Hvílíkur fínn dagur
Í gær, mánudag, var hann Anders smiður hér og hlóð upp grunn undir vel stórt herbergi og meðalstóra forstofu. Ég var með honum í þessu eftir bestu getu en það sem hafði áhrif á okkur báða var 32 stiga hiti í forsælu og sterkt sólskin. Við drukkum við mjög mikið vatn. Ef maður sættir sig við að vera rennsveittur og bara vera þannig er allt í lagi með svona hita en maður verður fyrr þreyttur. Anders tók stundum vatnsslönguna og einfaldlega sprautaði vatninu yfir höfuð sér. Svo skellti hann svörtu húfunni á sig aftur og hélt áfram að hlaða. Hann er hamhleypa þessi maður.
Eftir sjö tíma vinnu var Anders búinn að hlaða, þvo áhöld, ganga frá og þar með fór hann heim. Eftir sat ég yfir mig þreyttur og hélt um stund áfram með það sem mér tilheyrði af verkinu og ekki gat beðið til morguns. Svo var það bara löng, hálfköld sturta og svo innkaupaferð með Valdísi. Í gærkvöldi kom svo í heimsókn sannur sólargeisli, hún Kiddý gamla skólasystir mín. Þegar hún steig út úr bílnum sínum hvarf mér þreytan. Svo áttum við skemmtilegt kvöld öll þrjú hér heima, kvöld sem óhætt er að segja að okkur Kiddý gat ekki hugkvæmst að við ættum eftir að upplifa þegar við vorum í Skógum fyrir 50 árum. Svo hafði hún lesið á blogginu mínu að ég hafði ekki fundið ærlegt gamaldags snæri í verslunum hér, snæri sem rotnar eðlilega í náttúrunni. Og hún gaf sig ekki fyrr en hún fann snæri í Brynju gömlu, þannig að nú á ég snæri sem rotnar ef það er notað til að binda upp eina og eina grein út í skógi.
Í morgun hélt hitinn áfram, hiti sem er þannig að við löggðum okkur í 32 stiga hita og vöknuuðum í 28 stiga hita. Full heitt er það en hver er ekki þakklátur fyrir sumarlíðuna. Ég fór mér hægt í morgun, þó meðvitaður um að það sem var ógert úti yrði aldrei tilbúið ef ég ekki byrjaði. Samt fór ég mjög seint af stað, fannst sem mér, ellilífeyrisþeganum, væri heimilt að taka því aðeins rólega eftir strangann vinnudag í gær. Að lokum hafði ég mig út og blandaði múrblöndu í fötu til að fylla í nokkra staði sem fengu of lítið í gær. Stuttu síðar heyrði ég þrumurnar byrja að mala í suðri og úrkomuský dökknuðu og færðust nær. Það var að nálgast hádegi.
Ég var undir húsveggnum vestanverðum og pússaði í nokkrar holur í grunninum undir forstofuna. Þrumurnar færðust nær og einn og einn regndropi féll á bakið á mér. Ég sá fyrir mér hvernig pússningin mundi renna burtu ef það kæmi skýfall og gerði mér grein fyrir því að ef ég hefði byrjað tveimur tímum fyrr hefði þetta sloppið. En bæði við Valdís og gróðurinn í kringum okkur þráðum regn, þó ennþá meira gróðurinn.
Dropunum fjölgaði mjög hægt þannig að ég hefði getað talið dropa á mínútu. Þrumurnar færðust meira og meira upp á himinnhvolfið og urðu æ háværari. Ég þráaðist við með múrfötuna og fannst gott að fylgjast með framvindu veðursins. Við hverja mínútu sem dropunum fjölgaði vissi ég að góðir hlutir væru nær því að ske. Að lokum dúndraði þruma beint yfir höfði mér og allt í einu var vonlaust að telja dropa á mínútu. Að lokum var eins og þrumurnar færu bæði þversum og langsum um himininn og það var ekkert hlé á milli þeirra. Það var þá sem ég tók múrfötuna og múrskeiðna, hreinsaði og gekk frá. Svo stillti ég mér undir þakskeggið að austanverðu, móti skóginum. Valdís var þá þegar búinn að tilkynna að matur væri tilbúinn.
