ÞAÐ ERUM VIÐ, ÉG OG ÞÚ

Í sænskum sjónvarpsþætti frá í febrúar um kórónavírusinn, spurði þáttastjórnandinn prófessor í veirufræði við sænskan háskóla spurningar með nokkurn veginn þessum inngangsorðum:
 
Dýrum er haldið föngnum við viðbjóðslegar aðstæður, meira að segja friðlýstum dýrum. Er mögulegt að náttúran sé að slá til baka, að hefna sín á okkur mannólkinu?
 
Prófessorinn svaraði nokkurn veginn með þessum orðum:
 
Það er mjög góð spurning sem þú spyrð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi ekki minna en sex sinnum á síðustu tíu til ellefu árum og í öll skiptin er orsökin vírus. Við erum mjög margar manneskjur á jörðinni akkúrat núna og við breiðum úr okkur og ryðjum öðrum tegundum úr vegi. Við getum kannski sagt að náttúran sé að hringja viðvörunarbjöllu og segja -halló manneskja, þú mátt róa þig niður dálítið.
 
Þagar þáttastjórnandinn bar fram spurninguna get ég lofað að ég hallaði mér fram í stólnum og hugsaði; hverju kemur vísindamaðurinn til með að svara.
 
Þessi spurning hefur vakað með mér í mörg ár ásamt fleiri tilvistarspurningum, en ég hef farið varlega með þær alla tíð og hugsað sem svo að þetta er vandmeðfarið. Geti ég ekki staðið fyrir máli mínu með rökum er ég bara sérvitur, hjátrúarfullur og skrítinn (sem ég auðvitað er). En svo fékk ég stuðning frá hámenntuðum vísindamanni.
 
 
 
Árið 2009 hringdu þau dóttir mín og tengdasonur sem búa í Stokkhólmi, þau Rósa og Pétur, og þau héldu símafund með okkur Valdísi. Hvað er í gangi núna? hugsaði ég. Það hlaut að vera mikilvægt fyrst það var stofnað til símafundar um málið, þeim fyrsta og kannski þeim eina sem ég hef verið þátttakandi í.
 
Og svo fengum við Valdís að heyra að fjórða barnabarnið væri á leiðinni.
 
Þetta barnabarn mundi verða lang yngsta barnabarnið mitt, og ég man ennþá vissa hluti mjög vel sem runnu í gegnum huga minn og bærðust innra með mér þegar ég heyrði þessa frétt. Ég fann mig á þeim tíma sem fullorðnari og þroskaðri mann en ég hafði gert þegar ég heyrði um að fyrstu barnabörnin þrjú, börn Valgerðar, væru á leiðinni. Í fyrsta lagið varð ég mjög glaður að heyra þetta en hlið við hlið, þétt saman, var það tvennt sem stóð hæst og ekkert, ekkert annað var áþreifanlegt um stund. Þessi atriði voru gleðin yfir að Rósa og Pétur væru að fá fyrsta barnið sitt, og svo hitt;
 
hvernig kemur veröldin sem við lifum í til með að taka á móti og taka höndum um þetta barn?
 
Þessa spurningu lifi ég með innra með mér enn i dag og hvernig veröldin sem við lifum í komi til með að taka á móti og taka höndum um öll heimsins börn. Það erum við sem erum orðin fullorðin og ábyrg sem stjórnum því og enginn annar.
 
ÞAÐ ERUM VIÐ, ÉG OG ÞÚ.
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail
 
What do you want to do ?
New mail


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0