Dagarnir líða fljótt
Það er nú meira hvað dagarnir líða fljótt um þessar mundir. Það er hreinlega komið miðnætti áður en ég átta mig á því og þá hefur mér ekki tekist að ljúka því sem var á dagskrá hjá mér. Ég ætlaði að gefa smá ferðaskýrslu eftir daginn í gær en þá vorum við Sólvallafólk ásamt gestum á ferð í héraðinu.
Okkur Valdísi finnst það skylda okkar að fara með gestina fyrir norðurendann á vatninu og taka þar af þeim mynd með Nora í baksýn og endilega kirkjuturninn með. Þarna er jú sama fólk og á fyrri mynd, en síðast tókum við mynd af Rósamundu Káradóttur frá Hrísey á þessum stað. Þó þurfti að færa fólkið aðeins til vinstri núna þar sem trén til hægri á myndinni höfðu hækkað þannig að kirkjuturninn var hættur að sjást frá gamla myndatökustaðnum.
Ég meira að segja átti það til að fara þegar Valdís var að vinna og tippla um brekkurnar sem eru á bakvið þann sem tekur myndirnar á þessum stað. Í vissum tilfellum var þetta leyndarmál mitt, svo undirlagður var ég af sumarbústaðarsjúkdómnum. Það varð ekki af sem betur fer og Sólvellir eru líka á afar fallegum stað þó að ekkert vatn sé þar fyrir hendi. Dísa og Ottó og ýmsir fleiri hafa staðfest Sólvallafegurðina, okkur finnst það líka og á Sólvöllum erum við ánægð.
Okkur Valdísi finnst það skylda okkar að fara með gestina fyrir norðurendann á vatninu og taka þar af þeim mynd með Nora í baksýn og endilega kirkjuturninn með. Þarna er jú sama fólk og á fyrri mynd, en síðast tókum við mynd af Rósamundu Káradóttur frá Hrísey á þessum stað. Þó þurfti að færa fólkið aðeins til vinstri núna þar sem trén til hægri á myndinni höfðu hækkað þannig að kirkjuturninn var hættur að sjást frá gamla myndatökustaðnum.
Ég meira að segja átti það til að fara þegar Valdís var að vinna og tippla um brekkurnar sem eru á bakvið þann sem tekur myndirnar á þessum stað. Í vissum tilfellum var þetta leyndarmál mitt, svo undirlagður var ég af sumarbústaðarsjúkdómnum. Það varð ekki af sem betur fer og Sólvellir eru líka á afar fallegum stað þó að ekkert vatn sé þar fyrir hendi. Dísa og Ottó og ýmsir fleiri hafa staðfest Sólvallafegurðina, okkur finnst það líka og á Sólvöllum erum við ánægð.
*
Svo smelltum við einni mynd af Tryggva og Svanhvíti saman. Fyrsta skipti sem ég hafði samband við Tryggva var vorið 1994, en þá skrifaði ég honum bréf frá Svartnesi og fékk bréf til baka. Þá höfðum við aldrei hittst. Síðan hittumst við öll, við Valdís og Tryggvi og Svanhvít í ársbyrjun 1997 þegar við Valdís fluttum frá Falun til Örebro. Áður en við fluttum til Svíþjóðar bað Kristín Aðalsteinsdóttir mig að hafa samband við Tryggva bróður sinn. Ég gerði svo og enn í dag er vinskapur okkar á milli.
Að Svanhvít og Tryggvi vildu líta hingað í dag og að Dísa og Ottó vildu dvelja hjá okkur í nokkra daga; þetta er ómetanlegt. Ég þakka svo hjartanlega fyrir að þið öll viljið vera vinir okkar.

Kommentarer
Tárabjörkin
Flottar og kunnulegar myndir..Kveðja.
Trackback