Leikhúsferðinni er lokið
Leikhúsferðinni er lokið. Rósa var með farsímann sinn og tók mynd af þessum mögnuðu hjónum sem prýða myndina. Það var gaman í leikhúsinu (Oskarsteatern) og allir á senunni léku á alls oddi. Þegar svo er leika allir leikhúsgestir á alls oddi.

Valdís og Guðjón í leikhúsi.
Það var dansað og sungið og spilað og hlegið en eiginlega var ekki allur söguþráðurinn eins og þegar við Valdís sáum My Fair Lady 1962. En þetta var nú gott samt. Málvísindamaðurinn var leiðinlegur við blómasölustúlkuna en svoleiðis átti það víst að vera. Mér fannst nú samt að hann væri leiðinlegri við hana en hún átti skilið. En það átti víst líka að vera svoleiðis. Nú held ég bara að ég eigi að hætta að nöldra þetta því að mér fannst alveg þræl gaman í leikhúsinu. Verið þið svo blessuð og sæl ef einhver skyldi lesa þetta.
Guðjón

Valdís og Guðjón í leikhúsi.
Það var dansað og sungið og spilað og hlegið en eiginlega var ekki allur söguþráðurinn eins og þegar við Valdís sáum My Fair Lady 1962. En þetta var nú gott samt. Málvísindamaðurinn var leiðinlegur við blómasölustúlkuna en svoleiðis átti það víst að vera. Mér fannst nú samt að hann væri leiðinlegri við hana en hún átti skilið. En það átti víst líka að vera svoleiðis. Nú held ég bara að ég eigi að hætta að nöldra þetta því að mér fannst alveg þræl gaman í leikhúsinu. Verið þið svo blessuð og sæl ef einhver skyldi lesa þetta.
Guðjón

Kommentarer
Rosa
já, nöldur er bara leiðinlegt. hættu því.
hehe,
r
Anonym
Jaá - ég reyni
GB
Trackback