Lélegur fréttamaður
Það er fimmtudagur 8. júlí, komið ögn fram yfir sumarsólstöður. Ég er ekki góður fréttamaður um þessar mundir þó að við höfum tvo gesti. Engin útsending bara í marga daga en nú kemur smá bragabót. Á morgun förum við til Uppsala og verðum þar tvær nætur áður en Árný og Anna Björg fara í flug og gerum eitthvað skemmtilegt. Við Valdís notum þessa heimsókn sem sumarfrístíma og gerum svolítið aðra hluti en venjulega. Svo er það venjulega þegar fólk kemur. Við geymum að leika okkur þangað til fólk kemur. Nú verða engir langir textar en nokkrar myndir til að fylla út í þetta blogg mitt.

Daginn eftir að þær vinkonurnar mættu hér eftir flug sem seinkaði um níu tíma voru þær ólmar að fá að gera eitthvað. Penslar voru teknir upp og svo rann grunnmálningin á eina panelfjölina eftir aðra. Öll stæðan var máluð, stæða sem nægir næstum á alla nýju bygginguna á Sólvöllum.

Iðjuleysið virtist vera óþolandi og í fyrradag, þriðjudag, gengu þær í að kljúfa við en ég fór hins vegar í vinnu í Vornesi. Ég sé ekki betur en Valdís sé hér að segja til. Ég veit alla vega að hún sagði að það væri bannað að meiða sig á vélinni sem klýfur viðinn.

Hér eru þær fullnuma og klára sig sjálfar. Ég veit hins vegar að Valdís var ekki langt undan.

Eitthvað skemmtilegt virðist vera á ferðinni. Valdís hlýtur að hafa verið með eitthvað sprell bakvið myndavélina, en hún tók jú myndina þar sem ég var í vinnu. Já, einmitt það, ég var í vinnu. Það hefur verið þess vegna sem þær fengu einhverjar hugmyndir.
Að lokum. Hitinn hefur verið 24 til 30 stig undanfarið og svona veðri er spáð áfram. Við vorum líka að frétta að það væri spáð betra veðri á Íslandi, enda eru þær vinkonur að fara heim og eru auðvitað ákveðnar í að taka góða veðrið með sér.

Daginn eftir að þær vinkonurnar mættu hér eftir flug sem seinkaði um níu tíma voru þær ólmar að fá að gera eitthvað. Penslar voru teknir upp og svo rann grunnmálningin á eina panelfjölina eftir aðra. Öll stæðan var máluð, stæða sem nægir næstum á alla nýju bygginguna á Sólvöllum.

Iðjuleysið virtist vera óþolandi og í fyrradag, þriðjudag, gengu þær í að kljúfa við en ég fór hins vegar í vinnu í Vornesi. Ég sé ekki betur en Valdís sé hér að segja til. Ég veit alla vega að hún sagði að það væri bannað að meiða sig á vélinni sem klýfur viðinn.

Hér eru þær fullnuma og klára sig sjálfar. Ég veit hins vegar að Valdís var ekki langt undan.

Eitthvað skemmtilegt virðist vera á ferðinni. Valdís hlýtur að hafa verið með eitthvað sprell bakvið myndavélina, en hún tók jú myndina þar sem ég var í vinnu. Já, einmitt það, ég var í vinnu. Það hefur verið þess vegna sem þær fengu einhverjar hugmyndir.
Að lokum. Hitinn hefur verið 24 til 30 stig undanfarið og svona veðri er spáð áfram. Við vorum líka að frétta að það væri spáð betra veðri á Íslandi, enda eru þær vinkonur að fara heim og eru auðvitað ákveðnar í að taka góða veðrið með sér.

Kommentarer
Rósa
hæ og hó,
mér líst vel á að þið ætlið til uppsala. á að fara til stokkhólms?
kveðja,
r
Guðjón Björnsson
Mér dettur í hug að leggja bílnum í bílakjallarann við Kungsholmsgatan, labba yfir að ráðhúsinu og fara þaðan í siglingu kringum eihverjar eyjar. Eða taka ferju út á skansinn og vera þar eitthvað. Við ætlum að ræða þetta í Uppsala á morgun. Ef nþið eruð með hugmynd, lát heyra. Það má líka fara í Kaknestornet með strætó.
Kveðja, pabbi
þóra H Björgvinsdóttir
Þetta eru flottar myndir og gott að þær stöllur gátu hjálpað til við að bera á panelinn og kljúfa viðinn það er alltaf gott að fá smá aðstoð þegar mikið er að gera kveðja
Trackback