Að gleðjast yfir litlu

Hér er svo mynd af tarfi og elgskálfi. Mér sýnist að kálfurinn sé að spyrja; ert þú kannski pabbi minn?
Guðjón

mun aldrei gleyma þegar ég sá elg í fyrsta sinn hér í Sverige, var á leið með rútu ásamt skólafélögum mínum úr myndlistarskólanum til Stokkhólms. Ég sá elg út um gluggann og varð svo mikið um að ég galaði elgur elgur, samnemendur mínir héldu að ég væri klikk, líklega myndi maður einmitt halda það ef einhver í rútu á íslandi myndi góla "kind, kind" hahahaa, en samt ég er svo sammála þér, þakklæti er göfug tilfinning sem maður þarf að leyfa að hreiðra um sig og hlúa að. Ég er td. mjög þakklát fyrir ykkur Valdísi Guðjón og hugsa alltaf til ykkar þegar ég fæ mér hafragraut úr stóra "tebollanum" sem þið gáfuð mér.
Ætlarðu að láta mig fara að skæla hér í morgunsárið Brynja. Nei, þakka þér bara fyrir þín hlýlegu og fallegu orð. Þú ert full af hlýju Brynja. Gaman að þessu með tebollann og að hann notast fyrir hafragraut líka. Við skoðuðum bloggið þitt í gær og sáum kunnugleg andlit í veislunni hjá þér. Stundum er leiðinlegt hvað þið eruð öll langt í burtu, bæði þau í Gautaborg og þið í Lundi, en það er líka gaman að því að lífið er á jákvæðri leið hjá ykkur öllum.
Guðjón
Brynja, þetta með elgi. Svíar geta nú líka hrópað "nej, ser du, älg, älg!!"
verð að bæta við að mér þótti svo vænt um að Ína litla Andradóttir fékk sér graut úr bollanum góða, knús á ykkur Guðjón og takk fyrir innlitið á bloggið mitt og falleg orð