdís ævisögur í hitteðfyrra. Við lásum meðal annars um hann Svein í Kálfskinni. Þegar maður les um Svein og hans framkvæmdaævi verður þetta baukandi mitt voðalega lítilfjörlegt og jafnvel kjánalegt, líkist aulalegu basli. Já, svo má kannski láta það heita. En ég er afar þakklátur fyrir heilsu mína eins og ég hef oft sagt áður. Í vikunni kom maður í meðferð og var íklæddur náttfötum og slopp frá morgni til kvölds. Ég vissi hvað hann var gamall en hann spurði mig hvað ég væri gamall. Þegar ég hafði sagt honum það sagði hann að bragði: Þá hlakka ég til að verða edrú. Hann er ári yngri en ég. Kannski hef ég gott af mínu baukandi.

Ég var að tala um góða lykt áðan. Hér er skýringin. Lyktin var af pönnukökunum sem hún Valdís var að baka í laumi þegar ég lá í mölinni undir húsveggnum. Hún sat hreint ekki auðum höndum því að þegar ég kom inn í pönnukökurnar var allt skrúbbað og skúrað og húsið lyktaði af hreinlæti og pönnukökum.
Fyrir 51 ári vorum við Valdís stödd í herbergi í fjölbýlishúsi að Skaftahlíð 16 í Reykjavík þar sem ég leigði þá hjá henni Guðrúnu frænku minni frá Fagurhólsmýri. Við opnuðum litla öskju og horfðum niður í hana og í henni voru tveir trúlofunarhringar. Við höfðum talað um að setja hringana upp á afmælisdegi Valdísar þann 24. nóvember. Ég man ekki almennilega hvort það var barnaskapur að geta ekki beðið en alla vega; við settum upp hringana þann 19. nóvember.

Fyrst af öllu var það þessi vikulegi viðburður að bera út til viðrunar okkar tveggja mánaða gömlu ullarrúmföt. Vissulega ætti að vera hægt að komast af án þess að gera svo nána grein fyrir heimilisástæðum eins og því hvaða rúmföt við notum og hvernig við þrífum þau. En sannleikurinn er sá að alla vega hér í landi veit ekki nema minni hluti þjóðarinnar að svona rúmföt yfirleitt fyrirfinnast. Ég bloggaði um þetta fyrir all nokkru síðan og var mér þá hugsað til íslensku ullarinnar og datt hreinlega í hug að einhver fengi áhuga á þessum rúmfötum og sæi þar möguleika. Svo virðist þó ekki vera þó að verðið á þessari lúxusvöru sé langt, langt yfir verði á ullarpeysum og teppum og gæti gefið tekjur sem liggja á allt öðru plani.
Hvers vegna rándýr ullarrúmföt? Þar koma til margar ástæður. Til dæmis að fyrir fólk með gigtarsjúkdóma, slitinn líkama og óreglulegan svefn eru þau alger munaður. Seljendurnir fullyrða líka að rykmaurar þrífist mjög illa í þeim. Eitthvað það versta sem ég hef átt við að stríða varðandi að vera annþá að vinna er að ég hef verið hræðilega syfjaður við akstur til og frá vinnu. Eins og gefur að skilja er það stórhættulegt. Ég hef ekki þurft að kvarta undan því á seinni árum að ég hafi sofið illa. En hvað skeði þegar við fórum að nota ullarrúmfötin. Ég hætti á stundinni að vera syfjaður við aksturinn. Það hlýtur að þýða það að þó að ég hafi sofið vel og lengi, þá hef ég ekki hvílst í samræmi við það.
Hér með lýkur umfjöllun um ullarrúmföt.
_________________________________________

Frá því í fyrra hef ég reynt að forðast að taka myndir af húsinu þannig að þetta horn sjáist. Ég hef verið með dálitla minnimáttarkennd fyrir því. Fyrir eins og 15 mánuðum þegar Peter gröfumaður kom með vélskófluna fulla af möl og ætlaði að jafna í holuna þarna bað ég hann að gera það ekki. Jahá, heyrðist í Peter og svo ypti hann öxlum. Þá sagði ég honum að ég ætlaði að ganga vel og snyrtilega frá öllu undir gamla húsinu og þá virtist hann ekki hissa lengur. Hins vegar var það fyrsta í röðinni að gera húsið vel íbúðarhæft eins og það er nú orðið.

