Laugardagskvöld
Ég var á leiðinni heim úr vinnunni um tvö leytið í dag og hugsaði sem svo að það væri lán að það ætlaði að koma fólk í heimsókn seinni partinn. Þessi sólarhringur minn í Vornesi hafði verið alveg ótrúlega annasamur og ég vissi af gamalli reynslu að ég mundi verða þreyttur og syfjaður ef ég færi á annað borð að hvíla mig og jafnvel að sofna í stólnum eftir að ég kæmi heim. Ég vissi að gestirnir sem við áttum von á mundu rífa mig upp frá allri hægindastólaleti. Svo þegar heim var komið og ég nálgaðist útidyrnar fann ég ilminn streyma á móti mér. Pönnukökur! Ilmur af pönnukökum er indæll og bragðið eftir því. Ég var ekki fyrr kominn inn en ég fékk mér smá mjólkursopa í glas og svo pönnuköku með. Mjólk og pönnukökur! Það eru ár og dagar síðan ég hef dottið þannig í það. Og hvenær má taka forskot á sæluna ef ekki eftir erfiðan sólarhring í Vornesi. Að vísu eru pönnukökur á bannlista hjá okkur um þessar mundir en hvenær má gera undantekningu ef ekki þegar góða gesti ber að garði. Svo bar Kiddý að garði, þessi gamla glaðværa skólasystir sem segir sjálf í dag að hún hafi verið óttalegt trippi í gagnfræðaskólanum að Skógum fyrir meira en fimmtíu árum.

Þarna var Kiddý komin og við búin að fá okkur af pönnukökunum hennar Valdísar. Þar með var annar í pönnukökum hjá mér. Það mætti ætla að þeim hafi verið stillt svona upp fyrir þessa myndatöku, en sannleikurinn er sá að ég beið þolinmóður þangað til rétta augnablikið var frammi. Auðvitað kostaði það líka að ég tók fleiri myndir til að ná þeirri sem ég vildi ná.

Svo komu Auður og Þórir. Þar með var það þriðji í pönnukökum hjá mér. Mér tókst ekki vel til með þessa mynd en hún verður þó að nægja. Ég hef sjálfsagt sagt það oft áður að Þórir var heimilislæknirinn okkar á tímabili þegar við áttum heima í Hrísey. Síðan fundum við hann og Auði á jólaballi í Örebro og þá var hann starfandi læknir hér. Svo eins og oftast þegar Íslendingar hittast, þá átti Kiddý sameignlega kunningja með Auði og Þóri. Auður og Þórir koma á hverju sumri til Örebro eftir að þau fluttu aftur til Íslands fyrir fimm árum. Eitthvað hlýtur það að segja um tilfinningu þeirra fyrir þessu landi.

Svo var komið að því fyrir Kiddý, þassa ennþá glaðværu og hlýju konu sem segist hafa verið trippi í gamla daga, að fara heim til dóttur sinnar í Västerås. Hún ætlaði að hafa þar ofan af fyrir barnabörnum í kvöld. Þakka þér fyrir heimsóknina Kiddý mín, þakka þér fyrir báðar heimsóknirnar.
Þar með var komið að því að við Þórir færum að vanda einn hring í skóginum. Ég er ekki viss um að hann hafi séð þær breytingar sem við Valdís teljum okkur standa fyrir þar, en árið sem við verðum 75 ára, þá skal hann sjá breytingarnar og að hverju var stefnt. Eftir nokkra spjallstund var líka komið að því fyrir þau að fara heim til Örebro. Takk fyrir komuna þið líka, Auður og Þórir. Þið eruð alltaf kærkomnir gestir.
Nú er allt í lagi fyrir mig að verða þreyttur og syfjaður og fara að stefna að fundi með Óla Lokbrá. En fyrst er að bursta eins og þið vitið og sinna öðrum síðustu kvöldverkum. Síðan hef ég hug á að sofa í níu tíma og eftir það verð ég vel upp lagður til samveru með ölkunum mínum í Vornesi fram á mánudagsmorguninn og leggja þá húsið í hendur þeirra sem eru búnir að hafa helgarfrí.

Þarna var Kiddý komin og við búin að fá okkur af pönnukökunum hennar Valdísar. Þar með var annar í pönnukökum hjá mér. Það mætti ætla að þeim hafi verið stillt svona upp fyrir þessa myndatöku, en sannleikurinn er sá að ég beið þolinmóður þangað til rétta augnablikið var frammi. Auðvitað kostaði það líka að ég tók fleiri myndir til að ná þeirri sem ég vildi ná.

Svo komu Auður og Þórir. Þar með var það þriðji í pönnukökum hjá mér. Mér tókst ekki vel til með þessa mynd en hún verður þó að nægja. Ég hef sjálfsagt sagt það oft áður að Þórir var heimilislæknirinn okkar á tímabili þegar við áttum heima í Hrísey. Síðan fundum við hann og Auði á jólaballi í Örebro og þá var hann starfandi læknir hér. Svo eins og oftast þegar Íslendingar hittast, þá átti Kiddý sameignlega kunningja með Auði og Þóri. Auður og Þórir koma á hverju sumri til Örebro eftir að þau fluttu aftur til Íslands fyrir fimm árum. Eitthvað hlýtur það að segja um tilfinningu þeirra fyrir þessu landi.

Svo var komið að því fyrir Kiddý, þassa ennþá glaðværu og hlýju konu sem segist hafa verið trippi í gamla daga, að fara heim til dóttur sinnar í Västerås. Hún ætlaði að hafa þar ofan af fyrir barnabörnum í kvöld. Þakka þér fyrir heimsóknina Kiddý mín, þakka þér fyrir báðar heimsóknirnar.
Þar með var komið að því að við Þórir færum að vanda einn hring í skóginum. Ég er ekki viss um að hann hafi séð þær breytingar sem við Valdís teljum okkur standa fyrir þar, en árið sem við verðum 75 ára, þá skal hann sjá breytingarnar og að hverju var stefnt. Eftir nokkra spjallstund var líka komið að því fyrir þau að fara heim til Örebro. Takk fyrir komuna þið líka, Auður og Þórir. Þið eruð alltaf kærkomnir gestir.
Nú er allt í lagi fyrir mig að verða þreyttur og syfjaður og fara að stefna að fundi með Óla Lokbrá. En fyrst er að bursta eins og þið vitið og sinna öðrum síðustu kvöldverkum. Síðan hef ég hug á að sofa í níu tíma og eftir það verð ég vel upp lagður til samveru með ölkunum mínum í Vornesi fram á mánudagsmorguninn og leggja þá húsið í hendur þeirra sem eru búnir að hafa helgarfrí.

Kommentarer
Brynja Harðardóttir
Mikið er orðið fínt hjá ykkur og mikið hlakka ég til að koma einn daginn í pönnukökur til ykkar, sá dagur kemur allavega pottþétt áður en þið verðið 75 ára og svei mér þá ég lofa allavega að sjá hversu kirsuberjatréð hefur vaxið, stórt knús á ykkur kæru hjón.
Rósa
Hwa, það bara þverfótar ekki fyrir gestum í stugunni!
Kveðja,
R
Guðjón
Það á alla vega eftir að verða fínt Brynja og ég ætla rétt að vona að þú verðir búin að koma nokkrum sinnum í heimsókn fyrir 75 ára afmælið okkar. Kirsuberjatréð þurfum við að flytja og nú er kominn virkilega góður staður fyrir það.
Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni
Guðjón
Eins og þú veist er Sólvellir góður staður og ef maður kemur hingað einu sinni verður það oftar.
Kveðja,
pabbi
Trackback