Útihurð

Það var löngu ákveðið mál að þegar þyngsta vinnan væri búin í nýja svefnherberginu á Sólvöllum, þá skyldi skippt á þessari borðviðarhurð móti annarri sem búin er að bíða í það sem við köllum stofuna í gamla húsinu í hátt á annað ár. Þessi þyngsta vinna var flutningur á einangrunarsekkjum, plönkum, spónaplötum, krossviðarplötum og fleiru út og inn um þessar dyr sem auðvitað hefði skemmt nýja hurð. En ekki má gleyma því að borðviðarhurðin var smíðuð úr óhefluðum borðum úr trjám sem uxu í Sólvallaskóginum.

Ég get alveg lofað ykkur því að þegar ég var búinn að setja þessa hurð í stuttu áður en fór að skyggja í dag, að þá gekk ég hvað eftir annað aftur á bak frá húsinu til að virða dýrgripinn fyrir mér. Ég er svo lítill í mér að ég get glaðst alveg takmarkalaust yfir einni útihurð. Þessi útihurð á svefnherberginu er ósköp venjuleg svalahurð. Svo verður einn stóráfanginn til þegar gereftin verða sett á. Þá verður líka mikil breyting.

Verður ekki strax hlýrra inni í herberginu við þetta?
Kveðja,
R
Verður ekki strax hlýrra inni í herberginu við þetta?
Kveðja,
R
Jú, mikið hlýrra. Það var búið að standa lengi galopið en hitinn var fljótur að stíga um leið og hurðin var kominn í og ég lokaði henni.
Til hamingju með nýju hurðina. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur :-)))
Þakka þér fyrir Þórlaug og gaman að heyra að þú fylgist með okkur. Bestu kveðjur til ykkar beggja frá okkur Valdísi.
Þakka þér fyrir Þórlaug og gaman að heyra að þú fylgist með okkur. Með bestu kveðju til ykkar beggja frá okkur Valdísi.
vá hvað það er orðið fallegt hjá ykkur
Þakka þér fyrir Brynja. Þú getur séð fleiri myndir á http://www.flickr.com/photos/valdisoggudjon/
Við fylgjumst líka með blogginu þínu, lásum síðast í gærkvöldi. Kveðja til ykkar allra frá okkur Valdísi.
Guðjón