Mikill morgunmatur

Í dag, fimmtudaginn 20. september er búið að rigna all mikið og nú er búið að hirða kornið af flestum ef ekki öllum ökrum. Og það er búið að plægja þá marga og líka sá í nokkurn hluta þeirra. Þeir nýsánu verða því brátt grænir á ný og koma væntanlega að halda græna litnum í allan vetur.

Morgunverður umræddra stúlkna er einmitt hafragrautur þessa dagana.
Að vísu er settur kanelsykur út á hjá þeirri eldri en þetta er hollur og góður matur segja þær.
Kv
Valgerður
Já, hann skemmir þær sko ekki hafragrauturinn. Eplið sem getið hefur verið á Valdísar bloggi var orðið gríðar stórt og það var borðað í gær þegar Rósa og Pétur komu. Það féll í Rósu hlut að taka það af trénu og svo skipti hún því í fjóra jafna hluta sem voru borðaðir á Sólvöllum við hátíðlega athöfn.
Kveðja, GB
Hæ hæ takk fyrir síðast.
Nú er stefnan tekin á Spán í golfferð í fyrramálið í sól og hita.
Frétti að það hefði verið sól og blíða á ykkur í gær. Eruð þið alveg flutt í Sólvelli, hvernig gengur annars með smíðina á flottu "stugunni"
Kv frá Auju og Þóri
Smíðin á flottu stugunni gengur vel hægt Auja. Allt er gert með ummhyggju og nærgætni og forstofa/bað verða opnuð seinna í hasust með pomp og prakt. Góða ferð á Spán.
GB