Í Örebro og Lekebergshreppi
Hún Auður kommenteraði síðasta bloggið mitt þar sem ég birti myndir frá miðbænum í Örebro og hún segist sakna þessa staðar mikið. Hún sagði líka að hún ætti von á því að verða á ferðinni hér að sumri. Það auðvitað er bara rosalega gaman að eiga von á heimsókn þeirra hjóna, Auðar og Þóris, þar sem það er eiginlega orðinn hluti af sumrinu að fá þau í heimsókn. Þetta gerði það að verkum að ég safnaði saman nokkrum myndum frá Örebro og nágrenni til að freista þeirra ennþá meira og tryggja þar með eins og hægt er að fá þessa árvissu heimsókn að sumri. Og ef mér tækist að freista einhverra annarra þar að auki væri það til mikillar ánægju.
Ps. Nokkrar myndanna eru teknar hingað og þangað af Google og ég sé einu sinni ekki hverjir ljósmyndararnir eru. Ég vona að þeir fyrirgefi mér og allir geti litið á þetta sem svolitla auglýsingu fyrir héraðið.
Några av bilderna har jag tagit från Google och jag vet inte ens vilka fotograferna är. Jag hoppas jag blir förlåten och att man kan se detta som liten annons för trakten.
Húsmóðirin á Sólvöllum sem er Valdís amma fær kærar þakkir fyrir nestið og allar veitingarnar í dag. Líklega losnaði hún við að grilla. Annars er það kannski ekki svo slæmt að Valdís þurfi að þjóna öllum alltaf, en hún er þó tryggðin sjálf sem húsmóðir á Sólvöllum.
Ps. Nokkrar myndanna eru teknar hingað og þangað af Google og ég sé einu sinni ekki hverjir ljósmyndararnir eru. Ég vona að þeir fyrirgefi mér og allir geti litið á þetta sem svolitla auglýsingu fyrir héraðið.
Några av bilderna har jag tagit från Google och jag vet inte ens vilka fotograferna är. Jag hoppas jag blir förlåten och att man kan se detta som liten annons för trakten.

Kommentarer
Auja
Æi hvað mér þótti vænt um þessa færslu þína. Gaman að ferðast svona um í huganum og þetta skemmtilega blogg kveðjur á hjónakorn.
Trackback