Hér er verkið komið af stað. Þegar við keyptum litla, einfalda 40 m2 sumarbústaðinn stóð hann á 13 steinstöplum eins og þeim sem sjást á myndinni. Síðan þétti ég þessa steinstöpla um helming um leið og við byggðum við húsið í fyrsta skipti. Núna stendur allur eldri hlutinn sem er 70 m2 á 35 svona steinstöplum. Áður en við byggðum við húsið öðru sinni í fyrra til að gera það að íbúðarhúsi, og þá á grunni að sjálfsögðu, talaði ég við byggingarfulltrúann okkar um þessa steinstöpla og hann sagði einfaldlega: engin hætta, engin hætta, þetta jafngildir venjulegum húsgrunni. Það var nákvæmlega það sem ég furfti að heyra og jafnframt var ég ákveðinn í því að finna einhverja lausn til að loka þessu.

Það var ýmislegt bogur við þetta og þurfti ákveðinn frágang bæði yfir og undir til að geta fest verðandi sökkul undir húsið. Og við þessar aðstæður kom Valdís auðvitað með myndavélina til að taka mynd af ellilífeyrisþeganum. Það gladdi mig að sjálfsögðu að hún vildi taka af mér mynd þegar framkvæmdin var sem "allra erfiðust". En einmitt þegar ég lá þarna fann ég góða lykt sem gladdi mig. Já, Valdís er söm við sig.

Þarna er svo sökkullinn. Þetta er svokölluð sökkulplata og aftan á hana límdi ég 70 mm einangrunarplast til að fá meiri stælingu á hana og líka til að einangra undir húsinu.

Það var orðið dimmt þegar sökkullinn var kominn á sinn stað ásamt frágangi á bakvið hann til að halda honum í skefjum. Það er eins og eitthvað passi ekki þarna í horninu hægra megin en það er sjónvilla. Ef ekki sökkullinn hefði passað hefði ég einfaldlega hent honum til hliðar og búið til nýjan. Á Sólvöllum eru hlutirnir látnir passa. Á morgun ætla ég svo að leggja 60 mm eingangrunarplast framan við sökkulinn til að varna frosti að komast inn undir húsið. Svo fylli ég með grófum sandi að sökklinum og á þá fyllingu á að koma stétt eins og framan við aðalinnganginn. Þar ætlum við að fá okkur kvöldhressingu í framtíðinni og horfa um leið á sólina setjast bakvið Kilsbergen. Við höfum ákveðið að ganga frá sökklum undir það sem eftir er af húsinu á næsta ári.
Af hverju er svo ellilífeyrisþegi að basla svona. Þetta er fyrir fólk sem er á yngri árum. Já, það er kapítuli sem ég fer ekki inn á núna. Hins vegar lásum við Valdís ævisögur í hitteðfyrra. Við lásum meðal annars um hann Svein í Kálfskinni. Þegar maður les um Svein og hans framkvæmdaævi verður þetta baukandi mitt voðalega lítilfjörlegt og jafnvel kjánalegt, líkist aulalegu basli. Já, svo má kannski láta það heita. En ég er afar þakklátur fyrir heilsu mína eins og ég hef oft sagt áður. Í vikunni kom maður í meðferð og var íklæddur náttfötum og slopp frá morgni til kvölds. Ég vissi hvað hann var gamall en hann spurði mig hvað ég væri gamall. Þegar ég hafði sagt honum það sagði hann að bragði: Þá hlakka ég til að verða edrú. Hann er ári yngri en ég. Kannski hef ég gott af mínu baukandi.

Ég var að tala um góða lykt áðan. Hér er skýringin. Lyktin var af pönnukökunum sem hún Valdís var að baka í laumi þegar ég lá í mölinni undir húsveggnum. Hún sat hreint ekki auðum höndum því að þegar ég kom inn í pönnukökurnar var allt skrúbbað og skúrað og húsið lyktaði af hreinlæti og pönnukökum.
Fyrir 51 ári vorum við Valdís stödd í herbergi í fjölbýlishúsi að Skaftahlíð 16 í Reykjavík þar sem ég leigði þá hjá henni Guðrúnu frænku minni frá Fagurhólsmýri. Við opnuðum litla öskju og horfðum niður í hana og í henni voru tveir trúlofunarhringar. Við höfðum talað um að setja hringana upp á afmælisdegi Valdísar þann 24. nóvember. Ég man ekki almennilega hvort það var barnaskapur að geta ekki beðið en alla vega; við settum upp hringana þann 19. nóvember.
