Annar dagur í jarðvinnu

Ég sagði í gær að það yrði hægt að blogga oft og mikið um Sólvallabygginguna og látið ykkur ekki detta í hug að ég standi ekki við það. Það eru hvort eð er teknar margar myndir af því sem gert er og hluti þessara mynda eru sparaðar sem heimildarmyndir og eru eldri myndirnar þegar farnar að koma sér vel. Gröfumennirnir voru hér að störfum annan daginn í röð og komu miklu í verk. Nú eru þeir farnir og koma ekki aftur fyrr en búið verður að reisa húsið og þá koma þeir til að breyta svolítið landslagi þegar hægt verður að gera það út frá húsinu í endanlegu útliti.


Þarna eru drenlögn og þakrennulögn hlið við hlið og þegar ég spurði hvort ekki væri hægt að sameina þær í eina svaraði Peter; nei kalli minn svoleiðis gerir maður ekki því þakvatni er aldrei boðið upp á að renna inn í drenlögn fyrr en hallinn frá húsinu er orðinn nógur. Þá hætti ég að dilla rófunni og lagði hana máttlausa niður. Samtalið var kannski alveg svona en ég hef stundum gaman að því að gera grín að sjálfum mér. Ef Sólvellir hefðu verið hugsaðir sem heilsárshús árið 2006, þá hefði þetta verk verið framkvæmt þá.


Peter gröfumaður er víkingur í vinnu eins og ég sagði líka í gær og hann gerir allt sem þarf að gera ef enginn annar er til að gera það. En þarna er tuttuogeins árs gamli Jónas viðlátinn og þá fór hann ofan í skurðinn. Mundu svo að greinin er í beinni stefnu mitt á milli þessara tveggja trjáa sagði Peter. Ég hafði beðið hann að setja grein þarna til vara ef við skyldum vilja drena meira þarna austan við húsið. Trén sjást bæði á myndinni. Lítið beyki til vinstri og all stór björk til hægri. Þannig verður þessi mynd mikilvæg.


Svo var farið að vinna vestan við húsið. Þarna tók Valdís heimildarmynd af síma og rafmagnsköplum sem liggja hlið við hlið. Það er vel hægt að greina á myndinni hversu þurr mölin er, en myndin var tekin strax eftir að skurðurinn var grafinn.  Sérstaklega þurr eftir því sem nær dró veginum, en þar eru stórar bjarkir og stóra Sólvallaeikin sem berjast um rakann og fá alls ekki nóg. Ungi, ljóshærði, spengilegi maðurinn til hægri á myndinni tilheyrir ekki vinnuhópnum en hann var þó allan tímann nálægur og fór hiklaust niður í skurð ef á þurfti að halda. Að leggja niður nýjan rafmagnsstreng byggði á því að sá gamli var einfaldlega of grannur og annaði ekki flutningi í hlutfalli við stækkun hússins.


Grjótgarðar eru lögverndaðir í Svíþjóð. Því var þessi aðgerð mér hálfgerður þyrnir þar til allt skipulag lá á borðinu. Ég varð að sækja um það til sýslunefndarinnar (sambærileg stofnun) og gekk greiðlega eftir að ég hafði lagt inn myndir og góða greinargerð um það hvernig þetta ætti að vinnast. Svo gerði það hlutina einfaldari að Peter mundi vel hvar hver steinn hafði verið og honum tókst nokkurn veginn að leggja þá eins til baka. Meira að segja tókst honum að láta mosann snúa upp. Hér er litið á grjótgarða sem menningararf og ég er alveg til í að hlú að slíku.


Svo var bara að ganga snyrtilega frá eftir tveggja daga vinnusnerpu. Handavinnan verður ekki mikið verk þegar svona vel er gert. Nokkrum mínútum eftir þetta var allt tilbúið og grafan var sett á pall Skanía bílsins frá nítjánhundraðsextíu og eitthvað. Hann virðist duga vel og lítur alls ekki út fyrir þennan háa aldur. Síðan kvöddu þeir félagar og óku af stað.


Meðan þeir voru enn að aka niður afleggjarann sá Valdís þennan furðufugl koma með grjót í hjólbörum og tók mynd af honum. Hann virðist koma frá allt öðrum tíma en þeim sem er til umræðu hér að ofan. Það er líklega best að leyfa honum.

Nú er engin mynd af Valdísi og það er eiginlega orðið svindl að hún lendir ekki á neinum þessara mynda. Ég vissi þó ekki betur en ég hefði tekið mynd af henni en svo finn ég hana ekki. Þeir voru svo ánægðir með hádegismatinn sem hún bar á borð að ég hefði átt að taka mynd af henni þegar þeir þökkuðu fyrir matinn. En ég fann þó mynd af henni við allt aðrar aðstæður og hún er hér fyrir neðan.


Þarna er Valdís í félagsskap sem henni leiddist ekki. Þessa mynd af systrunum Valdísi og Árnýju tók Anna Björg þegar þær voru í bæjarferð inn í Örebro



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0