Hvíldartími
Klukkan nálgast tíu þetta þriðjudagskvöld. Ég hef fengið kvef og smávegis hita og vil ekki smita hann Hannes Guðjón minn. Hann er búinn að brosa svo mikið í dag, hlæja og hjala, að hann á það ekki skilið af mér að ég smiti hann. Ég hef reynt að halda mig í hæfilegri fjarlægð og vera kattþrifinn og svo er að vona það besta.
Veturinn heldur áfram sínu hljóða taki á landinu. Það er ekki belgingurinn en það er alltaf frost, ekkert svakalegt frost þó, og allt er snævi þakið. Svo er spáð snjókomu á morgun. Nú segir Óli lokbrá að ég eigi að leggja mig á koddann og ég skal vera honum trúr í kvöld.
Veturinn heldur áfram sínu hljóða taki á landinu. Það er ekki belgingurinn en það er alltaf frost, ekkert svakalegt frost þó, og allt er snævi þakið. Svo er spáð snjókomu á morgun. Nú segir Óli lokbrá að ég eigi að leggja mig á koddann og ég skal vera honum trúr í kvöld.

Kommentarer
Trackback