Ég hélt áfram undir þakskegginu enn um stund. Sólgulnuð laufblöð byrjuðu að falla frá trjákrónunum og regnið jókst. Allt í einu var sem eitthvað stórdularfullt væri að eiga sér stað. Trjátopparnir byrjuðu að sveiflast ofsalega með miklum þyt eða hreinlega gný í fleiri metra sporöskjulaga hreyfingum en sjálfur stóð ég í logni upp við húsvegginn í fimmtán til tuttugu metra fjarlægð frá næstu trjám. Mér fannst sem trén væru að tryllast af gleði yfir að langþráð regn til fleiri vikna væri nú að detta á. Þrumurnar héldu áfram og regnið jókst.
Mér fannst sem ég ætti eitthvað stórkostlegt sameiginlegt með prestinum og sálmaskáldinu Carl Boberg þegar hann árið 1885 skrifaði sálminn og lofsönginn Ó stóri Guð þegar hann var á leiðinni heim til sín eftir þrumuveður á eyju utan við strönd suðaustur Svíþjóðar. Síðan hefur þessi sálmur verið þýddur á fleiri tungumál en nokkur annar.
Nú var regnið farið að sreyma niður í miklu magni, þó án þess að vera skýfall. Trén héldu áfram að rykkjast til öðru hvoru og það var eitthvað svo ótrúlega mikið í gangi. Nú kom Valdís í dyrnar og spyurði hvort ekki væri allt í lagi með mig. Ég var ekki hissa á spurningunni en sannleikurinn var sá að það var allt í svo ótrúlega góðu lagi með mig. Í kannski fimmtán sekúndur æddi niður hvítt hagl og þá var hitinn nítján stig. Svo fór ég að borða með Valdísi. Í þessari fyrstu atrennu var úrkoman tíu mm á tíu til fimmtán mínútum. Eftir það var eins og skógurinn væri grænni og liði betur. Það á að halda áfram að rigna með köflum í dag. Takk fyrir það, þú stóri Guð.
Á þessu augnabliki þegar ég er að ljúka að skrifa þetta er stjórnlaust skýfall og þrumurnar gríðarlegar.
Eftir sjö tíma vinnu var Anders búinn að hlaða, þvo áhöld, ganga frá og þar með fór hann heim. Eftir sat ég yfir mig þreyttur og hélt um stund áfram með það sem mér tilheyrði af verkinu og ekki gat beðið til morguns. Svo var það bara löng, hálfköld sturta og svo innkaupaferð með Valdísi. Í gærkvöldi kom svo í heimsókn sannur sólargeisli, hún Kiddý gamla skólasystir mín. Þegar hún steig út úr bílnum sínum hvarf mér þreytan. Svo áttum við skemmtilegt kvöld öll þrjú hér heima, kvöld sem óhætt er að segja að okkur Kiddý gat ekki hugkvæmst að við ættum eftir að upplifa þegar við vorum í Skógum fyrir 50 árum. Svo hafði hún lesið á blogginu mínu að ég hafði ekki fundið ærlegt gamaldags snæri í verslunum hér, snæri sem rotnar eðlilega í náttúrunni. Og hún gaf sig ekki fyrr en hún fann snæri í Brynju gömlu, þannig að nú á ég snæri sem rotnar ef það er notað til að binda upp eina og eina grein út í skógi.
Í morgun hélt hitinn áfram, hiti sem er þannig að við löggðum okkur í 32 stiga hita og vöknuuðum í 28 stiga hita. Full heitt er það en hver er ekki þakklátur fyrir sumarlíðuna. Ég fór mér hægt í morgun, þó meðvitaður um að það sem var ógert úti yrði aldrei tilbúið ef ég ekki byrjaði. Samt fór ég mjög seint af stað, fannst sem mér, ellilífeyrisþeganum, væri heimilt að taka því aðeins rólega eftir strangann vinnudag í gær. Að lokum hafði ég mig út og blandaði múrblöndu í fötu til að fylla í nokkra staði sem fengu of lítið í gær. Stuttu síðar heyrði ég þrumurnar byrja að mala í suðri og úrkomuský dökknuðu og færðust nær. Það var að nálgast hádegi.
