Steypa, byggja, byggja
Ég kom heim úr vinnu í Vornesi skömmu fyrir hádegi og síðan er búið að vera heil mikið í gangi á Sólvöllum. En fyrst um allt aðra hluti.
Mér er ógleymanleg steypuvinnan í brúarvinnunni á árunum 1956 til 1958. Ég fékk nánast alltaf það hlutverk að moka í hjólbörur og sturta svo úr þeim í hrærivélina. Þó ég segi sjálfur frá, þá var þetta eitthvað erfiðasta eða jafnvel allra erfiðasta starfið í steypuvinnunni. Með mér voru tveir gamlir og slitnir menn sem áttu erfitt með að moka mölinni þannig að mér var sagt að ég yrði að moka hlutfallslega meiru en þeir, sturta svo í vélina og svo setja sementið ofan á mölina. Eftir það tók Björn Hallmundur frá Vík við og sá um að þessi blanda kæmist upp í hrærivélina, fengi mátulegan vatnsskammt og hrærðist vel.
Síðan komu mennirnir með hjólbörurnar og Björn Hallmundur lét mjúka steypuna renna ljúflega í börurnar og svo keyrðu þeir fimlega eftir brautum þangað sem Valmundur stjórnaði móttökunni. Mig langaði alltaf að vera hjólbörumaður en fékk það ekki nema kannski einu sinni af einhverjum undantekningarástæðum. Ég veit ekki hvers vegna þetta var svona, en ég var næstum alltaf yngstur í hópnum og fyrir mér voru steypudagarnir alltaf lengi að líða og erfiðir. Eftir allan þennan malarmokstur hefði ég átt að fá sterka arma og axlir en það hefur þó fylgt mér alla ævi að vera með krankan efri hluta.
Síðan tóku við öðru vísi steypudagar í Hrísey á sjöunda áratugnum. Þá kom Tommi á Fergusoninum og mokaði í hrærivélina með ámoksturstækjum. Þá var ég stundum hjólbörumaður en þá var ég orðinn eldri og ábyrgur heimilisfaðir og mátti auðvitað ekki sýna að mér þótti ennþá pínulítið gaman að keyra hjólbörur í steypuvinnu. Það einkenndi þessa steypuvinnu í Hrísey að það var mikill hamagangur. Eiginlega finnst mér í dag að menn urðu svolítið trylltir og allt varð að ganga með ofsahraða. Menn hjálpuðu hver öðrum þegar verið var að steypa við einbýlishúsabyggingar og sumir eða margir áttu svo að fara á sjó eftir steypuvinnu. Kannski var það ástæðan fyrir hraðanum. En svo kom steypubíll og síðar krani og steypuvinnumenningin gjörbreyttist. Í dag kom steypubíll á Sólvelli og sá atburður fékk mig til að rifja þetta upp.

Það var svo hljótt og gott í sveitinni þar sem við Anders biðum eftir honum og notuðum tímann til að tala um framhald byggingarvinnunnar. Mótin biðu niður í snyrtilegum og þurrum grunninum og það var eins og það væri allt í lagi að bíllinn kæmi ekki alveg strax. Svo hringdi bílstjórinn og í ljós kom að hann hafði farið í öfuga átt, ekki alveg þveröfuga en alla vega langt úr leið. Þá kom upp í mér nýskupúkinn og ég hugsaði meðan ég talaði við hann og lýsti leiðinni fyrir honum hvort þetta mundi hækka verðið á steypunni.

Svo var hann þarna að lokum og þá var friðurinn hjá okkur Anders úr sögunni. Það hófst steypuvinna en þó mikið léttari en í brúarvinnunni á Suðurlandi fyrir meira en fimmtíu árum. Samt vaknaði aðeins í mér gamla stemmingin, bæði í brúarvinnunni og í Hrísey. Ég nefnilega ætlaði að taka myndir af þessu í rólegheitum en eftir á finn ég að ég gaf mér eiginlega ekki tíma til að taka myndirnar. Og hvað segir maður þá -hahaha- eða hvað?
Verðið á farminum fer svolítið eftir því hversu fljótt er hægt að tæma bílinn. Bílstjórinn var svipbrigðalaus og alvarlegur og að mestu lét hann sem hann sæi hvorki mig eða Anders smið þar sem hann bar framan á sér stjórnborð sem hann notaði við að manúera fram og til baka rennugræjunum. Hins vegar verður hann að eiga það að hann vildi gera móttökuna svo létta sem mögulegt var og þegar smá sletta lenti utan við mótin fannst honum leiðinlegt að hafa verið klaufalegur. Hann var þræl lipur við þetta kallanginn.

