Ferðast með Vestmannaeyjasystur um Södermanland
Í fyrradag sagi ég frá heimsókn barnabarnanna frá Vestmannaeyjum. Þær Guðdís og Erla höfðu mikinn áhuga á dýrum. Þess vegna fórum við í ferðalag um Södermanland þar sem finnast góðir möguleikar á að sjá ýmis dýr. Við vorum vel heppin og sáum trönur, hirti, dádýr og einhverja ofur uxa (samt ekki belgiska) sem höfðu alveg ógurlegt ummál á bógsvæðinu. Myndin hér er nefnilega af þessum uxum og þær systur standa í forgrunnu (þær virðast eitthvað áhyggjufullar). Um 40 hirtir voru á sama svæði en þeir eru mjög varir um sig og þegar við stigum út úr bílnum hurfu þeir til skógar. Villisvín eiga að vera þarna en þau gáfu ekki færi á sér að þessu sinni. Það var synd þar sem villisvínagrísir eru mjög fallegir, þverröndóttir.
Aðeins meira um dýr. í gærkvöldi eftir dimmumótin fór ég með vasaljós inn í nýju forstofuna og baðið á Sólvöllum sem enn er í byggingu. Og viti menn; það var leðurblaka þar inni. Svíar segja að það boði gott þegar leðurblökur sækja í hús. Erla og Guðdís; næst leitum við að leðurblökum líka.

Aðeins meira um dýr. í gærkvöldi eftir dimmumótin fór ég með vasaljós inn í nýju forstofuna og baðið á Sólvöllum sem enn er í byggingu. Og viti menn; það var leðurblaka þar inni. Svíar segja að það boði gott þegar leðurblökur sækja í hús. Erla og Guðdís; næst leitum við að leðurblökum líka.


Kommentarer
Valgerður
Það hefur mikið verið talað um þessa dýraskoðunarferð eftir heimkomu.
Hún virðist standa upp úr upplifun þeirra systra í ferðinni sem og sundlaugarferð í Gustavsvik.
Kv
Valgerður
Trackback