Það iðar af broddgöltum

Haldið þið að það sé, bara stórveisla. líf og fjör í ólátagarði. Ekki veit ég hvaðan þessi mynd er en ég reikna varla með að hún sé af þeim broddgöltum sem hafa vaknað of snemma á þessu vori. Myndin var í blaði í dag og í dag er líka frétt af því að hún Soffía, ung kona, hafi tvo broddgelti í varðveislu sinni sem stendur. Það er varað við því að hafa þá inni í hita því að þeir geti kvefast þegar þeim sé sleppt á ný og út frá því geti þeir fengið lungnabólgu. Það má auðvitað ekki eiga sér stað.
GB

Kommentarer
Trackback