Að láta heillast
Ég heillast óneitanlega af Uppsala. Það var hlýtt í gær og það er hlýtt í dag. Það er eiginlega réttara að segja að það er hiti í staðinn fyrir að segja hlýtt. Mælirinn daðrar meira við 30 stigin en 25, vikurnar út. Það er þá sem fólk fer að tala um að það sé of heitt. Við fjögur í íslenska ferðamannahópnum vorum á göngu í Borgargarðinum í Uppsala í gærkvöldi og fólkið var út um allt. Sumir sátu með nestið sitt á grasflötunum, aðrir á bryggjunum við Fyrisána, enn aðrir í bátum við bryggjurnar en lang flestir, eflaust í þúsundatali, sátu þó á vitingahúsunum og útiveitingahúsunum, borðuðu og drukku og virtust lifa lífinu notalega. Einstaka drakk meira en borðaði og um síðir mátti heyra einstaka öskur og eitt og eitt reiðhjól fékk fría ferð út í Fýrisána. En ég vil þó meina að lang, lang flestir hafi lifað kvöldið notalega með málbeinið örlítið örvað af Bakkusi konungi. Fólk má sannarlega gera það þó að ég sleppi því og hafi gert síðustu 19,5 árin. Svo voru auðvitað margir, eins og við ferðalangarnir fjórir, sem þurftu engin aukaefni til að gera lífið bærilegt. Tímanlega í morgun voru svo götusóparnir komnir í gang til að þrífa upp afleiðingar næturlífsins.
Eftir nokkuð síðbúinn morgunverð var ferðinni var stefnt til Uppsaladómkirkju. Það sem heillar mig mest í Uppsala er þessi kirkja, alla vega er það svo ennþá. Ég hef sagt það áður í blogginu mínu að ég er kannski ekki viss um að það sé Guði sérstaklega þóknanlegt að setja þvílíkt fjármagn og verðmæti í kirkjubyggingu þegar hluti fólks berst við sjúkdóma og svelti. En betra er þó að leggja verðmætin í kirkjubygginguna og skapa vinnu en að drepa menn í styrjöldum. Að vísu gerðu menn víst hvort tveggja.
Ég sest á einn kirkjubekkjanna og hugsa sem svo: Það er um miðja þrettándu öld, sem sagt fyrir um 650 árum, sem maður er ráðinn til að stjórna teikni- og undirbúningsvinnu vegna kirkjubyggingarinnar. Hann hefur enga tölvu en væntanlega öll þess tíma teikniáhöld og höfuðið í lagi. Hann hefur samstarfsfólk sem hann stjórnar og hann hefur hugmyndir sem hann ræðir við samstarfsfólk sitt. Hann og samstarfsfólkið sér fyrir sér hvernig heildarsvip kirkjan á að fá og allt er unnið út frá því. Það er að segja frá fyrsta steini sem grafinn er í jörðu og upp til efsta steins sem er í margra tuga metra hæð frá kirkjugólfinu. Engu atriði þar á milli má gleyma og enginn af hundraðtals steinbogum má vera vanhugsaður. Og svo er það þetta frábæra sem þessi samstarfshópur fær áorkað; hann vinnur verk sitt af endalausri samviskusemi, þrautsegju og auðmýkt þó að allir í hópnum viti að kirkjan verður ekki fullbyggð fyrr en að minnsta kosti eitthundrað árum eftir að þau öll eru dáin.
Það eitt að hugsa málið í þessu samhengi gerir hljóða stund á kirkjubekk í Uppsaladómkirkju að andlegri stund. Ég vil meina að hefði þetta fólk og aðrir þeir sem að byggingunni stóðu ekki verið túað fólk, hefði hún aldri risið. Það urðu margir Þrándar í götu á þeim 165 árum sem aðal byggingin stóð yfir en þau höfðu nú skaparann með sér.

Ég var á göngu í borgargarðinum í Uppsala í gærkvöldi. Þá sá ég þessar þrjár konur á gangi álengdar. Hvernig er hægt að láta hjá líða að taka mynd?

Spegill, spegill, seg þú mér
hver hér á landi fegurst er.
Ég er ekki viss um að ég fari alveg rétt með hér, en það var þetta sem mér datt í hug þegar ég tók myndina. Þó að allar sænskar ár sem renna gegnum víðáttumikil skógarsvæði séu moldarlitar, þá speglast í þessu vatni ef það er nægjanlega kyrrt. Merkilegt að þetta eru sömu konur og á fyrri mynd. -:)

Hérna eru þessar konur einu sinni enn og nú stilltu þær sér upp og báðu mig að taka mynd af sér og láta fleiri en einn laufboga sjást.

