Hreinsunardagur
Í morgun sagði ég Valdísi að ég ætlaði að hreinsa úti á baklóðinni og svo ætlaði ég að teikna svolítið þegar hreinsunni væri lokið. Það var þegar við vorum að borða morgunverðinn. Svo hringdi rafvirkinn og svo kom hann og leit á eldavélina og eldhúsviftuna. Svo einkennilegt sem það nú er þá fengu þær báðar einhverja flensu nýlega, þó viftan fyrst, og í dag voru þær dæmdar til ferðar á endurvinnslustöðina. Þetta tók jú allt sinn tíma þannig að áætlun mín byrjaði þá þegar að riðlast, en að lokum byrjaði ég þó á hreinsuninni. Þá þaut Valdís út, dró í gang sláttuvélina og sló rösklega eina 600 m2 bara í hvelli og eins og ekkert væri.
Það lítur kannski út fyrir að vera alger bilun að leggja sig í svona lagað, en sannleikurinn er sá að þetta hefur gríðarlega mikilvæga þýðingu fyrir mig á tveimur sviðum. Annars vegar það að ég held mér í góðu formi og ég get verið afar þakklátur fyrir þá heilsu sem ég hef, sjötugur kallanginn. (Ég held reyndar að það geti bara ekki staðist) Hitt er svo að þegar þetta var búið var munurinn alveg ótrúlegur. Það er nokkuð sem við höfum bæði ánægju af og í síðasta áfanga af þessum greinaflutningum mínum var Valdís komin frá slættinum og farin að hjálpa mér við að raka restunum saman. Hún er ekki heldur af baki dottin.
Að lokum vorum við bæði þarna úti og nutum þess að sjá árangurinn. Skógurinn næst húsinu og öll lóðin er þrifalegri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Slátturinn hafði sína þýðingu í þessari breytingu þar sem að allar biðukollur eru nú horfnar og nú er vertíð fíflanna á lokastigi.
Varðandi það sem ég sagði áðan um gott form, langar mig að segja frá samtali sem átti sér stað hér á Sólvöllum á fyrstu árum okkar hér. Þá var hér læknir í heimsókn og ég talaði um að ég vildi vera búinn með vissa hluti hár áður en ég yrði til dæmis 65 ára, svo sem að brölta upp á þaki og fleiri klifurverkefni. Þá sagði læknirinn að það væri ekki gott að fara bara að hvíla sig þegar á ellilífeyrisaldurinn kæmi, því að þá fengi maður auma elli. Best væri að halda áfram með það sama og maður hefði áður gert svo lengi sem stætt væri á. Ég hef haft þetta að leiðarljósi og ég er býsna duglegur upp á þaki enn í dag ef á þarf að halda. Við hefðum getað fengið dráttarvél með kló til að taka þetta og setja á vagn og flytja í burtu, en nú er ég búinn að yngja mig upp með því að gera það með kroppnum og skógurinn mun í framtíðinni fá góða næringu úr gryfjunni sem nú er orðin kúffull af greinum.
Heyrðu! ég byrjaði aldrei að teikna það sem til stóð, aðrar annir voru of miklar, en ég fór líka á AA fund í Fjugesta eftir kvöldmatinn og ég held bara að ég hafi bætt þar einu stigi við persónulegan þroska minn.
Það lítur kannski út fyrir að vera alger bilun að leggja sig í svona lagað, en sannleikurinn er sá að þetta hefur gríðarlega mikilvæga þýðingu fyrir mig á tveimur sviðum. Annars vegar það að ég held mér í góðu formi og ég get verið afar þakklátur fyrir þá heilsu sem ég hef, sjötugur kallanginn. (Ég held reyndar að það geti bara ekki staðist) Hitt er svo að þegar þetta var búið var munurinn alveg ótrúlegur. Það er nokkuð sem við höfum bæði ánægju af og í síðasta áfanga af þessum greinaflutningum mínum var Valdís komin frá slættinum og farin að hjálpa mér við að raka restunum saman. Hún er ekki heldur af baki dottin.
Að lokum vorum við bæði þarna úti og nutum þess að sjá árangurinn. Skógurinn næst húsinu og öll lóðin er þrifalegri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Slátturinn hafði sína þýðingu í þessari breytingu þar sem að allar biðukollur eru nú horfnar og nú er vertíð fíflanna á lokastigi.
Varðandi það sem ég sagði áðan um gott form, langar mig að segja frá samtali sem átti sér stað hér á Sólvöllum á fyrstu árum okkar hér. Þá var hér læknir í heimsókn og ég talaði um að ég vildi vera búinn með vissa hluti hár áður en ég yrði til dæmis 65 ára, svo sem að brölta upp á þaki og fleiri klifurverkefni. Þá sagði læknirinn að það væri ekki gott að fara bara að hvíla sig þegar á ellilífeyrisaldurinn kæmi, því að þá fengi maður auma elli. Best væri að halda áfram með það sama og maður hefði áður gert svo lengi sem stætt væri á. Ég hef haft þetta að leiðarljósi og ég er býsna duglegur upp á þaki enn í dag ef á þarf að halda. Við hefðum getað fengið dráttarvél með kló til að taka þetta og setja á vagn og flytja í burtu, en nú er ég búinn að yngja mig upp með því að gera það með kroppnum og skógurinn mun í framtíðinni fá góða næringu úr gryfjunni sem nú er orðin kúffull af greinum.
Heyrðu! ég byrjaði aldrei að teikna það sem til stóð, aðrar annir voru of miklar, en ég fór líka á AA fund í Fjugesta eftir kvöldmatinn og ég held bara að ég hafi bætt þar einu stigi við persónulegan þroska minn.

Kommentarer
Trackback