Hjálpsamir grannar
Nágrannar okkar, Stina og Lars, eiga tjald sem þau notuðu eitt sinn yfir byggingarefni. Nú hafa þau lánað okkur þetta tjald undir byggingarefni sem kemur á morgun. Og ekki bara það. Meiri hluti fjölskyldunnar kom og hjálpaði okkur við að koma upp tjaldinu.

Hér er hún Siw og hún treysti mér svo vel að hún þorði að halda við hælinn sem ég var að reka niður. Það varð heldur ekkert óhapp en ég skal viðurkenna að ég fór gætilega.

Áfram héldum við af eljusemi og tjaldið sem við héldum að tæki þó nokkurn tíma að setja upp var bara komið upp á svipstundu. Hérna eru systurnar báðar viðstaddar, þær Alma og Siw.

Stina mamma var þarna líka og Siw stillti sér upp hjá henni og hvers vegna ekki að vera með á einni mynd í viðbót.

Tjaldið er tilbúið og á morgun kemur vörubíll með byggingarefni.
Í morgun lofaði Bengt í byggingarvöruversluninni að fara yfir vörulistann ef ég kæmi með hann. Í tilefni af því kom Anders smiður og við fullgerðum pöntunarlista. Svo borðaði ég góða matinn sem Valdís dreif á borðið og að því loknu fór ég inn til Örebro með listann. Magnús í byggingarvöruversluninni tók við listanum og sagðist fara í það strax að undirbúa efnið til flutnings. Ég sagði honum að Bengt vildi gefa upp verðið fyrst. Þá verður efnið ekki tilbúið á morgun sagði Magnús og ég vissi að þeir lokuðu í tvær vikur vegna sumarleyfa eftir morgundaginn. Það varð svolítið þref úr þessu og svo fór ég með lélega samvisku yfir því að hafa ekki komið listanum til þeirra fyrr og samkvæmt Magnúsi mundi efnið ekki verða tilbúið á morgun.
Nú eru þessir grey kallar búnir að hringja í mig þrisvar sinnum eftir klukkan átta í kvöld og þeir voru þá búnir að gefa upp verðið og voru enn að vinna við að ganga frá efninu. Þeir byrjuðu klukkan sjö í morgun en Bengt sagði í síma áðan að þeir ætluðu vildu klára þetta og við ættum ekki að vera áhyggjufull. Við Valdís sögðum áðan að við yrðum að færa þeim góða tertu eftir sumarfríið. Þessir menn, Magnús og Bengt, vinna mjög hratt og örugglega og eru góðir heim að sækja í byggingarvöruversluninni. Bengt er bróðir Bert sem rekur verslunina en Magnús er sonur hans. Það er betra að fólk siti svona.-:) Þetta efni sem kemur á morgun fer svo undir tjaldið frá grönnunum.
Valdís hefur lítið verið með á myndum undanfarið þar sem hún hefur að mestu verið bakvið myndavélina.

Hér er hún Siw og hún treysti mér svo vel að hún þorði að halda við hælinn sem ég var að reka niður. Það varð heldur ekkert óhapp en ég skal viðurkenna að ég fór gætilega.

Áfram héldum við af eljusemi og tjaldið sem við héldum að tæki þó nokkurn tíma að setja upp var bara komið upp á svipstundu. Hérna eru systurnar báðar viðstaddar, þær Alma og Siw.

Stina mamma var þarna líka og Siw stillti sér upp hjá henni og hvers vegna ekki að vera með á einni mynd í viðbót.

Tjaldið er tilbúið og á morgun kemur vörubíll með byggingarefni.
Í morgun lofaði Bengt í byggingarvöruversluninni að fara yfir vörulistann ef ég kæmi með hann. Í tilefni af því kom Anders smiður og við fullgerðum pöntunarlista. Svo borðaði ég góða matinn sem Valdís dreif á borðið og að því loknu fór ég inn til Örebro með listann. Magnús í byggingarvöruversluninni tók við listanum og sagðist fara í það strax að undirbúa efnið til flutnings. Ég sagði honum að Bengt vildi gefa upp verðið fyrst. Þá verður efnið ekki tilbúið á morgun sagði Magnús og ég vissi að þeir lokuðu í tvær vikur vegna sumarleyfa eftir morgundaginn. Það varð svolítið þref úr þessu og svo fór ég með lélega samvisku yfir því að hafa ekki komið listanum til þeirra fyrr og samkvæmt Magnúsi mundi efnið ekki verða tilbúið á morgun.
Nú eru þessir grey kallar búnir að hringja í mig þrisvar sinnum eftir klukkan átta í kvöld og þeir voru þá búnir að gefa upp verðið og voru enn að vinna við að ganga frá efninu. Þeir byrjuðu klukkan sjö í morgun en Bengt sagði í síma áðan að þeir ætluðu vildu klára þetta og við ættum ekki að vera áhyggjufull. Við Valdís sögðum áðan að við yrðum að færa þeim góða tertu eftir sumarfríið. Þessir menn, Magnús og Bengt, vinna mjög hratt og örugglega og eru góðir heim að sækja í byggingarvöruversluninni. Bengt er bróðir Bert sem rekur verslunina en Magnús er sonur hans. Það er betra að fólk siti svona.-:) Þetta efni sem kemur á morgun fer svo undir tjaldið frá grönnunum.
Valdís hefur lítið verið með á myndum undanfarið þar sem hún hefur að mestu verið bakvið myndavélina.

Kommentarer
Birkir
Það er gömul saga og ný að það er gott að eiga góða granna. Annars geta samskipin tekið á sig hinar ýmsu myndir. Við eigum nú mynd af því.
Trackback