Mikið verður gaman þá
Valdís var að fara yfir fimm daga spána og það er engin breyting fyrir utan að það á að verða kaldara um helgina. Nú er ég farinn að hlakka virkilega til vorsins og öllu því sem þá verður að fylgjast með. Ég er bjartsýnn á vorið þegar snjóa leysir af frostlausri jörðinni. Í augnablikinu er heilmikið annríki hjá okkur vegna búferlaflutninga og atvinnu og enginn tími fyrir skriftir og hugarflug. Síðar koma góðir ellilífeyrisþegadagar og þá verður mikið um leiki og dýrðir. Mikið verður gaman þá.

Kommentarer
Trackback