Ég var búinn að lofa sjálfum mér
Ég er löngu búinn að lofa sjálfum mér, sverja og sárt við leggja, að nefna orðið Icesave aldrei framar í bloggum mínum. Ég er heldur ekki talsmaður blótsyrða nema þá að áherslan sé í algjöru hámarki. En nú, tvo daga í röð, er ég búinn að sjá orðið Icesave í fyrirsögnum íslenskra blaða og snillingarnir æða hamförum fram á sjónarsviðið til að slá um sig af speki sinni og soga að sér eftirtekt landsmanna, bjarga engu og rugla fólk hræðilega í ríminu. Þegar ég rakst á fyrirsögn um Icesave í morgun eftir að hafa líka gert það í gær hugsaði ég einfaldlega þetta:
Aumingja Íslendingar að losa sig ekki við þetta helvítis mál þegar í fyrrahaust.
Skuldin var og er þegar fyrir hendi og þó að málið liggi í þögn um tíma er engin hætta á að það hverfi 0 aftan af upphæðinni. Það eru hins vegar mikið meiri líkur á að það bætist 0 við. Ekki hækkar við það ellilífeyririnn minn frá Íslandi, ellilífeyrir sem í dag er kr. 0. Ef ég hreyfi hendi hér úti til að afla mér tekna er núllið niðurstaðan þannig að Icesave kemur líka við peningaveskið okkar sem og annarra Íslendinga.
Í morgun var ég ákveðinn í því að blogga í kvöld en ég sá að mér yrði það ekki fært með góðum árangri nema leysa fyrst vind vegna þessa skítamáls.
Aumingja Íslendingar að losa sig ekki við þetta helvítis mál þegar í fyrrahaust.
Skuldin var og er þegar fyrir hendi og þó að málið liggi í þögn um tíma er engin hætta á að það hverfi 0 aftan af upphæðinni. Það eru hins vegar mikið meiri líkur á að það bætist 0 við. Ekki hækkar við það ellilífeyririnn minn frá Íslandi, ellilífeyrir sem í dag er kr. 0. Ef ég hreyfi hendi hér úti til að afla mér tekna er núllið niðurstaðan þannig að Icesave kemur líka við peningaveskið okkar sem og annarra Íslendinga.
Í morgun var ég ákveðinn í því að blogga í kvöld en ég sá að mér yrði það ekki fært með góðum árangri nema leysa fyrst vind vegna þessa skítamáls.

Kommentarer
Trackback