Ég var undir húsveggnum vestanverðum og pússaði í nokkrar holur í grunninum undir forstofuna. Þrumurnar færðust nær og einn og einn regndropi féll á bakið á mér. Ég sá fyrir mér hvernig pússningin mundi renna burtu ef það kæmi skýfall og gerði mér grein fyrir því að ef ég hefði byrjað tveimur tímum fyrr hefði þetta sloppið. En bæði við Valdís og gróðurinn í kringum okkur þráðum regn, þó ennþá meira gróðurinn.
Dropunum fjölgaði mjög hægt þannig að ég hefði getað talið dropa á mínútu. Þrumurnar færðust meira og meira upp á himinnhvolfið og urðu æ háværari. Ég þráaðist við með múrfötuna og fannst gott að fylgjast með framvindu veðursins. Við hverja mínútu sem dropunum fjölgaði vissi ég að góðir hlutir væru nær því að ske. Að lokum dúndraði þruma beint yfir höfði mér og allt í einu var vonlaust að telja dropa á mínútu. Að lokum var eins og þrumurnar færu bæði þversum og langsum um himininn og það var ekkert hlé á milli þeirra. Það var þá sem ég tók múrfötuna og múrskeiðna, hreinsaði og gekk frá. Svo stillti ég mér undir þakskeggið að austanverðu, móti skóginum. Valdís var þá þegar búinn að tilkynna að matur væri tilbúinn.
Ég hélt áfram undir þakskegginu enn um stund. Sólgulnuð laufblöð byrjuðu að falla frá trjákrónunum og regnið jókst. Allt í einu var sem eitthvað stórdularfullt væri að eiga sér stað. Trjátopparnir byrjuðu að sveiflast ofsalega með miklum þyt eða hreinlega gný í fleiri metra sporöskjulaga hreyfingum en sjálfur stóð ég í logni upp við húsvegginn í fimmtán til tuttugu metra fjarlægð frá næstu trjám. Mér fannst sem trén væru að tryllast af gleði yfir að langþráð regn til fleiri vikna væri nú að detta á. Þrumurnar héldu áfram og regnið jókst.
Mér fannst sem ég ætti eitthvað stórkostlegt sameiginlegt með prestinum og sálmaskáldinu Carl Boberg þegar hann árið 1885 skrifaði sálminn og lofsönginn Ó stóri Guð þegar hann var á leiðinni heim til sín eftir þrumuveður á eyju utan við strönd suðaustur Svíþjóðar. Síðan hefur þessi sálmur verið þýddur á fleiri tungumál en nokkur annar.
Nú var regnið farið að sreyma niður í miklu magni, þó án þess að vera skýfall. Trén héldu áfram að rykkjast til öðru hvoru og það var eitthvað svo ótrúlega mikið í gangi. Nú kom Valdís í dyrnar og spyurði hvort ekki væri allt í lagi með mig. Ég var ekki hissa á spurningunni en sannleikurinn var sá að það var allt í svo ótrúlega góðu lagi með mig. Í kannski fimmtán sekúndur æddi niður hvítt hagl og þá var hitinn nítján stig. Svo fór ég að borða með Valdísi. Í þessari fyrstu atrennu var úrkoman tíu mm á tíu til fimmtán mínútum. Eftir það var eins og skógurinn væri grænni og liði betur. Það á að halda áfram að rigna með köflum í dag. Takk fyrir það, þú stóri Guð.
Á þessu augnabliki þegar ég er að ljúka að skrifa þetta er stjórnlaust skýfall og þrumurnar gríðarlegar.

Kommentarer
Trackback