Ég held að bílstjórinn hafi verið stoltur af búnaðinum þegar hann manúeraði þessum glussastýrðu rennum yfir til Anders sem beið þarna með stunguspaðann okkar. Kannski var það þess vegna sem hann sýndi svo afkaplega lítið félagslyndi.

Svo tók bílstjórinn í sveif aðeins til hliðar við hinar sveifarnar og steypan tók að renna. Anders var á lágum venjulegum vinnuskóm og berleggjaður. Í gamla daga voru það stígvél í steypuvinnu ef ég man rétt. Skórnir hefðu fyllst af möl nema þá kannski hjá "hjólbörumönnunum". Svo lagði ég frá mér myndavélina og dreif mig í steypuvinnu.

Svo var steypubíllinn farinn og það varð hljótt í sveitinni á ný. Eftir súpu og brauðbita fór Anders líka og nú heyri ég laufþytinn frá vestan golunni inn um dyrnar. Þegar ég verð búinn að vista þetta fer ég út og tek til. Svo verður kominn tími til að vökva steypuna. Ofan á þessa sökkla koma múrsteinar sem eru að mér sýnist steyptir úr eldfjallavikri frá Íslandi. Ég þarf að komast að hinu sanna með það og ef rétt er finnst mér það býsna sniðugt. Anders kemur í múrsteinsvinnuna á föstudag eða mánudag.
Sólvallastelpurnar fóru til Örebro nokkru áður en steypubíllinn kom og ég vona bara að þær geri eitthvað skemmtilegt. Annars eru þær stundum, eða hreinlega allt of oft, í einhverjum aðgerðum. Í gær og í morgun voru þær að kljúfa við, þær hafa málað, þvegið bílinn, stússast í matargerð og nefndu það bara.
Mér er ógleymanleg steypuvinnan í brúarvinnunni á árunum 1956 til 1958. Ég fékk nánast alltaf það hlutverk að moka í hjólbörur og sturta svo úr þeim í hrærivélina. Þó ég segi sjálfur frá, þá var þetta eitthvað erfiðasta eða jafnvel allra erfiðasta starfið í steypuvinnunni. Með mér voru tveir gamlir og slitnir menn sem áttu erfitt með að moka mölinni þannig að mér var sagt að ég yrði að moka hlutfallslega meiru en þeir, sturta svo í vélina og svo setja sementið ofan á mölina. Eftir það tók Björn Hallmundur frá Vík við og sá um að þessi blanda kæmist upp í hrærivélina, fengi mátulegan vatnsskammt og hrærðist vel.
Síðan komu mennirnir með hjólbörurnar og Björn Hallmundur lét mjúka steypuna renna ljúflega í börurnar og svo keyrðu þeir fimlega eftir brautum þangað sem Valmundur stjórnaði móttökunni. Mig langaði alltaf að vera hjólbörumaður en fékk það ekki nema kannski einu sinni af einhverjum undantekningarástæðum. Ég veit ekki hvers vegna þetta var svona, en ég var næstum alltaf yngstur í hópnum og fyrir mér voru steypudagarnir alltaf lengi að líða og erfiðir. Eftir allan þennan malarmokstur hefði ég átt að fá sterka arma og axlir en það hefur þó fylgt mér alla ævi að vera með krankan efri hluta.
Síðan tóku við öðru vísi steypudagar í Hrísey á sjöunda áratugnum. Þá kom Tommi á Fergusoninum og mokaði í hrærivélina með ámoksturstækjum. Þá var ég stundum hjólbörumaður en þá var ég orðinn eldri og ábyrgur heimilisfaðir og mátti auðvitað ekki sýna að mér þótti ennþá pínulítið gaman að keyra hjólbörur í steypuvinnu. Það einkenndi þessa steypuvinnu í Hrísey að það var mikill hamagangur. Eiginlega finnst mér í dag að menn urðu svolítið trylltir og allt varð að ganga með ofsahraða. Menn hjálpuðu hver öðrum þegar verið var að steypa við einbýlishúsabyggingar og sumir eða margir áttu svo að fara á sjó eftir steypuvinnu. Kannski var það ástæðan fyrir hraðanum. En svo kom steypubíll og síðar krani og steypuvinnumenningin gjörbreyttist. Í dag kom steypubíll á Sólvelli og sá atburður fékk mig til að rifja þetta upp.

