Á ég að komast í gang á ný?
Það er einfaldlega þannig að blogg.se hefur breytt blogginu svo mikið að þegar ég hugsaði mér að taka mig upp úr rúminu í morgun og blogga, þá einfaldlega kunni ég ekki lengur á það. Nú er ég búinn að sitja hér all lengi og held kannski að ég sé að komast á sporið. Ég segi kannski, en nú er hreinlega komið fram á dag þannig að það verður ekki meira blogg að þessu sinni heldur þó að þetta sumar hafi boðið upp á meira bloggefni en líklega flest önnur sumur í lífi mínu. Það er mikið óskrifað í dagbók lífsins þessa stundina.

Kommentarer
Trackback