Á siglingu um heimshöfin með viðkomu á Íslandi
Kona heitir Bára Halldórdóttir og er tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu íslenska, Rás 1. Hún er bróðurdóttir Ingibjargar Pétursdóttur í Fjugesta og lætur sér annt um þau hjón. Eitt sinn var Bára að leita á netinu að myndum frá Fjugesta. Þá fann hún bloggið mitt. Þar fann hún væntanlega líka myndir frá héraðinu kringum Fjugesta og þar fann hún nafnið mitt og komst að því að við værum næstum nágrannar Ingibjargar og Leifs. Síðan er eitthvað á annað ár og það er ástæða þess að við Valdís þekkjum nú þetta fólk.
Við Valdís höfum heimsótt Ingibjörgu og Leif nokkrum sinnum. Bára er nú ásamt Halldóri syni sínum í heimsókn hjá þeim Fjugestahjónum og í dag, páskadag, var okkur Valdísi boðið þangað í íslenskan páskamat.
Íslenska lambalærið var ljúffengt og einnig epplapæið sem hann Halldór útbjó. Bára fór inn á Íslendingabók og athugaði skyldleika okkar á milli. Þegar Leif talaði um Ísland fann ég vel að hann hafði kynnst landinu ótrúlega mikið á þeim fjórum árum sem hann bjó þar og hann gæti heldur betur orðið mér skeinuhættur í spurningaþætti um Reykjavík. Leif og fyrrum skipsfélagi hans, Ragnar Gunnarsson matreiðslumaður, eru miklir vinir enn í dag. Leif fær stjörnur í augun þegar hann talar um þennan íslenska vin sinn.
En nú erum við Valdís heima á ný. Það eru margir þættir sem valda því að við höfum hitt þetta fólk. Í raun er fyrsti þátturinn að Leif kom til Íslands um 1960, einnig að þau fluttu til Svíþjóðar, að ég blogga, þá að Bára fór út á netið til leita að myndum frá Fjugesta og fann bloggsíðuna mína. Og svo auðvitað það að hún ákvað að hafa samband til að segja okkur frá þessu fólki sínu. Leif, þú talar ótrúlega góða íslensku. Takk fyrir páskamatinn og samveruna þið öll.

Guðjón og Valdís
Þökkum yndislegar móttökur á Sólvöllum í dag. Það var gaman að koma í heimsókn í fallega húsið ykkar og ekki voru veitingarnar af verri endanum. Hlakka til að fylgjast með blogginu sem þú ert svo iðinn við Guðjón, og nú þegar maður hefur séð allt sem þið hafið áorkað verður það ennþá skemmtilegra að fylgjast með.
kveðjur bestar
Bára og Halldór Stefán
Guðjón og Valdís
Þökkum yndislegar móttökur á Sólvöllum í dag. Það var gaman að koma í heimsókn í fallega húsið ykkar og ekki voru veitingarnar af verri endanum. Hlakka til að fylgjast með blogginu sem þú ert svo iðinn við Guðjón, og nú þegar maður hefur séð allt sem þið hafið áorkað og komið á staðinn, verður ennþá skemmtilegra að fylgjast með.
kveðjur bestar
Bára og Halldór Stefán
Takk kærlega fyrir komuna Bára og Halldór Stefán og þið öll. Þetta var góð dagstund. Gangi ykkur allt í haginn.
Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni