Ferðin norður

Ég sit í lest sem fyrir stuttu lagði af stað frá Kristinehamn i Vermland og er á leið norður með áfangastað í Mora í Dölunum. Þar stígum við upp í það sem kallast innlandslestin. Næstu daga kemur ferðin til með að liggja langt norður á bóginn, lengra norður en ég hef nokkru sinni komið í raunveruleikanum. Ég hef hingað til bara gert það í draumum mínum.

 

Við hlið mér situr Susanne, konan sem hefur orðið lífsförunautur minn. Að mörgu leyti erum við lík. Það er til dæmis þess vegna sem við erum samferða núna á leiðinni norður á bóginn. Það hefur verið draumur minn í mörg ár og í fjölda ára hafa ferðir hennar einmitt legið til norðlægasta Norrland, gjarnan til svæða þar sem eru á mörkum óbyggðanna. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri áhugamál hennar fyrst þegar við byrjuðum að hittast.

 
 Myndin er tekin fyrir ári síðan við Lapkapellen, Kolåsen í Jämtlandsfjöllunum.

 

Við eigum það sameiginlegt að geta setið hljóð eða vera hljóðlátlega á ferðinni á þessum svæðum. Þögnin hræðir okkur ekki og að hitta okkar innri manneskju gerir okkur ekki óróleg. Þessar aðstæður einfaldlega hrópa á okkur að vera með. Susanne er vinur minn án skilyrða.

 

Hún hefur eiginleika sem ég vil gjarnan bæta hjá sjálfum mér. Hún dæmir ekki en hún getur orðið hissa. Hún er svo langt frá því að tala illa um en hún getur orðið sár. Hún vill hjálpa þeim sem hafa þurft að lúta í lægra haldi í lífinu og er undrandi yfir því að hafa fyrr í lífi sínu valið að vinna við hátækniiðnað.

 

Hún getur hjálpað fólki með sínar líkamlegu þarfir af því taginu sem ég gæti alls ekki gert og síðan segja þeim að þau séu áhugaverð, skemmtileg, falleg eða hvað það nú getur verið. Hún getur sagt eitthvað sem lyftir þreyttri manneskju í augnablikinu frá þeim örlögum sem hún hefur fengið að lúta til einhvers sem er þolanlegra. Þetta verður að gera segir Susanne og svo gerir hún það.

 

Og einmitt þess vegna er hún að endurmennta sig til þessarar hjálpar. Að vera þeim til hjálpar sem eru komnir að lokastigum lífsins, það er köllun hennar. Þetta getur engin bara menntað sig til, eiginleikinn verður líka að vera til hjá manneskjunni. Svo verður það sem hún hefur menntað sig til vinna hennar og köllun. Þar erum við lík. Mín vinna síðustu tuttugu og tvö árin hefur líka verið köllun mín.

 

Ég get ekki leynt Susanne neinu, enginn getur það. Þar hefur hún sjötta skilningarvitið. Þegar mér líkar ekki við eitthvað og er virkilega ákveðinn í að leyna því, þá tekst mér það ekki. Þá segir hún einfaldlega; Guðjón, þú veist að þú getur ekki leynt mig neinu. Og ég get það ekki meira en nokkur annar.

 

Mjög snemma að morgni fyrir mánuði síðan hugsaði ég um Norðurlandsferðina okkar sitjandi á veröndinni bakvið húsið heima. Þá komu þessar hugsanir upp. Seinna setti ég þær í orð sem ég nú birti.

 

Nú heldur ferð okkar áfram til norðurs gegnum Vermland hið fagra. Hugsanlega læt ég aftur heyra frá mér um ferðina. Ég hef þegar kynnt ferðafélagann. Hvað er að finna þarna fyrir norðan? Jú, til dæmis Fatmomakke, Saxnäs, Samasafnið og kirkjan í Jokkmokk. Svo er þar að finna Vilhelmina. Vilhjálmur Vilhjálmsson söng “Ó Elsku Stína”  en Sven Ingvars söng um Kristina frá Vilhelmina https://www.youtube.com/watch?v=orPm_8iHH-w

RSS 2.0