Loksins

Það var svo einfalt þetta sem ég burðaðist við í morgun, að byrja að skrifa nýtt blogg. Það var svo einfalt að það nær engu tali. Að setja inn myndir hefur mikið breytst en verður líklega mikið einfaldara þegar ég verð kominn í gang með það. Já, þetta var svo einfalt og ég hef engan áhuga á að afsaka eða kenna blogg.se um neitt. Vandinn var bara stífla í kollinum á mér, álíka stífla og þegar ég sveiflaði gleraugunum milli þumalfingurs og vísifingurs hægri handar meðan ég leitaði að þeim. Stundum finnst mér sem ég þyrfti að geta hringt í bíllyklana, myndavélina, veskið og myndavélina. Kannski ég ætti að sækja um einkaleyfi á þeirri hugmynd. Alsheimer! Nei! Ég get lært tíu nöfn á einni og hálfri mínútu og þulið þau upp utan að hika. Ég veit að þeir sem eru viðstaddir svoleiðis atvik telja mig ekki með alsheimer og jafnvel klappa fyrir mér í hreinni undrun. Það verður ekki blogg í kvöld utan þessi fátæklegu orð. Við erum fjögur hér á bæ sem stendur og erum öll búin að bursta og pissa. Öll hin eru þegar lögst á koddann og ég ætla að fylgja í fótspor þeirra. Góða nótt.
 
 

Á ég að komast í gang á ný?

Það er einfaldlega þannig að blogg.se hefur breytt blogginu svo mikið að þegar ég hugsaði mér að taka mig upp úr rúminu í morgun og blogga, þá einfaldlega kunni ég ekki lengur á það. Nú er ég búinn að sitja hér all lengi og held kannski að ég sé að komast á sporið. Ég segi kannski, en nú er hreinlega komið fram á dag þannig að það verður ekki meira blogg að þessu sinni heldur þó að þetta sumar hafi boðið upp á meira bloggefni en líklega flest önnur sumur í lífi mínu. Það er mikið óskrifað í dagbók lífsins þessa stundina.
RSS 2.0