Skyldan kallar
Nú lá ég í því: Ég var að hugsa um að láta hugan reika í blokkheimum í kvöld en bansettir reikningarnir voru órfrágengnir. Ég ætlaði að ganga frá þeim í gærkvöldi en þegar þar að kom voru þeir hreint ekki til í huga mér og svo hrökk ég við í morgun. En þetta er allt í lag. Ég er enn í tíma og verð skilamaður um þessi mánaðamót líka. Annars er ég búinn að vera á AA fundi í Fjugesta í kvöld eins og venjulega á miðvikudögum. Þar segja menn og konur sannleikann um sjálf sig hvort heldur hann er jákvæður eða neikvæður í það og það skiptið. Það eru engar yfirhylmingar á þeim vetvangi enda mundi fólki þá ekki farnast vel. En nú er ekki til setunnar boðið; reikningarnir bíða hér fínt upp raðaðir.

Kommentarer
Trackback