Kominn í gang á ný
Þetta er væntanlega síðasta helgin sem ég vinn í Vornesi þar sem ég hætti þar á föstudag í næstu viku. Þá byrja ég sumarfrí sem stendur til 30. apríl og .þann 30. apríl líkur starfssamningi mínum þar. Þá hoppa ég út í lífið til að mæta nýjum ævintýrum í nýjum áfanga í lífi mínu. Ellilífeyrisþegi. Ef hringt verður til mín frá Vornesi og talað um neyðarástand vegna veikinda eða einhverra ófyrirsjáanlegra hluta í starfsmannamálum veit ég að ég mun eiga erfitt með að segja nei. Þá á ég við að taka fyrlestur, grúppu, samöl eða eitthvað í þeim dúr. En að fara þangað til að vinna nætur; nei, það er ekki freistandi og það vil ég láta yngra fólkið annast. Svo ekki meira um það.
Vegna þessarar helgarvinnu minnar í Vornesi verður engin vinna á Sólvöllum um helgina. Þá er eiginlega langt gengið. En við fórum á Sólvelli í dag ásamt svolitlum útúrkrókum. Við litum yfir vetvang nú þegar allur snjór er horfinn og farið er að þorna svolítið til. Við verðum að nota fyrstu dagana í ellilífeyri til að laga ærlega til í kringum húsið og á allri lóðinni. Allt mögulegt sem viðkemur byggingarframkvædum liggur í óreiðu hingað og þangað og mest af því bíður bara eftir að verða flutt á haugana. Svo er mikið að brotnum greinum um alla lóð sem taka verður höndum um. Vindarnir sem blésu í vetur, sérstaklega áður en kólnaði, sáu að vanda um að brjóta niður veikburða greinar. Það er bara nauðsynlegt viðhald sem annars þyrfti að vinna úr stiga.
Nú er það svo að klukkan á eftir fjórar mínútur í átta. Kl. átta byrjar menningarviðburður vikunnar í sjónvarpinu, Så skall det låta. Ég má ekki missa af þessu og læt því staðar numið að sinni.
Gangi ykkur allt í haginn. GB

Duglegur þú að uppdatera! Svo líst mér alveg óttalega vel á að þú sért að verða Ellilífeyrisþegi. Hljómar bara vel. Hér er verið að vinna, þarf að skrifa ritgerð í dag sem ég er búin að skulda í þrjú ár... Í kvöld verður farið í fertugsafmæli Ingigerðar. Kveðja, R
Duglegur þú að uppdatera! Svo líst mér alveg óttalega vel á að þú sért að verða Ellilífeyrisþegi. Hljómar bara vel. Hér er verið að vinna, þarf að skrifa ritgerð í dag sem ég er búin að skulda í þrjú ár... Í kvöld verður farið í fertugsafmæli Ingigerðar. Kveðja, R
Duglegur þú að uppdatera! Svo líst mér alveg óttalega vel á að þú sért að verða Ellilífeyrisþegi. Hljómar bara vel. Hér er verið að vinna, þarf að skrifa ritgerð í dag sem ég er búin að skulda í þrjú ár... Í kvöld verður farið í fertugsafmæli Ingigerðar. Kveðja, R
Þetta var undarlegt. Ég skrifaði í morgun en það sást bara þegar maður klikkaði á Kommentarer. Hmmm... Allannaveganna. Núna er kommentarinn minn kominn í þríriti... Kveðja, R