Heimsókn á enda
Lengra en þetta komst ég ekki í gær, sunnudagskvöldið 11. júlí, því að Óli Lokbrá lét mig ekki í friði og þegar ég rembdist við að láta ekki undan honum kastaði hann sandi í augun á mér. Þar með tapaði ég skákinni og lagðist útaf og það var ekki að sökum að spyrja að þá skildi ég að þetta var ekki sandur, heldur smá galdur sem Óli kann til að fá mig til að leggjast í rúmið mitt á kvöldin þegar ég seint á ferðinni og þreyttur.
En nú er ekki að sökum að spyrja. Ég ætla að ganga hér frá lokabloggi vegna heimsóknar sólargeislanna sem skildu eftir minningar hjá okkur Valdísi. Ég luma á mörgum myndum af þeim og hér birti ég tvær þeirra.

Þessi mynd var tekin í Borgargarðinum í Uppsala á kvöldgöngu föstudaginn 9. júlí í meira en 20 stiga hita þegar líklega þúsundir fólks var að skemmta sér að lokinni vinnuviku á nærliggjandi grasflötum, í bátum og á bæði á úti- og inniveitingahúsum. Flott mynd af stelpunum.

Þessi mynd af þeim var líka tekin í hlýindum fyrir nokkrum dögum, af öllum Sólvallastelpunum, með Noravatnið og eyjarnar þar í baksýn. Það er enginn vandi að finna falleg sjónarhorn í Svíþjóð og þetta sjónarhorn er ekki af lakara taginu.
Þakka ykkur fyrir komuna Árný og Anna Björg. Bankahólfið Minningar gefur ykkur gott pláss í ríki sínu.

Úúú hvað það verður gaman að koma "heim" til Örebro í næstu viku. Alltaf gaman að lesa sögurnar þínar Guðjón. Sjáumst kannski um þarnæstu helgi ?
kv Auja og Þórir
Þakka þér fyrir Auður. Um þar næstu helgi, 23 til 25 júlí, verð ég heima allan eftirmiðdaginn á laugardag. Að öðru leyti verð ég að vinna þessa helgi. En ég er líka heima bæði fyrir og eftir helgina. En hvernig sem er, það verður svo gaman að hittast þessa daga sem þú verður "heima".
Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni
Sæll Guðjón já það hefur verið gaman að lesa bloggið þitt um heimsókn þeirra Önnu og Árnýjar og allt þitt blogg um ykkur Valdísi og kvað þið eruð að gera þarna á Sólvöllum gangi ykkur vel við að byggja við Sólvelli og hafið það sem allra best kveðja Þóra
Þakka þér fyrir Þóra og bara gaman að þú hefur ánægju af að lesa bloggið.
Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni