En víst höfum við það svo gott

Ég get ekki látið vera að segja aðeins frá síðasta degi okkar Susanne hér uppi í Falun. Það er að vísu ekki mikið að segja frá, en við vorum í fleiri klukkutíma á safninu Dalarnas Museum, eða Dalasafninu sem það gæti heitið á íslensku. Þar er saman kominn gríðarlegur fróðleikur og þó að við værum þar lengi sáum við alls ekki allt sem þar er að sjá, en við sáum nóg til að verða hálf ringluð að lokum og þá yfirgáfum við safnið. Þó að ég hafi búið hér á svæðinu í þrjú ár áður, fór ég aldrei inn á þetta safn og núna get ég undrast yfir því að við Valdís skyldum aldrei láta verða af því.
 
Þetta var það fyrsta sem við sáum þegar við gengum inn á safnið og ég varð mjög hissa hversu mikla athygli ég sýndi þessum hljóðfærum. En þannig er það að þegar safn er skipulagt af snillingum, þá verður það svo áhugavert. Svo varð ég alveg undrandi þefar ég komst að því að öll þessi hljóðfæri, sum heimsfræg, eru framleidd í fámennu og afskektu byggðarlagi upp í norðvestur Dölunum og heitir þetta buggðarlag Älvdalen. Hljóðfærin heita hins vegar Hagströms.
 
 
 
Á safninu er auðvitað framreiddur matur, mjög góður matur, og eftir fyrstu tvo tímana þar inni fundum við út að það væri alveg nauðsynlegt fyrir okkur að borða staðgóðan mat til að halda athyglinni vel vakandi. Svo borðuðum við eins og við værum í erfiðisvinnu og vorum ánægð með. Skammt utan við borðendann rann Faluáin framhjá í miklu hæglæti á leið sinni út í vatnið Tisken sem þarna er í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð.
 
 
 
Frá því að við komun fyrst inn og þar til við borðuðum hádegismatinn sáum við margt og frá því að við borðuðum og þar til við við gengum út sáum við ennþá meira. Það síðasta sem við skoðuðum var mikið safn af hinum þekktu Dalahestum. Þegar við sáum svo Dalahest á mótorhjóli ákváðum við að þetta dygði í dag.
 
Þetta er reyndar ekkert að segja frá, það er ég vel meðvitaður um, en við töluðum um það við hádegisverðinn hversu notalegt það er að gera það einfalt og að vakna ekki daginn eftir með gamalkunna vonda bragðið í munninum eða fnykinn í nösunum. Að þjást ekki af óþægilegum minningum um hallærislegu tilburðina frá liðinni nóttu eða kjánalegu orðin sem voru látin falla og áttu að vera svo sniðug.
 
Og að finna svo að morgni að sólin hafi komið upp í allri sinni dýrð, þá er hægt að segja eins og Susanne segir svo oft; "en vist höfum við það svo gott".
 
 


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0