Í Stokkhólmi
Eftir 225 km akstur í hálku vorum við frammi í Celsiusgatan í Stokkhólmi um hálf fimm leytið í eftirmiðdaginn. Ég var dauðþreyttur eftir þennan akstur enda alveg sérstaklega á varðbergi hverja einustu sekúndu. Hann nafni minn tók okkur alveg frábærilega eins og þau öll en það var dálítil eftirvænting hjá okkur varðandi hvort hann þekkti okkur -sem hann og gerði og það gladdi okkur. Eftir þrjá mánuði þekkti nafni okkur. Fyrir mig er orðið áliðið og mikil löngun í félagsskapinn með Óla Lokbrá og mér hálf heyrist að hann sé þegar kominn í félagsskap með Valdísi sem kúrir hér skammt undan.

Kommentarer
Trackback