Hannes barnabarn

20. mars 2023
 
Alldeilis nýlega skrifaåi ég blogg um vinnu mína í skóginum heima hjá mér. Þegar ég gerði uppkast að þessu bloggi sat ég í íbúð Susanne í Katrineholm og fór í huganum yfir það sem ég er að gera um þessar mundir og vil gera hér í lífinu. Svo byrjaði ég að skrifa
 
Susanne fór fyrir stundu í æfingasal þar sem hún hlúir að heilsu sinni. Á meðan ætla ég að borga barnabarni mínu Hannesi skuld sem mér ber að greiða honum. Ég nefndi hann ekki á nafn í síðasta bloggi þegar ég skrifaði um "mína" vinnu í skóginum -en hann var með í þessari vinnu í nokkra daga hérna um daginn. Fyrirgefðu Hannes
 
 
Ingen fotobeskrivning tillgänglig.
 
Ég held bara að Hannes hafi alltaf verið glaður þegar hann hefur komið á Sólvelli og hjálplegur hefur hann líka verð. Bara að hlæja eins og hann gerir á myndinni. Þá lifnaði allt við.
 
 
 
Af einhverjum ástæðum ber þessa mynd oft fyrir augu mér og árlega kemur hún upp sem minning sem Facebook bíður mér upp á að deila. Alltaf þegar ég sé myndina hugsa ég sem svo að þarna hafi okkur báðum fundist sem við værum að vinna saman -sem við eiginlega vorum að gera. Þó í sitt hvorum heimi.
 
 
 
Árin hafa liðið fljótt og óstöðvandi. Hannes og mamma hans voru í heimsókm á Sólvöllum um síðustu mánaðamót. Þá nefnilega hjálpaði hann mér. Þegar ég allt í einu horfði á eftir þessum karlmanni með viðarkubba undir sitt hvorum arminum, þá sá ég virkilega að árin höfðu liðið. Venjan er að taka myndir á móti fólki en þessi var bara svo fín að ég stóðst ekki mátið þó að hún væri af baksvipnum. Og svo þetta; mér finnst svolítið óþægilegt að ná þó þetta stórum kubbum frá jörð og upp undir sitthvorn arm, en hann sem er þrettán ára fór létt mneð það.
 
 
 
Í annað skipti mætti ég honum með hjólbörurnar nákvæmlega jafn mikið hlaðnar og ég hef þær sjálfur. Ja hérna Hannes, þú ert hraustur strákur.
 
 
 
Viðargeymslan er gott hús og mér sýnist að Hannesi líði vel þar inni. Þarna er hann að kljúfa tré sem við felldum daginn áður eða svo, og hann flutti heim. Og svo má ég bara til með að segja frá einu enn. Keðjusagir eru ekkert að leika með en þær eru mikilvirk verkfæri. Mig grunaði að það væri leiðinlegt fyrir Hannes að bara horfa á þegar ég sagaði. Svo sagaði hann lítið birkitré niður í búta og við fórum báðir mjög varlega. Eftir á sagði hann að þetta hefði verið gaman, en ég þarf ekki að saga meira núna bætti hann við. Hann skildi að það var ábyrgðarhluti að gera þetta.
 
 
 
Hún Rósa mamma Hannesar og dóttir mín tekur mikið af myndum af fólki og sýnir þær gjarnan. En það er einkennilegt hvað það gleymist oft að taka myndir af henni. Þessa mynd tók hún af okkur í Vadköping í Örebro þar sem við höfðum verið að skoða ýmsan varning sem ekki liggur á lausu í hvaða verslunum sem er.

Í gær var ég duglegur

13. mars 2023
 
Í gær var ég duglegur og í gærkvöldi var ég þreyttur. Það var allt á öðrum endanum á eldhúsbekknum og ég ákvað að laga það -en bara svolítið seinna. Svo byrjaði ég að skrifa blogg og komst á ótrúlegt flug. Svo las ég yfir það sem ég hafði skrifað og það var bara bull allt saman, eða þannig. Ef þetta hefði verið hluti af kafla í bók hefði það kanski verið allt í lagi. En blogg og bók skrifar maður bara ekki á sama hátt. Það veit ég þó að ég hafi aldrei skrifað bók.
 
