Það hefur ekki komið upp í vana
Eitt sinn þegar ég kom í vinnuna í Svartnesi að morgni til fyrsta sumarið mitt í Svíþjóð, í miklu blíðskaparveðri, þá var ég aldeilis frelsaður af þeirri náttúrufegurð sem við mér blasti á leiðinni þangað snemma um morguninn. Ég reyndi að lýsa fyrir sænskum vinnufélaga mínum þar hversu fanginn ég var af upplifuninni. Honum fannst ekki mikið um og sagði að það væri bara eins og það ætti að vera. Þá datt mér í hug að þetta kæmi kannski bara upp í vana og ég mundi hætta að hrífast af sænska sumrinu eins og þessi maður virtist hafa gert. En sannleikurinn er sá að jafnvel ekkert vor í Svíþjóð hefur heillað mig jafn mikið og þetta tuttugasta og fyrsta vor mitt hér. Ég reyndi að taka nokkrar myndir sem allra snöggvst á leiðinni hingað í morgun og svo hér í Vornesi. Myndavélin ræður ekki við það en ég birti hér alla vega nokkrar myndir.

Við Hjälmaren

Og aftur við Hjälmaren

Til suðurs frá fyrrum skrifstofunni minni í Vornesi

Til vesturs frá Vornesi. Til hægri er stór lind sem gefur mörgum skugga og svala á heitum og sólríkum sumardögum

Til norðurs frá Vornesi, séð út móti heimkeyrslunni og fínu trjágöngunum þar

Til austurs frá Vornesi. Einmitt þarna kemur sólin upp um þessar mundir

Hér er hægt að tala um blómaskrúð undir glugga að matsalnum
Gert í miklum flýti í smá hléi í vinnunni á föstudagskvöldi

Kommentarer
björkin
Eitt flottasta svæði sem ég hef séð.Krammmmmmmmm
Guðjón
Já mágkona, þetta eru fallegar sveitir.
Trackback