Velkomin heim Valdís

Valdís kom til baka heim á Sólvelli um fjögur leytið í dag. Ég get rétt ímyndað mér að það hafi verið umskipti að koma heim frá þeirri verndun sem það er að hafa hjúkrunarfólk og sérfræðina innan seilingar og inn í venjulegt íbðúðarhús í Krekklingesókn. Hún settist í gamla stólinn sinn og tók að skoða póstinn. Það var það fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur eftir heimkomuna.

Meðan ég var að sækja Valdísi sauð Rósa norðlenskt kofareykt hangikjöt. Það var nú það helsta sem hún óskaði sér til að halda upp á daginn. Hannesi leist ekki of vel á þennan undarlega matrétt en í staðinn borðaði hann slatta af kjúklingapylsum og sá ekki eftir hangikjötinu ofan í okkur.
Það er ekki svo mikið meira um þennan dag að segja, en ég geri ráð fyrir að Valdís hafi verið ærlega þreytt eftir það umstang sem það var að yfirgefa sjúkrahúsið. Hún sagðist að vísu ekki vera svo þreytt, en hún hlýtur að hafa verið það. Það var margt að fara yfir og margar ráðleggingar og lærdómur sem við þurftum að taka til okkar áður en við lögðum af stað heim. Fyrir mig var það ekki svo erfitt en fyrir Valdísi hlýtur það að hafa verið heilmikið erfiði. Hún er ekki orðin fullfrísk þó að það sé búið að skrifa hana út af sjúkrahúsinu. En nú er hún sofnuð og fær vonandi góðan svefn. Í svefninum felst mikil lækning og á morgun verður fyrst að marka hvernig það verður að vera komin heim. Svo gerum við okkar besta í sameiningu.
*

Vinnudagur á Sólvöllum byrjaði á flugvélasmíði. Að byggja flugvél eins og Hannes orðaði það. Svo æfðum við flug og afi reyndi að kenna barnabarninu að leika listir með heimasmíðaðri flugvél og jafnvel gaf afi svolítið tóninn sem tillögu að flugvélahljóði sem nota mætti fyrir heimasmíðaða flugvél.

Kannski var ekki frítt við að afi léki sér líka með þessa fínu flugvél.

Kommentarer
Björkin.
Mikið óska ég systur mína velkomna heim.Gaman að sjá myndirnar af mínu kæra fólki. Stórt knúuuuuuuuuuuuus í hússsssssssss.
Svar:
Gudjon
Þórlaug
Velkomin heim Valdís :-)
Dísa gamli nágranni
Kveðjur og áframhaldandi bati til þín Valdís mín
Svar:
Gudjon
Trackback