Valdís veit hvað þarf að gera
Valdís veit að það þarfa ð sinna fleiru en að byggja. Í dag bætti hún gróðrarmold á eplatré og önnur eðaltré sem gróðursett voru á árinu. Þetta mun ávaxta sig reglulega vel næsta sumar. Gamla garðyrkjubókin sem mikið var notuð í Sólvallagötunni í Hrísey er reyndar til á Sólvöllum. Lítið er hún notuð nú meira fyrir utan að finna íslensk nöfn á trján og runnum.



Kommentarer
Anonym
Þetta líst mér vel á! Kveðja, R.
Guðjón
Já, hún tekur sig oft til hún Valdís og gerir eitthvað svona bráðnauðsynlegt. Það er kannski út af svona mikilvægum hlutum sem hún fékk eplatréð til að skila einu epli í sumar, eplatré sem ekki átti að bera ávöxt fyrr en eftir tvö eða þrjú ár.
GB
Trackback