Árdegisskýrsla
Í dag er föstudagur og fjórði dagur i heimsókn Guðnýjar systur. Í fyrradag var hann hvass vestan eða suðvestan og þokkalega hlýtt. Í gær var kaldara og skúrir. Í dag er glampandi sólskin og hitinn kominn í 16 stig skömmu fyrir hádegi og framhaldsspáin í textavarpinu segir hita verða 22 til 26 stig næstu daga. Í gær vorum við á flakkinu hér á Örebrosvæðinu með viðkomu á Sólvöllum þar sem Valdís snaraði fram kakói, vöfflum og þeyttum rjóma og reyndar var svolítil sulta með á borðinu. En eins og allir vita þarf ekki að nota sultuna þó að hún sé með á borðinu, en hvað gerir maður? Notar sultuna auðvitað. Myndin er tekin af Guðnýju ásamt fjölskyldu við Svartána sem rennur gegnum Örebro.



Kommentarer
Anonym
Voðalega er allt eitthvað grænt og fínt þarna.
Kveðja,
R
Guðjón
Já, Rósa, landið er sérstaklega mikið fallegt núna.
Kveðja,
GB
Trackback