Íslandsferð - minningarathöfn
Vilji fólk vita um ferðir okkar og framvindu mála þá er skipulagningin eftirfarandi:
Þann 1. júní förum við hér frá Svíþjóð áleiðis til Íslands með duftker Valdísar meðferðis.
Mánudaginn 3. júní klukkan 13 verður minningarathöfn um Valdísi í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir það verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimili Fríkirkjunnar við Laufásveg.
Þann 8. júní klukkan 14 verður duftkerið jarðsett í Hríseyjarkirkjugarði og eftir það verður boðið upp á kaffi í Sæborg ásamt stuttum atriðum sem eru viðkomandi óskum Valdísar.
Að þessu búnu lýkur jarðneskri ferð konunnar frá Hrísey sem á efri árum tók í sig kjarkinn til að kanna ókunn lönd. Að því leyti til endar ferðin í Hrísey, í hríseyskri mold að hennar eigin ósk, og á þann hátt verður hún komin heim aftur. En andinn sem nú er frjáls frá höftum jarðlífsins heldur sínum ferðum og könnunum áfram. Þannig munum við minnast Valdísar, að hún hafi öðlast frelsi og hafi tekið stefnuna móti þeirri birtu sem fannst í orðum hennar og raddblæ síðasta kvöldið sem hún lifði.
Við frá Svíþjóð, ásamt Valgerði og fjölskyldu frá Vestmannaeyjum, verðum í Hrísey frá 7. til 13. júní.
Við frá Svíþjóð fljúgum svo heim sunnudaginn 16. júní.

Snemmsumars á síðasta ári, Valdís fjórða frá vinstri. Útisöngur með Hafðu það gott kórnum.

Samvera um síðustu jól.

Kommentarer
Björkin.
Velkomin elskurnar mínar..Fjölskyldan mín.Knússsssssss
Svar:
Gudjon
Brynja
Sæll Guðjón minn mikið verður gott að fá tækifæri til að kveðja hana Valdísi, ég mæti í aðra hvora eða jafnvel báðar athafnirnar.
Kær kveðja úr vorinu á Íslandi sem nú loks er komið
Brynja
Svar:
Gudjon
Brynja
æi já Guðjón minn, en það verður gott að sjá þig líka:) krams
Svar:
Gudjon
Trackback