Sagan um teið
Það var á mánudagskvöldið sem ég spurði Valdísi hvort hún vildi te. Já, svaraði hún. Svo tók ég tepoka af handahófi úr smá kassa upp í hyllu og lagaði ég te í tvö bolla. Eftir þessa tedrykkju var ekkert annað að gera en bursta og pissa og svo bara að ganga til fundar við Óla Lokbrá. Þegar ellilífeyrisþegi þarf að vakna klukkan hálf sex að morgni til að fara í vinnu, ja, þá gildir að leggja sig snemma. Þegar ég hafði svo lagt mig á koddann og dregið ullarvoðina upp undir hægra eyrað, þá bara sveif ég á náðir Óla lokbrá og englana sem talað er um í bæninni: Sitji Guðs englar saman í hring / Sænginni yfir minni.
Oftast þegar klukkan hringir er ég búinn að vera vakandi í nokkrar mínútur en í þetta skipti var ég langt inn í hljóðu draumalandinu þegar pípandi klukkan reif mig upp frá værðinni eftir sjö tíma svefn. Svo dreif ég mig á fætur þó að ég hefði getað sofið einhverja stund til. Þegar ég lagði af stað var ég hversu hress sem helst og ég spilaði á stýrið með fingrunum eins og það væri píanó og var alveg til í að syngja. Dagurinn byrjaði vel og dagurinn varð góður.
Á þriðjudagskvöldið spurði ég Valdísi hvort hún vildi te. Já, svaraði hún. Svo tók ég tepoka af handahófi úr smá kassa upp í hyllu og lagaði ég te í tvo bolla. Svo var það bara eins og önnur kvöld þegar það er vinna að morgni, bursta og pissa og leggja sig og nú var ég ákveðinn í því að leggja mig vel fyrir hálf tíu því að dagurinn hafði verið hreinn annríkisdagur.
Þegar ég lagðist á koddann og hlakkaði til að endurtaka upplifunina frá kvöldinu áður, þá stóð sú upplifun alls ekki til boða. Ég var hversu vel vakandi sem helst, púlsinn var kröftugur og frekar hraður var hann líka, og það var eins og einhvers konar klukka langt inn í mér tikkaði hljótt en þó með gjallandi hljóði; kling-klong, kling-klong og ég fann að Óli og englarnir komust ekki nálægt mér. Átti þetta nú að verða svona kvöld og ég að vakna snemma að mnorgni.
Tilraunir til að breyta um stellingar, skreppa á klóið og slappa nú vel af og biðja bænir, komu ekki að neinu gagni. Seint og um síðir sofnaði ég, en eftir í mesta lagi tveggja tíma svefn vaknaði ég og var alveg i spreng. Púlsinn var samur og um kvöldið, gjallandi klukkuhljóðið hafði ekki gefið sig og mér fannst sem ég hefði ekki hvílst neitt. Eftir klósettferðina tók það mig langan tíma að sofna á ný. Valdís var eitthvað óvær líka.
Svo vaknaði ég aftur eftir kannski tæpa tvo tíma og var enn í spreng. Púlsinn var nú heldur mildari og klukkan langt inn í mér hafði nánast hljóðnað. Eftir þessa aðra ferð mína fram sofnaði ég með værð. Þegar vekjaraklukkan hringdi fannst mér sem ég hefði loksins verið komin inn í draumalandið þar sem kyrrðin og værðin ráða ríkjum, en það var vinna í dag. Leiðin þangað var nú mikið lengri en daginn áður og dagurinn varð allur seigari.
Á leiðinni heim velti ég því fyrir mér hvað eiginlega hefði verið á seiði. Allt í einu! Teið! Ég ákvað að rannsaka litla kassann með teinu þegar ég kæmi heim. Ég tók hann niður og horfði niður í hann. Þar voru tvær tegundir af tei, lausir pokar og pokar í umslögum. Einmitt! Fyrra kvöldið var tepokinn ekki innpakkaður en seinna kvöldið var pokinn innpakkaður. Ég bókstaflega upplifði tegerðina þessi tvö kvöld og ég var ekki í vafa. Ég sem hafði ætlað að gera það að hefð hér á bæ að drekka bolla af tei á kvöldin. En -í gærkvöldi var ekkert te og við sofnuðum við bæði inn í draumalandið þar sem kyrrðin og værðin ráða ríkjum.
