Kirkjukonsert

Í síðasta bloggi, því næsta fyrir neðan, tala ég um kirkjukonsert. Auðvitað hafði ég tekið myndir á þessum konsert og hér birti ég eina. Þessi konsert var haldinn í tilefni af því að söngstjórinn, hún Glory, er komin á aldur og þetta var hennar síðasta verkefni með kórnum. Það verður mikill skaði að missa hana úr þessu starfi og margar söngsamkomur hafa verið í Suðurbæjarkirkjunni á síðustu árum þar sem stórhæfileikar hennar hafa verið ótvíræðir. Kórinn söng eftirfarandi við viðeigandi lag:
Glory, Glory halelúja
Glory þú ert best
GB

Kommentarer
Trackback