Hann biðlaði sem aldrei fyrr
Gaukurinn sem biðlaði svo ákaft í gærkvöldi hefur varla fengið sína æðstu drauma uppfyllta í nótt því að í morgun var hann enn að biðla. Auðvitað heldur hann áfram meðan honum er ekki svarað þar sem enginn er til að halla sér upp að, enginn til að smákela með og enginn til að gleðjast með við sólaruppkomuna. Einhvern tíma fyrir hádegi hætti hann, en hvort hin heittelskaða kom vitum við ekki.

Það er svo best að enda þessa ferð út í skógi á Sólvöllum. Þarna var rót sem ég rak tærnar svo oft í að ég fór þangað með mold í gær til að hylja hana. Svo eftir heimkomuna í dag fór ég í stutta eftirlitsferð gegnum skóginn og þegar ég koma að þessari mold lá þar kopareðla og sólaði sig. Kopareðlur eiga ekkert skylt við slöngur og eru spakar og sauðmeinlausar. Það eru margir og ólíkir ábúar á skikanum okkar.
Að lokum er hér nokkuð til umhugsunar: "Sá sem er ánægður með sinn hlut er hamingjusamur þrátt fyrir fátækt, sá sem er óánægður harmar hlutskipti sitt, þótt ríkur sé." Svo segir kínverskt spakmæli og svona er það einfaldlega.

Það er svo best að enda þessa ferð út í skógi á Sólvöllum. Þarna var rót sem ég rak tærnar svo oft í að ég fór þangað með mold í gær til að hylja hana. Svo eftir heimkomuna í dag fór ég í stutta eftirlitsferð gegnum skóginn og þegar ég koma að þessari mold lá þar kopareðla og sólaði sig. Kopareðlur eiga ekkert skylt við slöngur og eru spakar og sauðmeinlausar. Það eru margir og ólíkir ábúar á skikanum okkar.
Að lokum er hér nokkuð til umhugsunar: "Sá sem er ánægður með sinn hlut er hamingjusamur þrátt fyrir fátækt, sá sem er óánægður harmar hlutskipti sitt, þótt ríkur sé." Svo segir kínverskt spakmæli og svona er það einfaldlega.

Kommentarer
Trackback