Við erum ennþá til
Halló halló, við erum hérna ennþá. Við erum sáralítið heima og það er orðin spurning hvar við eigum heima, hér í Örebro eða á Sólvöllum. En alla vega, núna erum við í Örebro en auðvitað tókum við með okkur heim mynd af útsýninu á Sólvöllum.

Myndin er tekin til vesturs yfir gamalt tún eða akurland sem ekki er nytjað um þessar mundir en þó slegið einu sinni á ári til að halda því opnu og utan trjágróðurs.
GB

Myndin er tekin til vesturs yfir gamalt tún eða akurland sem ekki er nytjað um þessar mundir en þó slegið einu sinni á ári til að halda því opnu og utan trjágróðurs.
GB

Kommentarer
Rosa
Hæ, hæ, flott hjá þér að uppdatera. Ég var alveg farin að gefast upp á að bíða eftir uppdateringu. Kveðja, R.
Auja
Hæ hæ.
Jæja nú styttist í okkur, 27.07 komum við og gerum innrás í Örebro. Hlökkum til að sjá ykkur, í Örebro eða Sólvöllum. (þið hafið ekkert val!) Erum að fara til R-víkur og hitta Inger Nordin og Hasse (yfirmann Þóris í Varberga)
Það er norrænt þing um helgina Gott að æfa sig aðeins á sænskunni.
Knús og kossar
Auja
Guðjón
Auðvitað höfum við ekkert val Auja -en þið eruð bara svo hjartanlega velkomin. Það verður svo gaman að hitta ykkur. Það er sunnudagskvöld og það er rigning en við erum samt að fara á Sólvelli svo að ég geti byrjað snemma að smíða á morgun. Kveðja til ykkar beggja frá okkur Valdísi.
Guðjón
Trackback