Svo var það í morgun að ég var á leið í Uppsaladómkirkju og rakst á þessar konur. Þær voru tvær núna því að sú þriðja ákvað að vera heima og dútla svolítið við sjálfa sig. Ég ákvað að slást í hópinn með þessum tveimur.

Síðar í dag, í annarri gönguferð, birtist kirkjan frá öðru sjónarhorni, umvafin sænsku laufskrúði. Við erum búin að sjá fína hluti í dag en stundin í kirkjunni var hugljúfust.
Eftir nokkuð síðbúinn morgunverð var ferðinni var stefnt til Uppsaladómkirkju. Það sem heillar mig mest í Uppsala er þessi kirkja, alla vega er það svo ennþá. Ég hef sagt það áður í blogginu mínu að ég er kannski ekki viss um að það sé Guði sérstaklega þóknanlegt að setja þvílíkt fjármagn og verðmæti í kirkjubyggingu þegar hluti fólks berst við sjúkdóma og svelti. En betra er þó að leggja verðmætin í kirkjubygginguna og skapa vinnu en að drepa menn í styrjöldum. Að vísu gerðu menn víst hvort tveggja.
Ég sest á einn kirkjubekkjanna og hugsa sem svo: Það er um miðja þrettándu öld, sem sagt fyrir um 650 árum, sem maður er ráðinn til að stjórna teikni- og undirbúningsvinnu vegna kirkjubyggingarinnar. Hann hefur enga tölvu en væntanlega öll þess tíma teikniáhöld og höfuðið í lagi. Hann hefur samstarfsfólk sem hann stjórnar og hann hefur hugmyndir sem hann ræðir við samstarfsfólk sitt. Hann og samstarfsfólkið sér fyrir sér hvernig heildarsvip kirkjan á að fá og allt er unnið út frá því. Það er að segja frá fyrsta steini sem grafinn er í jörðu og upp til efsta steins sem er í margra tuga metra hæð frá kirkjugólfinu. Engu atriði þar á milli má gleyma og enginn af hundraðtals steinbogum má vera vanhugsaður. Og svo er það þetta frábæra sem þessi samstarfshópur fær áorkað; hann vinnur verk sitt af endalausri samviskusemi, þrautsegju og auðmýkt þó að allir í hópnum viti að kirkjan verður ekki fullbyggð fyrr en að minnsta kosti eitthundrað árum eftir að þau öll eru dáin.
Það eitt að hugsa málið í þessu samhengi gerir hljóða stund á kirkjubekk í Uppsaladómkirkju að andlegri stund. Ég vil meina að hefði þetta fólk og aðrir þeir sem að byggingunni stóðu ekki verið túað fólk, hefði hún aldri risið. Það urðu margir Þrándar í götu á þeim 165 árum sem aðal byggingin stóð yfir en þau höfðu nú skaparann með sér.

Ég var á göngu í borgargarðinum í Uppsala í gærkvöldi. Þá sá ég þessar þrjár konur á gangi álengdar. Hvernig er hægt að láta hjá líða að taka mynd?

Spegill, spegill, seg þú mér
hver hér á landi fegurst er.
Ég er ekki viss um að ég fari alveg rétt með hér, en það var þetta sem mér datt í hug þegar ég tók myndina. Þó að allar sænskar ár sem renna gegnum víðáttumikil skógarsvæði séu moldarlitar, þá speglast í þessu vatni ef það er nægjanlega kyrrt. Merkilegt að þetta eru sömu konur og á fyrri mynd. -:)

Hérna eru þessar konur einu sinni enn og nú stilltu þær sér upp og báðu mig að taka mynd af sér og láta fleiri en einn laufboga sjást.

Svo var það í morgun að ég var á leið í Uppsaladómkirkju og rakst á þessar konur. Þær voru tvær núna því að sú þriðja ákvað að vera heima og dútla svolítið við sjálfa sig. Ég ákvað að slást í hópinn með þessum tveimur.

Síðar í dag, í annarri gönguferð, birtist kirkjan frá öðru sjónarhorni, umvafin sænsku laufskrúði. Við erum búin að sjá fína hluti í dag en stundin í kirkjunni var hugljúfust.

Kommentarer
Trackback