Þetta fannst ókunnum manni svo gaman

Við fórum inn á járnbrautarstöðina í Stokkhólmi í morgun til að taka lestarmiðana okkar. Við fáum lestarmiða á niðursettu verði sem ellilífeyrisþegar ef við pöntum eða tökum miðana minna en 24 tímum fyrir brottför. Rósa vék sér að miðaldra manni, þægilegum á að líta, og spurði hvort hann vildi taka mynd af okkur. Það fannst honumm skemmtilegt og hann meira að segja vildi ekki yfirgefa okkur fyrr en hann vissi að myndin hefði tekist vel.
GB

Kommentarer
Trackback