Framhald frá síðasta bloggi
Ég birti þessar myndir í fyrsta lagi fyrir þá sem hafa verið hér og eru kunnugir á Sólvöllum, fyrir þá sem vilja vita hvernig framvindan er. En svo er líka öllum hinum svo sannarlega velkomið að skoða þær ef áhugi er fyrir hendi. Ég vistaði þær inn á bloggið í gærkvöldi en gat ekki skrifað texta því að ég var svo grútsyfjaður og sofnaði einum tvisvar sinnum meðan ég var að vista þær. Ég veit ekki hvað ég vara að hugsa með texta en nú tek ég nýja stefnu.

Það er jú ekkert gaman að byggja hús og láta líta lengi svona út við framhliðina. Það er þekkt að það getur komið upp í vana og ef þannig fer geta liðið mörg ár áður en maður vaknar frá þessum vana og gerir eitthvað í málinu. Það sér í enda á einangrunarplasti við húshornið. Svona plasti er raðað kringum allt húsið og það er sterkt og þolir að það verði keyrt út á það þegar allt er frágengið. Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi byggingarmáti er notaður á Íslandi líka. Svo var ekki það best ég veit meðan ég bjó þar.

Og svo er framhliðin frágengin, haugarnir farnir, en það sér í liggjandi eikarstofna hinu megin við innkeyrsluna. Eitthvað af þessari eik fer í eldivið en svo ætla ég líka að fá hann sögunarMats til að saga eitthvað af henni í borðvið. Ég vil gjarnan eiga nokkur eikarborð úr Sólvallaskógi.

Við suðurstafninn, þann sem snýr að ungu nágrönnunum, var útlitið óyndislegt og útilokað að slá þar með neinu tæki. Við hornið fjær sér í aðra af eikunum tveimur sem felldar voru um helgina þegar Martin gröfumaður kom til að ganga frá.

Svo varð þetta árangurinn. Já, býsna ánægjulegt verð ég að segja. Á röndina við vegginn ætla ég að setja 17 sm breiðar gangstéttarhellur. Þá verður auðvelt að slá að húsinu og halda snytrilegu. Það verður verkefni næsta vors eða sumars.

Andlitið er búið að fá fast form nema hvað gróðurinn vantar ennþá. Dökka röndin við húsið er það sem ég er búinn að sá í. Í gær blés frá vestri, úr þeirri einu átt sem blásið getur á Sólvöllum. Það var hlýr golukaldi en nóg til þess að það var ekki hægt að sá grasfræi. Í nótt svaf hún á Bjargi hún Karin, vinkona Rósu og Péturs. Ég heyri að hún er nú komin hér inn til þeirra og þar með eru allir komnir á stjá nema Hannes. Ég er grautarhausinn og skal elda hafragraut með rúsínum og apríkósum handa þeim sem vilja. Síðan bíður enn einn mikill góðviðrisdagur með ýmsum verkefnum. Bloggstund er því lokið að þessu sinni.

Kommentarer
Þórlaug
Mikið er gaman að sjá myndirnar og fylgjast með framkvæmdunum og lífinu á Sólvöllum.
Bestu kveðjur í sveitina.
Svar:
Gudjon
Björkin.
Mikið kosalega er orðið flott kringum Bjarg.Mikill dugnaður og vinnugleði.Kær kveðja til ykkar.
Svar:
Gudjon
Trackback