Oftast þegar klukkan hringir er ég búinn að vera vakandi í nokkrar mínútur en í þetta skipti var ég langt inn í hljóðu draumalandinu þegar pípandi klukkan reif mig upp frá værðinni eftir sjö tíma svefn. Svo dreif ég mig á fætur þó að ég hefði getað sofið einhverja stund til. Þegar ég lagði af stað var ég hversu hress sem helst og ég spilaði á stýrið með fingrunum eins og það væri píanó og var alveg til í að syngja. Dagurinn byrjaði vel og dagurinn varð góður.
Á þriðjudagskvöldið spurði ég Valdísi hvort hún vildi te. Já, svaraði hún. Svo tók ég tepoka af handahófi úr smá kassa upp í hyllu og lagaði ég te í tvo bolla. Svo var það bara eins og önnur kvöld þegar það er vinna að morgni, bursta og pissa og leggja sig og nú var ég ákveðinn í því að leggja mig vel fyrir hálf tíu því að dagurinn hafði verið hreinn annríkisdagur.
Þegar ég lagðist á koddann og hlakkaði til að endurtaka upplifunina frá kvöldinu áður, þá stóð sú upplifun alls ekki til boða. Ég var hversu vel vakandi sem helst, púlsinn var kröftugur og frekar hraður var hann líka, og það var eins og einhvers konar klukka langt inn í mér tikkaði hljótt en þó með gjallandi hljóði; kling-klong, kling-klong og ég fann að Óli og englarnir komust ekki nálægt mér. Átti þetta nú að verða svona kvöld og ég að vakna snemma að mnorgni.
Tilraunir til að breyta um stellingar, skreppa á klóið og slappa nú vel af og biðja bænir, komu ekki að neinu gagni. Seint og um síðir sofnaði ég, en eftir í mesta lagi tveggja tíma svefn vaknaði ég og var alveg i spreng. Púlsinn var samur og um kvöldið, gjallandi klukkuhljóðið hafði ekki gefið sig og mér fannst sem ég hefði ekki hvílst neitt. Eftir klósettferðina tók það mig langan tíma að sofna á ný. Valdís var eitthvað óvær líka.
Svo vaknaði ég aftur eftir kannski tæpa tvo tíma og var enn í spreng. Púlsinn var nú heldur mildari og klukkan langt inn í mér hafði nánast hljóðnað. Eftir þessa aðra ferð mína fram sofnaði ég með værð. Þegar vekjaraklukkan hringdi fannst mér sem ég hefði loksins verið komin inn í draumalandið þar sem kyrrðin og værðin ráða ríkjum, en það var vinna í dag. Leiðin þangað var nú mikið lengri en daginn áður og dagurinn varð allur seigari.
Á leiðinni heim velti ég því fyrir mér hvað eiginlega hefði verið á seiði. Allt í einu! Teið! Ég ákvað að rannsaka litla kassann með teinu þegar ég kæmi heim. Ég tók hann niður og horfði niður í hann. Þar voru tvær tegundir af tei, lausir pokar og pokar í umslögum. Einmitt! Fyrra kvöldið var tepokinn ekki innpakkaður en seinna kvöldið var pokinn innpakkaður. Ég bókstaflega upplifði tegerðina þessi tvö kvöld og ég var ekki í vafa. Ég sem hafði ætlað að gera það að hefð hér á bæ að drekka bolla af tei á kvöldin. En -í gærkvöldi var ekkert te og við sofnuðum við bæði inn í draumalandið þar sem kyrrðin og værðin ráða ríkjum.
Að lifa í nægjusemi
"Að lifa í nægjusemi við lítil efni, leita fegurðar
í stað munaðar, og fágunar frekar en tísku;
að vera virðingarverður en ekki virtur,
efnaður en ekki ríkur; að læra mikið,
hugsa í hljóði, tala af mildi, vera hreinn og beinn;
að hlusta á stjörnurnar og fuglana. . . . "
William Ellery Channing (1780 - 1842)
Það er hægt að fullyrða að hér eru ekki settar fram fjárhagslega kostnaðarsamar veraldlegar kröfur. Þessar línur eru búnar að vera til sýnis á matarborðinu okkar í allan dag og við Valdís erum búin að vekja athygli hvors annars á þeim. Ef til vill hefðu þessi vísdómsorð hljómað öðru vísi ef höfundurinn hefði verið uppi á okkar öld, en þau eru kannski ennþá meira áhugaverð fyrir það að þau eru samin á sínum tíma fyrir okkur sem lifum á öld þar sem það er erfitt að vilja ekki bara eignast meira og meira, dýrara og vandaðra.
