Samtíningur á sumardegi
Ég var að kíkja á tíu daga spána og hún er góð. Á þriðjudaginn kemur á að kólna og þann dag allan á að rigna og svo á að hlýna aftur. Það er nefnilega alveg nákvæmlega svona sem það á að vera, samspil jarðar og veðurfars. Það fer að verða þurrt hvað úr hverju. Víða hefur verið 28 og 29 stiga hiti í landinu í dag sagði veðurkonan í kvöldspá sjónvarpsins, og það er einmitt þannig sem það hefur verið hér í dag. Við bókstaflega veltum okkur upp úr góðaveðrinu þessa dagana og gróðurinn gerir það líka.
Svo þegar þær Maria læknir og Valdís verða búnar að vinna að því að Valdís fái betri heilsu, þá verður verðmætamatið ennþá einfaldara og smáhlutirnir dýrmætari en nokkru sinni fyrr.
Skófluna sem Hannes notar þarna átti áður Kristinn heitnn sonur okkar. Þessi skófla féll eitt sinn fyrir borð á Hríseyjarferjunni við bryggju á Árskógssdandi. Reyndar sökk hún sem gerði mig svolítið undrandi. All löngu síðar sáu ferjumenn hana og fiskuðu hana upp. Hún komst því aftur til skila sem okkur þótti talsvert undrunarefni og hún er tryggur förunautur okkar enn í dag.
Gaukurinn er nærstaddur og á þessu kvöldi heyri ég og hann segir sleitulaust o-ú. Líklega er hann einmana þessa stundina og vonast eftir að sæt kærasta leiti á hljóðið.
Svo þegar þær Maria læknir og Valdís verða búnar að vinna að því að Valdís fái betri heilsu, þá verður verðmætamatið ennþá einfaldara og smáhlutirnir dýrmætari en nokkru sinni fyrr.
Skófluna sem Hannes notar þarna átti áður Kristinn heitnn sonur okkar. Þessi skófla féll eitt sinn fyrir borð á Hríseyjarferjunni við bryggju á Árskógssdandi. Reyndar sökk hún sem gerði mig svolítið undrandi. All löngu síðar sáu ferjumenn hana og fiskuðu hana upp. Hún komst því aftur til skila sem okkur þótti talsvert undrunarefni og hún er tryggur förunautur okkar enn í dag.
Gaukurinn er nærstaddur og á þessu kvöldi heyri ég og hann segir sleitulaust o-ú. Líklega er hann einmana þessa stundina og vonast eftir að sæt kærasta leiti á hljóðið.

Kommentarer
Björkin.
Mikil er fegurðin á Sólvöllum mín kæru.
Trackback