Á Jamtli i Austursund

Við Susanne vorum á sumarferðalagi. Það var í lok júlí og við vorum í Austursund, höfðum gist þar eina nótt og eftir morgunverð gengum milli ólíkra safnahúsa á stóru safnasvæði sem heitir Jamtli. Við byrjuðum í þinghúsinu.

 

 

Dómarastóllinn var tómur og hafði verið lengi. Á borðinu lágu gamlar lögbækur. Bekkir stóðu meðfram veggjum. Það var svo ískalt áþreifanlegt að allt var gamalt. Ég sá engan "sjarm" yfir þessu bara alvarlegan sannleika. Ég gat ímyndað mér fanga í slitnum fötum sem hlustaði á daudadóm yfir sér og að hann skyldi hálshöggvas -eða kannski dóm sem var nokkru mildari.

 

Í hinum enda þinghússins var veitingastaður með lítilsháttar innanstokksmunum, svo sem tvö borð, nokkrir stólar og bekkir. Í körfu á borðinu lá hrökkbrauð með ábreiðu yfir. Á fati lágu nokkrar kartöflur sem ekki höfðu komið þangað aldeilis þá um daginn og á öðru fati lágu nokkrar gulrætur sem höfðu byrjað að innþorna. Á matseðlinum stóð meðal annars; matur 6 krónur, og ennfremur; matur og einn sopi brennivín 7 krónur. Ég verð að viðurkenna að ég skildi að einn sopi brennivín mundi hafa gert lífið pínulítið ljósara í nokkur augnablik frá annars dapurri tilveru.

 

 

Í einu horni var opið eldstæði og á málmarmi við eldinn hékk ketill sem hægt var að færa inn yfir logann. Sívalur biti, hluti af máttarviðunum, gekk yfir endilangt herbergið, mátulega lágt til að strjúkst við höfuð mér.

 

Öllu þarna inni var vel fyrir komið til að ná tilgangi sínum, að sýna okkur hvernig það hafði verið áður fyrr þegar mörg börn dóu ung og fólk varð snemma slitið af sínu daglega amstri og erfiðu aðstæðum. Áhrifin frá dómssalnum í hinum enda hússins lágu ennþá í huga mér og héldu sinninu í greip sinni

 

Susanne gekk rólega fram lil opna eldstæðisins og sagði með trega í röddinni; "það var ekki svo mikið betra áður". Síðan tókst henni að brosa þegar hún horfði inn í mndavélina, nokkuð sem ég hefði átt erfitt með. Það gerði væntanlega ekki fanginn sem ekki einu sinni tókst að líta upp móti dómaranum í dómssalnum hinu megin við panelvegginn þegar dómurinn var lesinn yfir honum.

 

Við gengum stuttan spöl yfir tún að nokkur hundruð ára gömlu bændabýli. Þar mætti okkur annar veruleiki frá löngu liðinni tíð. Það var líf á bænum, þar gekk fólk um og annaðist sín störf frá löngu liðinni tíd á aldeilis snilldarlegan hátt. Þar var andrúmsloftið allt annað og bjartara en í þinghúsinu.

 

Fólkið klæddi fólk sig eins og fyrir nokkrum öldum síðan. Mennirnir báru dálka við belti og kona gekk um með fyrri tíma körfu á armi sér. Þau töluðu öðru vísi mál, mjög greinilegt og skiljanlegt, en öðru vísi. Það fjallaði ekki um gengið í dag, umferðina eða ný jarðgöng á vegum landsins.  Það fjallaði um aðra tíma og annan raunveruleika. Hugsanir mínar voru á fleygiferð, mér fannst sem ég yrði hálf undarlegur.

 

"Hvaðan komið þið", spurði reffilegur maður, greinilega bóndinn á bænum. Ja, svaraði ég, við komum frá allt öðrum tíma. Já, ég sé það svaraði hann, þið hljótið að koma frá fyrri tíð, ein 250 ár til baka. Fleira töluðum við um en það gekk ekki að fá neitt nútíma samband við þennan mann. Ég hugsaði sem svo að hann væri vel kunnandi hvað varðaði liðna tíð, að hann væri sálfræðingur og alveg frábær leikari.

 

 

Í einu húsi komum við í léttara andrúmsloft. Þar léku átta menn og konur á harmónikkur og tveir menn á bassa. Sumir dilluðu sér en aðrir voru meira alvarlegir. Þarna voru í fyrsta lagi ellilífeyrisþegar eins og ég og þeir komu til að lyfta huganum frá hversdafgsleikanum og það virtist virka.

 

Þetta og mikið annað sáum við og upplifðum á hringferð okkar um safnasvæðið Jamtli í Austursund. Það var eins og við hefðum lært eitthvað utan að lesa. Við höfðum verið með í því sem við höfðum lært. Ég hef ekki verið duglegur við að heimsækja söfn en Jamtli tók mig trausta taki og ég er ekki hálfnaður með að rannsaka það.

