Aðfangadagur 2006
Hún Rósa dóttir mín útbjó bloggsíðuna mína í dag og þetta er fyrsta tilraun mín til að skrifa inn á hana. Við erum tvö heima við Valdís og það er rólegur aðfangadagur hjá okkur. Það er afar óvenjulegt að vera heima heilan dag því að undanfarna mánuði hef ég verið í Vornesi í vinnunni eða á Sólvöllum að vinna við stækkun á bústaðnum. Það er svo gaman að vinna við það að ég kunni ekki vel við það í morgun að fara ekki þangað, en núna finn ég að það var virkilega tími til kominn að taka frídag frá öllu vinnu- og smíðaamstri. Gleðileg jól öll þið sem lesið þessa fyrstu síðu mína.
![](http://nevnarien.blogg.se/tavling/images/2011/separat_174349353.jpg)
Kommentarer
Rosa
Duglegur þú pabbi! Að uppdatera síðuna þína alveg sjálfur!! Jólakveðja, R
Guðdís
Afi þú þarft að setja gestabók á síðuna þína. Skoðaðu mína :)
Kveðja
Guðdís
Trackback