Kiddý


Í Skógaskóla var hún svo sæt ung stelpa, drífandi og rösk. Það eru heil fimmtíu ár síðan. Í dag er hún svo falleg kona og hún er ennþá drífandi og rösk. Þakka þér svo innilega fyrir að heimsækja okkur á Sólvelli í dag Kiddý.

Ég verð að segja nokkur orð í viðbót. Kiddý á dóttur og barnabörn í Västerås og þar er hún um þessar mundir. Það var þegar hún talaði um þessa fjölskyldu sína sem ég skildi að hún var enn í dag þessi drífandi og röska kona. Svo tók hún upp símann sinn og sýndi okkur myndir af barnabörnunum sínum. Þá sáum við að hún á ung, falleg og glaðleg barnabörn sem hún gefur af tíma sínum, annast þau eftir þörfum, syngur fyrir þau og leikur við þau. Þau eiga góða ömmu þessi barnabörn.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0