 

 

Við gengum nú yfir til annars bæjarhluta þar sem raunveruleikinn var allt annar. Ég var ennþá að meðtaka það sem ég hafði upplifað. Þarna borðuðum við nútíma hádegisverð í tjaldi á bryggju í Stóravatni, umvafin blíðviðri og sumarhita. Við vorum ferðafólk í sumarfríi á leið til “norra Norrland”. Þar skyldu verða fleiri söfn að sjá en nú var kvöldið að nálgast í Austursund.

 

 

 

Susanne og Doris í Norrland

Ég hef skrifað dálítið um Norðurlandsferðalag okkar Susanne en kannski ekki eins mikið og ég hefði viljað. Ekki veit ég almennilega hvað ég kem til með að gera með þetta en eftirfarandi vil ég alla vega nota sem blogg.
 


Þetta er járnbrautarstöðin í litlum sænskum, norðlenskum bæ sem heitir Jörn. Jörn er í Vesturbotni nokkru sunnar en Piteå. Fyrir um það bil tíu árum sátu tvær konur sitt á hvorum tröppunum á þessu húsi og biðu eftir rútu. Þær vissu ekkert hvor um aðra. Rútan kom ekki á áætluðum tíma og tíminn leið. Önnur konan spurði að lokum hina hvort hún biði eftir sömu rútu. Já, svo gerði hún. Svo töluðu þær svilítið meira. Að lokum flutti önnur konan sig til konunnar á hinni tröppunni. Síðan hafa þær verið mikið góðir vinir.

Önnur konan var Susanne og hin var Doris. Mjög stuttu eftir að við hittumst, Susanne og ég, sagði hún mér söguna frá járnbrautarstöðinni í Jörn og síðan talaði hún oft om Doris og þá frábæru manneskju sem hún væri. Eitt af því fyrsta sem var ákveðið eftir að Susanne byrjaði að skipuleggja Norðurlandsferð okkar var að heimsækja hana.

Við höfðum verið tvær nætur í Jokkmokk sem er mjög norðarlega í Svíþjóð og síðan fórum við til baka með innlandslestinni niður til Arvidsjaur. Þaðan fórum við með rútu áleiðis til Piteå. Á leiðinni þangað sáum við konu eina standa á stoppistöð. Þetta er Doris, sagði Susanne. Við yfirgáfum rútuna og þessar tvær konur heilsuðust eins og bara bestu vinkonur geta gert. Síðan sneri Doris sér að mér og sagði að hún knúsaði mig bara líka.

Tvær nætur gistum við hjá Doris Og hún gerði bókstavlega allt til þess að þessir tveir sólarhringar sem við vorum saman mundu gefa okkur góðar minningar inn í framtíðina. Ekki heiftarlegar minningar, heldur fínar minningar.

Það leyndi sér ekki að Doris er náttúruunnandi. Hún hlúir að, hún verðsetur eins og sá sem ekki er í þörf fyrir það heiftarlega og hún kemur gjarnan við á stöðum sem margir mundu þjóta framhjá.

Hon tók með varning í mat og nokkra eldiviðarkubba sem hún átti í bílskúrnum. Síðan kveikti hún upp eld á stöðum sem voru gerðir fyrir það og gerði kvöldmat og kaffi. Síðan borðuðum við og töluðum saman eftir matinn. Annað kvöldið sem við gerðum þetta fengum við heiðarlegt þrumuveður í eftirrétt.
 
Ég sá tvær álfkonur bakvið tré og spurði hvort ég fengi að taka mynd af þeim og ég mátti gera svo.

Það var gaman að fylgjast með Susanne þessa daga sem og alla hina dagana á ferd okkar. Þessar tvær konur virkuðu svo vel saman að stundum fannst mér næstum sem ég væri þriðja hjólið undir einhverju en ég vissi mjög vel að svo var ekki. Susanne var mjög örugg með sig og hún geislaði af gleði. Ég naut þess að sjá þetta.

Takk Doris fyrir að þú ert sannur vinur Susanne. Takk fyrir allt sem þú sýndir okkur. Takk fyrir það sem þú kenndir mér. Ég kem til með að stinga upp á því einhvern tíma síðar að við Susanne tökum með pott, ketil, við og kost og að við síðan gerum mat eins og þú gerðir. En heiðarlega sagt er líklegast að Susanne verði fyrri til að stinga upp á þessu.
 
 
 
 
Hér bordudum vid fyrri kvöldmatinn sem Doris baud okkur upp á úti í náttúrunni undir berum himni. Vid töluðum ekki hátt og skellihlógum ekki en okkur leid vel sem hluti af umhverfinu fram að dimmumótunum.
RSS 2.0