Það var svo hljótt og gott í sveitinni þar sem við Anders biðum eftir honum og notuðum tímann til að tala um framhald byggingarvinnunnar. Mótin biðu niður í snyrtilegum og þurrum grunninum og það var eins og það væri allt í lagi að bíllinn kæmi ekki alveg strax. Svo hringdi bílstjórinn og í ljós kom að hann hafði farið í öfuga átt, ekki alveg þveröfuga en alla vega langt úr leið. Þá kom upp í mér nýskupúkinn og ég hugsaði meðan ég talaði við hann og lýsti leiðinni fyrir honum hvort þetta mundi hækka verðið á steypunni.

Svo var hann þarna að lokum og þá var friðurinn hjá okkur Anders úr sögunni. Það hófst steypuvinna en þó mikið léttari en í brúarvinnunni á Suðurlandi fyrir meira en fimmtíu árum. Samt vaknaði aðeins í mér gamla stemmingin, bæði í brúarvinnunni og í Hrísey. Ég nefnilega ætlaði að taka myndir af þessu í rólegheitum en eftir á finn ég að ég gaf mér eiginlega ekki tíma til að taka myndirnar. Og hvað segir maður þá -hahaha- eða hvað?
Verðið á farminum fer svolítið eftir því hversu fljótt er hægt að tæma bílinn. Bílstjórinn var svipbrigðalaus og alvarlegur og að mestu lét hann sem hann sæi hvorki mig eða Anders smið þar sem hann bar framan á sér stjórnborð sem hann notaði við að manúera fram og til baka rennugræjunum. Hins vegar verður hann að eiga það að hann vildi gera móttökuna svo létta sem mögulegt var og þegar smá sletta lenti utan við mótin fannst honum leiðinlegt að hafa verið klaufalegur. Hann var þræl lipur við þetta kallanginn.

Ég held að bílstjórinn hafi verið stoltur af búnaðinum þegar hann manúeraði þessum glussastýrðu rennum yfir til Anders sem beið þarna með stunguspaðann okkar. Kannski var það þess vegna sem hann sýndi svo afkaplega lítið félagslyndi.

Svo tók bílstjórinn í sveif aðeins til hliðar við hinar sveifarnar og steypan tók að renna. Anders var á lágum venjulegum vinnuskóm og berleggjaður. Í gamla daga voru það stígvél í steypuvinnu ef ég man rétt. Skórnir hefðu fyllst af möl nema þá kannski hjá "hjólbörumönnunum". Svo lagði ég frá mér myndavélina og dreif mig í steypuvinnu.

Svo var steypubíllinn farinn og það varð hljótt í sveitinni á ný. Eftir súpu og brauðbita fór Anders líka og nú heyri ég laufþytinn frá vestan golunni inn um dyrnar. Þegar ég verð búinn að vista þetta fer ég út og tek til. Svo verður kominn tími til að vökva steypuna. Ofan á þessa sökkla koma múrsteinar sem eru að mér sýnist steyptir úr eldfjallavikri frá Íslandi. Ég þarf að komast að hinu sanna með það og ef rétt er finnst mér það býsna sniðugt. Anders kemur í múrsteinsvinnuna á föstudag eða mánudag.
Sólvallastelpurnar fóru til Örebro nokkru áður en steypubíllinn kom og ég vona bara að þær geri eitthvað skemmtilegt. Annars eru þær stundum, eða hreinlega allt of oft, í einhverjum aðgerðum. Í gær og í morgun voru þær að kljúfa við, þær hafa málað, þvegið bílinn, stússast í matargerð og nefndu það bara.

Kommentarer
Rósa
Flott að þær eru duglegur að leika sér. Og frábært að það er byrjað að steypa!!!
Kveðja,
R
Trackback