Susanne og Doris í Norrland

Ég hef skrifað dálítið um Norðurlandsferðalag okkar Susanne en kannski ekki eins mikið og ég hefði viljað. Ekki veit ég almennilega hvað ég kem til með að gera með þetta en eftirfarandi vil ég alla vega nota sem blogg.
 


Þetta er járnbrautarstöðin í litlum sænskum, norðlenskum bæ sem heitir Jörn. Jörn er í Vesturbotni nokkru sunnar en Piteå. Fyrir um það bil tíu árum sátu tvær konur sitt á hvorum tröppunum á þessu húsi og biðu eftir rútu. Þær vissu ekkert hvor um aðra. Rútan kom ekki á áætluðum tíma og tíminn leið. Önnur konan spurði að lokum hina hvort hún biði eftir sömu rútu. Já, svo gerði hún. Svo töluðu þær svilítið meira. Að lokum flutti önnur konan sig til konunnar á hinni tröppunni. Síðan hafa þær verið mikið góðir vinir.

Önnur konan var Susanne og hin var Doris. Mjög stuttu eftir að við hittumst, Susanne og ég, sagði hún mér söguna frá járnbrautarstöðinni í Jörn og síðan talaði hún oft om Doris og þá frábæru manneskju sem hún væri. Eitt af því fyrsta sem var ákveðið eftir að Susanne byrjaði að skipuleggja Norðurlandsferð okkar var að heimsækja hana.

Við höfðum verið tvær nætur í Jokkmokk sem er mjög norðarlega í Svíþjóð og síðan fórum við til baka með innlandslestinni niður til Arvidsjaur. Þaðan fórum við með rútu áleiðis til Piteå. Á leiðinni þangað sáum við konu eina standa á stoppistöð. Þetta er Doris, sagði Susanne. Við yfirgáfum rútuna og þessar tvær konur heilsuðust eins og bara bestu vinkonur geta gert. Síðan sneri Doris sér að mér og sagði að hún knúsaði mig bara líka.

Tvær nætur gistum við hjá Doris Og hún gerði bókstavlega allt til þess að þessir tveir sólarhringar sem við vorum saman mundu gefa okkur góðar minningar inn í framtíðina. Ekki heiftarlegar minningar, heldur fínar minningar.

Það leyndi sér ekki að Doris er náttúruunnandi. Hún hlúir að, hún verðsetur eins og sá sem ekki er í þörf fyrir það heiftarlega og hún kemur gjarnan við á stöðum sem margir mundu þjóta framhjá.

Hon tók með varning í mat og nokkra eldiviðarkubba sem hún átti í bílskúrnum. Síðan kveikti hún upp eld á stöðum sem voru gerðir fyrir það og gerði kvöldmat og kaffi. Síðan borðuðum við og töluðum saman eftir matinn. Annað kvöldið sem við gerðum þetta fengum við heiðarlegt þrumuveður í eftirrétt.
 
Ég sá tvær álfkonur bakvið tré og spurði hvort ég fengi að taka mynd af þeim og ég mátti gera svo.

Það var gaman að fylgjast með Susanne þessa daga sem og alla hina dagana á ferd okkar. Þessar tvær konur virkuðu svo vel saman að stundum fannst mér næstum sem ég væri þriðja hjólið undir einhverju en ég vissi mjög vel að svo var ekki. Susanne var mjög örugg með sig og hún geislaði af gleði. Ég naut þess að sjá þetta.

Takk Doris fyrir að þú ert sannur vinur Susanne. Takk fyrir allt sem þú sýndir okkur. Takk fyrir það sem þú kenndir mér. Ég kem til með að stinga upp á því einhvern tíma síðar að við Susanne tökum með pott, ketil, við og kost og að við síðan gerum mat eins og þú gerðir. En heiðarlega sagt er líklegast að Susanne verði fyrri til að stinga upp á þessu.
 
 
 
 
Hér bordudum vid fyrri kvöldmatinn sem Doris baud okkur upp á úti í náttúrunni undir berum himni. Vid töluðum ekki hátt og skellihlógum ekki en okkur leid vel sem hluti af umhverfinu fram að dimmumótunum.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0