Ég var að vanda forvitinn um höfundinn og vegna þess að ég lifi á okkar öld og hef tölvu á þar til gerðu borði, þá gat ég slegið nafninu upp á Google wikipedia. Þar fann ég upplýsingar um bandarískan prest sem var ekki alveg í takt við hefðbundnar kenningar kirkjunnar og fann sér því annan farveg fyrir lífsstarf sitt í nýjum söfnuði. Hann vann einnig að því að upphefja þrældóminn í Bandaríkjunum, vann móti áfengisneyslu og að bæta aðbúnað fanga. Hann var sem sagt ekki maður án hugsjóna. Hann dó 100 árum áður en ég leit dagsins ljós.
Takist mér að gera þessi vísdómsorð að mínum innri hugsjónum verð ég mjög ríkur maður. Mér finnst ég reyndar þegar vera ríkur á margan hátt. Hins vegar yrði það trúlega all undarlegt atvik ef ókunnur maður kæmi allt í einu í heimsókn, spyrði mig hvort ég hefði tíma og hvað ég væri að gera, og ég mundi svara; ég er að hlusta á stjörnurnar og fuglana, en þú færð tíma eigi að síður. Þó að margir yrðu hvumsa við er ég ekki í vafa um að einhver mundi segja að hér væri nokkuð sem fróðlegt væri að ræða.
Sum vísdómsorðanna í bókinni Kyrrð dagsins fara hvað mig áhrærir fyrir ofan garð og neðan, en þessi orð á ég eftir að lesa nokkrum sinnum í framtíðinni.
í stað munaðar, og fágunar frekar en tísku;
að vera virðingarverður en ekki virtur,
efnaður en ekki ríkur; að læra mikið,
hugsa í hljóði, tala af mildi, vera hreinn og beinn;
að hlusta á stjörnurnar og fuglana. . . . "
William Ellery Channing (1780 - 1842)
Það er hægt að fullyrða að hér eru ekki settar fram fjárhagslega kostnaðarsamar veraldlegar kröfur. Þessar línur eru búnar að vera til sýnis á matarborðinu okkar í allan dag og við Valdís erum búin að vekja athygli hvors annars á þeim. Ef til vill hefðu þessi vísdómsorð hljómað öðru vísi ef höfundurinn hefði verið uppi á okkar öld, en þau eru kannski ennþá meira áhugaverð fyrir það að þau eru samin á sínum tíma fyrir okkur sem lifum á öld þar sem það er erfitt að vilja ekki bara eignast meira og meira, dýrara og vandaðra.
Ég var að vanda forvitinn um höfundinn og vegna þess að ég lifi á okkar öld og hef tölvu á þar til gerðu borði, þá gat ég slegið nafninu upp á Google wikipedia. Þar fann ég upplýsingar um bandarískan prest sem var ekki alveg í takt við hefðbundnar kenningar kirkjunnar og fann sér því annan farveg fyrir lífsstarf sitt í nýjum söfnuði. Hann vann einnig að því að upphefja þrældóminn í Bandaríkjunum, vann móti áfengisneyslu og að bæta aðbúnað fanga. Hann var sem sagt ekki maður án hugsjóna. Hann dó 100 árum áður en ég leit dagsins ljós.
Takist mér að gera þessi vísdómsorð að mínum innri hugsjónum verð ég mjög ríkur maður. Mér finnst ég reyndar þegar vera ríkur á margan hátt. Hins vegar yrði það trúlega all undarlegt atvik ef ókunnur maður kæmi allt í einu í heimsókn, spyrði mig hvort ég hefði tíma og hvað ég væri að gera, og ég mundi svara; ég er að hlusta á stjörnurnar og fuglana, en þú færð tíma eigi að síður. Þó að margir yrðu hvumsa við er ég ekki í vafa um að einhver mundi segja að hér væri nokkuð sem fróðlegt væri að ræða.
Sum vísdómsorðanna í bókinni Kyrrð dagsins fara hvað mig áhrærir fyrir ofan garð og neðan, en þessi orð á ég eftir að lesa nokkrum sinnum í framtíðinni.