Fasteignin er einföld stuga byggð 1967
Hann Anders rafvirki var á Sólvöllum í dag. Að verki loknu leit hann yfir verkið og tryggði að ekkert hefði gleymst. Ég stóð við hliðina á honum og minntist þá auglýsingarinnar þegar Sólvellir voru boðnir til sölu. Í auglýsingunni stóð meðal annars: "Húsið er einföld stuga byggð 1967. Rafmagn er í húsinu og vatn úr borholu er í krana við húshornið". Þegar ég horfði á raflagnirnar í þessum vegg sýndist mér að húsið væri ekki einföld stuga lengur.



Kommentarer
Valgerður
Sæl verið þið!
Mér finnst ákveðin list falin í öllu þessu slöngu- eða vírvirki þarna í veggnum ykkar.
Héðan eru bara fréttir af rigningu og skammdegi, en fjölskyldan þrífst vel.
Guðdís er byrjuð í tannréttingum og heimsóknum til Reykjavíkur vegna þess fjölgar.
Kv
Valgerður
Trackback