Svo tæmdi ég uppþvottavélina og hlóð í hana aftur og allt í einu var fínt á eldhúsbekknum. Því næst sótti ég kvöldfréttirnar í sjónvarpinu og byrjaði að horfa. Svo vaknaði ég við það að fréttirnar voru búnar. Svo skrifuðumst við á Susanne og ég og að lokum horfðí ég á nokkrar síðustu mínúturnar af gamalli Beck kvikmynd. Þetta var hreina óreglan og ég sofnaði ekki fyrr en eftir klukkan eitt.
 
Ég er búinn að vera einn heima í nokkra daga og í gær var ekkert eftir í ískáp eða frysti. Ekkert nema tvö egg och smjör í ísskápnum og nokkur brotin hrökbrauðshorn í skúffu. Þar sem ég hafði verið duglegur í gær var ekki mikið að velja um; ég fór á Brendåsen og fékk mér að borða og borðaði mikið og gott. Það var búið að spá skítaveðri í dag þannig að ég keypti matarskammt til að hafa heima svo að ég gæti bara verið heima hjá mér allan daginn í dag og sleppa öllum akstri á slæmum vegum. Svo í morgun áður en ég var kominn almennilega á fætur fór Mikki bóndi framhjá með skramli og látum og þá vissi ég að spáin hefði gengið eftir. Mikki er snjómokarinn hér í sveitinni. Það gladdi mig þar sem ég gat þá bara baukað innan húss í dag. Svo eftir þrjú glös af vatni er ég nú sestur við tölvuna.
 
En aftur að því að ég hefði verið duglegur í gær. Hvað hafði ég verið að gera. Jú, ég var að draga að mér eldivið. Ég hafði daginn  áður fellt um 25 metra háa ösp í fjarlægasta horni skógarins og í gær var svo kominn tími til að brytja niður og flytja heim í gömlu hjólbörunum mínum. Svo var liggjandi viður á tveimur öðrum stöðum í skóginum sem ég þurfti líka að taka heim. Ef mögulegt er vil ég ekki sleppa neinni vél inn í skóginn þar sem að þær bara skemma, það fer þó eftir því hver situr undir stýri. Ég veit um mann sem er ótrúlega lipur við þetta en hann hafði ekki tíma. Svo er það bara þannig að bæði líkami og sál fá mikið viðhald við svona vinnu. Gærdagurinn var rúmlega fimm kílómetrar á ójöfnum skógarbotni með miklu af greinum til að flækja fæturna í.
 
En heim komst viðurinn í gær og hvern kupp klauf ég í tvo hluta og staflaði því svo upp til bráðabyrgða. Tveir eldri vísir menn, báðir yngri en ég, hafa sagt mér að það sé betra að gera svo ef maður hefur ekki tíma til að fullklára verkið. Þessir menn eru báðir aldir upp bið skógarjaðarinn og þeir hljóta að vita betur en ég sem er alinn upp undir Vatnajökli. Þessi viður er heldur ekki hið minnsta þurrkaður og ég geymi hann undir þaki þar sem veðrið þó leikur um hann. Næsta skref er svo að kljúfa viðinn og raða snytirlega í viðargeymslunnni eftir mínum kúnstarinnar reglum og sérvisku.
 
Það er langt síðan ég hef skrifað blogg nemna þá við sérstök tilfelli. Á löngum tíma breytast gjarnan bæði menn og athafnir þeirra en hjá mér breytist ekkert. Í þessu fyrsta bloggi mínu í langan tíma er ég þegar kominn út í skóg eins og áður.
 
Ójá. En heimili mitt er á Sólvöllum og heimili mitt hér er ekki bara íbúðarhúsið, það er allt það svæði sem ég hef yfir að ráða og er skrifaður eigandi að. Það eru 8040 fermetrar og um 6000 fermetrar af því er skógur. Nú þarf ég að setja á mig heyrnartækin svo að ég heyri betur hógvært hjalið í kamínunni sem hitar upp húsið mitt. Bloggi er lokið, bara myndir eftir.
 
 
 
Bráðabyrgðageymsla. Þarna loftar vel um og þessi viður verður ekki súr. Í gær varð þessi geymsla full.
 
 
 
Aspir fyrir miðri mynd. Þær vaxa þétt og geta ekki haft neina fallega krónu. Við fyrsta tækifæri á hún að fara sem er til hægri og næsta króna getur síðan vaxið betur. Það er heilmikill dynkur þegar þessi um 25 metra háu tré og með svo litla krónu falla á frosna jörð. Ég finn fyrir sorg við að heyra þennan dynk. Síðan nær ljósið betur á smátrén lengst niðri og lífið heldur áfram.
RSS 2.0