Mikill, mikill morgunmatur
Þegar ég fór til að taka myndir af stórum ökrum var hann Patrik að vinna á stóru kornskurðarvélinni. Ég tók nokkrar myndir af honum og þegar hann var búinn að losa á vagninn kom hann hlauðandi til mín og hélt þá að ég væri blaðamaður. Patrik er ungur maður sem oft gengur fram hjá Sólvöllum og stoppar stundum til að spjalla. Hann var búinn að fara einn hring á nokkurra hektara stórum akri og sagðist vera með 6 til 7 tonn af korni eftir hringinn sem hann svo dældi á vagninn á stuttum tíma.



Kommentarer
Valgerður
Mannskepnan er ansi lítil í samanburði við þessar gríðarstóru vélar.
Kv
Valgerður
Trackback