Á leið á safn

Hér er mannskapurinn á leið á safn. Á þessu safni áttu að vera nútíma listaverk til sýnis. Það voru þarna hlutir sem mér féll vel við -en það voru líka hlutir til sýnis sem manninum mér, ættuðum úr austustu sveitum Vestur-Skaftafellssýslu, fannst satt best að segja að gætu líkst því að einhver hefði hellt í illskukasti úr málningarfötu upp á vegg eða þá að einhver hefði reynt að fela skranhaug að húsabaki. En ég ætla að muna eftir góðu hlutunum.
GB

Kommentarer
Trackback